Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DES. 1968 Svanur Jónsson Minningarorð — Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds —. Enginn má sköpum renna. Að morgni gengur þú til starfs þíns og horfir vonglöðum augum fram á við. Að kvöldi bleikur nár. Hið sviplega fráfall vinar míps, Svans Jónssonar, knýr mig til þess áð minnast hans hér fáum orðum, þó vissulega sé það af vanefnum gert. Kynni mín af Svani Jónssyni hófust í byrjun árs 1955. Á þau t Guðfinna Guðmundsdóttir kennarl, andaðist í Landspítalanum 5. des. 1968. Jarðarförin auglýst siðar. Stefán Amason. t Sonur okkar og bróðir Karl H. Hreggviðsson Heiðargerði 53, andaðist að heimili sínu 5. þessa mánaðar. Foreldrar og systkin. t Konan mín og móðir okkar Matthea Guðný Sigurbjörnsdóttir verður jarðsungin frá Húsa- víkurkirkju laugardaginn 7. des. kl. 2. Þorgrímur Maríusson og böm. t Jarðarför mannsins míns Einars Halldórssonar blindrakennara fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. des. kl. 13.30. Rósa Guðmundsdótfr. kynni hefur ekki fallið skuggi. Átti hann ekki hvað sízt góðan þátt í því með hófsamri og hug- ljúfri framkomu, sem hvarvetna aflaði honum vina og kunningja. Svanur var maður dulur í skapi, hógvær og stefnufastur, lundin stór og viðkvæm. Ógjarn- an lét hann hlut sinn, ef hann taldi sig hafa rétt mál að verja, en var þó ávallt fús að hlusta á mótrök, enda manna sáttfúsastur og vildi yfir einskis manns hlut sitja. Við fyrstu kynni gat hann jafnvel virzt fráhrindandi, en að- eins á ytra borði. Hið innra bjó hlýr persónuleiki og gott hjarta- lag. Mér fannst jafnan sem sam- nefnari eðlisþátta hans væri alvaran. Svipur hans bar alvöru- manninum glöggan vott og brá stundum fyrir þunglyndi í and- litsdráttum. Hafði hann þó mikið yndi af að dveljast í glaðra manna hópi og gerðist þá iðu- lega hrókur fagnaðarins. Næmt auga hans fyrir kátlegum og skoplegum hliðum mannlífs- ins, hljómríkur, dillandi hlátur hans yfir kynlegum fyrirbærum og kjamyrtum frásögnum gerðu að verkum, að í fagnaði var unun að blanda við hann geði og njóta með honum líðandi stimd- ar. Svanur var með eindæmum barngó'ður maður, enda hændust að honum böm og ekki síður unglingar. Er mér í fersku minni, hve mikla ánægju hann hafði af dvöl tveggja lítilla dótturdætra sinna, sem komu í heimsókn til afa síns vestan frá Ameríku sl. sumar. Heimili hans stóð líka ávallt opið leikbræðruih sona hans. Hafði hann mikla unun af að taka þátt í gleði og gáska ungu marvnanna. Var þá oft glatt á hjalla innan veggjanna í Mörk, og sjálfur lék' húsbóndinn á als t Guðrún Jóhannesdóttir Langholtsveg 6, Reykjavík, andaðist aðfaranótt 6. þ. m. í Borgarsjúkrahúsinu. Fyrir hönd bnrna, tengda- bama og barnabama. Kjartan Magnússon t Hugheilar þakkir fæmm við ölluirt, sem sýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför Eiriks Loftssonar Steinsholti og heiðruðu minningu hans. Sigþrúður Sveinsdóttir og fjölskylda. oddi. Munu og ungu mennirnir bezt geta um það borið, hve skiln ingsríkur hann var þeim, er áhugamál þeirra, gleði eða von- brigði bar á góma. Um langt skeið átti Svanur við heilsufarslega erffðleika að stríða. í rauninni gekk hann aldrei heill til skógar allan þann tíma, sem kynni okkar stóðu. Um veikindi sín var honum þó ekki tamt að ræða, því eins og áður segir, var maðurinn dulur, og um áhyggjur og erfiðleika, sem að honum sjálfum sneru, var hann tregur að tala. En þrátt fyrir veikindi sin og ýmiss konar andbyr, sem hann mátti þola, rækti hann skyldu- störf sín af stakri kostgæfni. Þar sem við honum var búizt, lét hann sig ekki vanta, orðum hans mátti treysta og hann var ávallt eftirsóttur til starfa í iðn sinni. Verkhagur var hann, lagvirkur og fljótvirkur, hamhleypa til vinnu, þegar hann vildi það við hafa, og rammur var harrn að afli, þótt eigi væri hann stór vexti. Svanur var maður félagslynd- ur og gerði sér ljósa grein fyrir þýðingu góðs samstarfs og ein- ingar innan vébanda félagsskap- arins. Á unglings- og æskuárum lagði harm stund á alls kyns íþróttir og naut þess ávallt að fylgjast með viðburðum í heimi íþróttanna. Sú íþrótt, sem mest hreif hug hans, var knattspym- an. Um árabil var hann í keppn- isliði Hauka og mun alla tíð hafa haldið tryggð við það fé- lag. Tvennt vil ég einkum nefna, sem átti hug hans félagslega á síðari árum, en það var Göð- templarareglan og söngkór Frí- kirkjunnar. Á hvorum tveggja þessara vettvanga starfaði hann af alúð og óeigingimi og sparaði hvorki tíma né erfiði, enda átti hann hug þeirra, sem með hon- um unnu. Veit ég, að félagar hans í stúkunni og kórnum munu samdóma um, að ávinningur hafi verið að kynnast honum og starfa með honum. Hefi ég verið beð- inn um að votta honum þakkir félaga sinna í kór og stúku. Þar er nú saknað vinar í stað. Svanur Jónsson var fæddur í Hafnarfirði 16. april 1923 og var því aðeins 45 ára, er hann lézt. Eftirlifandi foreldrar hans eru Dagbjört Vilhjálmsdóttir - dóttir Vilhjálms Gunnars Gunnarssonar frá Gunnarsbæ í Hafnarfirði og konu hans Önnu Magneu Egils- dóttur — og Jón Eiriksson fyrrv. skipstjóri, sonur Eiríks Jónsson- ar, sjómanns frá Halldórsstöðum t Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Margrétar Sigmundsdóttur frá Hamraendum, Seljavegí 27. Sigurgeir Albertsson, Sigmundur Sigurgeirsson, Asdís Sigurðardóttir, Jóhanna Jéhannesdóttir, Arnþór Ingólfsson og barnaböm. t Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð við fráfall sonar okkar, fóstursonar og bróður Helga Kristinssonar sem fórst með m/b Þráni N.K. 70. Helga Jóhannesdóttir, Kristinn Magnússon, Kristín Helgadóttir, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Kristinsson, Theódóra Kristinsdóttir, Jóhannes Kristinsson og Guðrún Kristinsdóttir. t Þökkum af heilum hug, okkur auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- manhs míns og föður, tengda- föður og afa Carl Hemming Sveins Vilborg Sveins, Ellen Sveins, Jóhann Helgason, Edith Nielsen, Robert Wamer, Alfhild Nielsen, Erling Jóhannesson, Einar Nielsen, Gunnlang Nielsen, Björn Nielsen, Þórdís Andrésdóttir og barnaböra. á Vatnsleysuströnd, seinna kennd ur við Sjónarhól í Hafnarfirði, og konu hans Sólveigar Benjamins- dóttur frá Hróbjargarstöðum í Hítardal. Þeim hjónum, Jóni og Dang- björtu, varð sex bama auðið og var Svanur 4. í röð systkina sinna og yngstur bræðranna. Er nú í annað sinn vegið hart í sama knérurm, því að þau hjón misstu son sinn, Vilhjálm Gunn- ar, í þlóma lífsins árfð 1947. Þegar Svanur var 6 ára, fluttist hann, ásamt foreldrum sínum og systkinum, að Sæbóli á Seltjarn- arnesi og þar var heimili fjöl- skyldunnar næstu 10 árin. Á 3. og 4. tug aldarinnar lifði almenningur í landinu við frem- ur kröpp kjör og ekki sízt við sjávarsíðuna. Heimili Svans fór heldur ekki varhluta af harðri lífsbaráttu þessara ára. Foreldr- um hans báðum er rík sjálfsbjarg arviðleitni í blóð borin og þá eiginleika hafa böm þeirra tekið að erfðum. Faðirinn stundaði sjó- inn af kappsemi og hörku, svo sem honum er eiginlegt. Var hann skipstjóri á togurum og fiskibátum og rak eigin útgerð um hríð. En svo sem oft vill vei'ða er svipull sjávarafli. Erfið leikar þessara ára voru þungir í skauti þeim, sem við sjósókn fengust, og árið 1939 fluttist fjöl- skyldan aftur til Hafnarfjarðar með léttan mal. Tvíugur að aldri hóf Svanur nám í skipasmíðum hjá Skipa- smíðastöð Júlíusar Nyborg og jafnframt stundaði hann nám við Iðnskóla Hafnarfjarðar. Sveins- prófi í iðn sinni lauk hann fjór- um árum síðar. 1 núman áratug vann Svanur að iðngrein sinni, en sneri sér þá áð húsasmíði og húsgagna. Síðustu árin rak hann hjólbarðaverkstæði í félagi við son sinn, og við störf á verk- stæði þeirra feðga var hann, er hið óvænta og hörmulega slys bar að höndum, sem varð hon- um að aldurtila. Hinn 23. febrúar 1947 kvænt- ist Svamir Jensínu Gísladóttur — dóttur Gísla Sigurgeirssonar fyrrv. verkstjóra og heilbrigðis- fulltrúa og konu hans Jensínu Egilsdóttur. Þau S-ína og Svanur, eins og kunnugir og skyldir ævin lega nefndu þau, eignuðust fjög- ur böm. Elztur er Reynir, kvænt ur Áslaugu Hallgrímsdóttur, þá Erla, búsett í Rhode Island, U.S.A., gift Georg William Gart- hawaite, Vilhjálmur, nemi, ókvæntur í heimahúsum og yngst er Agnes Hildur, 7 ára. Bama* bömin eoru fjögur talsins. Þau hjónin áttu ávallt sam- eiginleg hugðarmál. Svanur var maður heimakær og notaði frí- stundimar, sem oft voru nú af skomum skammti, til áð dytta að heimilinu, fegra og lagfæra. Frú Jensína reyndist marani sín- um góð kona og hún rómar það mjög, hversu nærgætinn og traustur heimilisfaðir maður hennar var. Vinur minn Svanur! Við hið sviplega fráfall þitt er mikill harmur kveðinn að þínum nán- ustu. I þeim sára harmi er vit- undin um það mikil huggun, að þú varst góður og vammlaus drengur. Við vitum öH, að „eitt sinn kemur hvert endadægur allra lýða um síðir“. En daúðinn kveður dyra á mismunandi hátt. Við snögg og miskumnarlaus tök hans er erfit að sætta sig. öll viljum við sigla en Guð hlýtur að ráða. Vegferðin ofckar allra er í almáttugn hendi h- ns. Sjálf- ur trúðir þú á guðlega hand- leiðslu, og ég er sannfærður um, að guðleg forsjá hefur nú búið þér dýrðleg heimkynni á landi hinna lifenda. Hafnarf. 5. des. 1968. Snorri Jónsson. SYSTKINAKVEÐJA í DAG kveðjum við hinztu kveðju ástkæran bróður og mág. Hugljúfar og fagrar miníningar sækja á Ihutga oikkar. Það vsir bjart yfir nafni þínu, Svaniur, og það var líka bjart yfir ölliu þírau Iíferni. Þótt þú hafir ekki verið þér þess meðvitandi, þá varst þú okkur systkinum þín- uim og tengdasystkiraum sönn fyrirmymd. Þú varst eiginkonu Framhald á bls. 21 Ingimundur Bern- harðsson — Kveðja Fæddur 23. júlí 1893. — Dáinn 1. des. 1968. Á helgri kveðjustundu við hinzta beðinn hljóða, hver hugljúf minning streymir nú fram í okkar sál. Þú elskulegi faðir, sem allt hið fagra og góða, okkur vildir gefa, það var þitt hjartans máL Frá fyrstu bernskudögum við áttum ástúð þína, í umhyggju þú raktir af heitri fórnarlund. Þær gjafir eru perlur, sem gildi aldrei týna, og gefa okkur blessun að hinztu ævistund. Og börnum okkar reyndist þú elskuríkur afi, unga dótturdóttir hér leiddir fyrstu spor. Og henni varstu vinur og vernd og gleðigjafi hún gæðum þínum vafin, sitt lifði bernskuvor. Nú eiginkona, bömin og bamabörnin fææa, þér beztu ástarþakkir, er leiðir skilja hér. Hún býr í okkar hjörtum þín bjarta minning kæra við blessum trausta samfylgd, sem áttum við með þér. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Árna Helgasonar skipasmiðs, Laugabraut 7, Akranesi. Jóhanna Sigríffur Tómasdóttir, börn, tengdaböm og bamaböm. Innilegar þakkir og kveðjur sendi ég öllum sem minntust mín á 80 ára afmælisdegi mín- um 26. nóv. Gleðileg jól! Lára Tómasdóttir Odda, IsafirJH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.