Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 1
28 SfÐUR 193. tbl. 55. árg. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Áframhaldandi launa- stöðvun í Bretlandi Blackpool, 5. september NTB LANDSFUNDUR brezku verka- mannasamtakanna samþykkti í dag með naumum meirihluta að framhalda stefnu sinni um launa stöðvun af frjálsum vilja, en felldi með yfirgnaefandi meirihluta rik iseftirlit með launagreiðslum. Samþykkt þessi er stjórn Verka- mannaflokksins mjög kærkom- in, því að hefði hún ekki náð fram að ganga er hætt við að nýjar kröfur um kjarabætur hefðu flætt yfir landið og hefðu þá haft alvarleg áhrif á efna- hagsuppbyggingu stjórnarinnar. Júgóslavar varkárir Belgrað, 5. sept. NTB. „JÚGÓSLAVÍA verður nú að Vera við öllu búin til að verja sjálfstæði sitt“, sagði aðalritari bandalags júgóslavískra sósíalista í ræðu á fundi flramkvæmdaráðs bandalagsins í Belgrað í gær. — Uann sagði, að árásir Varsjár- ban d al agsri kjan na á Júgóslaviu í blöðum og útvarpi minntu óhuganlega á framferði þeirra í garð Tékkóslóvaka skömmu fyriir innrásina. 27.500 Bondo- rikjamenn hafa iallið Saigon, 5. september. NTB. BA NDA RÍ'SK A herstjóniin í Saigon skýrði frá því í dag að 408 bandarískir hermenn hefðu fallið í átökum í síðustu viku í S-Vietnam og 1398 særzt. Þetta er mesta mannfall sem orðið hef ur í liði Bandaríkjamanna á einni viku síðan í maí sl. Frá því 1. janúar 1961 hafa nú 27.507 Bandaríkjamenn fallið á víg- stöðvunum í Vietnaan og 90.602 særzt. Talsmaður herstjórnarinn ar sagði, að 4476 N-Vietnamar og skæruliðar hefðu fallið í síð- ustu viku og hefðu þeir nú misst 390.105 fallna síðan 196’1. MEXICO CITY, 5. sept. — NTB. — Haraldtur, rílkisarfi Noregs og Sonjia, krónprinsiess'a, munu ljúfca brúðkaupsferð sinni í Mexí kó tvær fyrstu vikumar í októ- ber, að því er sendiráð Noreigs hér kunngjörði í gærkvöMi. Aðadritarinn krafðist þess í ræðu sinni, að innrásarherjirnir yrðu þegar í stað fluttir á forott frá Tékkóslóvakíu ag að Varsjár- ’bandalagsríkin virði ákilyrðis- laust sjálfstæði Tékkóslóvafcíu. Aðalritarinin, Beno Zupancicon sagði, að ininrás'araði'lamir væru að reyna að réttlæta ininrásina í nafni sósíailisimans, en slikt gætu Júgóslavar aldrei fallist á né vildu fallast á. Júgóslavar væru staðráðnir í að verja með öldium til'tækum ráðum sjálfstæði sitt og fullveldi. Hann sagði að Júgóslavar hlytu að vera var- kárari og leggja aukna áherzlu á að vera við öllu búnir vegna árása V ar s j árbandala'gsr íkjanna á þá veigina stuðnings þeirra við frjálslyndisstefnu Tékkósióv- afca. Tító Júgóslavaforseti endurtók í 'dag kröfur Júgósilavíu um að innrásarliðin í Tékkóslóvakíu verði þeigar í stað á burt úr landinu. Tító sagði að Tékkóslóv- akar myndu hafa getað og gætu leyst eigin vandamál án utanað- komandi ílhliutunar. -.. Fundur sovézkra og tékkósló- vakískra leiðtoga á næstunni Prag, Moskvu, Vínarborg og Genf, 5. septemfoer. AP-NTB. ÆÐSTARÁÐ miðstjórnar tékkó I slóvakíska kommúnistaflokksins gaf í dag út yfirlýsingu þar sem segir að lýðræðiskerfið i land- inu þarfnist ekki endurbóta. Yfirlýsingin var lesin í útvarpið í Prag og bendir það til að hér sé um endanlega stefnuyfirlýs- „DEYR EKKI EOLK HER LlKA I BILSLYSUM?" Sovéxka sendiráðið í Prag segist vera að drukkna í þakkarbréfum! Prag 5. sept. — AP-NTB. SOVÉZKIR hermenn frá Sí- beríu og Úkraínu virða fyrir sér veitingahús og nætur- klúbba Prag með öfund, um leið og þeir halda áfram her- námi Tékkóslóvakíu. „Okkur er ekki leyft að drekka“, sagði sovézkur höfuðsmaður, klædd ur þvældum einkennisbún- ingi, er útlendingar buðu hon um fleyg af viský. Hann hafn aði einnig boði um kvöldverð í einu hinna ágætu veitinga- húsa Prag. „Ekki í einkennis- búningi“, sagði hann. „Því miður höfum við engin borg- araleg klæði“, bætti hann við. Þannig leiddi höfuðsmað- urinn boðin hjá sér. Ó- trúlegt er, að nokkur Tékkó- slóvaki hefði látið opinskátt í ljósi hina bitru reiði sína vegna hernámsins við hann, Framhald á hls. 27 ingu að ræða. í yfirlýsingunni segir ennfremur að kommúnista flokkurinn eigi að haga öllum sínum aðgerðum í samræmi við ríkjandi ástand í landinu. Á það er lögð áherzla að æðstaráðið sé reiðubúið til að vinna af al- efli að hrinda framkvæmdar- áætlun flokksins í framkvæmd. Áreiðanlegar heimildir í Vín- arborg hermdu í dag að það hafi verið Alexander Dubcek, sem hafi lagt fram tillöguna um væntanlegan fund sovézkra og tékkóslóvakískra leiðtoga á næst unni. Segir að tilgangurinn með fundinn sé að komast betur að hvað sovézku leiðtogarnir eigi við, er þeir segi að hernámslið- in verði flutt brott er lífið í landinu sé komið í eðlilegt horf. Heimildirnar segja að stjórnin í Prag muni krefjast þess að ör- yggi menntamanna og stjórn- málamanna verði tryggt. Yfirvöld í Prag halda því nú fram að lífið í Tékkóslóvakíu hafi nú í stærstuim dráttum færzt aftur í eðlilegt horf, skól- ar og verksmiðjur starfi aftur með fullum afköstum, ritskoðun hafi aftur vexið komið á og póli- Framhald á bLs. 27 Seinasti maffur frá borffi, ( ’ skipstjórinn á Surprise, Krist * ján Andrésson, dreginn í björg | unarstól í land. Myndin er | tekin skömmu eftir aff togar- i inn strandaði á Landeyjar- ’ f jöru í gærmorgun. Ljósm. lottó Eyfjörff. Sjá frétt á bak- isíffu og grein á bls. 15. MOSKVA, 5. sept. — AP. — Sov- élimenn skutu í daig á loft mann- laiusu geiimfari, Kosmos 239. Ekfc- 'ent hefur verið sagt uim til'gamg-1 inn, en talið er að 'hér sé um undirbúningstilnaun varðandi annað geimfar tiil tunglsins. BONN, 5 sept. — AP. — Kurt Kiesinger, kanzlari V-Þýzikalands 'hélt í dag fiugleiðis ti'l Ankara, TyTklandi. Auk Tyrklands heim- sækir kanzlarinn Iran og Afgan- istain. Eldgos ó Costa Rica San José, Costa Rica, 5. sept. — AP. ELDFJALLIÐ Irazu tók að gjósa seint á miffvikudag, og sté mikill gosmökkur upp af fjallinu. Olli gosiff þegar töluverffri skelfingu í nærliggjandi bæjum, en engar fréttir hafa borizt af tjóni. — Irazu gaus síðast 1963. Stóð gosið þá í 10 mánuði, og er áætlað aff um ein milljón tonn af ösku haíi þá falliff á landssvæffin um- hverfis. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.