Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.1968, Blaðsíða 17
MORGIJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1968 17 Andstyggilegra en orð fái lýst Morðið á Robert Kenniedy ei andstyggilegra en með orðum verði lýst. Þess vegna skal ekki farið fleiri orðum um þann hroll, sem ódæðisverk þetta hefur vak ið. í hugum góðvi'ljaðra manna um heim allan ríkir nú samúð, ekki einungis með fjölskyldu hins ötula stjórnmálamanns, held ur með gervallri hinni banda- rísku þjóð. Endurtekin ítrekun þvílíkra voðaglæpa er vissulega til þess löguð að valda Banda- ríkjamönnum margvíslegum hnekki. Illviljaðir menn, einnig hér uppi á íslandi, eru nú þeg- ar að skrifa forustugreinar um „þjóðfélag morðsins". Af við- brögðum Bandaríkjamanna sjálfra er sýnt, að þeir munu héðan í frá betur en áður gjalda varhug við ofbeldisverkum. Enn er hins vegar of snemmt að kveða upp dóm um það, hvaða orsakir liggi til þessa síðasta illræðisverks. Er þarna um að ræða vandlega undirbúið sam- særi? Samsæri af pólitískum rót- um runnið eða á vegum glæpa- Þessi mynd er tekin við Hrafnis tu og sýnir gamlan mann og ung an dreng sitja á ankeri sem er komið fyrir á lóð dvalarheimilisins. (Ljósm. Mbl. Arni Johnsen.h REYKJAVIKURBRÉF manna, sem Robert Kennedy hafði reynzt þungur í skauti. Eða er á ferðum vitskertur mað- ur, sem enga grein gerir sér gerða sin-na? Eða hefur ofbeldis- andinn, sem nú hefur eitrað and- rúmsloft víða um veröld heltek- ið mann, sem telur sjálfan sig haldinn háleytum hugsjónum, sem öllu sé fórnandi fyrir? Ó- dæðismaðurinn, sem myrti mesta mannvin, er skipað hefur sæti forseta Bandaríkjanna, Abra- ham Lincoln, hrópaði þegarhann hafði veitt forsetanum banasár: „Þannig fer fyrir harðstjórun- um“. „(Iin nýju landa- •66 mæri John Kennedy forseti, bróðir Roberts, sem nú hefur hlotið hin sömu örlög hans eldri bróð- ur, talaði stundum um, „hin nýju landamæri", „the new frontier“ sem lýsing á stefnu sinni. Orð- rétt þýðing nær að vísu ekki til fulls meiningunni. John Kenn edy vildi minna á, að Banda- ríkjaþjóðin væri landnámsþjóð, sem stöðugt hefði verið að færa út landamæri sín. Nú væri land- vinningunum að vísu lokið, vegna þess að búið væri að nema meg- inlandið úthafanna á milli, en þá þyrfti að hefja landnám inn á við, gera þjóðfélagið betra en áður. Hugsunin var svipuð og hjá Dönum eftir ósigur þeirra 1864. þegar þeir sögðu: „Hvad udad tabes, skal ind ad vindes“. Bandaríkj amenn höfðu raunar ekki tapað neinu út á við, held- ur voru þeir sem sagt búnir í þeim efnum að vinna allt, sem þeir óskuðu eftir, en John Kenn- edy taldi, að nú þyrfti að sinna umbótum inn á við með ekki minna þreki og áhuga en land- náminu sjálfu áður fyrri. Menn gleyma því stundum hversu ör- stutt, miðað við þjóðar-æfi, það er síðan Bandaríkjamenn námu allt sitt mikla meginland. Þá riðu harðskeyttir og vopndjarfir menn um héruð. Enn eimih of mikið eft- ir af þessum hugsunarhætti land nemans og þjóðfélagsháttum rík- is sem enn er ekki fullmótað. Þessu til viðbótar kemur að til Bandaríkjanna liggur enn stöð- ugur straumur rótslitinna út- flytjenda, sem eiga mismunandi aiuðvelt með að festa rætur í sínu nýja heimalandi. Þeir, sem nú velta sér upp úr þessari ógæfu Bandaríkjamanna, hefðu gott af að hugleiða at- Laugardagur 8. júní vik, sem gerðust hér á landi s.l. sumar. Þá kom hingað ferða- mannahópur frá einu landanna austan járntjalds. Þegar hópur- inn var að aka í úthverfi Reýkja- víkur, staðnæmdist hann eitt sinn skyndilega, leiðsögumaður- inn fór út og kallaði á veg- faranda, sem var einn á göngu og bað hann að heilsa upp á ferðalangana. Vegfarandi varð við því, en spurði, hverju þetta sætti og fékk þegar í stað þá skýringu, að hinir austrænu ferðamenn hefðu ekki trúað því, þegar þeim var sagt, að þarna væri forsætisráðherra landsins gæzlulaus einn á göngu og hefðu sagt, að óhugsandi væri að slíkt gæti borið við í sínu landi. Þar kæmi enginn maður í slíkri stöðu á almannafæri án þess að hafa um sig öruggan vörð. Af þeim sökum vildu hinir austrænu ferða menn með eigin samtali sann- færa sig um, að enginn mis- skilningur væri á flerðum. Svip- að mun hafa átt sér stað við Bessastaði, hvort sem þar var hinn sami hópur á ferðum eða annar. Austrænir ferðamenn létu þar uppi einlæga von um, að þeim mætti auðnast að lifa í 'þjóðfélagi, þar sem aðseturs þjóð höfðingjans þyrfti hvorki að gæta af lögreglu né herliði. Nú er frá því sagt, að Johnson for- seti Bandaríkjanna hafi ákveð- ið, að allir frambjóðendur til forsetakosninga skulu fá lög- regluvörð. Því miður er það síst að ástæðulausu, en um leið og menn verða háðir þvílíkri varðgæzlu, hætta þeir að vissu leyti að vera frjálsir menn. Ofbcldi má aldrei aisaka Ofbeldi má aldrei afsaka og því fer fjarri, að þjóðfélagshætt- ir geti réttlætt annað eins ó- dæðisverk og nú enn einu sinni hefur verið framið í Bandaríkj- unum, þó að í þeim sé leitað skýringar á því, að slík ósköp geti gerzt. Lýðræðisþjóðirnar verða af öllum mætti að vinna bug á þessari hættu. En hversu langt er unnt að ganga án þess að frelsinu sé ógnað? í ein- ræðisríkjunum sjáum við nú sí- endurtekin dæmi þess, að hafin eru réttarhöld til að sanna, að forustumenn, sem fyrir nokkrum árum voru teknir af lífi samkv. löglega uppkveðnum dómum, hafi verið saklausir með öllu. Með sama hætti er gefið í skyn, að ein ríkisstjórnin, e.t.v. fyrir at- beina voldugs velunnara, hafi látið myrða einn af sínum eigin meðlimum. Ódæðisverk einstakra glæpamanna eru fordæmanleg, en enn fordæmanlegra er þó, þegar sjálfu ríkisvaldinu er beitt til að fremja réttarmorð í bók- staflegum skilningi. Allir ættu þessir atburðir að kenna okkur öllum, að ofbeldið, réttleysið, er sá eldur, sem enginn ætti að leika sér að. Auðvitað er munur á réttarmorði ríkisvalds og ódæðisverki ótýnds glæpamanns og ofbeldisaðgerðum gegn dauð- um hlutum, eins og með málningu á skipsskrokk. En það er mun- ur á magni. Megin-atriði er, hvort menn vilja fara að rétt- um lögum og beygja sig fyrir löglegum, lýðræðrslegum ákvörð unum eða ekki. Eitrar andrúmsloftið í Reykjavíkurbréfum hefur áð ur verið minnzt á það, að eng- in ein skýring er til á stúdenta- óeirðunum, sem nú blossa upp víðsvegar. Af vestrænum stjórn- málamönnum hefur hin síðari ár enginn gert sér eins dælt við kommúnista og De Gaulle, né kommúnistar, jafnt hér og annars staðar, sýnt öðrum meiri virð- ingu eða oftar vitnað til stjórn- speki neins. Stúdentar hafa þó ngan stjórnmálamann leikið harð ar en þetta átrúnáðangoð Magn- úsar Kjartanssonar, enda hefur De Gaulle nú af skyndingu snú- ið heift sinni gegn kommúnist- um, og hyggst halda völdum með því að hvetja hina frönsku þjóð til hatrammrar baráttu gegn hin- um illu öflum kommúnista. Auð- vitað eru vandamál Frakklands eftir margra ára ofstjórn De Gaulles þó miklu flóknari en svo, að þau verði leyst með því einu að berja á kommúnistum. Óeirð irnar hafa orðið alvarlegri í Frakklandi en annars staðar, ekki sízt vegna þess að þar hef- ur ólýðræðislegum reglum ver- ið beitt, án þess þó að fólkið væri sett í jafnharða fjötra og í kommúniskum þjóðfélögum tíðk- st. Glámskyggni kommúnista sést hins vegar af því, að málgagn þeirra hældist um yfir óeirðun- um í Frakklandi, taldi þær koma af hinum kapitalísku stjórnarhátt um þar, einmitt sömu dægrin og út brutust alvarlegar óeirðir í Júgóslavíu til viðbótar því, sem áður hafði gerzt í Tékkóslóva- kíu, Póllandi og sjálfu Sovét- Rússlandi. „Gaa aldrig paa akkord med sletlieden44 íslenzkur fræðimaður sem bjó í Kaupmannahöfn um miðja 19. öld, Þorleifur Repp, hafði að orð- taki: Gaa aldrig paa akkord med sl'ethed'en" þ.e. sættu þig aldrei við óþokkaskapinn eða eitt'hvað á þá lund. Umræður í útvarps- þætti s.l. laugardagskvöld minntu á þetta gamla orðtak. Þar áttu tal saman ófeiminn boðberi of- beldisins, formaður Æskulýðs- fylkingarinnar, formaður stúd- entafélags Háskól'ans, sem er sagður hógvær Alþýðuflokks^ maður og einn af forystumönn- um ungra Sjálfstæðismanna. Tak markaður hópur stúdenta hefur ákveðið að mótmæla notkun Há- skólans til ráðherrafundar Atl- antshafsbandalagsins nú í júní- lok. Ungkomminn fagnaði þessum mótmælum af heilum hug, og fór ekki dult með, að þeim yrði fylgt eftir með virkum aðgerð- um, svo víðtækum, að hann í fögnuði sínum hafði ekki enn til hlítar gert sér grein fyrir, hversu mikilfenglegar þær mundu verða- Sjálfstæðismaðurinn svar- aði hressilega o@ rak ungkomm- an alveg út í horn í rö'kræðum. En Alþýðuflokksmaðurinn tví- sté, átaldi þessa ráðstöfun á Há- skólahúsinu, en lýsti sig alveg andvígan öllu ofbeldi. Svipaða yfirlýsingu hefur stjórn stúd- entaráðs nú gefið. Þessa afstöðu er út af fyrir sig hægt að skilja. Fyrir löghlýðna menn er það auðvitað rökrétt að vera and- stæður ákvörðun, eins og tiltek- inni notkun Háskólans, en lýsa sig þó alveg andstæða ofbeldi til stuðnings þeim mótmælum. Engu að síður nota öfgamennirnir þessi málefnalegu mótmæli til að koma illu af stað, og þau eiga að verða afsökun fyrir ólátum, sem enginn sér fyrir í dag;hvaða af- leiðingar kunna að spretta af. f þessu sambandi hljóta menn einn ig að minnast yfirlýsiingar for- ráðamanna nemenda Menntaskóla Akureyrar á dögunum. Þar höfðu tveir kennarar verið staðnir að því að misbeita stöðu sinni frek- lega með þeim hætti að ginna nemendur sína til óhappaverka, að vísu smávægilegra miðað við það, sem sumstaðar annars stað- ar hefur gerzt, en þó slíkra, að sjálfir viðurkenna aðilar að brot ið hafi verið gegn borgaralegu velsæmi. Af misskilinni góð- vild til kennara, sem kunna að vera góðir og gegnir menn að slepptu sínu pólitíska ofstæki, og þeirra skólabræðra, sem hafa látið afvegaleiðast, gáfu forráða- menn nemenda út yfirlýsingu, sem vægast sagt var meira en hæpin. Með orðaleik um það, hvað gerzt hefði „innan skól- ans“, var farið fram hjá aðal- atriði málsins. Enginn efast um ao þessi yfirlýsing var gerð af góðvild, og til stuðnings kunn- ingjum, sem höfðu hlaupið á sig. En þarna var verið að reyna að fegra það sem ófegranlegt er, verið að „gaa paa akkord med sletheden", eins og Þorleifur Repp forðum sagði. Notkun háskólans Ekki eru enn liðin nema 28 ár, frá því að Háskóli Islands gat flutt inn í byggingu sem honum einuim var ætluð. Það var einmitt sömu dagana og hingað bárust fregnir af falíli Parísar fyrir ofbeldisárás Hitlers, sem háskólabyggingin var formlega vígð. Þá gilti enn vináttusamn- ingur kommúnista og nazista og í skjóli hans fór Hitler sigurför sína til Parísar. Þangað til, 17. júní 1940, eða í fuill 29 ár, hafði Háskólinn fengið inni í Alþing- ishúsinu. Allan þann tíma varð þess aldrei vart, að Alþingis- menn ömuðust við háskólanum. Hann þrengdi raunar mjög að þeim, og gerði starf þeirra erf- iðara en ella. En þingmenn mátu meina að geta haldið uppi há- skólafræðslu í landinu, heldur en nokkra erfiðleika, við sín daglegu störf, jafnvel áratugum saman. Það vár ekki vegna kröfu Alþingismanna um not alls Al- þingishússins fyrir sjálfa sig ó- skert, að háskólinn vék úr hús- inu, heldur af hinu, að háskóla- menn töldu orðið of þröngt um sig í híbýlum Alþingis. Eftir á furða menn sig á, að þvílíkt sambýli skyldi blessast jaf n lengi og það gerði. En það blessaðist vegna gagnkvæmrar góðvildar og skilnings á því, að lítil þjóð, sem var að endurreisa sjálfstæði sitt og efla menningu sína, varð að feta sig áfram, hægt og hægt Hinar helztu stofnanir og nægi- legur húsakostur fyrir þær sprett'a ekki upp af sjálfum sér, heldur verður þar að vinna að árum saman. Eftir að háskól- inn fékk sitt eigið hús, þá heflur stundum, og þó ekki öllu oftar hér en tíðkast með miklu stærri þjóðum, verið leitað til Háskól- ans af hálfu ríkisstjórnarinnar u/m að fá húsnæði hans til af- nota nokkra daga, af þvi að annað nýtilegt húsnæði var ekki fyrir hendi til fundahalda, vegna þjóðarheildarinnar. Afstaðan til Atlantshafs- handalagsins Sumir stúdentar eru andstæð- ir Atlantshafsbandalaginu. En þá er að berjast á móti því eft- ir löglegum leiðum. Ákvörðun um íramhald veru okkar í bandalaginu verður tekin af Al- þingi með lögformlegum hSetti. Á næsta ári öðlumst við rétt til þess að segja okkur úr banda- laginu, ef við viljum. Allir eru sammála um, að einmitt þau tímamót gefi ástæðu til að end- urskoða afstöðu okkar til banda- lagsins. Menn geta hEift mismun andi sköðanir á því, hvort lík- legt sé, að sú endurskoðun leiði til þess að við eigum að segja okkur úr bandalaginu. En öllum er hollast að réttum lýðræðis- reglum sé fylgt. Og það mega þeir, sem nú hugsa sér ofbeld- isaðgerðir í sambandi við þenn- an ráðherrafund, gera sér ljóst, að því meira sem ofbeldi þeirra verður, því meiri líkur eru til þess, að meirihluti ís- lendinga telji öryggi þjóðarinn- ar bezt borgið með áframhald- andi veru í bandalagi vestrænna þjóða- Hinir vitibornari kommúnistar ættu einnig að gera sér grein fyrir því, að einmift Atlantshafsbandalagið hefur átt ríkan þátt í að koma á valda- jafnvægi í Evrópu. Án tilvistar bandalagsins væri t.d. óhugsandi með öllu. að þær umbætur hefðu komizt á, sem nú eru að gerast 1 Tékkóslóvakíu. Þáð er einmitt hin minnkandi spenna sem banda lagið hefur áorkað, sem veitir beztu vonina til vaxandi skiln- ings og sambúðar milli Austur- og Vestur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.