Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 89. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAI 1908
- POLAR CUP
Framhald af bls. 30
samleiksins og er það miður, en
vonandi er aðeins um tímabils-
erfiðleika að ræða hjá þeím, og
víst er að þeir verða erfiðir and-
stæðingar í framtíðinni.
f^lenzka liðið hafnaði í þriðja
sætinu, í fjórða sinn. fsland skip
aði sér í það sæti þegar á fyrsta
Polar Cup og hefur haldið því
síðan. Fyrir mótið voru uppi
raddir um að nú skyldu Svíar
sigraðir og öðru sætinu náð.
Fremur hefur verið þar um ósk-
hyggju að ræða, en rökstudda
von. Reyndin varð sú að Svíar
hafa aldrei staðið jafn nálægt
sigri í mótinu og nú, og íslend-
ingarnir voru ffiun nær því að
sigra Finna en Svía. Ekki ber
þó að skilja þetta beinlínis serri
mælikvarða á fslenzka liðið.
Fyrsti leikur þess var á móti
Svíum. Taugar liðsins voru í
megnasta ólagi og körfuhittni
mjög léleg. Eftir mjög góða byrj-
un hvað snerti baráttu og sam-
spil, brotnaði kjarkur liðsins
þegar knötturinn hvað eftir ann
að rambaði á körfubarminum og
féll niður utan hringsins, án þ.ess
að skapa liðinu stig. Með hittni
*ins og liðið sýndi á mótinu í
heild, er það töluleg staðreynd
að Svíar hefðu verið sigr-
aðir með fjögurra stiga mun ef
sú hittni hefði náðst einnig gegn
þeim. Þetta er grátleg niðurstaða
og ekki sízt vegna þess að leiða
má rök að því að leikjaröð ís-
lenzka liðsins hafi verið rangt
upp sett. Liðið bætti sig í reynd,
við hvern leik. Þannig að síð-
asti leikur liðsins hefði átt að
vera vð Svía. En því miður var
Jean Dixon ekki með í ráðum
og því fór sem fór. fslenzka lið-
ið stóð sig með mikilli prýði,
sigur yfir Dönum, og það 20
stiga sigur, er ætíð kærkominn
og sýnir að þeir tveir leikir ís-
lands og Danmerkur á undan-
förnum Polar Cupmótum, sero
unnist hafa með einu stigi, hafa
verið svo jafnir og harðir frem-
ur vegna taugaóstyrks og
og reynsluleysis íslenzka liðs-
ins, heldur en að getumunur
liðanna hafi verið svo lítill. ís-
lenzka  liðið  sýndi  í  þessu  móti
að það er á uppleið meðal Norð-
urlandaþjóðanna í körfuknatt-
leik, og er nær því að ná öðru
sæti, en að hrapa niður í það
fjórða. Þjálfari íslenzka liðsins
var að þessu sinni Guðmundur
nokkrum árum einn okkar
fremsti körfuknattleiksmaður.
Getur hann sannarlega verið á-
nægður með lið sitt og er á-
stæða til þess að óska honum til
hamingju með árangurinn í hans
fyrstu stórraun sem þjálfari liðs-
ins. Því má þó ekki gleyma, að
Helgi Jóhannsson sem um árabil
hefur fórnað landsliðinu og
körfuknattleiknum miklum tíma,
á ekki hvað minnstan þátt í
getu íslenzka liðsins í dag.
Helgi lét af störfum sem lands-
liðsþjálfari s.l. vor eftir sex ára
látlaust starf. Hann hefur skap-
að flesta þá menn sem framúr
sköruðu í liðinu í Polar Cup,
og þótt hann sé nú horfinn úr
sæti þjálfarans má ekki gleyma
því starfi sem hann vann, og orð
ið hefur til þess að við eigum
svo gott körfuknattleikslands-
lið sem raun er á.
Danska liðið varð mörgum til
vonbrigða að þessu sinni. Við
komuna til landsins með tíu stig
sigur yfir Skotum að baki, voru
greinilegar bronsvonir í augum
Dana. Hundrað stig gegn Norð-
mönnum í fyrsta leik, og góður
leikur þeirra gegn Finnum, gerði
sannarlega ekkert til þess að
vekja vonir áhangenda þeirra
um að þeim tækist að sigra ís-
lendinga loksins, og hreppa
þriðja sætið. En sú von varð að
engu þegar á hólminn kom. fs-
lenzka liðið var mun betra og
sigur aldrei eygður af Dana
hálfu. Var eins og liðið brotnaði
gersamlega saman við þennan ó-
sigur og varð það í ofanálag að
þola stórt tap.gegn Svíum 88:44,
þrátt fyrir það að Svíar beittu
ekki sínu sterkasta liði. Samt sem
áður er ekki neinn vafi á að
miklar framfarir hafa átt sér
stað hjá Dönum frá því á síð-
asta Polar Cup, fyrir tveimur ár
um síðan. Lið þeirra er mun létt-
ar leikandi, og leikaðferðir þess
hafa tekið stakkaskiptum. Marg
ir mjög skemmtilegir leikmenn
eru í liðinu, og vil ég nefna tvo
sérstaklega, þá Birger Fiala og
Ernst Jensen. Báðir mjög leikn-
ir og hittnir, og var Fiala stiga-
hæstur Dananna á mótinu skor
aði 35 stig. Eins og kunnugt er
hefur Þorsteinn Hallgrímsson
leikið með danska liðinu SISU
um nokkurra ára bil, meðan
hann dvaldist við nám í Kaup-
mannahöfn. Svo mikilli vináttu
batzt hann við Dani að þeim
fannst nú á Polar Cup að þeir
hefðu lánað okkur íslendingum
Þorstein og fannst greinilega
miður að hafa hann ekki í sínum
röðum, en þjálfari danska lands-
liðsins Torben Starup Hansen er
einmitt Þjálfari SISU. Hjá dön-
um kemur greinilega fram sama
vandamál og hjá okkur íslend-
ingum að tilfinnanlega vantar há
vaxna menn í liðið. Bæði til þess
að ógna með skotum sínum og
til þess að ná fráköstum og
verjast sókn risanna i liði and-
stæðinganna. ÞangaS til breyt
ing verður á þessu atriði geta
Danir hvorki né íslendingar gert
sér vonir um að ná í fremstu
röð í körfuknattleik, þrátt fyrir
mjög góða litla leikmenn, þurfa
risarnir einnig að vera með, það
er staðreynd í nútímakörfuknatt
leik.
Norska landsliðið var eins og
við er að búast langsízta liðið í
mótinu. Það er aí mestu skipað
kornungum og um margt efni-
legum leikmönnum, en íþróttin
er mjög ung í Noregi og vart
við miklum árangri að búast á
fáum árum. Athyglisvert er að
Norðmenn hafa byrjað sinn
körfuknattleik algerlega sjálf-
stætt, án allra áhrifa frá hand-
knattleik. Ef borið er saman við
þróunina hjá Dönum, þá var á-
berandi allt fram til ársins 1961,
að handknattleiksmenn iðkuðu
körfuknattleik og bar leikur
danska liða þess greinileg merki.
Norðmenn hafa hinsvegar eins
og áður er sagt byrjað á nýrri
íþrótt og blandast hún hvergi
inn í handknattleik, og er það
vel því stíll þessarra íþrótta-
greina er mjög ólíkur þótt
hvorar tveggja séu handknatt-
leikir. Norðmenn eru gestgjafar
á næsta Polar Cup árið 1970,
og verður ánægjulegt að sjá
framfarir þessarra nánustu
frænda okkar að tveimur árum
liðnum.
TAKIÐ EFTIR
teppi ný   '
til vor kontu í morgun
þau eru talleg þykk og hlý,
þau tást með afborgun
Álafoss
Þingholtsstræti 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32