Morgunblaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 1
32 síður og Lesbók . 6*. <* 269. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fullveldið fímmtíu ára J»ESSI mynd var tekin á Austurvelli í gær af Alþingishúsinu og styttu Jóns Sigurðssonar. ióótt kominn sé desember sjást ennþá útsprungin blóm á Austurvelli, eins og sést í forgrunni myndarinnar. — Ljósmyndari Mbl. ólafur K. Magnússon. Tító í gœr: Engin hætta vofir yfir Júgóslavíu — Telur fréttir um herœfingar — í Rúmeníu ekki á rökum reistar BELGRAD 30. nóv. (NTB). —I sagði að ástandið í Evrópu hefði Tito Júgóslavíuforseti sagði í I versnað, en taldi ekki ástæðu til dag, að Júgóslavíu væri ekki ógnað af neinum aðilum og að landið æskti engrar hjálpar og alls ekki frá Bandaríkjunum. Tito kvaðst hafa látið Banda- ríkjastjóm vita um þessa af- stöðu sína. Tito var staddur í borginni Jajce í Bosníu, en þar lýsti hann yfir fullveldi landsins fyrir 25 árum, þegar skæruliðasveitir hans voru umkringdar af tuttugu þýzkum herfylkjum. Aðspurður sagði Tito, að hann sæi ekki að hlutleysi Austurríkis væri í neinni hættu og hann lagði áherzlu á, að hann væri mótfallinn að stórveldin skiptu heiminum í fáein voldug áhrifa- svæði I hagsmunaskyni. Tito svartsýni, þó að andrúmsloftið væri nú víða lævi blandið og fráleitt væri að álíta að Sovét- ríkin né nokkurt annað kommún istaríki hyrfi aftur til Stalíns- Framhald á bls. 31. Bruni í Madrid MADRID 30 nóv. (NTB). — Stórbruni varð í Madrid í nótt •eftir óeirðir stúdenta við há- skóla borgarinnar Kvlknaði eld- ur í nokkur byggingum háskól- ans, og olli miklum skemmdum. 150 stúdentar voru handteknir, og þremur deildum háskólans hefur verið lokað. Fjölmennt slökkviliðið vann að því í morgun að kæfa eld- inn í brunarústunum. Talsverð- ar skemmdir urðu á einu af eldri húsum háskólan.s, Eyðilagðist þar stór fyrirlestrasalur og efri hæð- ir hússins. Um 300 stúdentar voru í húsinu þegar eldurinn kviknaði, og var þeim öilum bjargað. Lesbókin í hátíðabúningi — á 50 ára afmœli fullveldisins MORGUNBLAÐIÐ minnist 50 ára fullveldis á Islandi í dag með sérstakri útgáfu Lesbókar. Af efni hátíðablaðsins má nefna: Samninganefndimar kjörnar, kafli úr hinni nýju bók AB, um árið 1918, sem Gísli Jónsson, menntaskólakennari hefur ritað. Sigurður Nordal á grein um 1. desember 1918. Rætt er við Guðlaugu Magn- úsdóttur, ekkju Bjarna frá Vogi, Aðalbjörgu Sigurðardótt- ur, Halldór Hansen, Önnu Johannessen og Lárus Jóhannes- son. Grein er um stúdenta og 1. desember, rætt er við Pét- ur Björnsson skipstjóra og endurtekið samtal er Matthias Johannessen hefur átt við Þorstein M. Jónsson og birtist í Morguniblaðinu 1. des. 1958. Þá er annáll ársins 1918 í máli og myndum og grein um Nýja sáttmála, sambandslaga- lagasamninginn frá 1918. Þá eru ljóð eftir Matthías Jo- hannessen, Úlf Ragnarsson og Ingibjörgu Þorgeirsdóttur frá Höllustöðum. Forsíðumynd er eftir Einar Hákonarson, listmálara. Ein- ar hefur lagt sérstaka stund á grafík og notar þá tækni við gerð forsíðumyndarinnar. Þetta er samsett mynd úr gömlu og nýju eins og sjá má og unnin í anda nútímans. Um myndina og efni hennar segir Einar: „Það er ekki Fjallkonan íslenzka, sem við sjáum þarna, þótt svo gæti virzt í fljótu bragði. Þetta er frelsisgyðjan úr frönsku bylt- ingunni, en með þeirri byltingu hófust þær frelsishreyfing- ar í álfunni, sem m.a. leiddu til fullveldis okkar 1. des. 1918. Ég hef tekið mér það bessaleyfi a!ð taka byssuna af gyðj- unni í þetta sinn og þef fengið henni íslenzkan fána. Eg hugsa mér að frelsishugsjónin, sem gyðj an er tákn fyrir, hafi verið leiðarljós Jóns Sigurðssonar í baráttu hans. En auk þesis set ég ýmislegt gamalt og nýtt í myndina; allt frá þessari öld. Þarna er aidamótakynsióðin og húsakynni hennar, fyrstu bílarnir, samkoman við Stjórnarráðið 1. des. 1918, mynd frá hernámsárunum, skrúðganga 17. júní í fyrra og mannfjöldi: Nútíma Íslendingar. Scranton ier til Jíusturianda nær New York, 30. nóv. NTB RICHABD Nixon hefur ákveðið að senda William Scranton, fyrr- um ríkisstjóra í Pennsylvaníu, í ferðalag til sex landa fyrir botni Miðjarðarhafs, og leggur hann upp í ferðina næstkomandi mánudag að því er NTB frétta- stofan segir. Tilkynningin uim væntanlega ferð Scrantons hefur gefið þeiní orðrómi byr undir báða vængi, að Nixon hafi í hyggju að skipa hann utanríkisráðherra í stjóm sinni. Einnig hefur flogið fyrir, að hann hljóti stöðu sendiiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. Lesendur eru beðnir að athuga að í myndatexta á bls. 14 í fynra blaði á að standa árfalið 1939 en ekki 1919. Myndin á að vera einskonar vakning þess eðlis, að ís- lendingar standi vörð um sitt sjálfstæði í anda Jóns Sig- urðssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.