Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.1968, Blaðsíða 14
14 MORGU'NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1908. JNwgtiiifrfiKMfr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúl Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. VIÐRÆÐUR STJORN- MÁLAFL OKKANNA l/iðræður stjórnmálaflokk- * anna um leiðir til lausn- ar efnahagsvandans hafa nú staðið um nokkurra vikna skeið og í yfirlýsingu, sem gefin var út í fyrradag, kom fram, að gagnasöfnun er enn ekki lokið. Hins vegar hefur það komið skýrt fram í yfir- lýsingum, sem flestir eða allir stjórnmálaleiðtogarnir hafa látið frá sér fara, að ríkur vilji er til þess að reyna til þrautar að ná samkomulagi um leiðir til þess að leysa hinn mikla vanda sem að þjóð inni steðjar. Það mun og vera vilji alþjóðar, að svo vel tak- ist til í þessum viðræðum. Ljóst er þó, að ekki eru allir aðilar á því að stuðla að þessari samkomulagsviðleitni. Kommúnistablaðið hefur hvað eftir annað skrifað um þessar viðræður á þann veg, að hugur þeirra, sem þar ráða, er öllum ljós. Kommúnista- blaðið hefur gagnrýnt þá á- kvörðun ríkisstjórnar að leggja á 20% innflutnings- gjald um sama leyti og við- ræðurnar hófust. Það var þó orðið öllum ljóst að gera varð ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir spákaupmennsku í kjölfar langvarandi við- ræðna stjórnmálaflokkanna og tryggja þannig, að ekki yrði gengið svo á gjaldeyris- varasjóðinn, að hann yrði upp urinn á skammri stundu. Kommúnistablaðið hefur einn ig gagnrýnt ferð Jóhanns Hafsteins til Sviss, sem bar þann mikilsverða árangur, að framkvæmdum við Straums- vík og Búrfell verður vænt- anlega hraðað mjög og bætir það að sjálfsögðu mikið at- vinnuástandið í landinu. Nöldur kommúnistablaðs- ins vegna þessa sýnir glögg- lega, að því er ekki mjög um- hugað um raunhæfar aðgerð- ir til þess að auka atvinnu í landinu. Loks fjargviðrast kommúnistablaðið nú mjög yfir því, að tveir embættis- menn og einn ráðherra hafa haldið utan til þess að reka erindi lands og þjóðar. Sýnir það upphlaup, að kommún- istablaðið notar hvert tæki- færi til þess að skapa tor- tryggni meðal fólks um góð- an vilja stjómarflokkanna í þessum viðræðum. Málgagn Framsóknarflokks ins hefur verið mun málefna legra í skrifum sínum um við ræðurnar, en gagnrýnt, að gagnasöfnun skyldi ekki hafa lokið, áður en viðræðurnar hófust. í fyrsta lagi er ljóst, að svo mikið er komið undir síldveiðunum í sumar, að úti- lokað var með öllu að fá yfir- sýn yfir alla þætti málsins um það bil sem viðræðumar hófust, og í öðru lagi mætti ætla, að stjórnarandstöðu- flokkunum þætti nokkur feng ur að því að fylgjast með gagnasöfnuninni og bera fram sérstakar óskir og ábend ingar í því sambandi. Þá hafa einnig heyrzt þær raddir í herbúðum stjórnar- andstæðinga að tilboð ríkis- stjórnarinnar um viðræður sýni, að stjórnin hafi gefizt upp, og þess vegna eigi hún að segja af sér, en starfa sem bráðabirgðastjórn um skeið. Þessi skoðun er fjarri öllu lagi. Stjórnarflokkarnir fengu endurnýjað traust þjóðarinn- ar fyrir rúmu ári og hafa meirihluta á Alþingi. Þeir eru reiðubúnir að takast á við vandann, en vegna þess hve hann er mikill hafa þeir talið eðlilegt að taka upp viðræð- ur og samráð við stjórnarand stöðuna um lausn hans. Sú afstaða er í alla staði eðlileg og heilbrigð og vafalaust í samræmi við vilja þjóðarinn- ar. Þess ber því að vænta, að þessar viðræður haldi á- fram í góðum anda og að ill- viljaðir menn láti af þeirri viðleitni að koma tortryggni og vantrausti upp milli manna. KOSNINGABAR- ÁTTAN í BANDA- RÍKJUNUM !/■ osningabaráttan í Banda- ríkjunum fer nú síharðn andi. Einna mesta athygli vek ur sú fylgisaukning sem Wallace fyrrum ríkisstjóri í Alabama virðist hljóta þessa dagana, og er hún vissulega uggvænlegt merki um við- horf almennings í Bandaríkj unum. George Wallace hefur á síðari árum orðið helzti tals maður afturhaldsaflanna í Bandaríkjunum, sem berjast gegn þeirri viðleitni að bæta hag blökkumanna þar í landi. Fari svo, að hann hljóti veru- legt fylgi í kosningunum verð ur það mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Bandaríkin standa nú að mörgu leyti á vegamótum. lla ram iln uriMi u IAN UK HtlMI Nýtt þýzkt „efnahagsundur" 0 Nýtt »,efnahagsundur“ er að gerast í Vestur- Þýzkalandi. 0 Mikil gróska er í efna- hagslífinu, svo til allir hafa vinnu — samt er verðlag stöðugt. • Þetta er árangur bar- áttu ríkisstjórnarinn- ar, iðnrekenda og verka- lýðssamtakanna við að halda verðbólgu niðri. Vestur-Þýzkaland er að sýna Bandaríkjunuim og um- heiminum í heild hversvegna það er hagstætt að berjast gegn verðbóJ'gu. I dag er vestur-þýzka mark ið talið styrkasti gjaddmiðill heimsins. Allir vilja kaupa þýzku mörkin, og talað hefur verið um að hækka beri gen.gi marksins gagnvart öðr- um gjaldeyri. Á sama tíma hefur ný gróska færzt í vi'ðskiptalífið, eftir að dregið hafði úr efna- hagsþróuninni lítillega um skeið. Ekkert virðist geta skyggt á áframhaldandi vel- megun. Afköst verksmiðjanna eru nálægt hámarki, hagnaður fer hraðvaxandi, næga at- vinnu er að hafa. Þrátt fyrir þetta hefur verðbólgan svo til verið stöðvuð. TEKIZT Á VIÐ VERÐBÓLGUNA Þessi óvenjudega sameming velmegunar, svo til nægrar atvinnu og stöðugs verðlags — sem sumir nefna „nýtt þýzkt efnahagsundur“ — er árangur ákvörðunar um að takast með festu á við verðbólgu, sem ógnaði efna- hagslífi VesturÞýzkalands fyr ir fáum árum. Bandaríkin, sem sjálf eiga í harðri baráttu við verð- bólguna, geta ef til vill lært af þessu fordæmi. Áður en gripið var til þess ráðs á síðustu stundu að hækka tekjuskatta í Banda- ríkjunum, fór verðgildi doll- arans hTaðminnkandi. Sama var að segja um trúna á doll- arann. Enn í dag telja margir erlendir bankastjórar gildi dolarans vafasamt. Og ekki er að sjá að mikið dragi úr kapphlaupinu milli kaup- gjalds og verðlags í Banda- ríkjunum. Það sem meira er, mairgir hagfræðingar og bankastjór- ar í Evrópu óttast að ef eitt- hvað tekur að bera á sam drætti í viðskiptum í Banda- rikjunum, verði gefizt upp í baráttunni gegn verðbólgu. Þjóðverjar fyrir sitt leyti að hætta á samdrátt til að ráða bót á verðbólgunni. Frá því árið 1965 hefur ríkisstjóm in haldið fast niðri ofþenslu, sem var að verða óviðráðan- leg. Skortur veit þá mikili á verkamönnum. Kaupgjald snarhækkaði um 10% á ári, tvöfalt meira en framleiðslan jókst. Verðlag hækkaði um 4—5%, svipað og nú í Banda- ríkjunum. Vestur-þýzka stjórnin greip til þess ráðs að takmarka íánsfé, og lántökur urðu dýr- ari. Dregið var úr opinberum framkvæmdum. Árangurinn reyndist sá að árið 1967 kom fyrsti aftur- kippurinn í viðskiptum í 20 ára þróun. Neytendur lokuðu pyngjum sínum. Framleiðsla minnkaði. Sama var að segja um fjárfestingu iðnfyrir- ans í ár sogir meðal arunars: „f fyrsta skipti á átta ár- um hefur nú hætt að draga úr verðmæti peninga okkar að því er varðar kaupgetu neyt- enda .... Við höfum sannað að unnt er að komast hjá verðbólgu.“ Á síðasta ári hef- ur framfærslukostnaður hækk að um 0,9%. Flestar hækk- anirnar eiga rætur sínar að rekja til hækkaðs söluskatts, en ekki hækkaðs vöruverðs. Það sem nú er að gerast er þetta: Heildarframleiðsla hefur farið vaxandi á árinu, og er nú talið að hún muni aukast Þýzkar iðnaðarvörur vinna stöðugt á erlendis. tækja í nýjum verksmiðjum og vélum. Atvinnuleysi jókst árið 1967 og varð meira en þekkzt hafði í átta ár. Margir spáðu því að „efna- hagsundrið" þýzka væri liðið. Meðan á þessum samdrætti stóð sýndu þýzkir verkamenn ótrúlega mikla samstöðu með ríkisstjórninni í baráttu hennar gegn verðbó'lgunni. Drógu þeir af fúsum vilja úr kauphækkunum. „Almenninigur í Þýzkalandi, og þá sénstaklega verkamað- urinn,“ segir einn þekktasti hagfræðingur Vestur-Þýzka- lands, „þekkir og óttast afleið ingar verðbólgu. Hörmulegar afleiðingar verðbólgunnar, eem fylgdi í kjölfar heims- styrjaldanna tveggja, eru ekki enn glfeymdar." BETRI EN NOKKURN- TÍMA FYRR Tilraunin tókst. Samdrátt- urinn reyndist minni en margir óttuðusit. Nú segja leiðtogarnir, eins og einn þeirra komst að orði: „Efnahagur Þýzkalands er betri en nokkum tima fyrr.“ Bankastjóri í Frankfurt segir: „Ljósf er að uppstokk- unin árið 1967 leiddi til nýs og þróttmikils vaxtar í efna- hagslífinu, sem sennilega á eftir að haldast út árið 1969 og fram á árið 1970.“ í skýrslu þýzka Ríkisbank- um 514% árinu 1968. Þetta er „hreinn" vöxtur — án alilra verðhækkana. Nær þessi vöxt ur til nærri allra greina iðn- aðarins. Framundan fyrir árið 1969, að sögn hagfræðinga, er ný „hrein aukning framleiðsl- unnar um að minnsita kosti 5%. Kaupgjald við iðnaðinn hækkaði um 5% á síðasta ári, og er það lægsta hækkun í Evrópu. Framleiðsiluaukning á sama tíma varð mun meiri. Jókst framleiðslan um 10% frá fyrra ári. ALDREI MEIRI HAGNAÐUR Viðskiptahagnaður fer einn- ig stöðugt hækkandi, og hefur hækkað um að meðaltali 25% á ári frá því í byrjun 1967. Sumir iðnrekendur segja hrei’nskilnislega að þeir hafi aldrei borið j afn mikið úr být- um og á síðaista ári. Meðan viðskiptin aukast er iðnaðurinn að auka smíði nýrra verksmiðja og lagfæra þær eldri. Atvinnuleysi er að hverfa. Við síðustu talningu reyndist aðeins 1% af verka- mönnum Vestur-Þýzkalands vanta atvinnu, miðað við 2,3% þegar verst lét. Þessar hlutfaLlstölur virðisit lágar á bandarískan mælikvarða. En þær verða hærri þegar fcaft Framh. á bls. 19 Þau hafa frá stríðslokum haft sig mjög í frammi á alþjóða- vettvangi og haft afskipti af ýmsum málum. Nú bendir margt til þess, að styrjöldin í Vietnam hafi orðið til þess, að Bandaríkjamenn endur- meti afstöðu sína til afskipta á alþjóðavettvangi og að næsti forseti Bandaríkjanna verði ekki jafn athafnasamur í alþjóðamálum og fyrirrenn- arar hans hafa verið allt frá dögum Rosevelts. Þegar höfð eru í huga hin stórkostlegu vandamál, sem við er að etja í Bandaríkjun- um sjálfum og þá fyrst og fremst réttindamál blökku- manna og fátæktin, sem víða eru geysimikil, er eðlilegt, að Bandaríkjamenn telji nauð- synlegt að einbeita kröftum sínum og fjármagni að lausn þeirra vandamála. Annað mál er hvaða afleiðingar það hef- ur á alþjóðavettvangi, ef Bandaríkin draga sig inn í sína skel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.