Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 19©8.
13
„Guðmiindiir góöi"
heim að Hólum
Ég fékk þá gleðifrétt um dag-
inn að nú ætti loks sá draum-
ur að rætast, að höggmynd Gunn
fríðar Jónsdóttur: „Klerkur á
bæn", yrði flutt norður að
Hólum og sett þar upp sem minn
isvarði um Guðmund biskup Ara
son hinn góða.
Það hafði löngum verið heilagt
áhugamál þessarar norðlenzku
listakonu að svo mætti verða og
lengi hafði hún og rösklega bar-
izt fyrir framgangi og framkvænd
en mætti vart öðru en skilnings-
leysi og tómlæti bæði almenn-
ings og þeirra, sem næst hefðu
átt að standa.
Satt að segja er það fátæk-
legt þótt ekki sé það furðulegt,
miðað við vanmat íslendinga á
fornium menningararfi, að ekki
skuli neitt vera á Hólum, sem
minnir á þennan höfuðklerk al-
þýðunnar, Hinn heilaga Franz
frá Assisi okkar íslendinga.
Að undanteknum Einari Jóns-
syni má Gunnfríður Jónsdóttir
teljast brautriðjandi í kirkju-
legri höggmyndasmíði En það
varð hún með myndinni ,,Land-
sýn" í Engilsvík við Strandar-
kirkju.
En hún gerði aðra mynd í
þeim ákveðna tilgangi að hún
yrði tákn og minning Guðmund-
ar góða og nefndi hana : Klerk-
ur á bffin.
Og enn hefur þessi mynd ekki
komið fyrir almenningssjónir, en
hún er einföld í sniðum af hempu
klæddum, síðhærðum og þó krún
rökuðum fornklerki með spennt-
ar greipar.
Og jafnframt eignaðist lista-
konan þá hugsjón að mynd þessi
mætti um ókomnar aldir verða
þögul áminning til fslendinga
um að gleyma ekki hugsun og
hetjudug þessa blessaða biskups
sem var ástvinur smælingja  og
málsvari kúgaðra og smáðra gegn
ranglæti, yfirgangi og valdbeit-
ingu harðsvíraðra hðfðingja.
Hann barðist fyrir almennum
mannréttindum og gegn drambi
og grimmd, en hlaut að launum
ofsóknir, fyrirlitningu og smán.
Var smáður, fótum troðinn og
misskilinn, og er það að ýmsu
leyti enn í dag.
Vel má segja að ekki hafi
undirritaður vit á listum. Hann
nýtur þeirra aðeins af eigin
„brjóstviti", sem er nú nánast
talið broslegt af sérfræðingum
og sérgæðingum meðal listdóm-
enda. Réttur og sléttur alþýðu-
maður á því sviði.
En hvar stæði listin án þessa
fólks, sem hefur tilfinningu sína
að mælikvarða?
Og sem einn af því finnst
mér, að Gunnfriði hafi hér
vel tekizt. Sumir te'lja þó mynd-
ina of kvenlega. En þeir hinir
sömu ættu að virða fyrir sér
höggmyndir af prelátum frá sama
tíma t.d. í kirkjum Englands.
Við þann samanburð verður
mynd Gunnfríðar af karlmann-
legri 'hetju.
En hvar eru annars skilin?
Eru ekki flestar Kristsmyndir
kvenlegar frá einhverju sjónar-
miði séð?
Við ath. verður mynd klerks-
ins hennar Gunnfríðar bæðí mild
og hörð í senn. Yfir henni hvíl-
ir blær heilags friðar og bjarg-
fastrar guðstrúar. Hver andlits-
dráttur er sti'lltur líkt og streng
ur til þess samhljóms, sem bæn-
;" «~"dir til hæða.
Orðið sál er hið fyrsta og hið
sí*asta sprkenni þessarar mynd-
ar. Um hana geislar andi og líf,
riíqrta. sem er án fordóma og
fiötra einhverra fyrirfram ákveð
inna kenninga
Og manni hlýtur að skiljast
að  bæn  þessa  klerks  sé  borin
fram af orku og hlýju, mildi og
mætti í senn og hljóti því að
heyrast í himininn til verndar
og hei'lla landi og þjóð.
Og æðsta óskin, óskin um efl-
ingu guðsríkis á jörðu, ríki frels
is og friðar, farmfara og bræðra
lags lýsir af hverjum andlits-
drætti, andar frá handbragði list
konunnar.
Hvað er táknrænna fyrir gró-
andi þjóðlíf kristinnar þjóðar en
klerkur á bæn.
Nú hefur sem sagt verið skip-
uð nefnd úrvalsfólki til að vinna
að því, „Guðmundur góði" kom-
izt aftur „heim að Hólum" og
verði aldrei ha'kinn þaðan fram-
ar.
í þessari nefnd eru:
Herra  Guðmundur  Jónsson,
Blönduósi
Frú  Pá'la  Pálsdóttir,  Hofsósi.
Sr.  Sigfús Árnason,  Miklabæ.
Sr. Gunnar Gíslason Glaumbæ
Frú  Emma  Hansen  á  Hólum
í Hjaltadal.
Ég  þekki  flest  þetía  fólk  að
hugsjónaþrótti og dugnaði og
tel málinu vel borgið við þess
brautargengi.
Og vafalaust má einnig treysta
því að hin atorkumiklu samtök
kirkjunnar í Hólastifti ásamt
Hó'Iafélaginu veiti málinu traust
an stuðning Ætti því að safnast
fé frá stofnunum og einstakling
um sem sent yrði til einhvers
þessara aðila, svo að nú yrði
klerknum komið sem fyrst „heim
að Hólum".
Arelíus Níelsson.
SöStunarsfúlkur
Viljum ráða nokkrar vanar söltunarstúlkur.
Fríar ferðir og kauptrygging.
Upplýsingar hjá Hreiðari Valrtýssyni í síma 96-51126,
Raufarhöfn  og  hjá  Valtý  Þorsteinssyni  í  síma  21,
Seyðisfirði.
Söltunarstöðvarnar Norðursíld.
JAKKAR
NÝTT EFNI
NÝTT SNID
GEFJUN
KIRKJU STRÆTI
J
JAZZBALLETSKÓLI  BÁRU
Domur — líkamsrækt
Megrunaræfingar  fyrir  konur  á
öllum aldri.
Nýr þriggja vikna kúr að hefjast.
4 tímar í viku.
Dagtímar — kvöldtímar.
Góð húsakynni. — Sturtuböð.
Gufukassar
Konum  einnig  gefinn  kostur  á
matarkúr eftir læknisráði.
Prentaðar leiðbeiningar fyrir
heimaæfingar.
Frúarjazz einu sinni í viku.
Innritun alla daga frá kl. 9—7
í síma 8-37-30.
Stigahlíð 45 Suðurveri.
Skólinn tekur ú fullu
til starfa 7. október
Kennt verður í öllum aldurs-
flokkum.  Barnaflokkar  —  tán-
ingaflokkar — byrjendaflokkar —
framhaldsflokkar.
Jazzballet fyrir alla!
Stúlkur! Skólinn leitar eftir góð-
um hæfileikastúlkum í sýningar-
flokka.
Framhaldsnemendur  hafi
band við skólann sem fyrst.
sam-
Innritun alla daga frá kl. 9—7
í síma 8-37-30.
Jazz — Modern — Stage — Show Business
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28