Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBE31 1968 Ástríðtuþrngin skáldsaga eitt ai stórverkutm brezkra bók- mennta. Bókin kom fyrst út árið 1877 og hefir verið gefin út ótal sinnuim síðan „Heiima/iingiurmn og „TESS*1 eru fræg'ustu sögur öndvegiskóldsins Thomasar Hardys Heimkoma heimalningsins, eftir Thcxmas Hardy, Snæ- björnJónson þýddi. 462 bls. Verð kr. 446.15. Uppi var breki er skálda, en stuðzt við þjóðlífsmyndir úr Vestmannaeyjum fró fyrri tíð. Þetta er mjög skemmsti- leg bók og stórfróðleg. Verð kr. 446.15. Sjávarútvegsmálafrv. til neöri deildar — Nýtt dkvæði um uppsögn sam- ninga útgerðarmanna og sjómanna SJÁVA RÚT VEGSMÁLAFR V. ríkisstjórarinnar var afgreitt frá E'fri deild Alþingis í fyrradag til Neðri deildar. í Efri deild voru nokkrar breytingar gerðar á frv. m.a. sú, að inn í frv. var tekið ákvæði þess efnis, að kjara samningum milli sjómanna og útgerðarmanna, sem samkvæmt ákvæðum þeirra var ætlað að gilda til ársloka 1969 er heimilt að segja upp án fyrirvara eftir gildistöku laganna. RAGNHILDUR Jónasdóttir, sem kennd héfur verið við Pannar- dal í Norðfirði er nýlátin í Nes- kaupstað og verður útför hennar gerð í dag. Var Ragnhildur á 84. aldursári, þegar hún lézt, og hvers manns hugljúfi, sem hún kynntist. Hún var dýravinur mikill og skáldmælt vel og flutti oft ljóð sín á mannfundum. Hef- ur Jónas Árnason rithöfundur skráð sögu hennar í Ibókinni „Undir fönn“, sem út kom á veg- um Ægisútgáfunnar 1963. Ragnhildur fæddist að Leifs- stöðum í Vopnafirði árið 1885, en 17 ára að aldri réðst hún til Jós- eps Axfjörðs, sem þá bjó að Felli. Fluttust þau seinna í Fannardal, og hélt Ragnhildur heimili fyrir Jósep meðan hann lifði. Jósep andaðist haustið 1946. Kommúnistar og Framsókn lýsa yfir sameiginlegri stefnu í efnahagsmálum SÚ athyglisverða yfiriýsing var gefin í nefndaráliti minni hlnta Fjárveitinganefndar, sem dreift var á Alþingi í gær, að stefna Framsóknarflokks- ins og kommúnista í efnahags málum væri ein og hin sama. í nefndarálitinu segir m. a.: „í samræmi við yfirlýsta STEFNU flokka OKKAR, sem rækilega er ...“ „ViÐ höfum lýst þeim MEG INREGLUM, sem stjórnarand staðan setti sér við lausn EFN AH AGSMÁLANNA“. ... „Andstæð þessari stefnu er sú STEFNA, sem VIÐ höfum lýst ■ • Þessar tilvitnanir í nefndar- álitið sýna glögglega að þeir Halldór E. Sigurðsson, Ágúst Þorvaldsson og Ingvar Gísla- son fyrir hönd Framsónkar- flokksins og Geir Gunnarsson fyrir hönd Kommúnistaflokks ins lýsa yfir - SAMEIGIN- LEGRI STEFNU flokka sinna í efnahagsmálum. Þessar yfir- lýsingar eru alveg ótvíræðar. Hér er talað um eina STEFNU þessara tveggja flotoka. — Til þess að leggja aukna áherzlu á samstöðu þessara tveggja flokka í efnahagsmálum tal- aði Halldór E. Sigurðsson jafnan um „stjórnarandstæð- inga“ í ræðu sinni um fjárlög- in en ekki um eigin flokik. Nú er bara spurningin hvort hér er um að ræða kommúniska stefnu, sem Framsóknarflokk- urinn hefur tfleinkað aér eða „hina leiðina", sem kommún- istar hiafa tekið upp eða kannski eins konar blöndu af hvoru tveggja. Tillaga íslands — um verndun íiskistofna samþykkt hjá SÞ Fimmtudaginn 12. desember var samþykkt á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna tillaga íslands um verndun fiski stofnanna á úthöfunum og auka alþjóðasamvinnu um skyn- samlega nýtingu og varðveizlu þeirra. Var þessi íslenzka tillaga samþykkt samhljóða í 2. nefnd allsherjarþingsins. Hlaut tillagan 60 atkvæði, en 5 ríki sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Daginn áður, miðvikudaginn 11. desember, flutti Hannes Kjartansson, sendiherra, framsöguræðu um tillöguna og gerði grein fyrir efni hennar og tilgangi Er í tUlögunni skorað á allar þjóðir að auka samvinnu sína á þessu sviði, m.a. með sérstöku tilliti til þarfa þróun- arlandanna og efla jafnframt það starf, sem FAO hefur unnið í þessu efni. Jafnframt er öðrum sérstofnunum Sam- einuðu þjóðanna, sem að fiskimálum starfa og varðveizlu auðlinda veraldar, falið að auka starf sitt að því er varðar vernd fiskistofnanna, efla samvinnu sína og stuðla að sem beztri nýtingu auðæfa hafsins. Þá er framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna falið að senda skýrslu til 49. fundar Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna um það, hvað þióðir samtakanna og alþjóðastofnanir þeirra hafa aðhafst varðandi framkvæmd þessarar tillögu. Skal Efnahags- og félagsmálaráðið síðan gefa 25. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna skýrslu um það, sem áunnizt hefur um vemdun og varðveizlu fiskistofn anna og betri nýtingu þeirra á grundvelli hinnar íslenzku tillögu. Eftirfarandi riki óskuðu eftir því að gerast meðflutnings- aðilar að íslenzku tillögunni: Bretland, Filippseyjar, Kanada, Noregur, Malta, Libya. Æskulýðsfylkingín í eggjnknsfi Háskólabíó leggur fram skaðabótakröfu vegna skemmdarverka LÖGREGLAN tók í fyrrakvöld 18 félaga í Æskulýðsfylkingunni í Reykjavík og Kópavogi fyrir óspektir á tónleikum banda- rískrar og kanadískrar hljóm- sveitar í Háskólabíó. Köstuðu þeir eggjum að hljómsveitar- mönnum, og unnu spjöll á húsi og húsmunum í bíóinu. Hafa forráðamenn Háskólabíó nú far- ið fram á skaðabætur vegna þessa athæfis. Ekki tókst þessu fólki að hleypa upp tónleikunum sjálfum, heldur gerði hljómsveit- in aðeins hlé á leik sínum í nokkr ar mínútur meðan lögreglan fjar- lægði ólátaseggina úr húsinu. Lögreglan fór með fólk þetta til yfirheyrslu í lögreigl>ustöðiina þar sem í ljós kom, að allir óláta- seggirnir voru úr Æsfkulýðtefylk- ingunni í Reykjavílk og Kópa- vogi. Kom það og fram er Skýrsla var tekin af fólkinu, að það hafði fengið sent boðsbréf uim að ta'ka þátt í þessum óspektum dag inn áður eða samidægurs. Kotm fólkið saman í húsi Æskulýðs- fylkingarinnar að Tjamangötu 20, þar sem eggjakassi beið þess, og var því úthlutað eggjum, sem sdðar var kastað að hljómsveitar- mönnum í Háskólabíói. - HITAVEITAN Framhald af hls 32. framkvæmda á árinu 1969. En i samráði við borgarráð og atvinnu málanefnd hefði verið sótt urn lán hjá Atvinnuleysissjóði til að auka vinnu í borginni með fram- kvæmdum á vegum Hitaveitunn ar. Væru hoirfur á því, að 20 milljónir kr. lán fengist hjá sjóðn um, svo og 10 milljón kr. lán annars staðar. Hitaveitan hefði því 70—80 milljón kr. til fram- kvæmda á árinu 1969.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.