Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 272. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 1»«8
tJltgefiamdi H.£. Anváfcuir, ReyfcjaivSfc.
Franikvænidiaisitjóri HaraM'ur Sveinsson.
'Ritisfcjóraf Sigurður Bjarnason frá ViguiT.
Matthías Joliannessíen.
Ejyjólfur Kanrað Jónsson.
RiMjdrnarrulltrái Þoibjöm Guðtoundssoifc
Kréttaisitjóri Bj&n Jóhannssoa
Auglýsihigiaisitjióri AÍni Garðari Kxigtinsson.
Ritetjórn og afgr'eiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-jjOO.
Auglýsingaa? AðaOsifcræ'ti 6. Sími 22-4-80.
ÁKkriftargjald fcr. 100.00 á ménuði innanlands.
í lausasölu ikr. 10.00 cimtakið.
iZEFÐI .MÐ TRYGGT
AFKOMU SJÖMANNA?
Tlefði það tryggt afkomu ís-
" lenzkra sjómanna ef
fiskiskipaflotinn hefði stöðv-
azt vegna þeirra stórfelldu
efnahagserfiðleika, sem út-
gerðin hefur undanfarið átt
við að stríða?
Sannarlega ekki. Fiskiskip
sem liggja í höfn veita ekki
atvinnu. Þau framleiða held-
ur ekki hráefni fyrir hrað-
frystihús og fiskvinnslustöðv-
ar, en á starfrækslu þeirra
byggist atvinna og afkoma
mikils fjölda fólks í landinu.
Svo að segja öll gjaldeyrisöfl-
un landsmanna hvílir einnig
á hinum ýmsu greinum sjávar
útvegsins.
Allt ber þannig að sama
brunni. Það þurfti fyrst og
fremst að tryggja það að fiski
skipin og fiskiðjufyrirtækin
yrðu rekin.
Þáð er megintilgangur
þeirra ráðstafana, sem nú
hafa verið gerðar í efnahags-
málum, að koma til stuðnings
við útflutningsframleiðsluna
og tryggja þar með atvinnu í
Iandinu. Það er þess vegna
fáránleg staðhæfing, þegar
formaður Framsóknarflokks-
ins lýsir því yfír á alþingi að
stjórnarfrumvarpið um ráð
stafanir í sjávarútvegi séu
„hnefahögg" í garð sjómanna.
Hvað hefðu sjómennirnir
sagt ef ekkert hefði verið
gert og fiskiskipaflotinn hefði
stöðvazt? Þá hefði verið á-
stæða til mótmæla.
Það er mikill misskilningur
að það ákvæði frumvarpsins
um ráðstafanir í sjávarútvegi
vegna gengisbreytingari-inar,
að kostnaðarhlutdeild skuli
ékki koma til hlutaskipta eða
aflaverðlauna, feli í sér
„árás" á hlutasjómenn. Sjó-
menn vita manna bez'- um
erfiðleika      útgerðarinnar
vegna stóraukins tilko^tnað-
ar. Það væri sjómönnum ekki
til hagsbóta ef rekstur fiski-
skipanna héldi áfram að
sökkva dýpra og dýpra. Af
því hefði hlotið að leiða, eins
og áður er sagt, að fiskiskipa-
floti okkar hefði stöðvazt.
Þess vegna var gjörsamlega
óhjákvæmilegt að gera þær
ráðstafanir, sem nú hafa ver
íð gerðar.
Enda þótt mikið atvinnu-
leysi hafi ekki skapazt hér á
landi, er það þó nægilega mik
íð til þess að almenningur
hefur áttað sig betur á því en
áður, hversu hættulegt það er
fyrir hans eigin hagsmuni, ef
almennur hallarekstur skap-
ast hjá atvinnufyrirtækjun-
um. Af því leiðir samdrátt,
sem óhjákvæmilega dregur
mjög úr atvinnu fólksins.
Kjarni málsins er að það
er ekki hægt að ætlazt til
þess að atvinnurekstur, sem
hangir á horriminni standi
undir öruggri atvinnu almenn
ings. Það eru þess vegna sam
eiginlegir hagsmunir atvinnu
rekenda, verkamanna og sjó-
manna, og raunar þjóðarinnar
í heild, að afkoma atvinnu-
tækjanna sé skapleg.
Nú skiptir það meginmáli
að allir sameinist um að
hleypa nýjum þrótti í athafra
lífið, auka framleiðsluna auka
þjóðartekjurnar og leggja þar
með grundvöll að áframhald-
andi þróun og uppby^gingu.
ÞÁTTUR
STJÓRNARAND-
STÖÐUNNAR
TJíkisstjórnin hefur gert hik-
*•*• lausar ráðstafanir til að
mæta þeim vanda, sem steðj-
að hefur að íslenzku þjóð-
félagi undanfarið. Hún hefur
gert ráðstafanir, sem rétt
geta útflutningsframleiðsluna
við, ef rétt er á haldið. En
auðvitað er hægt að eyði-
leggja árangur þessara ráð-
stafana ef þeim er mætt með
ábyrgðalausum kröfum um
áframhaldandi hallarekstur
aðalbjargræðisvega þjóðar-
innar.
En á sama tíma og ríkis-
stjórnin og stuðningsmenn
hennar haf a sýnt þann mann-
dóm að gera nauðsynlegar
ráðstafanir, enda þótt þær
séu ekki allar vinsælar í bili,
hafa stjórnarandstöðuflokk-
arnir, Framsóknarmenn og
kommúnistar látið við það
eitt sitja að reka upp sitt
venjulega heróp gegn hinum
nauðsynlegu aðgerðum. Þeir
kenna ríkisstjórninni stór-
fellt afurðaverðfall, aflabrest
og erfitt árferði. Þeirra úr-
ræði sjást hvergi. Engum viti
bornum manni kemur til hug-
ar að taka tillögur Framsókn-
armanna og kommúnista um
vaxtalækkun alvarlega, eða
telja hana líklega til þess að
ráða fram úr þeim vanda,
sem steðjað hefur að útflutn-
ingsframleiðslunni.
Óhætt er að fullyrða að
mikill meirihluti hugsandi
fólks í landinu komi auga á
hinn mikla mismun á afstöðu
stjórnmálaflokkanna til erfið
leika þjóðarinnar. Ríkisstjórn

UTAN UR HEIMI
Frjalslyndisstefna Ungverja
— Jafnvel enn frjálslegri en stefna Prag stjórnarinnar

Associated Press
Hanns Neuerbourg.
UNGVERSKIR leiðtogar, sem
tóku þátt í innrásinni í Tékkó
slóvakíu, virðast ákveðnir í
að auka eftir megni frelsið
heima fyrir. Vestrænir stjórn-
málamenn eru sammála um
að það sé allt útlit fyrir að
það muni heppnast. Ungverj-
ar hafa þó mjög óttazt að
ástandið sem skapaðist við
innrásina myndi binda enda
á frjálsræðisstefnuna, sem á
þeim tólf árum sem liðin eru
frá uppreisninni blóðugu, hafa
gefið Ungverjalandi vestræn-
asta yfirbragð allra þeirra
Ianda er lúta Rússum.
Fj'öldi bréfa bárust til blaða
og útvarpa þegar ungverskir
hermenn tóku höndum saman
við harðlínukomma hinna Var
sjárbandalagsríkjanna     og
ruddust með þeim inn í Prag.
Skelft fólk spurði áhyggju-
fullt hvort þetta þýddi stefnu
breytingu.
Einn ritstjórinn sagði, að
bréfin væru sönnun þess, að
stefnan hefði verið rétt, og
flokksleiðtogarnir     brugðu
skjótt við og fullvissuðu fólk
um að stjórnin hefði alls ekki
í hyggju að breyta um stefnu.
Aðalinntakið í stefnunni er
bættur efnahagur og aukið
persónufrelsi, svo það var
ekki nema von að menn væru
áhyggjufullir. En þeim var
sagt að óttast ekki, eina stefn
an sem kæmi til greina fyrir
landið væri sú sem fylgt væri
í dag. Það var bent á, að hún
væri að mörgu leyti mjög ólík
stefnu Sovétríkjanna, því að-
eins á þann hátt hefði verið
hægt að snúa sér að mikil-
vægustu vandamálum þjóð-
félagsins í sönnum marxitsisk-
um anda.
Ungverskir kommúnistar
halda því fram, að stefna
flokksins sé ekki síður frjáls-
leg en stefna tékkneskra leið-
toga, og að efnahagsúrbæt-
urnar séu í mörgum tilfellum
enn frjálslegri en efnaíhagsút-
bætur Prag stjórnarinnar.
Hvernig fer þá Ungverja-
land  að  því  að  fá  „grænt
Janos Kadar.
ljós" ¦ frá Rússlandi? Jenoe
Fock, forsætisráðherra, gaf
svar við því í ræðu sem hann
flutti nýlega: „Velgengni okk.
ar í efnahagsmálum er mikið
því að þakka, að við vitum
að við lifum ekki í tómi. Við
sáum til þess að almenningur
í heiminum, sérstaklega í því
sósíalistiska þjóðfélagi sem
við tilheyrum, hefði meira og
minna réttan skilning á því
sem væri að gerast í landi
okkar — og það sem meira
er, væri því samþykkur."
Lægra settur embættismað-
ur hafði aðra skýringu til við-
bótar:
„Það eru fjórar rússneskar
herdeildir í landi okkar. Það
hefur mikið að segja. Ef
Tékkóslóvakar hefðu í júlí
síðastliðnum, boðið Rússum
að hafa nokkrar herdeildir á
vesturlandamærum þeirra,
hefðu þeir jafnvel getað slopp
ið með ritfrelsi. Vestrænir
stjórnmálamenn sjá þess ekki
nein merki að Rússland hygg-
ist breyta um stefnu gagnvart
Ungverjalandi. Sumir telja
Janos Kadar, flokksleiðtog-
inn, eigi persónulegar þakkir
skilið fyrir það. Eftir því
sem þeir segja hefur honum
tekist að byggja upp sérstakt
samband við Moskvu, og er
einn af fáum sem mennirnir í
Kreml vilja hlusta á.
„Nikita Khrushchev treysti
honum, og honum hefur ein-
hvern veginn tekist að sann-
færa eftirmenn hans um
tryggð sína", sagði einn stjórn
málasérfræðinganna. „Það hef
ur gefið honum sveigjanleika
í viðskiptum sínum við þá".
Meðlimur í kommúnista-
flokki Unigverjalands sagði:
„Hann veit hvernig hann á að
meðhöndla Rússa. Hann veit
það betur en Alexander Dub-
cek, sem eyddi mörgum árum
í  Rússlandi  við  flokksskól-
í vandræðum út af Tékkó-
slóvakíu tók hann að sér starf
sáttasemjara. Rússar gáfu hon
um leyfi til að ræða við frjáls
lyndu leiðtogana, jafnvel eft-
ir að þeir voru byrjaðir að
undirbáa innrásina. Með tilliti
til sívaxandi sundrungar inn-
an alheimssamtaka kommún-
ista, gæti vel farið svo að þeir
þyrftu á honurn að halda.
in og stuðningsmenn hennar
ráðast beint framan að vand-
anum, hika ekki við að gera
það sem gera þarf, þótt þeir
viti að þeir muni hljóta fyrir
það harða gagnrýni og litlar
vinsældir í bili. Framsóknar-
menn og kommúnistar mæta
erfiðleikunum hins vegar með
hálfyrðum og skrumi. Þeir
taka ekki raunhæft á nokkru
máli.
Margir muna ennþá efna-
hagsráðstafanirnar, sem gerð-
ar voru af Viðreisnarstjórn-
inni skömmu eftir að hún
kom til valda árið 1960. Þær
ráðstafanir voru heldur ekki
vinsælar þegar þær voru gerð
ar, en þær höfðu í för með
sér stórkostlega aukningu
framleiðslu og þjóðartekna.
Af því leiddi aftur almenna
velmegun og framfaratímabil,
sem á sér engan líka í sögu
þjóðarinnar.
Þetta er rétt að menn hafi
í huga nú, þegar reynt er að
æsa til illinda og átaka um
ráðstafanir, sem eru þjóðfélag
inu lífsnauðsynlegar, og eru
frumskilyrði þess að haldið
verði uppi nægri og varan-
legri atvinnu öllum almenn-
ingi til handa.
NY SJUKRA-
DEILD Á
AKRANESJ
k Akranesi var í fyrradag
**¦ tekin í notkun ný deild
við sjúkrahúsið á Akranesi.
Er þar um að ræða merkan
áfanga í heilbrigðismálasögu
þessa dugmikla athafnabyggð
arlags.
í ræðu, sem Jóhann Haf-
stein, heilbrigðismálaráðherra
flutti við þetta tækifæri,
komst hann m.a. að orði á
þessa leið:
„Þegar við nú gleðjumst
hér við opnun nýs og veglegs
sjúkrahúss, og vitum að það
á yfir að ráða góðu starfs-
fólki, hæfum læknum og
nægjanlegri hjartahlýju til
þess að búa sjúkum skjól, og
leiða þá til heilbrigðis á ný
eftir beztu getu, þá skulum
við sameinast í þeirri ósk og
von að gæfa þjóðar okkar
megi verða nægjanlega traust
til þess að framtíðin færi
okkur möguleika til þess að
leggja hornsteina að fleiri
slíkum  byggingum,  að  dyr
hjálpar og líknar megi halda
áfram að opnast í vaxandi
mæli hér á Skaganum og í
öðrum byggðum þessa lands."
Undir þessi ummæli heil-
brigðismálaráðherra munu á-
reiðanlega allir íslendingar
taka.
Enda þótt mikið hafi verið
unnið að umbótum í heilbrigð
ismálum undanfarin ár, eru
þó stór verkefni þar ennþa
óleyst. Eitt mesta vandamálið
er læknaskorturinn víðsveg-
ar um land. Einnig þarf að
byggja ný sjúkrahús og bæta
aðstöðuna á marga vegu í heil
brigðismálum þjóðarinnar.
Óeirðir u ítalíu
Sikiley, 3. des. AP—NTB
MIKLAR verkíallsóeirðir hafa
brotizt úr á ítalíu. Hafa þær
mestar orðið á Sikiley, þar aem
tveir verkamenn féllu fyrir skot-
um lögreglunnar á mánudaga-
kvöld. Varð lögreglan að beita
táragasi í dag á Syracusa á Srk-
iley og í Genúa, þar sem stúdent-
ar og verkamenn efndu til hóp-
göngu til að mótmæla morðunum
á Sikiley. Víða annarastaðar á
ítalíu kom til óeirða, og í mörg-
um borgum voru boðaðar vinnu-
stöðvanir til að mótmæla aðgerð
um lögreglunnar á Sikiley.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32