Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DES. 1968
BUAi£iCAM
Simi 22-0-22
Raubarárstíg 31
%<&SÍM11-44-44
mnuiBiR
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 3116«.
MAGNUSAR
UCIPHOITl2l SÍMAR2U90
eftirlekunilm) 40381
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaoastræti 11—13.
Hagstætt leigurjaid,
Sími 14970
Eftir lokun 14970 effa 81718.
Sigurður Jónsson.
BILALEIGAN
- VAKUR -
SundlauRavegt 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 or. 36217.
350,- kr. daggjald.
3,50 kr. hver kílómetri.
BILALEIGAN
AKBRAUT
SENDUM
SÍMI 8-23-47
Flugið er allt með eðlilegum
hætti, þar til vélin er yfir
Arizona. Þá hverfur hún af
ratsjárskermi fyrir augunum
á skelfíngu lostnum umsjónar-
manni.
Afgr. er í Kjörgarði tfmi 14510
GRAGAS
KEFLAVfK
£  Mæðralaun, meðlög og
fjölskyldubætur
„Einstæð móðir" skrifar:
Kæri Velvakandi.
Mig langar til að koma á fram
færi nokkrum atriðum, sem virð-
ast svo mjög hafa farið fram-
hjá þeim, sem ráðstafa fé til al-
mannatrygginga og tel ég pistla
þína vera þann vettvang sem
helzt gæti náð til þeirra.
Mér er sagt I Tryggingastofnun
inni hér f Reykjavík, að mæðra-
laun með 1 barni sé 265 kr. —
tvö hundruð sextíu og fimm krón
ur — en ekki 628 kr. eins og
stóð í bréfinu frá Sauðárkróki
og tel ég víst að þar hafi verið
prentvilla. Mæðralaun eru sem
sagt 265 kr. með 1 barni, 1.455
kr. með 2 börnum og 2.915 kr.
með 3 börnum og fleirum. Hvern
ig stendur á þessum mikla mun?
Mæðralaun fá konur aðeins þar
til börnin verða 16 ára, svo er
einnig um meðlag og fjölskyldu
bætur. Því er það, að þegar 3.
barnið einstæðrar móður verður
16 ára, lækka mæðralaunin um
1.460 kr., meðlagið 1.344 og fjöl-
skyldubæturnar, 330 kr., falla nið-
ur alveg, þ.e. samtals 3.134 kr.
minna á mánuði
Þegar 2. barn móður verður 16
ára lækka mæðralaunin um 1.191
kr., meðlag og fjölskyldubætur
falla niður, þ.e. samtals 2.864 kr.
minita á mánuði.
Þegar eina eða yngsta barn
einstæðrar móður verður 16 ára
fellur allt niður sem hún hefur
fengið eða 1,939 kr. minna á mán.
Nú veit ég vel að allar þess-
ar bætur eru miðaðar við það,
að 16 ára börn eru farin að vinna
mikið fyrir sér. En hefur nokk-
ur athugað það að barn einst.
móður, sem á 3 börn þarf að
fá 37.608 kr. í árskaup þegar
það verður 16 ára, til þess eins
að móðirin geti haldið í horfinu,
að barn móður sem á 2 börn
þarf að vinna sér inn 34.368 kr.
á ári, þegar það verður 16 ára
og að eina barn móður eða yngsta
verður að vinna sér inn 23.268
kr. á ári. Dettur nokkrum manni
í hug að 16 ára unglingur geti
unnið sér inn þessar upphæðir
með sumarvinnu einni saman,
eins og nú horfir í atvinnumál-
um landsins?
Þá er ekki annað ráð en að
taka þessi börn úr skóla, hversu
góðir nemendur sem þau annars
eru. Það er greinilegt að, ef ó-
breytt ástand helzt verða skólarn
ir aðeins fyrir ríkramanna börn,
þó ekki fyrrihjónabarnsbörn né
utanhjónabarnsbörn þeirra, en
ekki einkunnir látnar ráða. (Er
þetta kannski ráð til að losna
við landspróf og þrengslin I skól
um?)
Nú er reiknað með 15—20 prs.
kjararýrnun hjá almenningi og
bitnar það á einstæðum mæðrum
eins og öðrum, en ráðherrarnir
segja að verið sé að reikna
út hækkanir, sem eiga að koma
á móti þessari kjararýrnun hjá
bótaþegum almannatrygginga. Ég
vil minna þá á það þessa sem
eru að reikna, að árið 1959 hækk
aði meðlagið úr 425 kr. í 600
eða  um  175  kr.  en  þessar  425
Minkuherðusjal (STOLA)
Til sölu af sérstökum ástæðum ónotað minkaherðasjal,
samansett af 10 minkum. Einstakt tækifæri.
Upplýsingar í síma 35634.
ASBEST - ASBEST
Utan- og innanhusasbestplötur fyrirliggjandi.
HÚSPRÝÐI H/F.,
Laugavegi 176. Sími 20440-41.
GOLFMENN
Nokkur golfsett ennþá fyrirliggjamdi  á gamla verðSnu.
HLJÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR,
Laugavegi 96.
NÝJAR LP. HLJÓMPLÖTUB
The Beatles — Rollimg Stones
Tom Jones — Engelbert Humperdinck
Hljómar — Savanna tríó
Gáttaþefur (Ómar) — Dýrin í Hálsaskógi
Haukur Morthens.
HLJÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR,
Laugavegi 96.
kr. höfðu bara staðið I stað í
fjölda ára og hefði ekki veitt af
að hækka þær upp í 600 kr. mið-
að við annað verðlag án nokk-
urrar gengisfellingar. Má því með
fullum sanni segja, að sú gengis-
f elling er einstæðum mæðrum með
öllu óbætt.
Árið 1959 var eiraiig byrjað
að greiða fjölskyldubætur með öll
um börnum nema börnum bóta
þega alm. trygginga, sem sagt
einstæðum mæðrum, hjónum á elli
launum með bamabarn á fram-
færi og hjónum sem fengu ör-
orkubætur. Þetta var eins og
hvert annað gat i lögunum og
er ég nú ekki illgjarnari en það,
að ég álít orsökina vera hroð-
virkni. Þegar þessu er svo loks
kippt í lag, er það ekki fyrr
en 2—3 árum síðar og ekki látið
gilda aftur fyrir sig.
Ég las fyrir nokkru uppástungu
i Tímanum að athugað yrði að
hætta að borga fjölskyldubætur
með einu barni og hækka þær
að sama skapi til hinna. Vildi
ég biðja reiknimeistarana að
gleyma ekki að undirskilja bóta
þega alm. tr. svo þeir rýri ekki
kjör þeirra sem þeir ætla að bæta.
Meðlagið virðist vera miðað við
. það hvað maðurinn getur séð af
miklum hluta launa sinna án þess
að það skerði hans lífskjör að
mun, en ekki framfærslukostnað-
inn sjálfan, að ég tali nú ekki
um að tekið sé til greina öll
umhugsun móðurinnar um börnin
og hversu bundnari hún er en
maðurínn. Væri ekki óeðlilegt að
maðurinn greiddi allan beinan
kostnað til að vega upp á móti
því, ef móðurhlutverkið væri met-
ið að verðleikum, en þess verður
víst ekki að vænta á þessari öld.
Það þarf að gera mikla breyt
ingu á þessum málum öllum og
það strax en ekki eftir að vera
búin að horfa upp á óréttlætið
í mörg ár. Annað hvort verður
hið opinbera að skipuleggja á-
kveðin verk sem skólaunglingar
geta gengið að í sumarfríum sín-
um (og byrja á undirbúningi í
vetur) eða að barnapeningarnir
verði greiddir svo lengi sem barn
ið er í skóla. T.d. mætti miða
við 18 ára aldur eins og gert
er í Danmörku og lengja þá skóla
timann, því ekki gengur að hafa
unglingana aðgerðarlausa í 3—4
mánuði ársins, það er beinlínis
skaðlegt.
Hvernig væri að borga barna-
peninga til 17 ára aldurs til að
byrja með og athuga svo aftur
að ári liðnu, hvort rétt væri að
miða tímann við 18 ár eða 16,
eftir því hvernig atvinnuhorfur
unglinga verða þá?
Það er erfitt fyrir unglinga á
þessum aldri að hætta námi þó
ekki sé nema í 1—2 ár.
Og ég spyr: Er hægt að at-
huga hve mörg 16 ára börn eru
á framfæri einstæðra mæðra, hve
háa upphæð þæi fá sem mæðralag
og fjölskyldubætur og hvort rík-
ið gæti sparað einhver miður
nauðsynleg útgjöld t.d. forstjóra-
bíla í Reykjavík o.fl. og fá þann-
ig peninga til þess að þessi börn
geti haldið áfram skólagöngu?
Hvert ár er dýrmætt þegar um
börn er að ræða.
Það sem fyrir mér vakir er
einungis það, að börn einstæðra
mæðra hafi sömu réttindi til lífs-
ins og börn hjóna. Erfðaréttur
barna er fyrir löngu orðinn hinn
sami og það sama á að gilda
um réttindi til menntunar. Það
er ansk... hart að þegar þjóð-
in á loksins að fara að spara
þá er það ekki hægt öðrifvísi en
að láta börn einstakra mæðra
hætta skólagöngu.
En það er ýmislegt, sem mætti
gera til að létta fjárhagsbyrðar
einst. mæðra og annarra bótaþega
alm.tr. Kjör þessa fólks geta ver
ið mjög mismunandi og er það
húsaleigan, sem veldur því í flest
um tilfellum. Það er t.d. tvennt
ólíkt fyrir einstæða móður að búa
1 eigin húsnæði með börn sín, eða
borga allt að 50 prs. af launum
sínum í húsaleigu. Væri hugsan-
legt að ákveða einhverja upp-
hæð sem húsaleigustyrk til þeirra
bótaþega alm.tr. sem þurfa að
leigja?
Hvaða réttlæti er það, að láta
einstæðar mæður borga skatt af
öllum sínum launum, þegar giftar
konur greiða skatt af aðeins helm
ing sinna launa?
0  Skólabúningar
Skólabúningar eru eítt af þvf
sem gæti létt útgjöld margra heim
ila ekki síður en fermingarkirtl-
arnir. Þeir sem eru á móti skóla
búningum setja þá oftast í sam-
band við einkennisklæðnað her-
manna. Hverjum dettur í hug
sú samlíking, þegar karlakóram
ir koma fram í kjól og hvítt
eða Polyfónkórinn í rauðum kirU.
um, læknar og ýmislegt starfs-
fólk sem vinnur í hvítum slopp-
um o.fl.o.fl.? Skólabúningar geta
verið alveg eins frábrugðnir ein-
kenningsbúningum hermanna eins
og þessi klæðnaður sem ég nefni.
Skólabúningur gæti til dæmis ver
ið vatnsheld yfirhöfn ef til vill
með gærufóðri, peysa úr ís-
lenzkri ull, jakkar úr terelyn
ullarbl. en álitamál er hvort bux
ur og pils ættu að fylgja, þar
sem tískan breytir svo ört skálma
vídd og pilssídd. Litirnir gætu
svo verið mismunandi eftir skól-
um. Helzt þyrfti að framleiða
þetta fyrir allt landið og tryggja
þar með ísl. iðnaði jafna og ör-
ugga sölu og spara gjaldeyri til
fatakaupa. Mæli ég eindregið með
Jóni Þórarinssyni klæðskera, sem
rekur Model Magasín, eftir hans
framleiðslu að dæma væri hann
manna vísastur til að sníða klæði
lega skólabúninga, sem börnin
væru sjálf ánægð með.
Skólabúningar myndu líka ef-
laust hamla gegn fáránlegri tízku
sem er ekkert nema sölumennska
sem elur á hégómaskap, svo að
engin skynsemi kemst að.
Kæmist þetta á, mætti fara þá
leið að láta fólk fá einhvern af-
slátt því fleiri búninga, sem það
þarf að fá, þannig að barnmarg-
ar fjölskyldur fá ódýrari fatnað
og er það ekki einmitt meining-
in að létta meira undir með
þeim.
Kannski hljómar þetta eins og
betl, en mér finnst bara svo mik
ið skorta á, að það sem gert er
til að létta undir með hinum
lægstlaunuðustu komi að notum,
beinlínis vegna þess að það eru
ekki höfð nein samráð við þá.
„Sá veit bezt hvar skóinn krepp-
ir sem í honum er."
Með fyrirfram þökk fyrir birt
inguna.
Einstæð móðir".
#   Hættir Vetrarhjálpin
„Einstæðings-gamalmenni" skrif
ar:
„Kæri Velvakandi,
Mig langar til þess að fá upp-
lýsingar hjá þér'um það, hvort
rétt sé, sem ég hefi heyrt, aS
Vetrarhjálpin muni ekki starfa
í vetur. Ef svo er, hvað veldur?
Ég hefi notið svo góðs af þvf
fyrirtæki um áraraðir, að ég get
ekki hugsað mér, að það hætti
störfum frekar hér en annars
staðar, svo sem f Hafnarfirði eða
á Akureyri".
Bréfið er lengra, og er Vetrar-
hjálpinni þökkuð góð aðstoð á
umliðnum árum. Velvakandi er
nú ekki kunnugt um það, hvort
Vetrarhjálp hefur tíðkazt annars
staðar er í Reykjavík, en ákveð-
iS hefur veriS (af ástæðum sem
skýrt var frá f Morgunblaðinu
3. des.), að f vetur sjái Mæðra-
styrksnefnd um starfsemi Vetr-
arhjálparinnar. — Ætti það aS
koma út á eitt fyrir þiggjendur
en hins vegar sparast rekstrar-
kostnaður.
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32