Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DES. 1968 23 — Erlent yíirlit Framhald af bls. 17 sovézk íhlutun í Rúmeníu, Júgó- slavíu eð-a Austurríki yrði tal- in jafngilda ógnun við öryggi vesturveldanna og Atlantshafs- bandalagsins, og var þannig hinni svokölluðu Brezhnev- kenningu þess efnis, að Rúss- ar hafi rétt til íhlutunar í inn- anríkismálum annarra sósíalista- landa, svarað með nýrri Rusk- kenningu. Hins vegar er margt á huldu um yfiiiýsingu Rusks, því að hann talaði á lokuðum fundi. Yfirlýsingin hefur ekki verið birt opinberlega, og opin- berir talsmenn í Washington hafa neitað að ræða um hana. í lokayfirlýsingu NATO-fundar- ins var ekkert land nefnt með nafni og aðeins sagt, að hvers konar rússnesk íhlutun, sem hefði bein eða óbein áhrif á á- standið í Evrópu eða á Miðjarð- arhafi, inundi hafa í för með sér alvarlegt hættuástand í heim inum. HAGSMUNASVÆÐI Almennt er talið, að þegjandi samkomulag sé með Bandaríkja- mönnum og Rússum um hags- munasvæði í Evrópu, þótt því hafi verið harðlega neitað. I>ess vegna hefur því verið haldið fram, að yfirlýsing Rusks á ráð- herrafundinum í Brússel og jafn- vel lokayfirlýsing fundarins féli 1 sér greinilega útfærslu á ör- yggishagsmunum NATO í Ev- rópu. Þess vegna er sú spurn- ing orðin aðkallandi, hve langt Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að ganga í Mið- og Austur-Ev- rópiu. Austurríki er hlutlaust land isaimtovæimt stór- veldasamningnum frá 1955, og vesturveldin hafa ótvíræðar skuldbindingar þar. Aftur á móti eru Júgóslavar óháðir valda- Iblökkum, en Rúmenar eru í Varsjárbandalaginu, í nábýli við Rússa og ótvírætt á þeirra á- hrifasvæði. Rúmenar eru því í mestri hættu. Samkvæmt ummælum Rusks á Brússel-fundinum líta Banda- ríkj amenn svo á, að Júgóslavía og Austurríki séu á svokölluðu „gráu svæði“, þar sem Banda- ríkjamenn hafi hagsmuna að gæta þótt hér sé ekki um beint áhrifasvæði að ræða. Nú hefur Tito forseti hins vegar afþakk- að aðstoð frá Bandaríkjunum og vísað kenningu Rusks á bug á þeirri forsendu að Júgóslavar viðurkenni engin áhrifasvæði. Ef til vill telur hann að hættan á sovézkri árás hafi dvínað en hann neitaði því að hann hefði fengið tryggingu frá Rússum fyr ir því, að þeir mundu ekki ráð- ast á landið. Hvað sem því líð- ur hefur það alltaf verið stefna Titos að vega salt milli stór- veldanna til að tryggja sér sem mest svigrúm og honum hefur augsýnilega þótt ástæða ti'l að taka fram að hann vilji ekki verða háður Bandaríkjamönn- um um of. Daginn áður hafði hann gagnrýnt Rússa fyrir inn- rásina í Tékkóslóvakíu og hald- ið fram sjálfstæði Júgóslavíu. Gjaldeyrismálin auka á misklíd GJALDEYRISKREPPAN hefur aukið áhrif Vestur-í>j óðverja í Evrópu á kostnað Frakka. Venjulega hafa Vestur-Þjóðverj ar orðið að láta undan kröfum bandamanna sinna, en að þessu sinni tókst þeim að standa gegn sameiginlegum þrýstingi Banda- ríkjamanna, Breta og Frakka. Orsakanna er að sjálfsögðu að leita í innanríkismálum: útflutn- ingur vissra iðngreina hefði orð- ið fyrir áfalli, ef gengið hefði verið að kröfunum, og landbún- aðurinn hefði komizt í hættu. En einnig hefur vestur-þýzkum ráða mönnum þótt nóg komið af til- slökunum af þeirra hendi og tími til kominn að aðrar þjóð- ir tækju afleiðingunum af eig- in erfiðleikum. Aukin áhrif Vestur-Þjóðverja eru þó ef til vill meiri í orði en á borði. Fjárhagsaðstaða þeirra er sterk, en skráning þýzka marksins er ef til vill fyrst og fremst röng vegna þess, að hún er frá þeim tíma, þegar efna- hagur landsins var í rúst eftir styrjöldina. Risastökk þeirra í efnahagsmálum var rétt í þann mund að hefjast og efnahagur annarra landa, sem þeir hafa síð an farið fram úr, stóð þá traust- ari fótum. Nú eru Vestur-Þjóð- verjar stórveldi í efnahagsmál- um, tækni og hermálum. En póli- tísk áhrif þeirra hafa ekki auk- izt jafnmikið hinum efnahags- legu áhrifum, þótt styrkur þeirra hafi aukizt í réttu hlut- falli við aukna erfiðleika Frakka og Breta. HÁÐIR BANDAMÖNNUM Aðstaða Vestur-Þjóðverja ger ir hins vegar að verkum, að þeir eru jafnháðir bandamönnum sín um í utanríkismálum sem fyrr. Þeir standa jafnveikum fótum í utanríkismálum og þeir standa sterkum fótum í efnahagsmálum. Þar við bætist einnig það mót- vægi, sem Sovétríkin og fylgi- ríki þeirra í Austur-Evrópu mynda. Þessi aðstaða Vestur- Þjóðverja kemur greinilega í ljós, ef þeir undirrita samning- inn um bann við frekari út- breiðslu kjarnorkuvopna eins og allt bendir til að þeir geri. Sá samningur beindist upphaflega fyrst og fremst gegn því, að Vest ur-Þjóðverjar fengju umráð yf- ir kjarnorkuvopnum. Það hefur hvorki farið fram hjá Bretum né Frökkum, að á- hrif Vestur-Þjóðverja hafa auk- izt og að þeir hafa sýnt að þeir eru reiðubúnir að beita áhrifa- mætti sínum. En engin ástæða er til að ætla annað en að vest- ur-þýzkir leiðtogar geri sér grein fyrir því hve háðir þeir eru samvinnu við bandamenn sína og aðra. Raunar bendir margt til þess að þegar kritur sá, sem nú er kominn upp, hverf ur úr sögunni muni Vestur-Þjóð verjar beita sér fyrir því, að tek ið verði upp umfangsmeira sam- starf en nú á sér stáð, bæði í gjaldeyrismálunum, innan Efna- hagsbandálagsins og NATO og í afstöðunni til Austur-Evrópu. AUKIN SUNDRUNG Slík samvinna hefur hins veg- ar strandað á andúð Breta og Frakka og nú eru þeir fullir tor- tryggni í garð Vestur-Þjóðverja svo að þessar ráðagerðir eru varla tímabærar lengur. Deilan um gjaldeyrismálin hefur haft splundrandi áhrif um sama leyti og samstaða hefur náðst um að blása nýju lífi í NATO. Þessi deila heldur áreiðanlega áfram á næstu mánuðum svo að horf- ur eru á aukinni misklíð, sem kemur niður á samvinnu vest- rænna ríkja. Svo getur farið, að ekkert verði úr ráðagerðum um að aðildarlönd NATO auki fram 'lög til varnarmála. Möguleikar Breta'á inngöngu í Efnahagsbandalagið hafa sjald an verið minni, og margt bendir til þess að þeir muni halla sér meir að Bandaríkjamönnum og fjarlægjast þar með Evrópu. De Gaulle mun seint gleyma yfirlýs ingu Strauss, fjármálaráðherra Vestur-Þjóðverja, um gengisfell ingu frankans og getur reynt að koma fram hefndum, en þá yrði hann að tryggja sér sam- vinnu Bandaríkjamanna. Sam- búð Frakka og Bandaríkja- manna kann því að batna, og það er raunar eitt af baráttu- málum Richard Nixons. Öryggisbelti — staurabelti fyrir raflínur og síma til afgreiðslu nú þegar. STEFÁN PÁLSSON, söðlasmiður Faxatúni 9, Garðahreppi, sími 51559. Hefi kaupendur að 150—200 ferm. rúmlesta stálfiskiskipi. SVERRIR HERMANNSSON, Skólavörðustíg 30, sími 20625, kvöldsímar 32842, 24515. Y8PILAKVÖLD Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður í kvöld, fimmtud. 5. des. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Góð kvöldverðlaun. — Kaffiveitingar. NEFNDIN. ÞETTA GERDIST ÚTGERÐIN Heildarsíldiaraflinn um mónaðamót- in ágúst-sept. 41.204 þús lestir (5). Síld/arsölur ísl. báta í V-í>ýzka- landi fyrir 23.3 millj. kr. (8). Fyrsta söltunarsíldin kemur til Seyðisifjarðar (10). Tagarinn Víkingur keim/ur með góða, ísvarða síld (11). Heildiarsíldaraflinn 45.6 þús. lestir um miðjan mánuðinn (10). Togarar BÚR munu landa afla sín- um til vinnslu heima (20). HeiLdarsíld'ara'flinn 54.2 þús. lestir 23. sept. (26). Saltað af full-um kraifti á Raufar- höfn og Seyðisfirði (26). Heildarsöltun rúmlega 7'1 þús. tunnur (27). Togarar F.Í.B. hafa mest landað heirna í sumar (27). VEÐUR OG FÆRÐ. Yfir 18 stiga hiti dag eftir dag (12). FRAMKVÆMDIR. Laxastigi gerður í Laugardalsá (3). Fuilkomin blindlendingiartæki sett upp í Reykjavíik (5). Ferðaifélagsskáli vígður á Sprengi- sandaleið (5). Eldey KE 37, nýtt 370 snwálesta stál- sflrip frá Stálvík, afhent eigendum (10). Álverksmiðjan fullbyggð á þremur árum í stað sex. Viðræður í Sviss (12). Hafin bygging á dvalarheimiLi aldr- aðra í Borgarnesi (12). Sjálfsbjörg á Akureyrir stofnar plastverksmiðju (14). í ráði að smíða SkutJtogara hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi (14). Ákveðið að Aðalverktakar annist gerð Vesturlandsvegar (17). Hús reist og gert fokholt á þremur dögum (21). Skurðlæknisdeild Borgarspítalans tekin til starfa (21). Ákveðið að Brúfellsvirkjun verði nú samifelLd (22). Ný endurvarpsstöð sjónvarpsins á Skálafelli risin (25). Bafnargarður stækkaður og stífla gerð fyrir vatnsveitu á Akranesi (25). MENN OG MÁLEFNI Jón Sigvaldason, sendiherra Kana- da hér á landi, kveður (5). Stóll eftir Gunnar Magnússon hlýt- ur viðurkenningu Ieeland Review (5). Sadruddin Aga Kahn, forstjóri Flóttamannalhjálpar SÞ, 1 heimisókn (7). Björgvin Bjarnason, sýslumaður, skipaður bæjarfógeti á ísafirði (7). Lárus Sigurbjörnsson kjörinn heið- ursfélagi Leikfélags Reykj'avíkur (8). Þór Magnússon settur þjóðminja- vörður (11). í>rír nýir sveitarstjórar: Húnbogi Þorsteinsson í Borgarnesi, Sigurður PáLsson í Stykkishólmi og Þorkeli Gíslason í Bolungarvík (18). Fyrsti ríkisráðsfundur í embættis- tíð herra Kristjáns Eldjárns haldinn (24). Fjölnir Stefánsson ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs (28). Jón Þórarinsson ráðinn diagskrár- stjóri Sjónvarpsins (28). Fjórir rithötfundar, Guðmundur Daníelsson, Guðbergur Bergsson, Svava Jakobsdóttir og Jóhannes úr Kötlum, hljóitia viðurkenningarstyrk úr Rithöfundasjóði íslands (29). FÉLAGSMÁL. Guðfinma Ragnarsdóttir kjörin for- maður Sambands isl. stúdenta er- lendis (1). Þing Stéttarsambands bænda hald- ið á Skógum (1,3,4). Fulltrúar stjórnmálaflokikanna hefja viðræður um honfur í efnahagsmál- um og nauðsynleg úrræði (3,4). Alþýðubandalagið á Vestfjörðum klofið (10). Kaupstefna, „íélenzkur iðnaður 1968“, haldin í Reykjavík (11). Mikið um uppsagnir á vinnumark- aðinum (12). Arinbjörn Kolbeirusson endurkjör- inn formaður Félags ísl. bifreiðaeig- enda (13). Einar Hannesson endurkjörinn for- maður ÍIJT (13). 18,3 millj. kr. greiddar í atvinnu- leysisbætur það sem af er árinu (14). Arngrímur Jónsson, skólastjóri, kos- inn formaður Kjördæmiaráðs Sjállf- stæðisfloíkksins á Vestfjörðum (18). Gísli Ólafsson kosinn forseti Bridge- sambands Íslands (18). Birgir Stefánsson, Reyðarfirði, end- urkjörinn form<aður Bandalags ísl. leikfélaga (19). 5230 börn í umferðarskólanum „Ungir vegfarendur*' (20). GrikkLandshreyfing stofnuð. For- maður Sigurður A. Magnússon (21). Sr. Sigmar Torfason kosinn for- maður Prestaifélags Austurtauads (21). Aðalifundur Skógræktarfélags ís- Lands haldinn að Hallormsstað (22). Stofnun Sambands íslenzkra verk- taka ákveðin (22). Jón Sigurðsson en-durkjörinn for- maður Sjómannasambands íslands (24). Steingrímur Blöndal kosinn for- maður SUS á Norðurlandi (27). Aukaþing SUS haldið 1 Reykjavík (28). Ráðstefna atvinnurekend'a og laun- þega í sömu iðngreinum haldin (28). BÓKMENNTIR OG LISTIR. „Klagen i Jorden", úrval ljóða etftir Matthías Johannessen í danskri þýð- ingu (5,17). Sinfóníuhljómsveitin leikur í Vest- mannaeyjum (7). Myndlistarskólinn heldur útisýn- ingu á SkóLavörðuholti (10). Ljóð sex íslenzkra skálda þýdd á serbókróatísku (12). Snjólaug Sigurðsson, vesttur-íslenzk listakona, í heimsókn (18). Yfirlitssýning á verkum Jóns Stef- ánssonar (13, 21). Ingi Hrafn Hauksson selur lista- I SEPTEMBER verk tfl Svíþjóðar fyrir 60 þús. kr. (10). Sverre Bruland stjórnar fyrstu fimm tónleikum Sin'fóniuhljómsveitar innar (21). Leikfélag Reykjaví'kur sýnir „Miann og konu", eftir Jón Thoroddsen (21). Ob er n k ir che n -b a rnakó r inn sy n gur í Þjóðleikhúsinu (22). Þjóðleikhúsið 9v>nir „Fyrirheitið", eftir Alexander Arbuzov (25). Magnús Á. Árnason opnar málverka sýningu (28). SLYSFARIR OG SKAÐAR. Togarinn Surprise GK 4 sitrandar á Landeyjarsandi (6). Frystur fiskur skemmiist í lest 1 Brúarfoss (8). Vélbáturinn Faxaborg fná Hafnar- firði brennur og sekkur (13). Ung stúlka, Valgerður Ingvadóttir, bíður bana í bílslysi í Englandi (14). Ú'tihús á Hvanneyri brenna (17). Hurð fýkur af herflugvél í flugtaki á Keflavíkurflugvelli (19). Víðir Sveins9on, skipstjóri, bíður bana af slysförum um borð í skipi sínu (21). ÍÞRÓTTIR. KR hlýtur titilinn „Bezta frjáls- íþróttafélagið í Reykjaví'k" (1). Keflavík öðlast rétt til þess að keppa í 1. deild næsta ár (3). Þorbjörn Kjærbo vinnnur FÍ-bikar GR í golfi (3). Gunnar Sólnes Akureyrarmeistari í golfi (4). Einar Guðnason vann FÍ-skjöld Nessklúbbs (12). Valur gerði jafntefli við Benfica frá Lissabon i fyrri leik félaganna í Evrópukeppni meistaraliða, 0-0 (19). KR tapaði fyrir gríska liðinu Olym- piakos í Evrópukeppni bflcarliða með 0:2 (21) og 0:2 (24). Sænska handknattleiksliðið SAAB keppir hér (24). Átta íslendingar taka þátt í Ólym- píuleikunum í Mexíco 28). AFMÆLI. Bandalag íslenzkra listamanna 40 ára (6). Félag íslenzkra skókaupmanma 30 ára (14). Rafveita Húsavíkur 50 ára (21). ÝMISLEGT. 50 þús. kr. gjöf til sjóðsstofnunar til styrktar heyrnardaufum börnum (3). Laxveiði góð í sumar (3). Heyskaparhorfur á Suðurlandi slæmar (3). 20 prs. innflutningsgjald sett á allair innfluttar vörur með bráðabirgðalög- um (4). Gamla Skátaheimilið við Snorra- braut riifið (4). Slæmar heyskaparhorfur á Snæ- fellsnesi sunnanverðu (4). Skri'fstofa Neytendasamtakanna inn sigluð (5). Tekjuskatti 42ja breytt — Sements- verksmiðjumálið til saksóknara (5). Sláturfélag Suðurlands kaupir frysti hús á Selfossi (6). íslenzk uppfinning vekur athygli á plastvörusýningu í Ósló. (6). SH 9amþykktir tilboð ríkisstjórnar- innar um 75% verðtryggingu (7). Tíu ný gróðurkort gefin út (19). Bréfasafn Brynjóltfs Péturssonar finnst í Kaupmannahöfn (11). Álagning lækkar í smásölu og heild- sölu (11). Gamla húsið á Lágafelli flutt um set (13). Nokkrir félagar Æskulýðstfylking- arinnar standa „vörð" við Morgun- blaðið (14). Brezka flugfélagið BEA hyggst hefj'a ferðir til íslands (14). V.b. Buginn fær síðu tréskips i trollið (17). Bræðurnir Sverrir og Ragnar Magn- ússynir kaupa gömlu SÍS-verksmiðj- una í Harrisburg (17).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.