Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DES. 1968
„Gróandi þjóðlíf"
3. sagnfræðirit Þorsteins Thorarensen
með œvisögu Benedikts sýslumanns
Sveinssonar sem aðalefni
IJt er komið hið þriðja sagn-
fræðirit Þorsteins Thorarensen
um aldamótatímabilið og ber
heitið Gróandi þjóðlíf og með
sem nokkurskonar undirfyrir-
sögn: Sagan sem aldrei var sögð
Þetta ritverk Þorsteins er rúm-
lega 500 síður.
1 samtali Mbl., við Þorstein
Thorarensen í gær þar sem hann
ræddi stuttlega um þessa síðustu
bók sína sagði hann, að ekki
mætti skilja það svo að þessi
væri framhald af hans fyrri sagn
fræðirituin. Hún á það aðeins
eitt sameiginlegit með hinum
tveim, að fjalla um Aldamóta-
támabilfð, og söguvettvangurinn
er ýmist hér syðra eða, — og
eiinkum norður í Þingeyjairsýslu.
Gróandi þjóðlíf heíst á því að
lýsa Aldamótahátíð Þingeyirnga á
Ljósavatni. Þingeyingar voru um
margt mjög sjálfstæðir menn sem
vissu hvað þeir vildu og skáxu
sig nokkuð úr og einmitt var
þessi Aldamótahátíð til undir-
strifcunar á þessari þjóðernis-
stefnu. Til þess svo að sýna hina
algjöru andstæðu er brugoið upp
myndum vestan frá Snæfellsnesi,
sem hafði líka um margt sér-
stöðu. Um það leyti sem Þing-
eyin/gar halda síraa Aldamótahá-
tíð voru hvað eftir annað gerð-
ir út sérstakir leiðangrar vestur
þangað til að kanna hvað gera
mætti fyrir fólkið þar, en vesal-
dómur þess var þá slíkur að
ógnvekjandi var.
Það má svo segja, sagði Þor-
steinn, að síðan reyni ég að fá
á því skýríngu hvers vegna Þing
eyingar hafi risið svona hátt
upp úr f jöldanum otg hennar er
svo, að mínum dómi, að leita í
sterkri þjóðernistilfinningu, sem
almennt ríkti þar nyrðra, og að
því er vikið víðvegar í bók-
inni. Annar kafli bókarinnar
ber heitið Brautryðjandinn og
erki-kapitailisti. í þessum kafla
kemur mjög við sögu Tryggvi
Gunnarsson bóndi og síðar banka
stjóri.
Þorsteinn Thorarensen
Þegar komið er að þriðja kafla
ritsins er komið að kaflanum:
„Embættismaður og andstæ'ðing-
ur Jóns forseta." — Þegar hér er
fcomið, sagði Þorsteinn, hefst
meginefni ritsins, en það er frá-
sögn af Benedikt Sveinissyni,
sýslumanni Þingeyinga. Ég leit-
ast við að gera skil hlutverki
hans í þjóðernisvakninigunni
hér á landi um aldamótin. Þó
!þessi maður sé talinn forustu-
maðuir þessarar þjóðernishreyf-
ingar, kom strax í ljós: Saga
hans hefur aldrei verið sögð,
sannast að segja
Ætlaði ég mér aldrei að skrifa
svona ýtarlega sögu þessa stór-
merka manns, sem nú hefur orð-
fð, en það var bara ekki hjá því
komizt. Ég tel ótal atriði úr ævi
Benedikts Sveirassonar sem mönn
um eru að mestu ókunni. Sem
dæmi má nef na, að í kringum svo
nefnda Kláðadeilu 1860—75, —
munaði minnstu að Benedikt
tæfcist að koma á fót þjóðmála-
flokki, sem hreinlega yfingnæfði
flokfc Jóns Sigurðssonar forseta.
Nefna má Elliðaármálin, héðan
úr Reykjavík, sem var veiðideila
hans við Thomsen kaupm., sem
átti veiðina í ánum. En svo var
harður aðganguriran í máli þessu,
a'ð Benedikt óð í reiði sirarai út í
ána og bannaði garðahleðslu þar.
Rakið er brottvikningairmálið, en
Benedikt var rekinn úr dómara-
embætti. Einnig er sagt frá til-
raunum hans til að ná úr hönd
um Jóns Sigurðssonar forseta,
Þjóðvinafélaginu. Einnig eru
leidd rök að því með hverjum
hætti Benedikt Sveinisson geti
talist höfundur Stjórna<rskrár-
innar 1874 í fimmta kafla bók-
arinnar er sagt frá því er Bene-
dikt varð sýslumaður Þingey-
inga og greint frá forustuhlut-
verki hans í héraðsmálum Þing-
eyiraga, fyrstu embættisárin, en
það tók allt skamman endi og
hann eignaðist brátt óvini og
óvildarmenn og sætti ofsóknum.
Hér má skjóta því inn að lyst
er æskuheimili þjó'ðskáldsinis
sonar hans, Einars, og sagt all-
ýarlega frá Hafnarárum Einans
Benediktssonar og því sem á
daga hans dreif þar. Nú en víkj-
um aftuir að Benedikt sýslu-
manni en í tveim síðustu köflun-
um er t.d. sagt frá því er fram
fór kaupfélagsstofnun Þingey-
inga. Þeir srtofnuðu lífca þjóð-
mlálafélagið, Þjóðliðið, sem hafði
á sér herfylkingarsnið, þar var
og Huildufélagið, sem var Jeyni-
félagsskapur er hafði tögl og
hagldir í öilum málmu hér&ðsiras.
Mii'Kíippipi^iiiii  , "ýááaSi . :        ¦»¦/:,*:¦.
¦
Þetta er ein hinna mjög fáætu mynda í bók Þorsteins, með
svouljóðanndi texta: Alþingi hélt fundi sína á sal gamla latínu-
skólans. Þar voru haldin hin merkustu þing, sem greint er frá
í þessari bók, til dæmis þingin 1865, '67 og '69. Og þar var líka
haldið varatillöguþingið 1873. Þessi mynd af latinuskólanum er
talin vera tekin 1865 og þá ein af elztu ljósmyndum hér á landi.
Lýst er þeirri miklu þjóð-
vakningu Þingeyiniga, sem m.a
lýsti séir í baráttuinni við hið
danska kaupmannavald á Húsa-
vík og fleira og fleira. Hér hef
ég a'ðeins stiklað mjög á stóxu,
sagði Þonsteinn.
En titillinn á ritverkinu, Gró-
andi þjóðlíf, hvert er hann
sóttur?
Hann er sóttur í þjóðsöng-
inn, IjóiðHnu, sem vaknaði með
mér, er ég vann að ritinu. Hreifst
ég af því gróðurmagni sem kom
fram í Þingeyjarsýslu á þessu
tímabiii — gróðurmagni sem
kom fram í þessu kaldasta og
hrjóstrugasta héraði landsins,
þeim íslenzka skógi með ilm-
an og sterkum grænum lit, sem
óx þar upp úr mesta harðinda-
kaflanuni í sögu þjóðarinnar,
sagði Þorsteinn.
í ritinu, sem er án efa mesta
bók á þessu ári, sem íslenzkur
höfundur   skrifar,   er   fjöldi
merkra mynda, sem Þorsteinn
hefur „grafið upp." Sjálfur sagði
hann við lok þessa isamtails ofek-
ar, að hann hefði verið eiltt ár
að skrifa verkið. Hefði hann
haft sérstaka ánægju af að vinna
að ritverkinu — Þú mátt endi-
lega ekki halda það, sem Sumn-
lendingur, að ég hafi ekki eitt-
hvað gott um Þingeyinga að
segja, — ég tel þá merkilegan
íslenzkan „þjóðflokk", sagði
Þorsteinn.
Gróandi þjóðlíf er prentað í
Borgarprenti, myndir í Liitlho-
prenti, bundin er hún hjá Am-
arfelli og káputeifcningu gerði
Halidór Pétursson og útgáfufyr-
irtækið er Fjölvi.
Aftast í bókinni er efnisyfirlit
og með hverjum aðalkafla henn-
ar, sem eru alls 7, er skrá yfir
einstafca minni kafla hvers hinna
einstafca minni kafla.
Sv. Þ.
Vigrí seldi
VIGRI seldi í gærmorgun 26,8
tonn í Grimsby fyrir 5486 pund,
sem er mjög góð sala. Mestur
hluti aflans var koli.
Aðventukvöld
Grensóssóknor
ÞAÐ er orðið að fastri venju í
allmörgum söfnuðum að efna til
¦kirkjukvölds í upphafi jólaföstu.
Hefur þessi siður einnig tíkast
i Grensassöfnuði frá upphafi, og
verið mjög vinsæl.
Að  þessu  sinni verður sam-
koma  á  vegum  safnaðarins  í
Breiðagerðisskóla nk. sunnudag,
B. des., og hefst hún kl. 20.30.
^  Kirkiukórinn mun syngja nokk-
ur lög, en auk þess mun ungur
Reykvíkingur, Ingimar Sigurðs-
son syngja einsöng. Páll Kolka
læknir  mun  halda  aðalræðu
kvöldsins. Þá verður einnig al-
mennur  söngur.  Allir eru vel-
komnir á samkomu þessa, bæði
safnaðarfólk og aðrir.
• ? ¦»
- VOPNASÖLUR
Framhald af bls. 1
yrði kínverska alþýðulýð-
veldið tekið inn í Samein-
uðu þjóðirnar, en það væri
að sjálfsögðu æskilegast á
þeim grundvelli, að For-
mósa kæmi inn samtímis.
í þingbyrjun komu fulltrú-
ar Dana til mín og báðu okk-
ur að vera meðflutningsmenn
að þessari tillögu,sem segja
má, að sé ákaflega væg. Hún
fer aðerns fram á það, að að-
alritari Sameinuðu þjóðanna
U Thant, skrifi hinum ýmsu
meðlimaríkjum og spyrjist fyr
ir um það, hverjar þeirra
hugmyndir séu þess efnis, að
hægt verði að skrá vopna-
sölu á  venjulegum vopnum,
þ. e. a. s. öliu nema atom-
vopnum. Þessi tillaga fékk
ekki mjög góðar undirtektir
í þinginu sjálfu, en hjá blaða
mönnum og þar sem skrifað
var um hana, fékk hún mjög
góðar undirtektir eins og t.d.
hjá Washington Post og mörg-
um öðrum.
Síðar komu Danirnir á
fund með okkur hinum með-
flutningsmðnnunum og töluðu
um það, þar sem þess væri
lítil von, að tillaga þeirra
næði fram að ganga á þessu
þingi, hvort við værum því
samþykkir, þ.e. allir meðflutn
ingsmennirnir, Noregur, Malta
og ísland, að ti'llagan yrði
látin standa, eins og hún væri
en þess yrði ekki krafizt, að
hún kæmi til atkvæða í ár.
Það er það, sem hefur gerzt.
Tillagan hefur ekki verið
dregin til baka. Hún stend-
ur enn þá, en þess verður
ekki krafizt, að hún komi til
atkvæða.
Ástæðan fyrir þessu er eink
um sú, að það voru ákaflega
margir, sem sögðu að þetta
væri alveg þýðingarlaust,
Stóru þjóðirnar framleiða
vopn fyrir sig og allar vopna
sölur, sem fara fram, fara
fram leynilega bak við tjöld
in og vopn, sem seld eru
þannig, koma aldrei til með
að verða skráð. Þetta væri
því alveg óraunhæft, sögðu
þeir menn, sem á móti þessu
voru. Líklegt er þó, að þessi
tillaga verði samþykkt að lok
um, því að það er mjög erf-
itt að vera á móti henni.
AUÐLINDIR HAFSINS OG
HAFSBOTNINN
Varðandi verndun auðlinda
hafsbotnsins, sagði Hannes
Kjartansson að þar hefði ver-
ið um tvær mismunandi til-
lögur að ræða. — Við vorum
með tillögu um að fyrirbyggja
mengun í hafinu í 1. nefnd
í sambandi við hafsbotninn.
Sú tillaga er ekki enn komin
til atkvæða og kemur senni-
lega ekki fyrr en alveg í
þinglok, vegna þests að þa'ð
standa ennþá miklar deilur
um það, hverjir eiga að vera
í þessari væntanlegu nefnd
um hafsbotninn.
Okfcur er mjög mjög mikið
áhugamál að komaat í þessa
nefnd. Það sem skeði í fyrra
Hannes Kjartansson
sendiherra.
og kom mjög á óvænt, var
það að okkur tókst að komast
í nefndina, en ekki hafði ver-
ið reiknað með því, sökum
þess að Noregur var þar fyr-
ir Norðurlöndin. Þess vegna
var það talið mjög ótrúlegt,
að okkur tækist að koma okk
ar manni í þessa nefnd eða
okkar fulltrúum. Ennþá stend
ur á því að koma sér saman
um, hve nefndin verði skip-
uð mörgum. Þessi nefnd, sem
sat á rökstólum í sumar, en
húm var bráðabirgðanefnd,
var skipuð 35 fulltrúum, en
nú vilja bæði Suður-Amer-
íku,  Afríku  og  Asíumenn
bæta við þessa sérfræðinga-
nefnd, sem þá verður mjög
þung í vöfum og það er ekki
enn séð fyrir endann á því,
hvemig það fer. Þessi bráða-
birgðanefnd var skipuð fleiri
Evrópumönnum, en rétt er
við samsetningu á venjulegum
pólitískum nefndum, svo að
það getur vel farið svo, þó
að maður viti það ekki, að
það þurfi einhver af Evrópu
mönnunum að víkja og þá er
það ekki ótrúlegt, sem við
reynum þó að berjast gegn
með oddi og egg alveg eins
og við getum, að íslandverði
látið víkja sem minnsta land-
ið þarna, sem kom inn alveg
á óvænt. En þetta á eftir að
koma í ljós síðar, en það verð
ur ekki fyrr en síðustu daga
þingsins.
Svo erum við með aðra til-
lögu sem er okkar tillaga líka
í 2. nefndinni, og hún fjallar
um auðæfi hafsins og hvern-
ig verði því bezt við komið
að vernda ungviðið, þannig
að það verði gert á alþjóða-
mælikvarða. Þessi tillaga kem
ur seranilega fram á mánu-
daginn kemur og þá mun ég
tala fyrir henni.
KÍNA
Varðandi atstöðuna til
Kína, sagði Hannes Kjartans-
son:
þar urðu eiginlega tvær
breytingar á. í fyrsta lagi
sú, að við vorum meðflutnings
menn og töluðum fyrir þeirri
tillögu, sem ítalir hafa borið
fram tvö undanfarin ár um
það, að skipuð skyldi nefnd
til þess að athuga, hvernig
því yrði við komið, að Kína
kæmi inn í Sameinuðu þjóð-
irnar og reyna þá að vita um
þeirra afstöðu. Nú er raum-
verulega enginn sem veit,
hvort Peking-Kína myndi
koma inn, þó að því yrði það
boðið og það eina, sem þessi
nefnd átti að gera var að at-
huga málið frá öllum hliðum
og alls ekki að taka neina
fyrirfram ákvörðun en hafa
algerlega frjá'lsar hendur og
opinn heila, ef svo má segja
um það, hvernig þessu yrði
bezt við komið og þá væntan-
lega að athuga það bæði með
Peking-Kína og Formósu,
hvort Peking-Kína myndi þá
vilja ganga í samtökin og
taka sætið í Öryggisráðinu
og Formósa yrði sjálfstætt
ríki samtímis. Þetta var
kjarni ítölsku tillögunnar, þ.
e. að skipuð yrði nefnd til
þess að athuga það, sem aldrei
hefur verið athugað fyrr.
Við vorum meðflutningsmenn
að þessari tillögu, en húnvar
felld.
1 öðru lagi varð breyting
hjá okkur um það, að við
höfðum áður beint í fram-
haldi af þessu verið á móti
því að bjóða Pekingstjórn-
inni í samtökin, því að það
er hér um bil vitað, að því
yrði hafnað í Pekirag eins og
er að ganga í Sameinuðu þjóð
irnar. Bæði á grundvelli ít-
ölsku tillögunnar og þess,
sem vitað er um afstöðu
Kína, þá höfðum við verið
á móti áður, en breyttum okk
ar afstöðu nú, þannig að við
sátum hjá um aðaltillöguna
til þess að vera eins hlutlaus-
ir og við gátum og sýna það
að með því að vera með ít-
ölsku tillögunni, þá væri það
algerlega opið mál og mætti
fara með það á al'lan þann
máta, sem réttast væri álitið
á hverjum tíma. Það var það,
sem olli því, að við sátumhjá
um þetta mál. Það er nát-
úrlega vafalaust ósk íslenzka
ríkisins, að eins fljótt og hægt
verður, þá komi Peking-Kína
inn, en það verður náttúrlega
æskilegast að hafa það á þeim
grundvelli, að Formósa kæmi
inn samtímis, sagði Hannes
Kjartansson að lokum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32