Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1966 MINNING: Vigdís Magnúsdóttir ÖLDUM saman féll líf íslenzku þjóðarinnar í fastan og fábrotinn farveg. Atvinnuhættir og þjóð- menning tók litlum og . hagfæra breytingum. Sonur gekk inn í lífskjör föður síns og dóttirin tók við af móður sinni í sama verka- hring og kynslóð eftir kynslóð Maðurinn minn Finnbogi H. Finnbogson Hofsvallagötu 23. lézt í Landspítalanum þann 10. júlL Fyrir mina hönd og barna hins látna. Rósalind Jóhannsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma Kristín Jónsdóttir Grettisgötu 31, andaðist I Borgarsjúkrahús- inu fimmtudaginn 11. júlL Börn, tengdabörn og bamaböm. Eiginkona mín og móðir okkar Þóra S. Guðmundsdóttir Skiphoiti 36, andaðist á sjúkrahúsi Hvíta- bandsins miðvikudaginn 10. júlí. Gunnar Þ. Þorsteinsson og böra. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Dagný Einarsdóttir Túngötu 21, Seyðisfirði, verður jarðsett frá Seýðis- fjstrðarkirkju föstudaginn 12. júlí. Friðþjófur Þórarinsson, böm, tengdabörn og barnabörn. hafði áður gert. Á þessu hefir nú orðið grund- vallarbreyting. Likur eru til að engin kynslóð muni eiga eftir að lifa svo algera umbyltingu allra lífshátta og sú sem nú er öldruð. Þá er það, þegar háaldr- að fólk fellur frá, tekur það með sér í gröfina þekkingu og lífs- reynslu liðins tíma og er margt af því með öllu óbætanlegt og hvergi finnanlegt lengur sök- um hinnar öru þjóðfélagsbreyt- ingar. Þessar og þvílíkar hugs- anir sækja á hugann, þegar við kveðjum hinztu kveðju Vigdísi Magnúsdóttur frá Stokkseyri, en hún andaðist hátt á 103. aldurs- ári þann 3. júlí sl. og var þá elzt allra fslendinga. Útför henn- ar verður gerð frá Gaulverjar- bæjarkirkju í dag. Vigdís Magnúsdóttir fæddist að Bjálka í Landssveit 1. sept- ember 1865 ,en þar bjuggu þá foreldrar hennar, Magnús Magn- ússon frá Austvaðsholti og Arn- heiður Böðvarsdóttir frá Reiðar- vatni, og var hún ein af 11 börn- um þeirra hjóna, en þau eru nú öll látin. 7 ára að aldri fluttist hún með foreldrum sínum að Holtsmúla í Landssveit og það- an um fermingaraldur að Úthlíð í Biskupstungum, þar sem hún ólst upp til fullorðinsaldurs. Nokkru eftir tvítugt fór hún úr foreldrahúsum og fór þá vist- ferlum að Hólum í Stokkseyrar- hreppi til hjónanna Jóns Einars- sonar og Ingveldar Þorvarðar- dóttur er þar bjuggu. Þar var til heimilis sonur þeirra hjóna Þor- varður. Þau Vigdís felldu hugi saman og gengu í hjónaband 29. júní 1890. Þá um leið giftust einnig Einar Sigurðsson frá Hól- um og Ingunn Sigurðardóttir, er lengi bjuggu að Tóftum í Stokks- eyrarhreppi. Allt náði þetta unga fólk sem þarna gekk út í lífið, háum aldri þótt Vigdís yrði þeirra langelzt. Bæði gátu brúð- hjónin haldið gullbrúðkaup sitt sameiginlega vorið 1940 eins og þau höfðu haldið brúðkaupið sameiginlega 50 árum áður, og var þessa einstæða atburðar minnst á verðugan hátt. Þau hjónin Þorvarður og Vig- dis hófu búskap í Mið-Meðal- holtum í Gaulverjabæjarhreppi og bjuggu þar mjög lengi. Voru þá allir búskaparhættir aðrir og örðugri en við nú þekkjum og það svo, að unga kynslóðin mun alls ekki geta gert sér þau lífs- kjör í hugarlund þó frá sé sagt Lífsbjörg fólks var þá að hálfu sótt til sjávar og stundaði Þor- varður um langt skeið sjó frá Loftsstaðasandi og var þar for- maður. Kom þá í hlut húsmóð- urinnar að gæta bús og barna eins og þá var altítt á sveitaheim t Móðir okkar Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir Klöpp, Seltjarnarnesi, verður jarðsett í Fossvogs- kirkjugarði laugardaginn 13. júlí kl. 10.30. Böm hinnar látnu. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför mannsins míns, föður og afa Einars Stefánssonar frá Möðrudal. Aldís Kristjánsdóttir Stefán Haukur Einarsson Viðar Stefánsson. t Útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður Hinriks Einarssonar Strandgötu 37B, Hafnarfirði, fer fram 1 dag föstudag 12. júlí kl. 2 e.h. frá Hafnarfjarð- arkirkju. Stefanía Einarsdóttir böm og tengdaböm. t Astkær eiginmaður minn, fa’ðir, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundur R. Magnússon Bræðraborgarstíg 5, lézt í Borgarsjúkrahúsinu að- faranótt 11. júlí. Svanhildur Gissurardóttir, böm, tengdabörn, bama- böra og barnabarnaböm. ilum. Þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur voru þau hjón þó fremur veitendur en þiggjendur, og var gestrisni þeirra viðbrugðið. Um 1930 brugðu þau hjón búi og fluttu til Stokkseyrar, þar sem þau bjuggu um allmörg ár, en Þorvarður andaðist 1946, þrot inn að heilsu og kröftum, og hafði þá verið blindur í mörg ár. Þeim hjónum varð 7 barna auðið. 3 dætur misstu þau í bernsku og hina fjórðu, Ingi- björgu að nafni, um tvítugt. Syn- ir þeirra voru 3. Jón bóndi í Meðalholtum, nú í Reykjavík, kvæntur Vigdísi Helgadóttur, Ingvar, múrarameistari í Reykja vík, nú á Hrafnistu, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur sem nú er látin og Magnús, bóndi í Meðal- holtum, dáinn 19217, kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur. Að auki ólu þau upp systurdóttur Vig- dísar, Aðalheiði Eyjólfsdóttur, en hún kom til þeirra á fyrsta ári, en þá fluttu foreldrar henn- ar til Vesturheims. Reyndist Vig dís henni sem bezta móðir. Galt Aðalheiður henni og vel fóstur- launin, því Vigdís dvaldi hjá henni og manni hennar Stur- laugi Guðnasyni um 16 ára skeið eftir að hún var orðin ekkja, fyrst á Stokkseyri og síðar í Reykjavík. Síðustu 6 æviárin dvaldist Vig dís hjá dóttur Aðalheiðar, Mar- gréti Sturlaugsdóttur og manni hennar Herði Pálssyni, að Snæ- felli á Stokkseyri. Naut hún þar svo góðrar umönnunar og alúð- ar sem mest mátti verða, enda var þakklæti hennar og ástúð til þeirra hjóna mikil og börn- um þeirra unni hún mjög. Jafn einlæg og brestalaus sambúð æsku og elli og þar mátti sjá er mikill hamingjugjafi, en því miður of fátíður. Enginn sem kynni höfðu af Vigdísi Magnúsdóttur duldist, að hún var bráðgreind, minnug og fróð. Henni var það gefið af lifa lengst allra af sinni kyn- slóð. Hitt var þó meira um vert að hún hélt andlegu þreki óbil- uðu til hinztu stundar. Einnig hafði hún ferlivist allt þar til hún varð fyrir slysi fáum dög- um fyrir andlát sitt. Ég, sem þessar línur rita, átti þess alloft kost að ræða við Vig- dísi á síðustu æviárum hennar. Þau viðtöl verða mér lengi minn- isstæð. Hversu þessi háaldraða kona var gædd miklum kjarki og hugarró og var létt í lund og Framhald á hls. 8 t Þökkum samúð og vináttu við fráfall og jarðarför föður okkar og tengdaföður Björns Jóhannssonar fyrr. skólastjóra, VopnafirðL Ivar Bjömsson Ragnar Bjömsson Aðalbjörg Ingólfsdóttir Hörður Bjömsson Þórhalla Kristjánsdóttir Jóhann Björnsson Freyja Jónsdóttir Magnús Bjömsson Hildur Einarsdóttir Sigurður Bjömsson Þuriður Eyjólfsdóttir Björn Bjömsson. MINNING: Emelía E. Söebech í DAG verður til moldar bor- in frá Fossvogskirkju Emelia EUsabet Söebech, sem andaðist þann 7. þ.m. Emelía var fædd þann 26. júlí 1886 að Reykjafirði í Árnes- hreppi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Friðrik F. Söebech bóndi og Karólína F. Thoraren- sen, dóttir Jakobs Thorarensen, kaupmanns á Reykjafirði og Guðrúnar konu hans Óladóttir Viborg. Foreldrar Jakobs afa Emeliu voru þau Þórarinn, verzl- unarstjóri í Kúvíkum, og Katrín Jakobsóttir Havstein. Foreldrar Friðriks Söebec'h voru Jóhann Karl Söebech beykir og kona hans Steinunn Jónsdóttir. Milla, eins og hún var kölluð af vinum og ættingjum ólst upp í föðurbúsum með systkinum sínum 13 þar til hún fluttist ung að árum að Ósbakkaeyri í Strandasýslu og var þar nokkur ár sem barnfóstra hjá Marinó Havstein og konu hans, og tók- ust með þeim óslítanleg vinátta upp frá því. Árið 1908 fluttist hún til Reykjavíkur og fór til Guðnýjar Ottesen og var þar sem fósturdóttir hennar þar til Guð- ný dó, en síðan setti Milla upp kostsölu, sem hún rak með mikl- um skörungsskap, bæði á Skóla- vörðustíg 22, Laugaveg 27 og síðustu 18 árin að Barónsstíg 25 eða þar til hún veiktist fyrir um það bil ári. Milla eignaðist marga vini, sem margir eru farnir, en þeir, sem enn lifa, minnast hennar með hlýhug, því hún var hvers manns hugljúfi, og ég sem þess- ar fátæklegu línur rita, minnist hennar sem minnar annarrar móður, sem vildi allt fyrir alla gera og mátti ekkert aumt sjá. Elsku Milla mín, svo kveð ég þig fyrir hönd fjölskyldu minnar og bið góðan Guð að annast þig og blessa minningu þína. K.F.H. MINNING: Grétar Hafnfjörð Þorsteinsson — F. 14. okt. 1948. D. 27. maí 1968. KVEÐJA FRÁ MÓÐUR ELSKU drengurinn minn, aðeins nokkur þakkarorð til þín. Þegar é-g fylgdi þér niður að höfn, þar sem þú varst búinn að taka þér far með einum af stærsta far- kosti okkur til útlanda, í þitt fyrsta sumarfrí, svo glaður og fullur eftirvæntingar, þar sem þú stóðst og veifaðir til mín, hvarflaði ekki að mér að þetta yrði þín hinzta för, elsku Grétar minn, þú sem varst búinn að vera svo lengi á bátum, frá því að þú varðst aðeins 14 ára gam- all. En hvað ég hafði oft mikl-- ar áhyggjur þín vegna, þegar vond voru veður, en þú varst hugrakkur drengur, Grétar minn. Og allsstaðar varst þú eft- Oddur Hannesson rafvirkjameistari Fæddur 5. febrúar 1909 Dáinn 17. júní 1968 | Einum færra afbragðsmanna autt er sæti, vinur kær. Hugstæður þó okkur ertu eins og þú hefðir kvatt í gær. Lengi verður góðs manns getið geislum dreifir minning skær Þegar heim þig sorgin sótti sýndir þrek á raunastund. Börnunum varstu stoð og styrkur stækkaði æ þín hetjulund. Aldrei mun sú góðvild gleymast græddi hlýjan djúpa und. Þú varst einn af vorsins vinum vökumaður, hreinn í lund. Ef við marga ættum slíka yrðu færri lokuð sund. Bjartsýnn maður, brautryðjandi böli eyddir hverja stund. Vornótt bjarta, berðu kveðju blessun færðu í sorgarrann. Láttu guðdóms geisla þina gleðja og hugga syrgjandann. Hljóður opnar, hljóður læsir hann sem hverju barni ann. Ég sendi öllum ástvinum hins látna mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Minning þín mun lifa meðal vor, kæri vinur. Ólafur Th eodórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.