Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DES. 1968 wmmm bréfunum hennar. Þér hafið geymt þau, er ekki svo? Ég hef geymt öll bréf frá henni, en það væri of mikið erf- iði að fara að afrita þau, þar sem þau eru mjög löng. Ég get sent yður þau þeirra, sem máli skipta. Þér eruð viss um, að eitt- hvað hafi komið fyrir hana? — Já, ég er sannfærður um það. — Að einhver hafi myrt hana? — Hugsanlega. — Maðurinn hennar? — Það veit ég ekki. Hlustið þér nú á, frú, þér gætuð gert mér stóran greiða. Á maður- inn yðar bil? — Vitanlega. — Þá ættuð þér að aka í aðal- stöð lögreglunnar, sem er opin allan sólarhringinn. Segja vakt- manninum, að þér séuð að búast við Maríu vinkonu yðar. Sýnið honum síðasta bréfið frá henni. Segið að þér hafið áhyggjur af þessu og biðjið þá að hefja leit. — Ætti ég að nefna yðar nafn? — Það er alveg sama, hvort er. Það sem þér þurfið að gera, er að heimta rannsókn á þessu. — Það skal ég gera. — Þakka yður fyrir. En gleym ið ekki bréfunum, sem þér ætlið að senda mér. Hann hringdi strax á eftir aft ur til Amsterdam og bað um samband við aðalstöð lögreglunn ar. — Eftir fáar mínútur kemur til ykkar frú Oosting að til- kynna hvarf vinkonu sinnar, Maríu Serre, fæddrar van Aerts. — Hefur hún horfið í Hol- landi? — Nei, ekki þar heldur í Par- ís. Ég þarf að fá embættislega kæru. Undir eins og þér hafið fengið skýrslu hennar, þá send- ið kæru og heimtið ranmsókn á þessu. Þetta tók allt nokkurn tíma. Vaktmaðurinn skildi ekki, hvern ig Maigret, sem var í París, gæti hafa vitað, að frú Oosting væri væntanleg í lögreglustöðina. — Það skal ég segja yður seinna. Það sem ég þarf að fá, er skeytið frá yður. Sendið það *Uió seljum afiur EKTA FRANSKAR KARTÖFLUR einnig hofum vió d boóstólum ÞÝZKT KARTÖFLUSALAT Og FRANSKAR KARTÖFLUR ^ ÚRDUFTI suðurlarulsbraut 14 sími 38550 • ••••« • • • * ••n5 • • • • *,,;• • • •.*••* • *. ; •*:: ••••. •. -'fXWlg "V. • •,•• • • • •••,. • • • •• • ••• • •*.!• • HELGARMMINN i kmáhœgum vmbiium lil að laka V; wnmm* UUMIÍIIæL ii ffian/að _ vii send»r>‘ GLÓÐARST. GRÍ SAKÓTELETT UR GRILLAÐA KJUKIJNGA ROASTBEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB HAM BORGARA DJÚPSTEIKTAN FISK suðurlandsbraut 14 simi 88550 r með hraði. Þá ætti ég að geta fengið það innan hálftíma. Hann gekk svo út til konu sinnar, sem var farið að leiðast að sitja þarna í kránni. — Ertu búinn? — Nei, ekki enn. Ég ætla að fá mér einn lítinn fyrst og svo förum við af stað. — Heim? — Nei, í skrifstofuna. — Hún var alltaf hálfhrifin af þessu. Hún hafði sjaldan kom ið inn í lögreglustöðina, og vissi varla, hvernig hún ætti að snúa sér þar. — Þú ert eins og þér sé skemmt. Einna líkast því sem þú ætlir að fara að gera ein- hverjum einhvern grikk. — Það ætla ég líka. . ,í viss- um skilningi. — Og hverjum? — Manni, sem er útlits eins og soldánn, diplómat og skóla- krakki. . . allt í senn. — Ég skil þetta ekki. — Það er heldur ekki von. Hann var ekki oft í svona góðu skapi. Hve marga Calva- dos hafði hann drukkið? Fjóra? Fimm? Og í þetta sinn skellti hann í sig einu glasi áður en hann gekk til skrifstofunnar, og tók konuna sína undir arminn, áður en hann gekk þessi hundr- að skref eftir götunni, að stöð- inni. — Ég bið þig bara um eitt: Farðu ekki að segja mér, að hér sé allt á kafi í ryki, og skrif- stofan þarfnist hreingerningar! — Og svo í símann: — Nokk- urt skeyti til mín? — Ekkert enn. !Tíu mínútum síðar var allur hópurinn, að Torrenoe undan- teknum, kominn aftur úr Bæjar- götu. — Gekk þetta vel? Ekkert í veginum? — Nei, ekkert í veginum. Eng in truflaði okkur. Torrence heimt aði að við yrðum þarna þangað til allir væru gengnir til náða, en Guillaume Serre hékk tengi á fótum áður en hann komst loks í rúmið. — En bíllinn? Vacher, sem hafði þarna ekki meira að gera, spurði, hvort Óvenju spennandi skáldsaga um ástir frægrar leikkonu og duttlunga örlagana sem ógna bæði henni og fjölskyldu .hennar. Þetta var hættulegur, leikur. Afgr. er f Kjörgarðl $fml 14510 GRAGAS KEFLAVfK hann mætti ekki fara heim. Mo- ers og ljósmyndarinn urðu eft- ir. Frú Maigret sat á stól rétt eins og hún væri þarna í heim- sókn, setti uþp svipley3i, rétt eins og til þess að láta sjá, að hún væri ekkert að hlusta. — Við fórum nákvæmlega yf ir allan bílinn, sem virtist ekki hafa verið hreifður í nokkra daga. Geymirinn var hér um bil hálffullur. Engin merki um nein áflog inni í bílnum. En inni fund um við tvær eða þrjár nýlegar rispur. Eins og eitthvert stórt farang- ursstykki hefði verið sett inn? — Já, gæti hugsazt. — Til dæmis ferðakista? — Já, kista eða einhver kassi. — Voru nokkrir blóðblettir inni í bílnum? — Nei, og heldur engin laus hár. Ég aðgætti það nákvæm- lega. Við fórum með lampa með okkur, og það er stunga í bíl- skúrnum. Émile ætlar að stækka myndirnar. —Já, ég er að fara til þess, sagði ljósmyndarinn. Ef þið getið beðið svo sem tuttugu mínútur.... — Já, ég skal bíða. En fannst þér, Moers, sem bíllinn hefði ver ið hreinsaður nýlega? — Ekki að utan. Hann hafði ekki verið þveginn á þvottastöð. En hins vegar virtist hann hafa verið hreinsaður vandlega að innan, og Mottan hlýtur að hafa verið tekin út og dustuð, því GREKSÍSVEGI22 - Z4 »3028(1-32262 UTAVER Sökum hagstæðra innkaupa getum við enn skaffað nælonteppi á mjög góðu verði. Glæsilegir litir. 7. DESF.MBER. Hrúturinn 2. marz — 59. apríl Þú skynjar betur eigin takmarkanir. Ofreyndu þig ekki. Gefðu öðrum tæk:færi. Nautið 20. apríl -- 20. maí Taktu þig á og haltu áfram, þótt eitthvað hafi fallið niður. Gleymdu ekki framtíðaráformum. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Þér helzt illa á fé, að því er vinirnir segja. Taktu ekki þátt í neinu, sem er um efni fram. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Ferðir og meðferð þungavarnings, eru hættuleg. Allt er óákveð- ið heima fyrir en rifrildi lagar ekkert. Reyndu að hressa upp á dómgreindina. Ljónið 23. júlí — 22 ágúst Safnaðu fjölskyldunni saman kringum þig. Vandamál koma til sögunnar, vegna vinnu. Meyjan 23. ágúst — 22. september Hættu að lána öðrum fé. Þér þykir ekki eins gaman að eyða og fyrr. Þú skalt tryggia að eldra fólki og venjum. Vogin 23. september — 22. október Dagurinn er ekki erfiður, en kostar meira átak, og þolin- næði en þú getur látið í té. Þú þarft að miðla málum. Sporðdrekinn 23 október — 21. nóvember Hafirðu eyðilagt eitthvað f samkeppni fyrir öðrum, kemur það nú i ljós. Gakktu hreint til verks. Bogamaðurinn 22. nóvcmber — 21. desember Forðastu nýjar skyldur. Leggðu peninga þína vel fyrir. Sinntu rómantíkinni í kvöld. SteingeíPn 22. desember — 19. janúar Áform þín raskast eitthvað vegna flækju 1 málum þeirra sem þér eru nákomnir. Leitaðu ráða. Hugsaðu þig um tvisvar áður en þú gerir nokkuð. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Samverkamennirnir vita ekki, hvað þú vilt, þótt þeir kannist ekki við það Þeir um það. Haltu áfram að uppteknum hætti Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Farðu sérlega varlega í fjármálum. Taktu þátt I félagslífi og sinntu •’ómantíkir.ni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.