Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1968.
„ ,
inn hafði týnzt einhversstaðar á
leiðinni upp. Loksins breiddi Jill
teppi yfir Söndru lagaði hana til
í rúminu og fór síðan sjálf upp í
sitt rúm. Nú kom þreytan yfir
hana eins og einhver þung alda.
Allar nánari útskýringar yrðu
að bíða morgunsins.
Jill vaknaði ekki fyrr en morg
unverðarbakkinn kom. Hún varð
að hrista Söndru til þess að
vekja hana og strjúka hana með
votum svampi, áður en hún gat
farið á fætur. Sandra stóð upp,
skjálfandi og gat loks komið of-
an í sig hálfum bolla af svörtu
kaffi. — Æ, ég get ekki snert
þetta brauð. Ég er með meiri
hausverk en þú getur trúað. Hún
var býsna ólík hinni glæsilegu
fegurðardís frá kvöldinu. áður.
Jafnvel ljósa hárið sýndist nú
dauft og glanslaust.
— Hvað varstu eiginlega að
gera? spurði Jill. — Þessi Oli-
ver Whitemore hlýtur að vera
bölvuð skepna og kjóllinn
þinn gjöreyðilagður.
Sandra  strauk  ennið.  — Ég
man bókstaflega ekkert eftir því
sem gerðist. Það er allt í þoku.
Ég vann einhverja Líbanonspen
inga í spilasalnum og Oliver gaf
kampavín. Og svo. . . ja, hvað
gerði ég svo.
— Við höfum engan tíma nún
til að athuga það, tók Jill fram í.
— Þú ættir heldur að fara í
eitthvað og laga á þér andlitið.
Hérna! Þessi kjóll er sæmilega
hreinn. Ungfrú Gilmore vill tala
við okkur strax og við komum
í skrifstofuna. Og ég hlakka
ekkert til þess samtals vertu viss.
Viðtalið við ungfrú Gilmore
var stutt en snerist eingöngu
um efnið. — Ég er búin að tala
við hann Van Lorenson um ykk
ur báðar, sagði hún. — Oghann
er á sama máli og ég, að þið
séuð ekki hæfar til að vinna hjá
félaginu. Ungfrú Cavanagh hefði
átt að hafa vit á að senda ykk-
ur ekki hingað. Hún ætti að vita
að við heimtum gott siðferði af
þeim, sem hjá okkur vinna.
Jill dirfðist að taka fram í,
lágt?  — Vitanlega, ungfrú Gil-
Hestamannafé-
lagíð Fákur
Bridgeklúbbur félagsins hefur vetrarstarf sitt þriðju-
daginn 1. október n.k. kl. 8. Spilað verður á þriðju-
dögum í Félagsheimili Fáks.
Félagar og annað áhugafólk um bridge velkomið.
Þátttaka  óskast  tiikynnt í símum  15421  eða  20678.
SKEMMTINEFNDIN.
Uppboð
Að kröfu sveitarsjóðs Miðneshrepps verða eftirtaldar
eignir Guðmundar Jónssonar á Rafnkelsstöðum, Garði,
seldar á opinberu uppboði í dag, fimmtudaginn 26.
september kl. 5 síðdegis, við Útgerðarstöð Guðmund-
ar Jónssonar við Strandgötu í Sandgerði: Bifreiðarnar
G-940, G-950, G-752, G-802 og G-2983, dráttarvél-
arnar Gd-290 og Gd-289 og loðnuskilvinda.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr.

Husqvarna
Eldavélasett
Stílhrein, sterk
sænsk úrvalsvara.
Þorláksson & Norðmann hf.
more. Ég skil það. En. . .En
þá lyfti hin hendi og þaggaði
niður í henni.
— ÞaS þarf engar umræður
'um þetta, ungfrú Chadburn.
Varaforstjórinn hefur ákveðið
þetta og því verður ekki hagg-
að. Og ég verð að segja, að
sjálf ég ég á sama máli. Það
hefur verið séð fyrir fari handa
ykkur frá Beirut í dag klukkan
tvö með flugvél til London. Vagn
frá félaginu tekur ykkur klukk
an eitt og hann hr. Hutchins hjá
okkur fylgir ykkur í flugvél-
ina. Og félagið greiðir hvorri
ykkar tíu sterlingspund sem
lokagreiðslu.
—Þér eigið við, að við séum
reknar? sagði Sandra, sem nú
loks gat komið upp orði. — En
það er ekki hægt. Við erum ráðn
ar til eins árs, með kosti á fram-
lengingu.
— Lesið þér bara skilmálana,
ungfrú James. Þið eruð ráðnar
til eins árs, því aðeins að þið
reynist viðunanlega, að áliti
forstjórans eða í fjarveru hans
varaforstjórans. En þið hafið
ekki reynzt vel. Meira er ekki
um þetta að segja.
— En þetta er ekki sanngjarnt
Þið fordæmið okkur án þess að
gefa okkur kost á að verja okk-
ur. Það er níðangurslegt og
ósanngjarn.t
Ungfrú Gilmore sendi henni
þýðingarmikið augnatillit.
Sheaffers
2(12 penninn
sniðinn
eftir
þorfum
yiiar
SHEAFFER's 202 penninn
er fínlegur útlits með
krómaðri máhnhettu og
öruggrí klemmu. SHEAFF-
ER's 202 penninn er fyllt-
ur með hreinlegum Dlek-
hylkjum. SHEAFFERS's 202
penninn fæst einnig með
samstæðum  kúlupenna.
Reynið og skoðið 9HEA-
FFER's penna hjá næsta
ritfangasala og þér finnið
einhvern við yðar hæfi.
SHEAFFER
SHEAFFER'S umboðið
Egill Guttormsson
Vonarstræti 4
líml 14189
— Jú — þarna kemur efnið í stuttpilsið mitt
— Þið ættuð heldur að fara
og taka saman dót ykkar, sagði
hún. Bíllinn fer klukkan tíu
og hann getur skilið ykkur eftir
á leið sinni. Þið hafið nægan
tíma til að ná í hann ef þið far-
ið núna.
Stúlkurnar gengu þöglar út
úr stóru skrifstounni, en tóku áð
ur þá muni, sem þær áttu sjálf
ar úr skrifborðunum sínum. Hin-
ar stúlkurnar héldu áfram verki
sínu, eins og ekkert væri um að
vera. Þegar Jill gekk út, datt
henni í hug, hvort hún ætti
ekki að kveðja Katie. Hún hall
aði sér yfir borðið hennar og
hvíslaði: — Vertu sæl og þakka
þér fyrir allt. Mér þykir fyrir
því að verða ekki hjá ykkur
áfram.
Katie leit sem snöggvast upp
frá vélinni og sendi henni vin-
gjarnlegt bros. — Gaman að
hitta þig væna mín. Láttu ekki
hugfallast.
Sandra sagði ekki neitt við
neinn, en gekk út úr skrifstof-
unni og bar höfuðið hátt. Nú
var Jill tekin að finna til vax-
andi óvildar gegn stöllu sinni.
Þessi vandræði voru öll Söndru
að kenna. Aðeins af því að hún
var  uppreisnargjörn  og  þoldi
ekki aga, hafði hún leitt þessa
skömm yfir þær báðar. Og um
það bil sem þær komu aftur í
Ramuddin, var reiði hennar kom
in á hámark.
Um það leyti sem hr. Hutch-
ins kom, töluðust þær ekki leng
ur við, en kepptust við að koma
dótinu sínu fyrir. Þær sátu þögl
ar að baki fylgdarmanni sínum
á leiðinni á flugvöllinn. Hr. Hut
chins var snar og dugnaðarleg-
ur maður, eins og við átti fyrir
mann í þjónustu Golíatfélagsins.
Hann hafði brátt losað sig við
stúlkurnar í forsalnum þar sem
þær skyldu bíða eftir því að
kallað væri til brottfarar. Þeg-
ar svo hlaðfreyjan kom til þess
að taka við farmiðunum þeirra
og fylgja þeim um borð, kvaddi
hann í mestra snatri og fór.
Þegar Jill var að bíða eftir
að fá farmiðann sinn afhentan
úr eftirlitinu, varð henni að líta
út um gluggann. ítölsk flugvélar
áhöfn var að ganga til vélar
sinnar, og flugstjórinn var hár
og sterklegur maður, sem minnti
hana strax á Graham Duncanl
Þá fékk hún snögglega hug-
dettu. Graham og leiðangurinn
hans vantaði eldabusku. Ef hún
Stjörmispá
Jeane Dixon
26. SEPTEMBER.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Óþolinmæði er tímaeyðsla. Ræddu við sérfróða menn í dag. Þú
skalt ráðast á verkefnin af elju og atorku.
Nautið, 20 apríl — 20. maí.
Þ&ð sem þú hefur saman við fólk í áhrifastöðum að sælda er bezt
að gera snemma. Farðu snemma í háttinn.
Tvíburarnlr, 21. ma. — 20. júní.
Þú skilt gera ráð fyrir því að nafns þíns verði getið víða í dag.
Sumt er þér í vil, en annað kann að draga galla þína í ljós. Ef
þér tekst að komast í gegnum dagsins önn reiðilaust, verður á-
rangurinn góður.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
FramSfólk, og þeir sem halda um stjórnvölinn verða leiðitamir 1
dag. Farðu varlega með maka og keppinauta.
Ljónið, 23 júlí — 22 ágúst.
Haltu fast um skildinginn, þótt stolt þitt sé í veði. Láttu til-
finningamálin lönd cg leið, en sendu inn beiðni til fólks, sem
heldur * taumana. Notaðu hugmyndaflug þitt frekar en reyna
líkamlega á þig.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Reyndu að fara meðalveginn. Persónuleg sambönd skaltu hressa
upp á ei'.ihvernveginn. Segðu eitthvað, sem þú meinar.
Vogin, 23. sept. — 22 okt.
Einhver, sem hefnr verið fámáll upp á síðkastið verður þér ó-
væntur fálmi. Gefð-: þér góðan tíma til að líta raunsætt á málið,
og mótmæltu síðan.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Ef þú veitir þér of mikinn munað, kanntu að komast í sjálf-
heldu.  Farðu þér hægt, og þú munt finna óvænt tækifæri á þessum
erilsama degi.
Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
Fólk í áhrifastöðu gagnar þér vel. Þú verður að vera vel á verði
1 vinnu og einkaerindum. Þér verður ágengt.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Því, sem þú segir er gefinn gaumur, og sumt af því kann að
valda m5tmæla aðgerðum. Óþolinmæði er þér og fleirum þrándur
í Götu.
Vatnsberinn, 20. Jan. — 18. febr.
Vertu vakandi, en hægfara í dag. Það ræður miklu. Reyndu að
fá vini þína með lagni til að stofna samtök. Breyttu um viðfangs-
efni í kvöld.
Fiskarnv-, 19. febr — 20. marz.
Ekki er allt sem sýnist. Reyndu að vanda þig í daglega farinu.
Reyndu að stytta þér stundir við tonlist eða dans í kvöld.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28