Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DES. 1968
- EFTA
Framhald af bls. 5.
arlega í hugum ful'ltrúa EFTA-
landanna, þegar umsókn íslands
kom fyrst til Uimræðu.
EFTA-löndin eru nú raun-
verulega 8 að tölu. Þau eru
Bretland, Danmörk, Noregur,
Svíþjóð, Sviss, Austurríki, Port
úgal og Finnland, sem að vísu
er aukaaðili en tekur raunveru-
lega fullan þátt í starfi EFTA.
Meginstuðningur   við   umsókn
okkar mun koma frá Norður-
löndunuim. Velvild þeirra í ok'k-
ar garð er einstök og enginm
vafi er á því, að þeim er mjög í
mun að umsókn okkar nái fram
að ganga. Fulltrúar Norðurland
anna í EFTA-ráðinu munu því
án alls efa leggja sig allafram
um að greiða fjrrir okkar mál-
stað og útvega okkur, sem allra
bezt kjör. Sú mikla velvild í
okkar garð, sem ég kynntist hjá
fulltrúum Norðurlandanna í
Geraf fyrir nokkrum cDöguim hef-
ur endanlega sannfært mig um,
að þátttaka okkar í norrænu
samstarfi er öru'giglega þýðingar-
mesti þáttur í starfi okkar á al-
þjóðavettvangi og að því fé er
ekki á glæ kastað, sem til þess
samstarfs er lagt af okkar hálfu.
Ég hef einnig sannfærzt um, að
það er fráleitt að leggja niður
sendiráðin í Osló og Stokkhólmi
vegna þess, að það stöðuga sam-
band, sem skapast með því að
hafa fasta fulltrúa í þessum
löndum hefur ómetanlega þýð-
ingu fyrir okkur á úrslitastund-
um eins og varðandi umsókn
okkar að EFTA nú.
Aðalerfiðleikarnir verða tví-
mælalaust í sambandi við fisik-
útfiutning okkar til Bretlands.
Bretar eiga nú í margvíslegum
erfiðleikum með sjávarútveg-
sinn og fiskiðnað og m.a þess
vegna  hafa  þeir  sett  sérstakan
kvóta ó irunfkitning frystra fisk-
flaíka fná öðrum EFTA-lönd-
um, þ.e. Noregi ag Dan-
mörk. Bretar munu vafalaust
hafa tilimeigiinigiu til þess að sagja
sem svo, að þessi kvóti. verði
að standa óbreyttur og að verði
fsland aðili, verði helztu fram-
leiðendur frystra fiskflaka inn-
an EFTA að koma sér saman
utm árlega sikiptingu þessa kvóta
sín á milli. Það eykur enn á erf-
iðleikana í sambandi við þetta
atriði, að sá ráðherra í brezku
ríkisstjórninni, sem fer með mál-
efni EFTA, Anthony Crosdand,
er þingmaður fyrir Grimsby og
er þess vegna undir enn meiri
þrýstingi frá umbjóðendum sín
um varðandi inniflu'tninig sjávar-
afurða til Bretlands. Lotes er rétt
að við gerum okkur grein fyrir
því, að Svisslendingar hafa að
ýmsu leyti lykilaðstöðu í EFTA.
Þegar ágreiningur kemur upp
milli  EFTA-landanna  eru  það
oft orð svisanesku fulltrúanna,
sem hafa úrslitaþýðingu um af-
greiðslu mála.
Það er ánægjulegt til þess að
vita fyrir okkur fslendinga, að
þeir fulltrúar okkar, sem vafa-
laust munu taka mestan þátt í
þessum samningaviðræðum, þeir
Þónhallur Ásgeirsson og Einar
Benediktsson, mjóta mikils
trausts og álits, bæði meðal
starfsmanna EFTA í Genf og
einnig í hópd sendifulltrúa EFTA
landanna í Genf. Sú afstaða til
helztu saimningamanna okkar
mun tvímiælalaust verða miálistað
okkar til góðs í samningaviðræð
unum.
Að lokum er rétt að benda á,
að það hefur mikla þýðingu fyr-
ir okkur að skapa aukinn skiln-
ing á okkar málum og okkar að-
stöðu meðal þeirra manna, sem
munu sitja andspænis fulltrúum
fslands  við  samningaborðið  í
Genf. Það er t.d. hægt að
gera með því að leggja
til, að einn saimningafund-
urinn verði haldinn í Reykja-
vík, þannig að saimnioga-
menn EFTA-ríkjanna hafi að-
stöðu til þess að kynnast ís-
landi af eigin raun. Einnig kæmi
vel til greina að bjóða hingað
Iiokkrum blaðamönnum frá EFTA
löndunum. 1 því sambandi skilst
mér, að hyggilegast væri að
bjóða hingað nokkrum svissnesk
um blaðamönnum. Annars vegar
vegna þess sem fyrr segir, að
Svissland hefur lykilaðstöðu í
EFTA og hins vegar vegna þess
að sendifulltrúar allra EFTA-
landanna lesa svissnesku blöð-
in og mundu því þegar í stað
kynnast viðhorfum svissnesku
blaðanna eftir dvöl fulltrúa
þeirra hér á landi.
Vafalaust mun menn greina
mjög á um það hér á landi, þeg-
ar þar að kemur hvort hyggi-
• legt sé, að ísland gerist aðili að
EFTA. Hin neikvæða eða a.m.k.
mjög varfærna afstaða, sem
margir stjórnmálamenn og ýmsir
aðrir hafa þegar tekið til máls-
ins er aðeins eitt dæmi af mörg-
um um það, hversu einangraðir
við íslendingar erum að mörgu
leyti frá þeim straumum, sem
fara um Evrópu. En reynsla
allra EFTA-landanna af sam-
starfinu innan EFTA hefur ver-
ið mjög jákvæð og þess vegna
er fyrirfram engin ástæða ti'l að
ætla að það sama geti ekki átt
við um okkur. Og hver efast
um það nú, að íslenzkt atvinmu-
og efnahagslíf þarf mjög á
sterkri vi'tiamínssprautiu að halda,
ef okkur á að takast að halda
til jafns við aðrar þjóðir um
bætt lífskjör á komandi árum og
áratugum.
Styrmir Gunnarsson.
með DIXAN, þvoftaduftið
fyrir altar tegundir þvottavéla:
því DIXAH er lágfreyíandi
og sérstaklega tramleift tyrír
þvottavélina yoar.
Með DIXAN fáio þér alltat
beztan árangurl
Henkel
VELJUM ÍSLENZKT
HÚSBÓNDASTÓLLINN DPIÐ TIL KL
4ÍDAG
FRÚARSTÓLLINN
Það er smákrókur
í Síðumúlann, en
það er krókur, sem
borgar sig.
Næg bílastæði.
OPIÐ TIL KL.
4ÍDAG
er bezti hvíldarstóllinn á markaðinum.
Það má stilla hann í þá stöðu, sem hverjum
hentar bezt, auk þess nota hann sem venju-
legan ruggustól.
GAMLA KOMPAHÍIÐ HF.
Síðumúla 23, sími 36500.
VELJUM ISLENZKT
iSLENZKAN IÐNAÐ
er einstaklega þægilegur, við alls konar
hannyrðir. Það má snúa sér í honum og
rugga.
CAMLA KOMPAHÍIÐ HF.
Síðumúla 23, Reykjavík, sími 36500.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32