Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPT. 1968 15 HÁMESSA IHOFTEIGI G. Br. skrifar HINN LJÚFI sunnanblær leik- ur um loðnar engjar og slegin tún Vallaness þennan skýfagra sunnudagsmorgun. Það hafði rignt líti'lsháttar um nóttina. Hæstu fjöll kögra hvítu, dökk- bláir skýjabakkar gefa himn- inum alvarlegan svip. — En það er óþarfi að óttast þá. Heyskap er víðast hvar langt komið. Á víðáttumiklum nýrækt- arsléttum standa langar lanir af ilmgrænu heyi og bíða heim- aksturs. Á einstaka túni sér maður vélbundna bagga dreifða I inn, Helga Þórhallsdóttir á Orms stöðum í Eiðaþinghá, því þótt mikið sé sjálfsagt ennþá sungið og kveðið á Jökuldal vantar þar víst organista eins og víðar. Þeir gerast nú sumsstaðar álíka sjaldgæfir og bruggarar og læknar. Nú er ekið sem leið liggur út yfir Fljót. Þá er komið í Fellin, yzta hluta þeirra, fyrir endann á Urriðavatni. Þá er skammt að Rangá og komið í Hróarstungu. Og hver skyldi líta þá sveit öðruvíisi en að hafa yfir vísu eftirPá'l: Hofteigskirkja. um víðan völl. Kannski á að selja það hey norður á kalsvæð- in? Nú er heybinding aftur kom in í móð, þótt svo ólík sé hún því sem tíðkaðist í gamla daga að ekki á saman nema naf nið. Það þarf að minnsta kosti enginn að halda það, að við nútíma bagga gerð komist nokkur manneskja í trúlofunarstand — hvorki kona né karl. Er það meiri skaði en metinn verði til fjár. — En í þessari grein á hvorki að skrifa um heyskap né tíðar- far — né trúlofanir. Nú er dag- ur Drottins — helgidagur, 11. sunnudagur eftir trinitatis. Guð spjallið: Farísei og tollheimtu maður og það á að messa á Hof- teigi í diag. Og það á Val'lanes- pTestur að gera, því að hann og Eiðaprestur skipta á millisín þjónustu núverandi Kirkjubæjar prestakalls, sem nær yfir Möðnu dal, Jökuldal, Hlíð og Tungu. — Frá Val'lanesi í Hofteig eru einir 50-60 km. og það á að messa kl. 2. Þó er liðið af há- degi þegar lagt er af stað. Greið færir vegir og hraðskreið farar tæki gera þetta kleift nú á dög- um. Við erum 5 í bílnum: Prests- hjónin og lítil baupakona þeirra, Ágústa Björnsdóttir. Á Egils- stöðum bætist organistinn í hóp- inn og stundina og stóð það allt heima. Nú er engin heimasæta í Bót að eltast, fáklædd og móð, við óþæg lömb um grösugar heið ar. Órúnar ær, þunglama í reif- um sínum með vænum, hvítum dilkum eru á beit meðfram veg- inum. Mikið hlýtur þeim að hafa verið heitt í sumar. Sr. Sigfús Tómasson hélt Hof- teig í meira en hálfa öld. Meða] barna hans og Kristínar voru tveir prestar og tvær prestskon ur á Austuriandi. Hann dó 1685 (f.1601) og var jarðsettur að kórbaki í Hofteigskirkjugarði. Á fjöl á leiði hans var rist þessi vísa: Við mér hlógu hlíð og grund hvellan spóar sungu. Enn var þó til yndisstund í henni Hróarstungu. En nú mun ólíkur heyskapar- mátinn á þeim bæ en var í tíð skáldsins: Á Hallfreðsstöðum heyja má heyið er sem viður. Sex að raka sjö að slá sjálfur spretti ég niður. Austan vegarins blasir við stórbýlið Bót, ein landmesta jörð á Út-Héraði. Þar bjó á 17. öld Eiríkur hinn ríki Magnússon. Ein af dætrum hans var Kristín, kona Sigfúsar prests Tómasson- ar í Hofteigi. Á unga aldri var Sigfús í þjónuistu Odds biskups Einarssonar. Það var eitt sinn, að biskup sat í stofu ásamt sveini sínum, hljóður með hönd undir kinn, brosti við og mælti: „Fúsi, viltu að ég segi þér hvað konuefnið þitt er að gera?“ Sig- fús hvað óvíst hvort sér yrði kvonfangs auðið. „Víst liggur það fyrir þér. Það er dóttir hans Eirífs í Bót á Fljótsdalshéraði. Nú er hún að reka lömb á fjall, eltir þau og hleypur óhæversk- lega.“ Sigfús riitaði hjá sér dag- Áttatíu og f jögur fékk að fylla ár í trú og von. Síðan hér til sængur gekk Sigfús prestur Tómasson. Þegar ofar dregur í Heiðar- endann gefst allgott útsýni aust ur yfir Tunguna, hinar óteljandi graslægðir hennar og mörgu mýrasu'nid með háum og lágum skerslum á milli. Þetta var áð- ur mannmörg sveit, en mjög hef- ur grisjast byggð hennar hin síð ari ár og eru nú nokkur býli í eyði, sum þeirra sem sízt skýldi. Vegurinn liggur í löngum sveig niður að brúnni yfir Jökulsá. Ekki fer hjá því, að maður nálg- ist þessa jötunelfu með ótta- blandinni virðingu fyrir hennar tröllaukna kirafti. En hvað er að óttast? BíLlinn rennur út steingólf brúarinnar, staðnæmist stutta stund svo við getum virt fyrir okkur kolgráa straum- iðuna langt niðri í gljúfrinu. Svo er hún að baki. Við hö'idum inin í dalinn, fram hjá reisuleg- um nýbyggðum bæjum, sumt eiru Karl Gunnarsson bóndi í Hofteigi og séra Ágúst Sigurðsson fyrir kirkjudyrum. kynni snotur og búskapur allur í betra lagi, landrými ier mikið og langt milli bæja.“ í Hofteig er komið hálfri stundu fyrir messutíma svo að það er tími til að skoða sig um áður en „tekið er til“. Um Hof- teig segir Landnáma: Þorsteinn torfi nam Hlíð (Jökulsárhlið) alla utanfrá Ósfjöllum og upp til Hvannár og bjó að Fossvelli ... Hákon hét maður, er nam Jökuldal allan fyrir vestan Jök ulsá og fyrir ofan Teigará og bjó á Hákonarstöðum ... Teig- ur lá óunninn milli Þorsteins torfa og Hákonar. Þann lögðu þeir til hofs og heitir sá nú Hof- teigur. — Það er ekki Iftil fram- sýni og sanngirni, sem þeir sýna í þessu landnámsmennirnir á Jökuldal, að gera strax ráð fyr- ir rúmu plássi fyrir guðshúsið. Ef slíkt hefðu fleiri við haft, þyrfti ekki að vera að kaupa land og lóðir dýrum dómum undir opinberar byggingar. um Suður- og Vesturland, fyrir Jökul og al'lt í Breiðafjarðardali því næst til Norðurlands og um næstum alla útkjálka þess og norðurhluta Austfjarða og komst heim snemma á þorra. Fór hann raunar fleiri „flökkuferðir" meðan hann var í Loðmundarfirði þótt þessi ferð væri þeirra lengst og mest. Ekki munu þó þessar löngu reisur Einars prests hafa verið sprottnar af eðlilegri fræða'löngun heldur verið útrás á hans órólegu og stundum sturl uðu geðsmunum. Oft og lengi leitaði sr. Einar færis til að komast frá Klipp- stað, svo að hann „hlyti ekki að útenda alla sína lífdaga á þess- um örðuga og ógeðslega afkima“. Ekki bar sú viðleitni hans samt árangur fyrr en árið fyrir alda- mótin, að hann fékk Hofteig einis og fyrr er sagt. Þar var hann prestur í 15 ár. Þá fékk hann Þingmúla í Skriðdal í skiptum við sr. Sigfús Finnsson. nýbýli, sem myndast hafa við skiptingu stórra jarða. Og sjálf- sagt á það við enn í dag, sem Þorvaldur Thoroddsen segir frá ferð sinni um Jökuldal 1882, að hér sé „fjárrækt öll einhver hin bezta á landinu, fjárgeymsla og fjárhirðing í mjög góðu lagi, fjárhús vel byggð, há og rúm- góð .. . bændur vel efnaðir, húsa Gamla brúin á Jökulsá á Dal. Rústir gamla bæjarins í Hofteigi. Kirkjan í Hofteigi er allstæði legt hús þótt gömul sé orðin og þarfnist nú viðgerðar, sem í ráði er að hefjast senn. Innan við sáluhlið á vinstri hönd, er ný- upphlaðið leiði með marglitum plastblómum. Það eru einu „skrautjurtirnar" í þessium leg- Stað Jökuldæla, en grænt lauf vöxtuglegra birkitrjáa bærist létti'lega í sunnangolunni. Þykk- ur feldur af loðnu, sterku grasi hylur allan garðinn, svo ógjörla sést fytrir leiðunum nema um hann sé gengið. Upp úr því standa nokkrir legsteinar. Á einn er letrað: Jón Jónsson frá HáreksStöðum reailstúdent. Þá voru gagnfræðingar miklir menntamenn. Hann var næstelst ur þeirira kunnu Háreksstaða- bræðra, andaðist 1904 um fert- ugt. Að sönnu hvíla ýmsir Hof- teigsprestar hér, þótt hinir séu raunar fleiri, sem fluttust burt í önnur prestaköll og eru þar grafnir. Einn af þeim sr. Einar Björnsson, kom hingað í Hofteig frá Klippstað í Loðmundarfirði 1799. En þótt hann kæmi frá þessu afskekkta, fátæka brauði, mun hann hafa þekkt land sitt flest- um vígðum mönnum betur, því að sumarið 1785 tók hann sig upp að loknum túnaslætti og hélt suður á land, í Skállholt, þaðan Sr. Einar var all-einkennileg- ur í háttum og höfðu menn fram- komu hans í flimtingum, ortu jafnvel um hann kersknisvísur. Urðu af því rekistefnur. Sr. Ein ar var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Þórunni Þorgríms dóttur frá Skógum í Öxarfirði eignaðist hann 8 börn, sem öll dóu ung nema ein dóttir. Seinni kona hans var auðug ekkja: Kristín Einarsdóttir lögrétbu- manns í Berufirði. Þau voru barnlaus. Espólín getur um dauða Einars prests, segir hann hafi verið gamall (hann dó 1820, 65 ára) „og ei betur en meðal- 'lagi vinsæll." f fardögum 1848 kom sá klerk ur í Hofteig, sem mun hafa ver- ið mestur skörungur í búnaði allra Hofteigspresta og þótt lengra væri leiltað. Það var sr. Þorgrímur Árnórsson. Hann var Norðlendinigur, sonur sr. Árnórs Árnaisonar Þórarinssonar bisk- ups og Margrétar Björnsdóttur, prests í Bólstaðarhlíð. Áður en hann kom á Jökuldal var sr. Þorgrímur í ýmsum brauðum nyrðra, síðast á Húsavík, en hafði þá brauðskipti við sr. Jón Ingjaldsson, sem hélt Hofteig eitt ár á undan honum. Svo stór brotinn gerðist sr. Þorgrímur í búskap sínum í Hofteigi, að Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.