Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DES. 1968
17
Frumvörp ríkisst jórnarinnar um öruggari rekstr-
argrundvöll útvegsins tilraun aðtryggjaatvinnu
— sagði sjávarútvegsmálaráoherra á aðalfundi ÚÚ i gær
EGGERX G. Þorsteinsson, sjáv-
arútvegsmálaráðherra, flutti á
aðalfundi LÍÚ í gaer yfirg-rips-
mfkla ræðu um þróun mála inn-
an sjávarútvegsins frá síðasta
aðalfundi samtakanna. Ráðherr-
ann sagði m.a., að með þeim laga
frumvörpum, sem ríkisstjórnin
hefur nú lagt fyrir Alþingi um
Sruggari rekstrargrundvöll ís-
lenzks sjávarútvegs, sé gerð til-
raun til að tryggja sem mesta
atvinnu.
f uphpafi ræðu sinnar ræddi
Éggert G. Þorsteinsson m.a. þró-
un útgerðar og verðlags og afla
brögð. Vék hann að veiðum inm-
an landhelginnar og verkefnia-
efnaskorti síldveiðiflotans, sem
skapazt hefur vegna þess að síld
veiðin hefur brugðist. Síðan sagði
ráðherrann orðrétt:
„Mér virðist, að leita verði
állra tiltækra leiða til að finna
þessum flota arðbær viðfangs-
efni.
Ég minni hér aðeins á eftir-
farandi atriði til umhugsunar:
1.  Aukin rannisókn á loðnu,
sandsíld og spærlingi hér við
land. Lítið hefur t.d. verið fylgzt
með loðnunni. Er það trú mín,
að lengja mætti veiðitimann og
auka aflann.
2.  Athuganir hafa farið fram
hjá Fiskifélaginu á útbúnaði fyr
ir útilegubáta. Gæti þorskveiði
í útilegu hér við land og Græn-
land trúlega lengt úthaldstíma
ýmissa stærðarflokka báta. Sæmi
leg reynsla virðist komin á þess
ar veiðar, en ýmsir bátar þyrftu
nokkurrar lagfæringar við og e.
t.v. liðkunar í sambandi við
rekstrarlán.
3.  Athuganir hafa farið fram
á vegum Fiskifélagsins í sam-
ráði við Sjávarútvegsmálaráðu-
neytið um löndunarréttindi ísl.
síldveiðiskipa í Kanada og Banda
ríkjunum. Hafa þessar athuganir
ekki borið mikinn ávöxt enn.
Samt er málið ennþá enganveg-
inn vonlaust.
in veitt leyfi til umskipunar afla
handa ísl. skipum á eyjunini St.
Pierre við Nýfundnaland.
Bað Fiskifélagið utanríkisráðu
neytið að kanna þetta mál á
sínum tíma.
Einnig er rétt að halda áfram
athugunum, sem leitt gætu til
auðveldunar löndunum ísl. skipa
í ýmsum löndum V.-Evrópu, svo
sem gert hefur verið.
4.  Fiskifélagið lét á sínum
tíma athuga veiðarfæramál síld-
veiðiflotans f.h. ráðuneytisins,
og vonandi fæst lausn á þeim
málum áður en langur tími líð-
ur.
5. Fyrir smábátaflotann og ým
is byggðarlög væri aukin rækju
leit mikilvæg. Þarf væntanlega
meira fé í þessu skyni, en einn
ig breytt fyrirkomulag á stjórn
un leitarinnar. Er niu mikil á-
sókn frá mörgum byggðarlögum
um rækjuleit.
6. Fiskifélagið er nú að kanna
nýjar gerðir báta til rækjuveiða
o.fl. veiðiaðferða, með það fyrir
augum að smíðaðir væru all-
margir samskonar bátar. Mun
sjávarútvegsmálaráðuneytið fylgj
ast vel með niðurstöðum þess-
arar könnunar.
7.  Jafnframt fer líka fram at
hugun hjá Tæknideildinni á skip
skrúfum, skrúfubúnaði, vökva-
kerfi o.fl. þess háttar. Alvar-
legir ga'llar hafa komið fram á
skrúfum, vökvadrifum vindum
o.fl.
Allar þessar athuganir geta
leitt til betri tækja og lægri
stofn- og viðhaldskostnaðar.
8.  Aflatryggingasjóður:    Um
endúrskoðun laganna um afla-
tryggingasjóð er því miður ekki
ennþá mikið að segja. Búið er að
vinna mikla undirbúningsvinnu.
Um ýmis atriði til breytingar á
Alþingislögum eru nefndarmenn
sammála. Um veigameiri atriði í
sambandi við grundvöll bótaút-
reikndnga o.fl. er hinsvegar enn
þá ekki sú samstaða, sem nauð-
synleg er."
Þá ræddi sjávarútvegsmálaráð
herra ítarlega vandamál þau, sem
steðjað hafa að sjavarútveginum
og  rakti  þær  ráðstafanir,  sem
ríkisvaldið hefur gert til lausnar
þeim vandamálum.
Síðasti kafli ræðu ráðherrans
hljóðaði svo:
Ráðherra flytur ræðu sína  á
aðalfundi L.Í.Ú.
írTFLUTNINGSMÁL.
„Svo sem kunnugt er, urðu
alger umskipti í þróuni útflutn-
ingsframleiðslu og afurðaverða
á erlendum mörkuðum á árinu
1966 þegar útfl.afurðir tóku
að lækka verulega í verði og
síðan  bættist  við  aflabregstur.
Þessi þróun hélt síðan áfram á
árinu 1967 og varð útflutnings-
framleiðsla þá um 30 prs. minni
en árið á undan. Verzlunarskýrsl
ur sýna, að fyrstu tíu mánuði
yfirstandandi árs var útflutning
urinn að verðmæti 3.600 millj.
kr. á móti 3.327 millj. kr. á sama
tíma í fyrra. Sé verðmæti út-
fllutningsins í fyrra uimreikinað
á það gengi, sem gilti á umrædd
um tíma í ár, nemur lækkun
útflutningsins 653 millj. kr., sem
er 'lækkun um rösklega 15 prs.
Það sem • einkum hefur valdið
þesisari þróun í ár, er aflabregst
ur síldveiðar, sölutregða síldar-
lýsis og skreiðar og verðlækk-
ura freðfisks.
Fyrstu níu mánuði ársins hef-
ur mjölframleiðslan í heild orð-
ið 47.750 lestir á móti 92.500 lest
um á sama tíma í fyrra, en lýsis-
framleiðslan 13.025 lestir á móti
55.500 lestum í fyrra.
Útflutningur á mjöli hefur orð
ið 54.000 lestir á móti 106.449
lestum á sama tíma í fyrra, en
lýsisútflutningurinn 19.600 lest-
ir á móti 67.412 lestum á sama
tíma í fyrra.
Hinn 1. október s.l. voru mjöl
birgðir í landinu 5.559 lestir á
móti 27.960 lestum á sama tíma
í fyrra og lýsisbirgðir 30.626 lest
ir, mest frá árinu 1967, á móti
34.153 lestum í fyrra.
Erara ríkir óviissa um sölu 6
til 7000 lesta af skreið fyrir
Afríkumarkað, vegna styrjaldar
innar í Nígeríu. Erfitt er að
spé um hvernig úr rætist, með
sölu á þessu magni, en helzt
binda menn nú vonir við, að
góðgerðastofnanir, sem vinna að
hjálparstörfum í Nígeríu mini
auka skreiðarkaup til hjálpar
hinu bágstadda fdlki á ófriðar-
svæðum Nígeríu.
Á hinni bóginn hefur sala á
íslenzkri skreið, sem hæf er fyrir
ítalíumarkað, gengið vel undan
f arna mánuði.
Útflutningsverð á freðfiskihef
ur enn lækkað á þessu ári. Or-
sök þessara verðlækkana er aðal
lega mjög aukinn blokkainnflutn
ingur til Bandaríkjarana undan-
farið frá ýmsum löndum. f byrj
un júnímánaðar s.l. var þorsk-
blokkarverð um 24 cent pundið
eða aðeins lægra en um s.l. ára-
mót en hefur lækkað síðan í
um 20 cent pundið, eða svipað
verð og það var lægst árið 1967.
Ég hefi hér nú drepið á ýmis
þau atriði, sem fastast herða að
í sjávarútvegsmálum íslenzku
þjóðarinnar. — Mikið lengra
mál mætti um þennan málaflokk
að sjálfsögðu flytja og mun ítar-
lengra um einstök atriði.
Þið þekkið eins vel og ég og
margir betur, hver almannaróm-
ur er. Hann er sá að fiski-
skipafiotinn sé ekki rekinin með
nógu mikilli hagkvæmni og að"
þið takið of mikið í eigin þarfir
og berist of mikið á, til þess að
almenningur geti aannfærzt um
erfiðleikana, sem við er að etja í
sj ávarútveginum.
Hér skal ég ekki setjast í dóm
arasæti, enda málið of skylt, —
og mundi sennilega vikið úr því
dómarasæti í venjulegum dóm-
stól fyrir skyldleikasakir, vegna
minna núverandi starfa.
Þegar fyrrgreind rök þrýtur,
þá eru allir erfiðleikar í ís-
lenzkum sjávarútvegi, þeim ráð-
herra eða ríkisstjórn er hverju
sinni fer með þau mál, állir erf-
iðleikar að kerana. — Um þessa
niðurstöðu eru jafnvel mun fleiri
sammála, en þá, er fyrr var
greint.
Við vitum að sjálfsögðu bet-
ur, og látum þá, sem þessa iðju
vilja stunda, um hana.
Um hitt greinir fáa á um, að
það er að tryggja öllum vinnu-
fúsum höndum atvtonu. — Með
þeim lagafrumvörpum, sem rík-
isstjórnin hefur nú lagt fyrir Al
þingi, um öruggari rekstrargrund
völl ísleinzks sjávarútvegs, er
gerð tilraun til að tryggja, sem
mesta atvinnu.
Takist þetta ekki, mun verða
nauðsynlegt að efna til nýrra Al
þingiskosninga og láta á það
reyna, hvort fyrir hendi er, með
þjóðinni þingræðiislegur meiri-
hluti fyrir þeirri stefnu, sem
haldið hefur verið, eða nýrri
stefnu, sem enn ekki liggur ljós
fyrir.
Um þessi atriði munu næstu
vikur og mánuðir skera úr um.
Núverandi ríkisstjórn hefur
lagt fram sínar tillögúr, svo sem
henni ber skylda til um — eftir
er að sjá þær í raurahæfri fram-
kvæmd.
Ég vænti þess nú, svo sem ég
hefi þrisvar sinnum áður, hafit
tækifæri til að segja hér, að ís-
lenzka þjóðin megi bera gæfu til
að halda höfðu-atvinmuvegum
sínum í fullum og eðlilegum
gangi. Því það er enn trú mín,
þótt í móti hafi blásið um sinn,
að á þeirri þróun muni velta nú,
sem fyrr um heildar framþróun
þjóðfélagsins".
Kanna til hlítar hvað
leyfilegt er á prenti
Frá fyrirlestri O/e Torvalds
FINNSKA skáldið og rithöfund
urinn Ole Torvalds flutti síðari
fyrirlestur sinn í Norræna hés-
inu í fyrrakvöld. Fjallaði hann
um rökræður og fráhvarf frá
hefðum í nýjustu bókmenntum
Finna. Hóf fyrirlesarinn mál sitt
með því að ræða um Váinö
Linna og verk hans. Kvað hann
Linna hafa valdið miklum um-
ræðum allt frá því að hann kom
fyrst fram. Ýmist hefðu menn
viljað gera minna úr verkum
hans en efni stæðu til eða hefja
þau til skýjanna. Alténd færi
ekki á milli mála, að Linna væri
í allra fremstu röð finnskra rit-
höfunda. Hann væri eðlisgreind
ur en sjálfmenntaður og fag
urfræðilegir lærdómssnobbar
hefðu talið,að maður, sem ekki
stæði traustari fótum í mennta
jarðvegi, gæti ekki skrifað vel.
Á hinn bóginn hefðu ýmis rót-
tæk og vinstri sinnuð öfl í þióð-
félaginu einmitt hafið Linna til
skýjanna fyrir það hve lítiHar
menntunar hann hefði aflað sér.
Torvalds sagði, að Linna hefði
byggt á þeirri sagnhefð, sem
ríkt hefði í Finnlandi í hundr-
að ár, eða allt friá Alexis Kivi,
en einkum hefði hann lært af
rússnesku rithöfundunum, Dosto
jevsky og Tolstoy. Bezt sagði
hann að Linna léti að koma á
framfæri raunsönnum, alþýðleg-
um samræðum.
Næsti rithöfundur, sem Tor-
valds tók til meðferðar, var
Hannu Salama. Sagði hann, að
Salama hefði gegnt mjög þýð-
ingarmiklu h'lutverki sem nokk-
urskonar snjóplógur, þar sem
um væri að ræða hvað segja
mætti á prenti. Fór fyrirlesari
nokkrum orðum um bók Salama,
Midsommardansen, sem höfund-
urinn hlaut ákæru fyrir vegna
guðlasts. í bókinni væri kafli,
þar sem drukkinn maður gagn-
rýndi allan heimiran og léti í því
sambandi nokkur miður vel val-
in orð falla um guðdóminn. En
bókin væri annars innihaldsrík
og lýsingar lifandi og vel gerð-
Hannu Salama
Næst fór Torvalds nokkrum
orðum um bók Salama, Jag, Olle
och Vikkonen, er út kom 1967.
Sagði hanin það vera fremstu
bók hans til þessa. í þeirri bók
| er ekki guðlast, en höfundur
hefur fundið hvöt hjá sér til að
kanna til hlítar, hvað leyfilegt
I  er á prenti. Hann hefur því tínt
I  saman í bókina öll ljótustu orð
finnskunnar.  Hann  hefur  ekki
hlotið neina  ákæru fyrir þessa
tif,  bók,  og nú  sagði Torvalds,  að
: útgáfufyrirtæki í Svíþjóð væru
ginnkeypt fyrir að gefa bókina
út. Þá vék fyrirlesarinn að síð-
ustu bók Salama, Den 6. decem
ber, sem út kom í haust. Hún
fjallar um nokkrar persónur af
lægstu stigum samfélagsins, sem
standa fyrir utan forsetahöllina
á þjóðhátíðardaginn og fylgjast
ar. Henni lyki með slysi, sem
mætti túlka sem örlagadóm yfir
þeim, sem tekið hefðu þátt í mið-
sumarsdansinum. Þessi endalok
hefðu átt að róa siðapostulana,
en þeir hefðu ekki látið sér það
nægja. Torvalds sagði, að sér
hefði fundizt orð prests eins í
Finnlandi hitta í mark, er hann
hefði sagt við sig: „Þessi bók
hefði átt að vékja okbur til vit-
undar um það, að við þurfum
að hugsa um ólánsama meðbræð
ur vora í stað þess að ofsækja
höfundiirin".
með kjólklæddum höfðingjum,
sem streyma til forsetans.
Aðrir höfundar, sem Torvalds
tók til meðferðar og umræðum
hafa valdið að undanförnu,
voru Pennti Saarikoski, ung-
ur höfundur, sem sópar að og
hefur endaskipti á hlutunum
hivartvetna, Paavo Rintala, sem
einlkum hefur orðið frægur fyr-
ir skáldsöguna: Mormor och mar
skalken, Christer Kihlman, sem
er harður gagnrýnandi eldri
kynslóðarinnar, og Jörn Donn-
er, sem hefur ritað bók, er ber
heitið: Nya boken om várt land.
f niðurlagi máls síns fór Tor-
valds nokkrum orðum um umræð
ur, sem fram hafa farið um ljóð-
list í Finnlandi. Hefur þar verið
deilt um e'ldri ljóðlist og ljóð,
sem höfða til samtímaviðburða.
Skákmotið á Mallorca
Kortsnoi 7 vinn. og Larsen 6V2
SOVZKI stórmeistarinn Vifctor
Kortsnoi er efstur á Alþjóða-
skákmótinu í Palma á Mallorca
eftir 8 umferðir með 7 vintónga.
Annar er danski stórmeistarinn
Bent Larsen með 6% vinning.
Boris Spassky frá Soevétríkjun-
um er í þriðja sæti með 6 vinn-
inga og heimsmeistariinn Tigran
Petrosjan Sovétríkjunum fjórði
með 5% vinninig. Böð annarra
keppenda í mótinu er þessi:
Gligoric,  Júgóslavíu  5  vinn.;
Ivkov, Júgóslvaíu 4%; Pomar,
Spáni; Matanovic, Júgóslavíu;
Benkö, Bandaríkjunum og Ghe-
orgihiu, Rúmeníu 4 vinninga
hver. Del Corral, Spáni; dr. Leh-
mann, V-^Þýzkalandi; Calvo,
Spáni og Byrrne, Bandaríkjunum
3 vinninga hver. Westerinen,
Finnlandi; Medina, Spáni og
Toran, Spáni IVi vinining hver.
Lestina reikur svo Spánverjinn
Visier með 2 vinninga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32