Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 272. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 196*8
n
i
Öflugt atvinnulíf er það,
sem mest á ríður nú
Ræða  Sverris  Júlíussonar á aðalfundi  L.I.U.  í  gær
Á þessu ári, sem senn er liðið,
hafa áföll vegna minnkandi sjáv
arafla og stórkostlegs verðfalls
á sjávarafurðum erlendis komið
mjög hart niður á íslenzku þjóð-
inni. Gaetir þessa hjá öllum stétt
um þjóðfélagsins, en þó fyrst og
fremst hjá þeim, sem eiga af-
komu sína beinlínis undir afla-
brögðum og verðlagi sjávaraf-
urða á erlendum mörkuðum.
Þó vissulega fleiri stoðir standi
undir atvininulífi landsmanna en
sjávarútvegur, og vaxandi sé á-
hugi bæði stjórnvalda og ann-
arra aðila á að gera atvinnu-
líf landsmanna fjölþættara en
verið  hefir — og  er  það  vel,
—  þá sýnir það sig, að ennþá
veltur á mestu fyrir þjóðina,
hver afkoma og afrakstur sjáv-
arútvegsins er hverju sinni. Það
er því ekkert einkamál sjávar-
Titvegsins, þegar tekjur hans
lækka  jafn  stórkostlega  og  nú.
— Ef bornar eru saman útflutn
ingstekjur sjávarútvegsins á
þessu ári og árinu 1966 kemur
í Ijós, að þær hafa lækkað um
45—55 prs. Afleiðingarnar af
þessari staðreynd verða þær, að
við íslendingar erum nauðbeygð
ir til að rifa seglin til þess að
mæta þeim vanda, sem af þessu
leiðir, en umfram állt hlýtur það
að vera okkar aðalkeppikefli að
mæ'ta þessum vanda, og þá fyrst
og fremst með því að halda
þannig á málum, að atvinnu-
fyrritækin geti starfað á við-
hlýtandi grundvelli svo að forð-
að verði, eftir því sem frekast
eru föng á, atvinnuleysi í land-
inu.
Ég sé ekki ástæðu til að
fara nú að rekja aflabrögð
eftir veiðiaðferðum og í hinum
ýmsu landshlutum. En ég vil að
eins reyna að bregða upp tveim
skyndimyndum, sem að mínum
dómi segja nokkuð um, hver út-
koman er miðað við tilkostnað,
og á ég þá aðeins við bátaflot-
ABDURINN AF BÁTAFLOT-
ANUM.
Fyrri hluti hvers árs gefur
okkur ætíð meginhluta þorsk-
aflans. Árið 1965 mun vátrygg-
ingarverð bátaflotans, sem stund
aði þorskveiðar hafa numið
um 2500 milljónum króna. Það
ár nam aflinn 240 þúsund lest-
um, er var að vermæti upp úr
sjó um 820 millj. króna. Árið
1966 var vátryggingarverð þessa
sama flota 2930 millj. króna. Það
ár nam aflinn 223 þúsund lest-
um, en aflaverðmætið 886 millj.
króna. Árið 1967 nam vátrygg-
ingarverð flotans tæplega 3200
mi'llj. króna, en þá var aflinn
193 þúsund lestir að verðmæti
818 millj. króna. í ár er vá-
tryggingarverð vélbátaflotans'
4270 millj. króna, en afli upp úr
sjó 195 þúsund lestir að verð-
mæti 912 millj. króna. Þetta sýn-
ir í stórum dráttum, að hverjar
1000 krónur í skipsverðmæti báru
að landi árið 1965 328 krónur,
árið 1966 300 krónur, árið 1967
255 krónur, og í ár 211 krónur.
Þegar haft er í huga, að það
Var lengi vel talin eðlileg við-
miðun um góða afkomu, að hver
bátur aflaði andvirði sitt yfir
árið, sézt af þessu hversu mikið
á vantar, þófct hér sé aðeins mið-
að við fyrri Muta ársins, sem þó
er uppistaða í þosrkveiðunum ár
hvert. Það vantar að vísu í dæm
ið hinn aukna veiðarfæra- og
reksturskostnað skipanna, sem
vaxið hefir stórlega frá ári til
árs.
Með því að benda á þetta vil
ég leggja áherzlu á, hversu frá-
leitar þær kenningar eru, sem
oft hafa komið fram opinberlega
að meðalverðmæti aflans hafi nú
seinustu árin verið svipað og það
var fyrir 5—6 árum. Að mínum
dómi eru slíkar staðhæfingar hin
herfilegasta blekking. Óhjákv-
legt er, að tekið sé tillit til hins
aukna reksturskostnaðar og verð
mætis þess flota, er veiðarnar
stunda á hverjum tíma.
SÍLDVEIÐARNAR 1966—1968.
Þá vil ég birta hér yfirlit yfir
síldveiðarrnar til 25. nóv. árin
1966, 1967 og 1968.
því raunverulega eign útvegs-
manna, þótt hann sé í umsjá
sjávarútvegsmálaráðuneytisins.
Sjóðurinn hefur mjög oft verið
í fjárhagsörðugleikum og ekki
getað staðið við skuldbindingar
sínar nema með aðstoð ríkissjóðs.
En um þverbak keyrði þó á sl.
vori, þegar hann var orðinn 8—9
mánuðum á eftir með greiðslur
vátry ggingarg j alda.
Sjávarútvegsmálaráðherra skip
aði þá nefnd 6 manna, til að
endurskoða reglur um greiðslur
sjóðsins og gera tillögur um leið
ir til lækkunar á iðgjaldagreiðsl
um. A ég sæti í nefndinni, til-
nefndur af L.Í.Ú. Það eru þrjár
Síldarafli og verðmæti frá vertíðarbyrjun
1966—1968, hyert ár.
1966
1967
1968*
685
393
107
a
1118
500
230
til  25.  nóvember
63
>.  +1
•H
¦P B
2150
1075
580
E  .*
1.63
1.25
2.15
200
166
119
5.6
3.0
1.9
P.%
173
93
76.5
(fcauptr.
5 mán.)
Talið er að 119 bátar hafi
að einhverju leyti stundað síld-
veiðar í sumar. Margir þeirra
hófu ekki veiðar fyrr en í sept.
og er því vafasamt að finna með-
alaflaverðmæti með því að deila
119 bátum í aflaverðmætið. Hulti
bátaflotans hefur aflað meira
verðmætis en nemur kauvtrygg-
ingu og eru því meðalháseta-
laun hærri en 76.500 * NB. Verð-
mæti þessa árs er reiknað með
gengi ísl. kr. sem ákveðið var
24.11. 1967.
Þetta yfirlit sýnir að alfaverð
mætið í ár er aðeins um 20 prs.
af aflaverðmætinu 1966. En afla
magnið er aðeins 15,6 prs. af afla
magni ársins 1966.
Yfirlitið sýnir einnig að þær
tilraunir, er gerðar voru á þessu
ári til verkunar aflans um borð
í veiðiskipunum langt austur í
hafi, svo og sala íslenzku síld-
veiðiskipanna á ísvarinni síld í
erlendum höfnum, hefur hækkað
meðalverðmæti hins mjög svo
rýra alfa. Við skulum hafa hug-
fast, að mikilvægt er að reyna
að hagnýta þann litla afla,
sem fæst hverju sinni og
við skulum ekki vanmeta þá
forustu, er veitt var eftir til-
lögu frá nefnd, er sjávarútvegs-
má'laráðherra skipaði á s.l. vori,
en hún gerði tillögur um aukna
aðstoð við síldveiðiflotann á fjar
lægum miðum. Vann sú nefnd
mjög gott verk. Það má jafn-
framt ljóst vera, hversu mikið
og ötult starf sjómenn hafa lagt
á sig til að auka verðmæti sild-
araflans auk þess að þeir hafa
við störf sín verið langdvölum
á fjarlægum miðum fjarri heim-
ilum sánum.
vAtryggingamAl FISKI-
SKIPANNA.
Um hin ýmsu mál, sem stjórn
samtakanna hefur fjallað um á
síðasta starfsári, vísa ég að mestu
ti'l skýrslu stjórnarinnar, sem les
in verður hér síðar á fundinum.
Ég mun þó drepa á nokkur at-
riði, og vil þá fyrst nefna vá-
tryggingamál fiskiskipaflotans.
Síðan Útflutningssjóður hætti að
greiða vátryggingargjöld fiski-
skipaflotans 1960, hefir sá hátt-
ur verið á hafður, að sérstakur
tryggingasjóður, er tekjur hefur
af útflutningsgjaldi sjávarafurða,
greiðir  iðgjöldin.  Sjóðurinn  er
ann yfir 100 rúml., nema með
50 prs. hækkun iðgjalda, þar
sem þeir töldu að tjónareynsla
hafi verið svo óhagstæð af ís-
lenzka fiskiskinaflotanum á und-
anförnum árum, að tapið hafi
numið mörgum tugum milljóna
króna. Þetta ásamt fleiru leiðir
til þess, að vátryggingarskilmál-
ar tryggingarfélaganna verða nú
gerðir þrengri fyrir fiskiskipa-
eigendur en þeir áður voru. Frá
næstu áramótum munu vátrygg-
ingarnar færðar meira inn í land
ið en áður var, aðeins alskaða-
og topptrygginging tryggð erlend
is.
Þetta leiðir til þess að breyt-
ing verður á iðgjöldum, þannig
að þeir sem hafa lægstu iðgjöld-
in fá nokkra hækkun, en hjá
þeim, er hærri iðgjöld hafa nú,
lækka þau nokkuð. En markmið-
ið er að tryggingarsjóður greiði
iðgjöld eins og þau eru hverju
sinni samkvæmt hinum nýju skil
málum. Að vísu er ekki hægt
að segja endanlega um, hver
framkvæmdin verður í sambandi
við þessar breytingar, en það
er þegar ákveðið, að fulltrúi frá
samtökum okkar verði í nefnd
þeirri, er ákveður iðgjöld fyrir
hvert skip, þ.e.a.s. skip yfir 100
rúmlestir, svo og við ákvörðun
á vátryggingarupphæð. Um þetta
mál er nánar fjallað í skýrslu
stjórnarinnar.
Þá vil ég skýra frá því, að
nefnd þessi hefur þegar sent frá
sér tillögur til sjávarútvegsmála
ráðuneytisins yarðandi greiðslur
fyrir aðstoð og björgun, er fara
mjög í sömu átt og ályktanir að-
alfunda L.f.Ú. á undanförnum
árum.
TOGVEIDIHEIMILDIRNAR.
Togveiðar og hagnýting land-
helginnar til fiskveiða hafa að
sjálfsögðu verið á dagskrá í sam
tökum okkar og víðar. f byrjun
októbermáruaðar skipaði sjávar-
útvegsmálaráðherra nefnd þing-
Sverrir Júlíusson flytur ræðu sina á þinginu í gær.
meginorsakir fyrir hinum miklu
greiðsluerfiðleikum sjóðsins. í
fyrsta lagi hið mikla verðfall á
útflutningsafurðum sjávarútvegs
ins á árunum 1966 til 1968 og
þar með stórum minni tekjur af
útflutningsgjö'ldum. í öðru lagi
mikil verðmætaaukning í fiski-
skipaflotanum og þar með hækk
uð heildariðgjöld. f þriðja lagi
mikil hækkun tjónbóta, en ið-
gjaldagreiðslur fara í meginatrið
um eftir tjónareynslunni yfir
ákveðin tímabil.
Sjóðurinn fékk nokkurn hluta
af gengishagnaði haustið 1967.
Þá voru og gerðar breytingar
til hækkunar á útflutningsgjaldi
er renna skyldi í sjóðinn. Þess
má geta, að endurtryggjendur,
þ.e.a.s. Lloyds í London, vildu
ekki  efldurtryggja  fiskveiðiflot-
íanna úr öllum þingflokkum, sem
gjöra á tillögur varðandi þessi
mál. Enn sem komið er hefir
nefndin ekki skilað tillögum, en
hún vinnur af fullum krafti. Ég
tel að ákvarðanir í þessu máli
megi ekki dragast lengi, þar eð
algert öngþveiti hefir ríkt í tog
veiðunum lengi undanfarið.
Stjórnvöld geta ekki lengur skot
ið sér undan því að koma þess-
um málum í viðhlítandi horf, og
er það stórfellt hagsmunamál
margra útgerðarstaða að það sé
gert hið allra fyrsta. Mun ég
ræða þetta nánar síðar á fund-
inum.
EFNAHAGSVANDINN SEM
VIB BLASIR.
í upphafi þessara ávarpsorða
minna dxap ég á þá miklu efna-
hagserfiðleika, sem ekki aðeins
sjávarútvegurinn, heldur öll ís-
Ienzka þjóðin á nú við að glíma.
Eru þeir fyrst og fremst afleið-
ing minnkandi afla og verðfalls
erlendis. Vissulega voru það al-
varleg tíðindi þegar breyta varð
gengi íslenzku krónunnar svo
stórlega sem gjört var 12. nóv-
ember s.l., og ekki hvað sízt
þar sem aðeins tæpt ár var liðið
frá því að síðasta gengisbreyt-
ing var gerð.
Það hefur alltaf viljað við
brenna, þegar svona ráðstafanir
hafa verið gerðar í efnahagsmál
um þjóðarinnar, að sagt sé að
þær séu gerðar vegna sjávarút-
vegsins. Vissulega eru þær gerð
ar fyrir sjávarútveginn, en ekki
aðeins fyrir sjávarútveginn, held
ur fyrir þjóðina alla, fyrir þjóð-
arheildina.
S.l. mánudag lagði ríkisstjórn
in fram frumvarp til laga um
ráðstafanir, er stefna að því, að
gengisbreytingin verði sá afl-
gjafi íslenzku atvinnulifi sem
nauðsynlegur er. Efni frumvarps
þessa munu fundarmenn kynna
sér á fundinum, og rek ég þvi
ekki einstök efnisatriði þess.
Gengisbreytingin er einungis
staðfesting á því, að skapazt hef
ur ástand í efnahagsmálum, sem
óhjákvæmilega leiðir til þess, að
landsmenn allir verða að rifa
seglin þannig, að kjörin versna
í bili frá því sem verið hefur.
En þær eru fyrst og fremst og
umfram allt gerðar til þess, að
við komumst út úr þeim efna-
hagsörðugleikum, sem við eigum
við að stríða í dag til þess að
efnahagur þjóðarinnar batni á
ný.
í þessu frumvarpi eru ýmsar
ráðstafanir fyrirhugaðar, er
tuðla eiga að heilbrigðum rekstri
fiskiskipaflotans og fiskiðnaðar-
ins. Ég lít svo á, að það sé
sameiginlegt hagsmunamál allra
þeirra er að sjávarútvegi vinna,
sjómanna, útvegsmanna og þeirra
er vinna að verkun aflans 1
landi, að ráðstafanir þessar tak
ist giftusamlega. — í þessu sam
bandi tel ég óhjákvæmilegt að
vekja athygli á niðurstöðum at-
hugana, sem gerðar hafa verið
um afkomu sjávarútvegsins á
þessu ári. Sýna þær að töp í
hinum ýmsu greinum sjávarút-
vegsins munu nema um 1700 miHj
króna og er þá sleppt opinber-
um stuðningi við sjávarútveginn
á árinu. Eins og nú horfir er
mjög óvarlegt að spá aflaaukn-
ingu á næsta ári frá því sem
verið hefir á þessu ári eða verð-
hækkun sjávarafurða erlendis.
BÆGJA  VERðUR BURTU AT-
VINNULEYSI.
Gengisbreytingunni 12. nóv-
ember og þeim hliðarráðstöfun-
um, sem um er fjallað í hinu
nýja lagafrumvarpi, er einmitt
ætlað að jafna þennan mikla
hallarekstur á næsta ári. En
sjávarútvegurinn verður að taka
á sig ha'llareksturinn á þessu
ári, þótt vissulega sé reynt að
sneiða af sárustu broddana með
ráðstöfun     gengisihagnaðarins,
eins og fram kemur í frumvarp-
inu.
Því hefur verið varpað fram,
að með ákvæðum frumvarpsins
sé með lögþvingun verið að
raska hefðbundnum samnings-
rétti sjómanna. Á þetta get ég
með engu móti fallizt. Með á-
kvæðum frumvarpsins er ákveð-
ið að útgerðin fái bættar af ó-
skiptum afla þær beinu hækk-
anir, sém af gengisbreytingunni
leiða, sem eru þó meiri en frum-
varpið gerir ráð fyrir að bættar
verði. Og í öðru lagi er stefnt
að þvi, að útgerðin geti staðið
straum af afborgunum og vðxt-
um af fiskiskipunum og hinum
mikla tækjabúnaði þeirra. Er
þetta gert í beinu framhaldi af
stofnun Stofnfjársjóðsins, sem að
var lögfestur í maí í vor, sem al
flestum var talin nauðsynleg og
merkileg ráðstöfun. Nú er gert
ráð fyrir því, að framlög til
sjóðsins séu einnig tekin af 6-
skiptum afla.
Ef þessar leiðir væru ekki
farnar hefði ekki nægt að fella
gengið nú sem nemur hækkun
Framhald á Itls. 19
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32