Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Breytingar á stjórnarhátt- um í Portúgal ? Árangurslaus fundur EBE Frakkar hindra enn aðild Breta Caetano hefur tekið við embœtti Salazars Lissabon, 27. sept. AP. [ stjórnarkerfi sem dr. Salazar hef PORTÚGALAR lögðu inn á nýja ur byggt upp á snilldarlegan hátt braut í dag, þegar Marcello Caet °S heimskulegri fastheldni við ano tók við embætti farsæt'isráð -------------------------------- herra á meðan Antonio Salazar barðist enn við dauðann. Amer- ico Thomaz, forseti Portugals, út nefndi Caetano forsætisráðherra eftir að hafa veitt Salazar lausn frá embætti „hryggur í huga“. Caetano tók formlega við emb- ætti kl. 14.30 að íslenzkum tíma og jafnframt sór ráðuneyti hans embættiseiða. Ráðuneytið skipa flestir þeir sömu og áður, en nýir eru f jórir ráðherrar og tveir aðstoðarráðherrar. Hálfri ann- arri stundu síðar flutti Caetano ræðu og lofaði portúgölsku þjóð inni því, að hann mvndi sveigja af einve'disbraut þeírri, sem Sal azar hefði fylgt í f jörutíu ár. „Aðaldrættir portugalskrar stjómarstefnu og stjómarskrá ríkisins munu ekki standa í vegi fvrir því, að stjórnin geti kom- ið fram nauðsynlegum umbótum, þegar slíkt er tímabært,“ sagði Caetano í ræðu sinni. „Ekkí má rugla saman trúmennsku við það aðferðir, sem hann kann að hafa beitt einhvern tíma þegar nauð syn krafði. Mesta hættan sem verður á vegi nemenda er, að þeir geri ekkert annað en að líkja eftir kennaranum og gleymi því að hugsun verður að vera lif andi ef hún á að bera ávöxt. Lifið er stöðug aðlögun.“ Brússel, 27. sept. NTB. A FUNDl utanríkisráðherra Efnahagsbandalagsrikjanna í Brússel í dag beitti Michel Debré utanrikisráðherra Frakka, neit- unarvaldi gegn því að teknar yrðu upp samningaviðræður um inntöku fleiri ríkja í bandalagið. Jafnframt lagðist hann eindreg- ið gegn málamiðlunartillögu sem Willy Brandt, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, hafði lagt fram. Debré skýrði frá því, að af- staða Frakka hefði ekki breytzt síðan síðasti ráðherrafundur var haldinn í Brussel í desember. Þá verandi utanríkisráðherra Frakka, Maurice Couve de Mur- ville, hélt því þá fram, að Bret- land væri enn ekki hæft til þess að ganga í Efnahagsbandalagið. Debré sag'ði í dag, að efnahags ástandið í Bretlandi væri þamnig, að ekki væri unnt að leyfa Bret- um inngöngu í bandalagið. Hann vísaði á bug tillögu Brandts um að bandalagið yrði styrkt jafn- framt því sem undirbúin yrði inntaka fleiri ríkja og neitaði að ræða frekar um stækkun bandalagsins. Frá setningu aukaþings S.U.S. í gærkvöldi. Aukaþing ungra Sjálf- sfœðismanna hófst í gœr —um 200 fulltrúar ungs fólks hvaðanœva af landinu sitja þingið —fjölmennasta þing í sögu SUS Aukaþing Sambands ungra Sjálfstæðismanna var sett I Domus Medica í gærkvöldi. Til þingsins eru komnir um 200 fulltrúar ungs fólks hvað anæva af landinu. Er þetta f jölmennasta þing í sögu Sam bands ungra Sjálfstæðis- manna. Birgir ísl. Gunnarsson, for- maður S.U.S., setti þingið með ræðu og er hún birt annars staðar í blaðinu í dag. Skipaði hann Þór Hagalín, fundarstjóra. Að lokinni ræðu formanns S.U.S. flutti dr. Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins ávarp. Bjarni Benediktsson ræddi í upphafi máls síns hreyfingar með al æskufólks í ýmsum löndum og benti á, að þessar hreyfingar væru aðallega í þeim þjóðfélög- um, sem hafa náð einna lengst í að tryggja velferð þjóðfélags- þegnanna. Hann fjallaði síðan um tengsl hinna yngri og eldri, mismunandi sjónarmið og afstöðu til mála og benti á þær miklu breytingar, sem orðið hefðu á Framhald á bls. 3 Marcello Caetano, forsætisráðherra Portugals. Samningar hafa ekki tekizt um herstöðvar Bandaríkjamanna á Spáni Madrid og Washington, 27. sept. (AP-NTB). SLITNAÐ hefur upp úr viðræð- um fulltrúa Spánar og Banda- rikjanna um endumýjun samn- ingsins frá 1953 um herstöðvar- réttindi Bandaríkjanna á Spáni. Samningur þessi rann út í gær, og samkvæmt 5. grein hans hafa samningsaðilar hálft ár til að reyna að ná samkomulagi um framlengingu, en náist ekki sam komulag hafa Bandarikjamenn eitt ár til að flytja herlið sitt og hergögn frá Spáni. Utanríkisráðherra Spánar, Fer nando Maria Castella, hefur að undanförnu dvalizt í Washing- ton og rætt þar við Dean Rusk utanríkisráðherra um hugsanleg ar breytingar á herstöðvasamn- ingnum. Hefur ágreiningur aðal lega staðið um það hve hátt verð Bandaríkin skuli greiða fyrir að- stöðuna á Spáni. Spánverjar hafa að sögn farið fram á hernaðar- áðstoð frá Bandaríkjunum, sem nemur um 700 milljónum doll- ara, en Bandaríkjamenn boðið Framhald á bls. 3 De Gaulle í Bonn Bonn, 27. sept. NTB. De Gaulle Frakklandsforseti kom í dag til Bonn tii viðræðna við Kurt George Kiesinger kanzl ara Vestur-Þýzkalands, en sam- kvæmt vináttusáttmála rikjanna er ráð fyrir því gert að leiðtog- amir ræðist við tvisvar á ári. Að þessu sinni er reiknað með að umræðurnar snúist aðallega um Efnahagsbandalagið, afleið- ingar innrásar Varsjárbandalags rikjanna í Tékkóslóvakiu, og sam bandið milli Austur og Vesturs. Viðræðurnar standa í tvo daga, og taka þátt í þeim utanríkis- j og f jármálaráðherrar ríkjanna tveggja. Bent er á að heimsókn de Gaull es beri að á óheppilegum tíma, j því á fundi Efnahagsbandalagsins í Brússel í dag felldi Michel Debre utanríkisráðherra Frakk- lands tillögu Willy Brandts utan ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands | um frekari samninga um væntan j lega aðild Breta að EBE. Hefur ' þessi afstáða Frakka valdið deil- um í Bonn, og meðal annars leitt til þess að Karj Mommer, tals- maður þingflokks sósíaldemó- krata, hefur látið hafa eftir sér harðorða gagnrýni á de Gaulle | og frönsku stjórnina. Segir Mommer að stjórnin í Bonn hljóti nú að sjá að ekkert þýði að reyna að sannfæra de Gaulle. Franski forsetinn hafi árlega haft Vestur Þjóðverja að fífli varðandi um- ræður um áðild Breta að EBE. Hafa leiðtogar beggja stjórnar flokkanna í Bonn gefið í skyn að vestur-þýzku stjórninni beri að athuga möguleika á frekari þróun mála í Evrópu án þátttöku Frakka. Er þetta í fyrsta skipti fÆ því núverandi stjórn tók við völdum í Vestur-Þýzkalandi, sem rætt er um aðgerðir án aðildar Frakka á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.