Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 8
8 MOROUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 Við íslendirugar kunnum að tetja Tékkóslóvakíu með meira en 14. millj. íbúa all fjölmennt ríki. Landið er samt daemigert smáríki, og saga þeirra þjóða, Tékka og Slóvaka, sem þar búa, er einkennandi fyrir smá- þjóðir, sem öldum saman hafa orðið að sæta nauðung af hálfu ríkja, er hverju sinni gátu stát- að af þeirri vafasömu sæmd að kallast stórveldi. öldum saman voru Tékkar og Slóvakar und- ir stjórn HDabsborgara, Tékkar undir beinni stjórn frá Vín og Slóvakia hluti af Ungverja- landi. Þessar tvær þjóðir hétdu engu að síður dýrmætasta menn ingararfi sínum, tungunni, og þegar Tékkóslóvakíu varð sjálf stætt ríki 1918, var munurinn á þessum tveimur þjóðum í þessu »liti ekki meiri en svo, að þær skildu auðveldlega tungu hvorr ar annarrar. Það var tungu- málið, sem batt þær fyrst og fremst saman og var hvað sterk asta sögulega forsendan fyrir því, að Tékkóslóvakía var mynd uð. Þannig er það enn, enda þótt hér sé um tvær þjóðir að ræða með talsvert ólíka sögu að baki. Prag, höfuðborg þessa lands, varð til á miðö'ldum við vað yfir ftjótið Moldá, þar sem leið ir kaupmanna úr öllum hlut- um Evrópu lágu saman. Þessir menn fluttu með sér ólíka menn ingu og Prag varð snemma al- þjóðleg menningarmiðstöð. Þang að lágu frábrugðnir menning- arstraumar hvaðanæva að úr Evrópu. Háskóli var þar stofn- aður þegar 1348 og Prag varð mennta- og menningarsetur. Lærðustu menn miðalda lögðu þangað ’leiðir sínar til þess að kenna en ekki síður til þess að nema meir. Nýjar hugmynd- ir í lífsskoðun voru teknar tit meðferðar en gamlar brotnar til mergjar og kastað fyrir róða. I Prag hófst entdurskoðun á rammbundnum trúarkenningum kaþólskunnar, sem síðan leiddi til stórfelldra umbyltinga í Ev- rópu, er með sanmi má segja, að hafi verið undanfari nýs menningartímabils. Enn í dag er Prag vettvangur, þar sem ríkjandi lífsskoðanir eru tekn- ar til meðferðar og endurskoð- aðar með þeim afleiðingum, að hriktir i viðjum heims og heil kerfi stjórnmá'la- og lífsskoðana verða atdrei söm og áður. En Prag hefur einnig verið takmark fjandsamlegra herja. Stundum voru það Frakkar, stundum Prússar, Svíar og marg ir aðrir. Það vantaði ekki til- efnin. Ýmist var það baráttan um kórónu Bæheims, útrýming hússítiskra villutrúarmanna, her ferðir gegn Napoleon mikla eða brjálæðislegur draumur Hitlers um þúsund ára ríkið. Þarna var hjarta Evrópu. Bismarck sagði, að sá sem hefði Bæheim á valdi sínu, gæti einnig ráðið yfir allri Evrópu. Og enn einu sinni hefur erlendur her her- numið Prag. FORSAGAN Ef kanna á forsögu þess harm leiks, sem hófst síðla kvö'lds 20. ágúst st. verður að skyggn- ast aftur um tuttugu ár. f febrú ar 1948 náðu kommúnistar öll- um völdum í Tékkóslóvakíu. Landið gat þá framar öðru tal- izt vestrænt ríki, hvað menn- ingu og lífsviðhorf snerti. Það átti að vísu við mikla efnahags örðugleika að etja, því að sár heimsstyrjaidarinnar voru fjarri þvi að vera gróin. Tékkóslóva- kía hafði ekki orðið svo mjög hart úti í sjálfri styrjöldinni, en nær 6 ára stjórn nazista hafði gengið hart að fólkinu. Þjóðverjar höfðu mergsogið það í þágu stríðsvélar sinnar, en engu að síður mátti vænta þess að Tékkóslóvakía myndi jafnt sem önnur lönd í hinum frjálsa hluta Evrópu, rétta úr kútnum, þegar fram liðu tímar. Fólkið var tápmikið, menntun á háu stigi, þó einkum á með- al Tékkanna og í landinu var öflugur iðnaður, kunn- ur fyrir gæðavörur um allan heim, árangur starfs margra kynslóða. Við valdatöku kommúnista er unnt að fullyrða, að Tékkóslóv akía hafi b'látt áfram færzt til í Evrópu. Þetta land, sem verið hafði vestrænt í menningu, sneri nú andliti sínu í austur. Allar fyrirmyndir í þjóðfélagsmálum voru eftirleiðis sóttar til Sovét- ríkjanna. Eignaréttur einstakl- inganna hvarf úr sögunni að langmestu leyti. Ríkið tók at- vinnutækin í sitt vald, aðrir stjórnmálafilokkar en kommún- istaflokkurinin voru bannaðir í reynd og lögreg'luríkið hóf inn- reið sína. Trúarbragða og menn ingarfretsi var afnumið. Blöð og ö’nnur fjölmiðlunartæki urðu að málpípum ríkisvaldsins. Þegar fram leið varð Tékkó- slóvakía að fyrirmyndar fylgi- ríki Sovétríkjanna. Stórkostleg ar hreinsanir, sem kostuðu ó- endanilegar þjáningar, urðu þess valdandi, að kommúnistaflokk- ur Tékkóslóvakíu varð einn sá óumburðarlyndasti í allri Aust- ur-Evrópu og stalinisminn Mfði þar góðu lífi þrátt fyrir það að Stalín væri fyrir löngu allur. Á alþjóðavettvangi var Tékkó- slóvakía dyggasti fylgisveinn Sovétríkjanna, og innan Com- econ, efnahagsbandalags komm únistaríkjanna gerðist landið virkur þátttakandi. Háþróaður iðnaður landsins varð þess vald andi, að það varð helzti fram- 'leiðandi tilbúinna véta og ann- ars varnings, sem skapa átti grundvöllinn að nýjum iðnaði innan annarra ríkja Comecon. Samt er það ef til vill einmitt á þessu sviði, sem orsakanna er fyrst að leita fyrir þeirri þróun, sem orðið hefur í Tékkó slóvakíu á þessu ári. Staðreynd er að eftir bylt- inguna hélt framleiðslan áfram að vaxa í landinu, en þegar á leið tók efnahagslífið að staðna. Endurnýjun aðafatvinnu veganna eins og iðnaðarins var vanrækt. Landið varð æ háð- ara Sovétríkjunum í efnahags- legu tilliti og iðnaðarvörur Tékkóslóvakíu, sem alls atað- ar höfðu verið hlutgengar á frjálsum markaði, urðu það ekki lengur. Lífskjörin versnuðu. Loks var svo komið, að eng- inn trúði lengur innantómum loforðum stjórnarvaldanna. Kommúnistar ekki heldur. ENDURVAKNING ÞJÓÐFÉ- LAGSINS HEFST Þegar hér var komið, var ef- inn tekinn að búa um sig inn- an sjálfs kommúnistaflokksins. Sannfærðir flokksféfagar tóku að efast um, að rétt væri stefnt. Gagnrýni innan flokksins tók að aukast. Þar urðu þær radd- ir háværari sem kröfðust þess, Þessi grein er kjarni erindis sem upphaflega var flutt á fundi hjá fé- lögunum Varðberg og Samtök um vestræna sam vinnu. Er hér reynt að varpa ljósi á þjóðfélags- þróunina í Tékkóslóvakíu á undanförnum árum, en hún er hvað mikilvæg- asti þátturinn í forsögu þeirra atburða, er hófust að kvöidi dags 20. ágúst síðastliðinn. að róttækar breytingar yrðu gerðar í efnahags'lífi landsins. Loks var svo komið 1965, að bornar voru fram raunhæfar tillögur til úrbóta. Að þessum tillögum stóðu menn, sem fram- ar öðru höfðu getið sér orð fyrir raunverulega hæfileika fremur en það eitt, að vera dyggir flokksmenn. Þarna koma fyrst að marki firam nöfn manna eins og Otas Siks, sem átti efit- ir að verða einn helzti sérfræð- ingur flokksins í efnahagsmál- um. Þessar tiltögur til úrbóta í efnahagsmálum, þar sem gert var ráð fyrir verulegri endur- skipúlagningu atvinnulífsins og meiri áherzla lögð á framlag hvers einstaklings en áður, köfn uðu að miklu leyti í skriffinnsku flokksvélarinnar og ríkisbákns ins. Engu að síður komu þær verulegu umróti af stað. Með þeim má að líkindum segja, að svoköltuð endurfæðing komm- únistaflokksins hafi hafizt, end urfæðing, sem svo er nefnd, vegna þess að hún átti eftir að gjörbreyta kommúnistaflokki landsins og hafa síðan stórfel'ld áhrif á öll svið þjóðlífsins, og valda þar breytingum, sem voru á sinn hátt miklu stórfelldari, en breytingarnar í efnahagslífi landsins. En samhliða þessu höfðu átt sér stað breytingar annars stað ar í þjóðféfaginu, sem ekki má gánga fram hjá. Árið 1962 hafði verið haldið flokksþing, þar sem frjáls'lyndari öflum í menningarmálum og listum var veitt aukið frelsi. Áhrif þessa komu m.a. fram í því, að tíma- rit rithöfundasambands lands- ins, Literarni Noviny, tók að verða sjálfstæðara en áður. Stjórn þess var að vísu eftir sem áður í höndum flokksbund inna kommúnista, en það voru menn, sem á allan hátt voru miklu málefnalegri en áður var. Þetta tímarit varð smám saman að vettvangi, þar sem frjátsar skoðanir fengu að koma fram. Það var ekki fyrst og fremst bókmenntatímarit, eins og mað- ur kynni ati freistast til að halda af nafni þess Literarni Noviny, sem þýðir nánast bók- menntatíðindi, heldur aðeins sam tímis. í rauninni var þar ekki síður he'ldur jafnvel miklu fremur skrifað um margs kon- ar þjóðfélagsmál, svo sem á sviði efnahagsmála og réttar- fars en einnig um vísindi og jafnvel um málefni tæknilegs eðlis. Aðferðin var gjarman sú, að ritstjórn blaðsins sneri sér til einhvers þekkts sérfræðings og bað hann að skrifa grein um málefni á sérsviði hans. Síð an var þeim, sem vitdu and- mæla þeim skoðunum, sem þar komu fram, leyft að fá inni í blaðinu með skoðanir sínar. Á eftir þurfti sá, sem skrifað hafði fyrstu greinina að fá að bera hönd fyrir höfuð sér og svara gagnrýni, sem fram hafði kom ið á skoðanir hans. Af þessu spunnust oft miklar ritdeilur, sem voru að sjá'lfsögðu mis- jafnlega frjóar. Áranigur þessa alls varð samt sá, að vettvang- ur skapaðist, þar sem frjáls skoðanamyndun var leyfð opin berlega. Að því leyti hafði þetta tímarit, sem oftast var vikublað mikil áhrif, áhrif, sem stund- um hafa verið ofmetin á Vest- unlöndum, en sem ekki hetdur má gera of lítið úr. Þetta gekk þó ekki snurtSu- laust. Öðru hverju gripu stjórn arvöldin í taumana, þegar eitt- hvað það kom fram í blaðinu, sem óþægilegt þótti. Ýmsir rit- höfundar voru þessu að sjá'lf- sögðu sárreiðir og það hélzt að margir þeirra kusu að lifa í svo kallaðri innri útlegð. Engu að síður óx þetta tímarit að virð- ingu og þannig hélzt þar til á sl. sumri. I júnímánuði í fyrra hélt riit höfundasamband tandsins sér- stakt þinig. Þar var harðlega deilt á stjórnarvöldin og kraf- izt aukins firelsis í ræðu og riti, í listsköpun og á ýmsum þjóðfélagssviðum. Þarraa var þó gengið skrefi of 'langt. Stjórnarvöldin brugðust harka lega við þessari gagnrýni. Rit- höfundasambandið var svipt málgagni sínu, sem sett var undir stjórn innanríkisráðu- neytisins. Opinberlega skyldi það vera áfram málgagn rit- höfundasambandsins, en með- limir þess virtu það að vettugi og neituðu að skrifa í það eða að hafia nokkur afskipti af út- gáfu þess. ALEXANDER DUBCEK KEMUR FRAM Á þessu þingi rithöfundasam bandsins gerðist hins vegar ,at- vik, sem menn hafa fyrst áttað sig á síðar, hve mikilvægt var. Ef til vilt er unnt að segja, að þar kennii fyrst aðferða og áhrifa þess manns, sem í augum umheimsins var þá enn gjörsam lega óþekktur. Þessi maður var Alexander Dubcek. Það, sem gerðist, var það, að slovakisk- ir rithöfundar drógu sig í hlé á þinginu, en létu þá tékkn- esku eina um að gagnrýna stjórnarvöldin. Það er eins og Slovakisku rithöfundarnir hafi vitað hvað í vændum var. Stjórnarvöldin létu sér ekki nægja, að svipta rithöfundana tímariti sínu, heldur réðust þau enn harkalegar gegn þeim og létu reka marga þeirra úr flokknum. En það var eftir- tektarvert, að það voru ein- ungis tékknesku rithöfundar- nir, sem urðu fyrir refsivendin um. Rithöfundasambandið í Bratislava var þegjandi undan þegið refsiaðgerðunum. Alexand er Dubcek leitogi kommún- istaflokksins í Slovakíu, virð- ist hafa haldið ákveðinni vernd arhendi sinni yfir rithöfundun- um þar. Ef til vill er unnt að segja, að þarna hafi hann boð- in hinum almáttuga Novotny fyrst birginn. f september él. komst sá orð- rómur fyrst á kreik í Prag, að Dubcek hefði haldið harðyrta ræðu gegn Novotny í mið- stjórn flokksins og krafizt þess, að hann segði þegar af sér. Eitt er víst, að þá þegar hafði Dub- cek safnað í kringum sig hóp blaðamanna, rithöfunda og ým- issa menntamanna. Þær hug- myndir, sem bannfærðar höfðu verið á þingi rithöfundasam- takanna, tóku senn öllum til mikiltar furðu, að koma fram á fundum sjálfirar miðstjórnar filokksins. Það sem síðan hefur gerzt, tilheyrir þegar sögunni. Alex- ander Dubcek var öllum á óvænt kjörinn aðalritari komm únistafilokks Tékkóélóvakíu 5. janúar sl. á sérstöku flokks- þingi, sem haldið var. Það leið ekki langur tími, þar til hann tét afhenda rithöfundasamband inu aftur tímarit þesis, sem síð- an tók að koma úit undir nafn- inu Literarni Listy. Frá því augnabliki varð ljóst að endur bætur í efnahagsmálum yrðu ekki fyrsta eða eina verkefni hins nýja leiðtoga, heldur yrði byrjað á öðrum þjóðfélagssvið um. Þaðan í frá var raunar sú Framhald á bls. 10 Eftir Magnús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.