Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 196«.
HEIMRI  MATISSE OG
HAYWARD GALLERY
EFTIR BRAGA ASGEIRSSON
FYRIR NÆR 14 árum dó Henri
Matisse, einn af þrem risum Par-
ísarskólans í málaralist á þessari
öld, hinir voru Braque og Pi-
casso, vantaði hann þá aðeins
tvo mánuði á að verða 85 ára.
Matisse var málari hinnar lit-
rænu lífsgleði og sótti tíðum yrk
isefni í austurlenzkan laufskurð
og munaðarfull form suðrænna
kvenna, en austiurlenzk list
hafði heillað hann ungan og
hann var óþreytandi að takast á
hendur langar ferðir til að
sökkva sér niður í list Austur-
landa. Hann var einn af þeim er
fengu viðurnefnið „villidýrin"
(Les Fauves) eftir mikið fjaðra-
fok sem þeir ullu á sýn-
ingu haustsalarins „Salon d'Au-
tomne" 1905. Eftir dauða Mat-
isse hvarf nafn hans í skugga
risanna tveggja, sem eftir lifðu
og hann er í dag ekki nærri jafn
þekktur meðal yngri kynslóðar-
innar og þeir þó að ekki séu
nema tveir áratugir frá því að
list hans var dýrkuð af ungu
fólki um alla Evrópu og áhrif
frá honum voru fullt svo greini
leg á næstum hverri einustu
stórri samsýningu. Hin mikla vel
gengni Marc Chagall á síðustu
árum mun einnig hafa átt sinn
þátt í því að nafn Matisse var
ekki eins áberandi og áður —en
Chagall einkennir svipuð litagleði
og Matisse og verk hans hafa
verið mikil verzlunarvara á und
anförnum árum jafnframt því
sem stórar yfirlitssýningar á list
hans hafa víða farið. Þó ég efi
ekki stærð Chagall's sem málara
var hann ekki brautryðjandi á
borð við hina þrjá. Sýningar á
verkum Picasso hafa gengið um
víða veröld, enda er Picasso-vél-
in best smurða vél, sem sögur
fara af í myndlist. Sýningar á
verkum Braque hafa einnig ver-
ið settar upp víða og nú virðist
loks röðin komin að Henri Mat-
isse og er ekki að efa, að áhugi
á verkum hans muni við það fá
koma fyrir hinum stóru listsýn-
ingum sem stofnunin stendur
reglulega fyrir, í rýmra húsnæði
en „Tatesafnið" hefur upp á að
bjóða. Þessi sérkennilega bygg-
ing, sem kostað mun hafa yfir
100 milljónir ísl. króna, er stað-
sett í hverfi sem á að verða
menningarmiðstöð London fram-
tíðarinnar. Hið nýja Hayward sýn
ingahús ásamt hljómleikahöll
sem kennd er við drottninguna,
grípa gestinn svipað og stórt
virki úr steinsteypu, og er bygg
ingin með því sérkennilegasta,
sem London hefur upp á að
bjóða. í bakgrunni sér þó í held
ur óviðfeldna framhlið Shellhá
hýsanna. Með margbreytileika í
formum hefur verið reynt að
sigrast á kulda steinst'eypunnar,
getur byggingin í senn minnt á
fornan hallarstíl og nýtízku fjöl
býilshús, og það vottar fyrir
hispurslausri rómantík, sem á
mjög vel við umhverfið. Á þann
hátt eru arkitektarnir að reyna
að sigrast á því mikla vanda-
máli, sem svipskifti nýbygginga
valda mitt í gömlum rótgrónum
hverfum stórborga. Á þessum
stað uppgötvar ferðalangurinn
betur en annarsstaðar í þessari
risabrog hve London hugmynda
hans er að breytast, — fá á sig
svip nútímans og hvernig hún
er smámsaman að glata svip mið-
aldalegrar turnaborgar. Það er
mögulegt að virða fyrir sér
breytingarnar frá öllum hliðum
sýningarhússins og þá ekki sízt
frá hinum þrem stóru svölum,
sem eru ætlaðar til sýninga á
höggmyndum. Hið innra saraan-
stendur Hayward sýningarhúsið
af tveim hæðum — hin neðri hef-
ur þrjá stóra sali, sem lýstir eru
upp, en á efri hæð tvo sali, sem
taka á móti dagsljósi gegnum
pýramídaformaða glugga, sem
staðsettir eru á flötu þakinu.
Samanlagður gólfflötur er 7000
frn., og við það bætast 2000 fm,.
svalarrými á efri hæð. Salirnir
/.#>*%KÍ!í$íiM&k$&'í
:¦;    '¦¦¦    §!|!  |
iltll
Kona með blæju 1927.
nýjan byr, enda er unga kynslóð
in í dag listþyrstari en dæmi eru
til áður, það sýnir bezt aðsókn
að listsýningum og hverskonar
annarri liststarfsemi, sem ber í
sér frjóanga þess sem varir.
Einn af miklum listviðburðum
í Evrópu í sumar var opnun
Hayward-sýningarhússins í Lon-
don með sýningu á verkum Mat-
isse. Með húsi þessu hefir höf-
uðborg Bretaveldis eignast hina
langþráðu sýningarhöll, sem ger
ir „Art  Council"  mögulegt  að
eru í senn opnir og einangraðir
og er því erfitt að fylgja rök-
réttum hringgangi, er byggist á
skipulagðri sýningarskrá eftir
ferli og þróun listamannsins. Er
það bæði kostur og galli, kostur
vegna þess að það er tilbreytni
frá hinum hárnákvæmt útreikn-
uðu sýningarsölum — galli
vegna þess að það gerir skoð-
andanum erfiðara fyrir, en kem-
ur þó síður að sök þegar hrif
myndanna eru jafn sterk og á
þessari sýningu.
Henri Emile Benoit Matisse
fæddist á síðasta degi ársins
1869 í Le Cateu-Cambrésis norð
ur. Að loknu menntaskólanámi í
St. Quentin hélt hann til París-
ar og lagði stund á laganám. Ár-
ið 1889 lauk hann fyrsta hluta
laganámsins og gerðist skrif-
stofumaður á lögfræðiskrifstofu í
St. Quentin jafnframt því sem
hann gekk í listaskóla eldsnemma
á morgnana og lærði teikningu.
Árið 1890 hóf Matisse að mála
0 batavegi eftir botlangakast,
fyrsta- mynd hans var kyrralífs-
mynd. Arið 1891 hættir hann
við laganám og hefur listnám
hjá Bouguereau við Akademie
Julian í París, en fékk óbeit á
kennslunni og hætti, hóf þá nám
í skóla Gustave Moreau og hafði
þar að félaga m.a. Rouault og
Marquet. Að ráðum Moreau tók
hann að kópíera eldri meistara á
Louvresafninu og gerði það af
mikilli samviskusemi. Árið 1895
byrjar  Matisse  að  mála  utan
Bækur og kerti 1890.
„Les Fauves" á Salon cTAu-
etomne. „Stein"-fjölskyldan fer
að kaupa myndir hans. Árið 1906
sýnir hann aðra fræga mynd
„Joy of life", lífsgleði (Barnes
stofnunin) á Indépendants og
Leo  Stein  kaupir  hana.  Hefur
Ambátt 1924.
dyra í París og árið eftir eru
fjórar af myndum hans teknar á
opinbera sýningu og seldi hann
tvær þeirra. Árið 1897 fær
hann áhuga á impressjónistunum,
kynntist Camille Pissarro, fest-
ir kaup á teikningu eftir Van
Gogh. Árið 1898 gengur hann í
hjónaband, heldur til London og
kynnir sér list Turners að ráði
Pissarro, síðan dvelur hann í 12
mánuði á Korsíku og í Toulouse,
snýr aftur til Parísar og vinn-
ur undir handleiðslu Cormon,
sem tók við af Gustave Moreau
á „Ecole des Beaux Arts", en
var beðinn um að yfirgefa bekk-
inn. Fór þá í bekk með Carriére
og kynntist þar Derain. Fyrir
heimamund konu sinnar kaupir
hann málverkið „Þrjár baðandi
konur" eftir Cézanne og brjóst-
líkan eftir Rodin. Eignast einnig
„höfuð af dreng" eftir Gauguin
og aðra teikningu eftir Van
Gogh. Aldamótaárið harðnar í
búi hjá honum og til þess að
draga fram lífið málar hann sýn
ingarskreytingar í „Grand Pala-
is", þá leggur hann jafnframt
stund á höggmyndalist í kvöld-
skóla. Árið 1901 tekur hann þátt
í sýningu „Salon des Indépend-
ants", sýningarsal hinna óháðu
sem Signac var forsvarsmaður fyr
ir. Það ár hættir faðir hans að
styrkja hann. Hann kynnist Vla-
minck sem vann þá með Derain.
Nú koma tvö ár er hann verður
a'ð yfirgefa París og setjast að í
Bohain með konu og þrjú börn.
Frú Matisse grípur þá til þess
ráðs í neyð þeirra að opna
tízkuverzlun. Árið 1903 er haust
sýningasalurinn stofnaður „Sal-
on d'Automne", þar sem Mat-
isse og félagar hans sýna og ár-
ið eftir opnar hann fyrstu einka
sýningu sína í listaverzlun Am-
brosie Vollard í París — eyðir
sumrinu í St. Tropez þar sem Si-
gnac á villu. Árið 1905 er mál-
verkið fræga „Luxe, oalme et vol
upté" (ljós, kyrrð og ástríða) sýnt
á „Indépendants" og keypt af
Signac. Þetta ár sýna Matisse og
félagar  hans,  seinna  kallaðir
4i5ÍÍá4íii!si,;;!W5s
einkasýningu í Galerie Druet.
Ferðast til Biskra í Alsír, eyðir
sumrinu í Collioure. Sýnir á Sa-
lon d'Automne. Claribel og Etta
Cone frá Baltimore fara að safna
myndum hans. Árið 1907 ferðast
hann um ítalíu og heimsækir
Padua, Flórenz, Arrezzo og Si-
ena, skiftir á myndum við Pi-
casso, sem þá var einmitt að
vinna við málverkið „Les Demoi-
selles d'Avignon", „ungfrúrnar
frá Avignon" — og uppgötva
kúbismann (Nútímalistasafnið í
New York). Matisse skráir nú
margar athuganir sínar. „Gulli-
aume Apollinaire" birtir grein
um Matisse. Aðdáendur hans
koma upp skóla þar sem hann
kennir í rue de Sérves. Þetta
eru í samþjöppuðu formi saga
umbrotaáranna í lífi höfuðsnill-
ings, nú hafði hann fundið tján
ingarform sitt og gert upp við for
tíðina og brautin lá bein fram-
undan, eftir þetta var ferill
Henri Matisse ein óslitin frægð-
arbraut til æfiloka, fleiri og
fleiri safnarar tóku að fá áhuga
á verkum hans. Norðurlandabú
ar fengu í þessu ti'lviki snemma
séð hvaðan vindurinn blés og ó-
fáir nemenda hans voru úr
þeim hópi m.a. Jón okkar Stefáns
son, sá ágæti málari, sem að sögn
var þeirra hvað skemmtilegastur
og andríkastur. Þá fengu
dönsku listhöfðingjarnir C. Tet-
zen Lund og Johannes Rump
snemma áhuga á verkum hans
og tóku að safna þeim árið 1912
og það er þeim að þakka að dan
ir eiga stórfrægt úrval mynda
hans m.a. myndir sem höfðu mik-
il áhrif á þróun Ervópskrar
myndlistar.
Það eru 150 verk eftir Ma-
tisse á sýningunni í „Heyward"-
sýningarhúsinu og gefa þær
góða hugmynd um feril hans sem
málara og þó eru nokkrar eyður
á sýningunni því að nokkur lyk
ilverk vantar sem voru annað-
hvort ekki fáanleg til láns eða
of  varasöm  til  flutninga  t.d.
verk frá „Barnes-stofnuninni í
Merion í Fíladelfíu og „Rump"
safninu í K.höfn. Þrátt fyrir það
voru þarna myndir frá öllum
tímabilum 'listar hans, úr amer-
ískum, rússneskum og evrópskum
söfnum. Aftur á móti eru honum
Madame de Pompadour 1951.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28