Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 272. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 1998
Alþingishátíðrkantatan er stórbrotið
og hátíðlegt verk
Skyndirabb við fáeina félaga úr
söngsveitinni Fílharmonía
MEÐAN flestir Reykvíkingar
snæddu hádegisverðinn sinn í
gærdag, stóð hópur manna á
pöllunum í Háskólabíó og
söng. Það var lokaæfing á
Alþingishátíðarkantötunni
eftir dr. Pál fsólfsson, sem
flutt verður f "kvöld. Baddir
og stef kórannna og Sinfóníu-
hljómsveitarinnar stigu og
hnigu eftir tónsprota stjórn-
andans og fléttuðust saman í
glitvefnaði verksins. Enginn
hugsaði um mat.
Ég sá á augabragði að þarna
var verkefni fyrir hundrað blaða
menn, því á sviðinu voru Fóst-
bræður, söngsveitin Fílharmonía
og Sinfóníuhljómsyeitin, eða ná-
lægt 200 manns. Ég varð að láta
mér nægja að tala við nokkra
félaga úr Fílharmoníu, þar sem
ég þekki bezti til.
TENÓR EBA BASSI?
Sigurður Þórðarson er núver-
andi formaður söngsveitarinnar
og hefur sungið með kórnum frá
upphafi, að undanskildum þeim
árum, sem hann rtam verkfræði
í Kaupmannahöfn. Sigurður er
kvæntur Sigrúnu Andrésdóttur,
fiðluleikara, sem einnig hefur
sungið með í kórnum, þó ekki í
þetta sinn, því hún eignaðist son
fyrir nokkrum dögum.
— Ég veit ekki enn hvort hann
yerður tenór eða bassi, sagði Sig-
urður,  því  Fæðingardeildin  er
og Sálmasinfóníu Stravinskys, 9.
sinfóníu Beethovens og sálu-
messa Verdis, sem flutt var í
fyrravor. Kórfélagar væru nú um
130 samtals, en að þessu sinni
syngju um 85.
Ég spurði Sigurð, hvaða verk
hann hefði haft mesta ánægju
af að flytja.
— Ég held að það sé 9. sin-
fónía Beethovens, svaraði hann.
Ekki svo að skilja að ég telji
hana stórbrotnara verk en önn-
ur, sem flutt hafa verið, en ég
byrjaði fyrst, þegar verkið var
nærri fullæft og þurfti að leggja
mig allan fram til að læra það.
Þetta er að sjálfsögðu ekki gott
fordæmi, en þannig gekk það til,
og ég var afskaplega hrifinn af
því að fá að vera með.
— Söngstu ekkert meðan þú
dvaldir erlendis?
— Jú, ég söng í tvöföldum ís-
lenzkum kvartett undir stjórn
Axels Arnfjörðs, og auk þesa
söng ég í kirkjukórnum hjá sr.
Jónasi Gíslasyni.
Ég vildi gjarnan taka það
fram, sagði Sigurður að lokum,
að kórinn er orðinn það stór,
skipaður fólki úr öllum stéttum
og frá öllum landshlutum, að
það hefur reynzt nokkurt átak að
ná öllu fólkinu saman. Á stjórn-
andinn okkar, dr. Robert A. Ottó
son, drýgstan þáttinn í því, hve
vel það hef ur tekizt.
ÞRJÚ SYSTKIN ÞRISVAR A
SVEÐINU
Guðlaug Björnsdóttir er Hafn-
kvöldin, á milli þess sem ég er
að raula þetta.
PLATABUR í KÓRINN
Jakob Möller, lögfræðingur og
fulltrúi bæjarfógetans í Kefla-
vík, sagðist hafa verið plataður
í kórinn.
— Ég fór með vini mínum á
æfingu og átti að fá að hlusta.
Ég varð hugfanginn af söngnum.
Svo var gert hlé að allirbeðnir
um að fara út, nema ég. Ég hélt
ég væri tiltölulega laglaus mað-
ur, hafði eiginlega aldrei sungið
nema í rútubílum, en söngstjór-
inn vildi endilega prófa mig. Ég
gekk í gegnum þá hrikalegustu
raun, sem ég hef undirgengizt.
Síðan hef ég verið í kórniun.
Mér finnst alveg stórkostlegt
að vera með í þessu verki, bætti
Jakob við. Ég þekkti það ekki í
heild áður og mér þykir blátt
áfram ótrúlegt að maður með ís-
lenzku nafni hafi samið það.
Flest stórverk, sem við heyrum,
eru tengd mönnum með þýzk
nöfn. Ég hefði ekki trúað því að
óreyndu að það væri jafn stór-
— Hvernig stóð á því að þú
tókst þátt í flutningnum?
'— Ég var um þessar mundir
nýbyrjuð að læra að syngja og
var í söngtíma hjá Sigurði Birk-
is og hann valdi mig í kórsöng.
Það er ef til vill gaman að minn-
ast á það, að árið áður fór fimmt
íu manna kór, undir stjórn Sig-
fúsar Einarssonar, á tónlistarhá-
tíð í Kaupmannahöfn, og veit ég
ekki betur en það hafi verið
fyrsti íslenzki kórinn, sem fór
slíka för. Það var mjög skemmti-
legt ferðalag, að mér fannst, og
ekki dró það úr ánægjunni að
kórinn fékk viðurkenningu, á-
samt finnska kórnum, sem var sá
bezti.
— Þú hefur sungið allar götur
síðan í kórum.
— Já, ég hef sungið jöfnum
höndum einsöng og í kórum. Ég
hef sungið með Fílharmoníu í
nokkur ár og haft af því mikla
ánægju.
GAMLAR BÆKUR OG LIF-
ANDI MÚSIK
Egill Bjarnason er mikill bassa
Alt-söngkonurnar Kristín Einarsdóttir Syre og Díana Magnús-
dóttir.
Gerður Guðmondsdóttir Bjarklind og Guðlaug Björnsdóttir.
Þær eru raddformenn í sópran og alltaf með blýantana á lofti
aff telja þá, sem mættir eru.
þannig úr garði gerð, að feður
komast ekki lengra en að gler-
inu, og hef ég enn ekki heyrt í
honum hljóðin.
Ég bað Sigurð að segja mér
lítillega frá starfsemi kórsins.
Hann sagði, að vorið 1959 hefðu
nokkrir tónlistarfrömuðir í
Reykjavík stofnað félagið Fíl-
hamonía í þeim tilgangi að stofna
kór, sem fær væri um að flytja
helztu tónverk tónbókmennt-
anna. Söngsveitin Fílharmonía
var stofnuð um haustið og voru
í henni 35 félagar. Fyrsta verk-
efni söngsveitarinnar var Car-
mína burana eftir Carl Orff, sem
flutt var í Þjóðleikhúsinu vorið
1960, ásamt Þjóðleikhúskórnum.
í kjölfarið fylgdu síðan „Ein
deutsches Requiem" eftir Brahms,
Messías eftir Handel, sálumessa
Mózarts,  Magnificat  eftir  Bach
firðingirr, vinnur hjá Pósti og
síma þar á staðnum, og hefur al-
izt upp í músík frá blautu barns-
beini.
— Jú, það er rétt, sagði Guð-
laug, Sigurður Björnsson, óperu-
söngvari er bróðir minn. Systir
mín, Sigurlaug, syngur einnig í
kórnum og það hefur komið fyr-
ir þrisvar sinnum, að við syst-
kinin höfum öll staðið á sviðinu
og sungið. Ég er búin að vera í
kórnum í 9 ár og hef alltaf meira
og meira gaman af því og á erf-
iðara og erfiðara með að hætta.
Söngurinn á það rík ítök í mér.
Ég held ég mundi fyrr sleppa ein
hverri annarri tómstundaiðju en
söngnum í Fílharmoníu. Hvað ég
geri mér annað til gamans? Sem
stendirr er ég að æfa í jólaóper-
unni Amahl og næturgestirnir,
og svo dunda ég við af vefa á
brotið. Því betur sem ég kynn-
ist verkinu, þeim mun erfiðara
reynist mér að flytja það, og það
er jú merki allrar góðrar tón-
listar.
SÖNG KANTÖTUNA 1930
Frú Kristín Einarsdóttir Syre,
verzlunarstjóri, var ein af þeim,
sem söng Alþingishátíðarkantöt-
una á Þingvöllum 26. júní 1930.
— Nú þegar ég rifja sönginn
upp aftur, sagði frú Kristín, held
ég að mér hafi aldrei fundizt það
fallegra, og persónulega hef ég
mjög gaman af að flytja hana
aftur, bæði vegna tónlisrtarinnar
og dr. Páls. Hann stjórnaði tón-
verkinu sjálfur á Þingvöllum,
eins og allir vita. Þá var hátíð í
lofti, þó veður væri ekki upp á
það bezta, og söngurinn bergmál
aði í Almannagjá. Þar hafði verið
slegið upp pöllum í tilefni flutn-
ingsins og þar stóðum við söng-
fólkið, 100 talsins, og fluttum
verkið ásamt hljómsveit. Eg
held ég fari rétt með, að sumir
hljómlistarmannanna hafi verið
fengnir utanlands frá, og af því
má sjá hvað íslenzku tónlistarlífi
hefur vaxið fiskur um hrygg á
þessum tíma, því meirihluti Sin-
fóníuhljómsveitarinnar eru nú fs
lendingar.
söngvari og leikur sér að því að
fara niður á contra c-ið.
— Það er aldurinn, sem gerir
það að verkum, sagði Egill. Á
mínum yngri árum var ég 1.
bassi, en nú þegar ég hef hálfa
öld að baki, hefur röddin orðið
dýpri. Það fer svo um flesta.
Eg byrjaði að syngja í kór
heima á Dalvík 16 ára gamall, já
norðlenzku tenórarnir eru bjiart-
ir en ég hef dökku röddina. Síð-
an var ég samfelh; í kórum í
mörg ár. Einn vetur var ég í
þremur kórum. Það fannst mér
einum of mikið og ég ákvað að
taka mér hvíld í nokkur ár til
að safna hljóðum.
Ég hef sungið undir stjórn dr.
Róberts í Útvarpskórnum, og að
öðrum söngstjórum ólöstuðum er
hann mest mér að skapi. Hann
hefur skaphita listamannsins og
snilli stjórnandans. Það er m.a.
af því, sem ég fór í kórinn í
fyrra, fyrir utan nú það, að ég
hef allbaf kunnað betur við mig
í blönduðum kór en karlakór.
Mér þykir andrúmsloftið á æf-
ingunum glaðlegt og stjórnand-
inn hefur lag á að koma söngfólk
inu í gott skap með sínum sér-
stæðu athugasemdum, t.d. eins
og þegar hann segir: „Hvemig
getur  svona  góður kór sungið
Ásdis Egilsdóttir.
svona illa". Eða: „Þetta var svo
f allegt að ég verð að heyra það
aftur".
Egill er kunnur fyrir þýðingar
sínar á óperum og óperettum.
Hann sagðist hafa verið að ljúka
við 10. þýðingu sína fyrir Þjóð-
leikhúsið, söngleikinn „Fiðlarinn
á þakinu". Að aðalstarfi sagðist
Egill yera fornbókasali.
— Ég lifi innan um gamlar
bækur en nærist á lifandi musík,
bætti hann við, um leið og hann
kvaddi.
JAFNVÆGI MBLLI ELDRI OG
YNGRI
Asdís Egilsdóttir leggur stund
á íslenzku og bókasafnsfræði í
Háskólanum. Hún var í Mennta-
skólanum, þegar hún byrjaði að
syngja með kórnum.
— Ég hef alla tíð haft gaman
af tónlist, en ég spila ekki á
hljóðfæri. Því taldi ég, að eina
leiðin til að genast virkur þátt-
takandi í tónlist, væri að fara í
góðan kór. Ég byrjaði í 9. sin-
fóníunni. Það kom einhver sendi
boði í skólann til að leita að á-
hugafólki. Ég og vinkona mín
gengum af stað í próf til dr. Ró-
berts. Það var hellirigning og við
vorum skjálfandi af kulda og
kvíða. En það var tekið hlýlega
á móti okkur, og eftir að hafa
hlustað á okkur syngja, bauð
hann okkur velkomnar í kórinn.
Eitt af því, sem mér þykir bezt
við kórinn, er hve jafnvægið
milli eldri og yngri kynslóðarinn
ar er gott. Ungu raddirnar eru
hreinni og bjartari en þær eldri
þroskaðri og styrkari. Þegar
þetta blandast saman á eðlilegan
hátt, hlýtur útkoman að vera
góð. Ennfremur met ég það, hve
vel ég hef kynnzt tónverkum í
gegnum kórinn, lært að þekkja
hverja nótu verksins, og með því
móti nýt ég tónlistarinnar miklu
betur en áður.
— Eru margir háskólanemend
ux í kórnum.
— Já, þeir eru nokkuð margir,
bæði kvenfólk og karlmenn. Ann
ars hafa karlmennirnir í Háskól-
anum það fram yfir kvenfólkið,
að þeir hafa sinn eigin kór, og
þar eru margar skínandi raddir,
Frambald á bls. 15
Jakob Möller, Sigurður Þórðarson og F.gill Bjarnason.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32