Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 SfUliR
w$mM$Stíb
210. tbl. 55. árg.
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1968
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ny herferö gegn
pólskum Gyðingum
' SI. sunnudag kom til mikillaj
í óeirða í Frankfurt í V-Þýzfca-
landi er stúdentar hófu óeirð-
ir til þess að mótmæla því,^
að forseta Senegals, Leopoldj
Seeghor,  voru  veitt  friðar-I
verðlaun vesturþýzkra bóka-'
útgefenda.  Það  var  Daniell
Cohn-Bendit,  sem  stjórnaði (
mótmælaaðgerðum   stúdent-
anna nú, en hann varð fræg-'
ur í vor sem helzti forsprakkij
stúdenta í Paris í stúdenta-l
óeirðunum þar. Myndin sýnir,/
er lögreglumenn í Frankfurt'
handtóku  Cohn-Bendit
Frankfurt sl. sunnudag.
Færeyskt
sjónvarp
Þórshöfn, 25. sept.
Einkaskeyti til Morgunblaðs-
ins.
LANDSSTJÓRNIN í Færeyj-
nm hefur samþykkt að undir-
búa, að komið verði á fót fær
eysku sjónvarpi. Gera má ráð
fyrir, að frumvarp um þetta
verði lagt fram á Lögþinginu
í vor. Kostnaðurinn við að
hyggja stöðvar fyrir sjónvarp,
er ráðgerður 4-5 millj. færeysk
ar kr. Gert er ráð fyrir, að
sjónvarpinu verði komið á fót
í fjórum áföngum með annað
hvort tveggja eða fjögurra
ára áætlun. Með fyrsta áfang
anum er þess vænzt aö unnt
verði að sjónvarpa til Þórs-
hafnar o g Klakksvíkur.
Varsjá, 25. september. NTB —
AP.
Áróðursherferðin gegn Gyð-
ingum í Póllandi, sem hófst í
vetur og náði hámarki í júní,
hefur aftur fengið byr í seglin.
Ryszard Gontarz, sem samdi
einhverjar svæsnustu árásargr-
einar gegn Gyðingum í vor, birti
í dag nýja skammargrein um
Gyðinga í blaðinu „Kurier Pol-
ski". Hér er aðeins um að ræða
lið í auknum andzíonisma, eins
og Pólerjar kalla herferðina
gegn Gyðingum, sem gert hefur
vart við sig eftir innrásina í
Xékkóslóvakiu,  að  sögn  AFP.
f árásargrein Gontarz er farið
hörðum orðum um þrjá Gyðinga,
sem fóru úr landi og héldu til
Rússar vara Israelsmenn við
afleiðingum stefnu þeirra
— Abba Eban segir Sovétríkin kynda undir vígbúnaðar-
kapphlaup fyrir botni Miðjarðarhats
Moskvu  Og Róm,  25.  septem-
ber NTB-AP.
Sovétríkin báru í dag f'am
skarpa aðvörun við fsrael vegna
þeirrar „alvarlegu ábyrgðar",
sem það land bæri á afleiðingun-
um af „hættulegum ögrunum"
þess gagnvart Egyptalandi, Jór-
daniu og Sýrlandi Eru „vissir
aðilar" í Bandarikjunum ásakað-
ir um að styðja þessa stefnu Is-
raels.
Á blaðamannafundi i Róm í dag
vísaði Abba Eban, utanrikisráð-
herra fsraels, ásökunum Sovét-
rikjanna í bug og sakaði þau um
að kynda undir vígbúnaðarkapp
hlaup í Austurlöndum nær. Sagð-
ist hann myndi gefa nákvæmar
upplýsingar um álit fsraels-
manna á friðarhorfum fyrir botni
Miðjarðarhafsins í ræðu, sem
hann mun flytja á Allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna í
næstu viku.
Það var yfirmaður upplýsinga
þjónustu  sovézka utanríkisráðu-
neytisins Leonid Zamjatin, sem
las upp sovézku yfirlýsinguna á
undi með fréttamönnum. Ekki er
talið, að yfirlýsingin sýni neina
beina breytingu á afstöðu Sovét-
ríkjanna gagnvart löndunum fyr
ir botni Miðjarðarhafsins, en sá
tími, sem valinn er til þessarar
yfirlýsingar, er greinilega valinn
með tilliiti til þess, að Allsherjar
þing Sameinuðu þjóðanna er ný-
komið saman.
Enda þótt ráðizt  sé  á  ísrael
með því harðyrta orðalagi, sem
vandi  er  af  hálfu  Sovétríkj-
Framhald i bls. 20
Israel eftir stúdentaóeirðirnar,
hreinsanirnar og herferðina
gegn Gyðingum í marz og apríl.
Þessir menn eru Zigmund Bau-
man, sem sviptur var starfi for-
stöðumanns félagsfræðideildar
Varsjárháskóla, Jadwiga Nurne
wicz og Alexander Klugman,
blaðamenn.
„Ný baráttuaðferð".
í greininni segir Gontarz, að
zíonistar haldi áfram áróðurs-
herferð sinni gegn Pólverjum
og ekkert bendi til þess að hún
verði stöðvuð, eða að dregið
verði úr henni. Henni verði
haldið áfram meðan fsrael og
zíonistar séu í bandalagi með
Vestur-þýzka sambandslýðveld-
inu.
Gontarz segir, að zíonistar
hafi tekið upp „breyttar baráttu
aðferðir" í rógsherfero1 sinni
gegn Pólverjum.
Bauman, Nurnewicz og Klug-
man, sem hann kallar „syni
Zíons", hafi átt frumkvæðið að
þessari breytingu, sem sé í því
fólgin að nú séu aðeins kommún-
istaflokkurinn og blöðin sökuð
um Gyðingahatur, en ekki öll
pólska þjóðin eins og áður. Gont
arz segir, að þessi breyting hafi
verið ákveðin þar sem zíonistar
hafi gert sér grein fyrir því, að
það væru „herfileg mistök að
rægja alla þjóðina"
Opinberlega var endi bund-
inn á Gyðingahatur í Póllandi
8. júní, þegar hugmyndafræði-
legur sérfræðingur kommúnista-
flokksins Zenon Kilszko sagði á
12. allsherjarfundi flokksins, að
Framliald á bls. 20
Kiesinger kanzlari V-Þýzkalands:
Hœtfan á ófriði í Evrópu
ekki útilokuð
— Hvetur NATO til aukinnar árvekni
Bonn, 25. sept. — NTB
EFTIR innrás Sovétríkjanna
í Tékkóslóvakíu er ekki unnt
að ganga fram hjá þeim
möguleika, að  koma  kunni
Yfirmönnum sjonvarps og útvarps
Tékkóslóvakíu vikið úr starfi
— samkvœmt kröfum Sovétstjórnarinnar um
brotthreinsun á „óœskilegum öflum"
Prag, Moskvu og New York,
25. sept. — NTB-AP
RÍKISSTJÓRN Tékkósló-
vakíu ákvað í dag að víkja úr
stöðum sínum yfirmönnum
sjónvarps og útvarps. Skýrði
útvarpið í Prag frá þessu í
dag. Fyrr um daginn hafði
verið haft  eftir  áreiðarlleg-
um heimildum, að þessir
tveir menn, Jiri Pelikan og
Zdenek Hejzlar, yrðu fluttir í
aðrar stöður, svo að unnt
yrði að koma að nokkru til
móts við kröfur Sovétstjórn-
arinnar um brotthreinsun á
„óæskilegum öflum".
Þá ásökuðu sovézk  stjórnar-
völd vissa leiðtoga Tékkósló-
vaka um að styðja gagnbylting-
aröfl í landinu og að spilla fjrr-
ir því, að eðlilegt ástand komist
þar á. Sendi sovézka fréttastof-
an TASS út tilkynningu, þar
sem einnig segir, að íbúu.m Tékkó
slóvakíu hafi ekki enn veríð
sagður sannleikurinn um starf-
semi andsósíalistískra afla í
landinu.
Staðreynd væri, að ýms fjöl-
miðlunartæki í Tékkóslóvakíu
héldu  áfram  andsósíalistískum
Frauiliald á ols, 20
til ófriðar með venjulegum
vopnum í Evrópu, sagði
Kiesinger kanzlari Vestur-
Þýzkalands í mikilvægri
ræðu í dag um utanríkismál.
Skoraði hann á Atlantshafs-
bandalagið að sýna aukna
árvekni, sökum þess að her-
nám Tékkóslóvakíu hefði
skapað ástand, sem væri
NATO mjög óhagstætt.
Um 20 sovézk herfylki eru nú
í Tékkóslóvakíu og er mikill
hluti þeirra staðsettur nálægt
landamærum Vestur-Þýzkalands
beint andspænis svæði, sem er
tiltölulega lítt varið af NATO-
sveitum. Þessi sovézki her er
reiðubúinn til átaka og það veld
ur því, að hann er þess megnug-
ur að grípa ti'l mjög skjótra að-
gerða, sagði Kiesinger. Ef her-
]ið Varsjárbandalagsins yrði í
Tékkóslóvakíu til langframa,
yrði ekki unnt að komast hjá
því að taka varnarmátt NATO
til nýrrar endurskoðunar.
Kanzlarinn lagði áherzlu á,
að öflugt NATO, sem réði því,
að Vesturlönd gætu staðið jafn-
fsetis Austur-Evrópu, væri úr-
slitaforsenda fyrir skipulögðum
friði. Sérhver, sem væri veikari
fyrir hernaðarlega, gæti ekki
tekið raunsæja stefnu gagnvart
aði'la, sem væri sterkari því að
hann yrði að láta undan kröfum
þess, sem sterkari væri, þegar
allt kæmi til alls.
Kiesinger sagði ennfremur, að
atburðirnir   í   Tékkóslóvakiu
hefðu  valdið  því,  að  knýjandi
Framhald á bls. 20
IMígeríuher
nálgast
Umuahia
Lagos, 25. september. NTB
Hersveitir sambandsstjórnar Ní
geríu héldu í dag áfram sókn
sinni til bæjarins Umuahia áa
þess að mæta verulegri mót-
spyrnu. Hermennirnir sækja til
Umuhaia, sem er síðasti meiri-
háttar bærinn sem Biaframenn
hafa á valdi sínu, úr þremur
áttum, og eru í aðéins 32 km f jar
Iægð á tveimur vígstöðvum og 24
km fjar'æeð á þriðju vígstöðv-
uniim. Leiðtogi Biaframanna Oj-
ukwu hershöfðingi, mun stjórna
vörn Biaframanna úr neðanjarð
arbyrgi í Umahia.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28