Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1968, Blaðsíða 1
24 SÍÐUR 191. tbl. 55. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bráðabirgðalög gefin út í gœr: 20% INNFLUTNINGSGJALD A ALLAR INNFLUTTAR VÖRUR — og útgjöld til ferðalaga erlendis — Bráðabirgðaaðgerðir til til þess að veita svigrúm til rœkilegrar afhugunar á efnahags- ástandinu og viðrœðna stjórnmálaflokkanna t gær voru gefin út bráðabirgðalög,. sem fela í sér að lagt verður 20% innflutningsgjald á allar innfluttar vörur svo og samsvarandi skattur á útgjöld til ferðalaga erlendis. í greinargerð fyrir bráðabirgðalögunum segir, að vegna óhag stæðrar þróunar á erlendum mörkuðum og lítillar síldveiði, það sem af er árinu, horfi alvarlega bæði um afkomu sjáv- arútvegsins og útflutningstekjur þjóðarinnar á þessu ári. Vegna óhagstæðrar þróunar í gjaldeyrismálum að undan- förnu og viðbótarskuldbindinga vegna erfiðleika atvinnu- veganna sé nauðsynlegt að fá svigrúm til þess að kanna rækilega allar aðstæður og horfuri efnahagsmálum þjóðar- innar og ræða skilyrði til almenns samstarfs stjórnmála- flokkanna um lausn vandans, svo að Alþingi geti á sínum tíma tekið endanlegar ákvarðanir. Helztu ákvæði bráðabirgðalaganna eru þessi: • Greiða skal 20% innflutnings- gjald af tollverði allrar innfluttr ar vöru. Innflutningsgjaldið greið ist af öllum vörum sem teknar eru til tollmeðferðar frá og með 3. sept. 1968. • Heimilt er að greiða úr ríkis- sjóði bætur vegna verðhækkana, sem innflutningsgjaldið hefur í för með sér á brennsluolíu og umbúðum sjávarútvegsins, veið- arfærum, sem ekki eru framleidd innanlands og fóðurvörum Iand- búnaðarins. • Heimilt er að ákveða að lagt skuli allt að 20% gjald á útgjöld til ferðalaga erlendis. • Óheimilt er að hækka verð á birgðum innfluttrar vöru sem innflutningsgjald hefur ekki ver ið greitt af og sama gildir um birgðir iðnaðarvara, sem fram- leiddar eru úr efni, sem inn- flutningsgjald hefur ekki verið greitt af. • Verðlagsnefnd skal heimila verzlunarálagningu á sem næst 30% þeirrar hækkunar, sem af innflutningsgjaldinu leiðir. • Bráðabirgðalögin gilda til 30. nóv. nk. Hér fer á eftir greinargerð Lagosstjórnin leyfir mat- vœlaflutninga — Rauða krossins til Biafra í tíu daga Lagos, Nígeríu, 3. sep't. NTB. AP. SAMBANDSSTJÓRNIN í Lagos í Nígeríu tilkynnti síðdegis í dag, að hún hefði ákveðið að leyfa flugvélum Rauða krossins að fljúga óáreittum með matvæli til sveltandi fólks í Biafra. Verður flogið frá eyjunni Femando Poo til Uli Ihiala í Biafra. Gildir flug Ieyfið í táu daga, frá og með fimmtudegi, og mega vélamar fljúga frá kl. átta að morgni til kl. 17 síðdegis. í tilkynningu sambandsstjórn'- arinnar segix, að þessi loftbrú muni hvergi nærri nægja til að bjarga þúsundum frá hungiur- dauða, en leyfið sé gefið vegna ríkjandi neyðarástands, og eftir sem áður séu allar vopnasendinig ar stranglega bannaðar. Sendimaður Alþjóðarauðakross deildarinnar í Nigeríu og Biafra, dr. August Lind, kom til Lagos á mánudag frá Fernando Poo til að ræðia við Yalkubu Gowon, helzta leiðtoga sambandsstjómar bráðabirgðalaganna svo og bráða birgðalögin í heild: Forseti íslands gjörir kunnugt: Fjármálaráðherra hefur tjáð mér, að vegna óhagstæðrar þró- unar á erlendum mörkuðum og lítillar síldveiði, það sem af er þessu ári, horfi alvarlega bæði um afkomu sjávarútvegsins og útflutningstekjur þjóðarinnar á þessu ári. Hefur þetta leitt til þess, að þróunin í gjaldeyrismál Framhald á bls. 23 Utanríkisráð- 'herrar á tundi í Stokkhólmi Stokikhólmi, 3. sept. NTB. UTANRÍKISRÁÐHERRAR 1 Norðurlanda hófu fiund í I Stokkhólmi í dag. Meðal mála I sem mun verða f jallað um er þróun mála ’ í Tðk'kóslóvakíu, 1 hugsanleg sámhjálp Norður- i landanna við Vietnama, þeg- | ar stríðinu lyiktar, og deilu- mál Nigeríu og Biaifra. — 1 Fundurinn stendur í tvo daga I og verður leitast við að sam- i ræma sem mest afstöðu Norð- . urlandanna til aðkallandi al- J þjóðamála, sem rædd verða á ) Allsherjarþingi Sameinuðu | þjóðanna. Nissim Yosha, sendiráðsfulltriii ísraels á Ítalíu og forstjóri ísraelska flugfélagsins EL AL takast í bendur á flugvellinum í Rómaborg, en þar fór fram formleg afhending vélarinnar, sem rænt var og flogið til Alsír. H ún er nú komin heim til ísraels svo og áhöfn og farþegar. Magnús Jónsson fjármálaráðherra í viðtali við Mbl. í gœr: SKÖPUM ÞJÓÐAREININGU UM LAUSN VANDANS — Umfangsmeiri erfiðleikar en vitað er um hjá öðrum þjóðum — 40°Jo samdráttur í útflutningstekjum síðan 1966 Mbl. sneri sér í gær til Magnúsar Jónssonar, fjár- málaráðherra, og beindi til hans nokkrum spurningum í tilefni þeirra efnahagsað- gerða, sem boðaðar voru í gær með bráðabirgðalög- unum. Fara svör ráðherrans við spurningum Mbl. hér á eftir: — Hvaða áhrif mun inn- flutningsgjaldið hafa á verð- lagið? — Það má búast við því, að vísitalan hækki um 4—5% þegar allt er komíð fram. Nú veit maður að vísu ekki ná- kvæmlega hvernig þetta kem ur út. Hækkun á vöruverði á t.d. ekki að koma fram fyrr en þær vörur, sem tii eru í landinu eru þrotnar. — Fólk veltir því fyrir sér hvers vegna nauðsynjavörur hafi ekki verið undanþegnar innflutningsgjaldinu? — Það var engin leið að hafa þetta annað en mjög ein falda aðgerð og þess vegna var sá kostur valinn að leggja almennan skatt á allar vörur. Rekstrarvörur útflutningsat- vinnuveganna eru af þessum sökum ekki undanþegnar gjaldinu. Hins vegar er það ljóst, að útflutningsatvinnu- vegirnir geta ekki staðið und- ir þessum auknu útgjöldum og þess vegna er gert ráð fyrir því að það, sem af þeim er tekið með þessum hætti komi til þeirra aftur og sama gildir um fóðurvörur landbúnaðar- ins. — Hver verða áhrifin á álagningu verzlunarinnar? — Við ákvörðun um það atriði var stuðst við nákvæma könnun sem fyrir nokkru fór fram á skiptingu reksturs kostnaðarlfða verzlunar- innar og leiddi í ljós að 30% af kostnaði verzlunarinnar er erlendur kostnaður. Það er gert ráð fyrir þvi í lögunum að verzlunin megi hækka á- lagningu sína sem nemur hækkun þess liðar. Það var ekki talið gerlegt vegna erfið leika verzlunarinnar að leggja á hana auknar álögur en hins vegar var heldur ekki talið unnt að bæta hennar hag með Iþessum aðgerðum. Þess vegna eru m.a. fyrirmæli í lögun- um um, að ekki megi hæfeka birgðir sem til eru í verði. — Nú hafa heyrzt þær radd ir að byrðunum sé fyrst og fremst varpað á herðar hins almenna borgara en aðrir sleppi? — Vandinn í dag er ein- faldlega sá, að það er of Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.