Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 1
r 32 SÍÐUR 282. tb!. 55. árg- ÞKIÐJUDAGUR 17- DESEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tékkóslóvakar halda áfram' endurbótum — en oð mjög takmörkuðu leyti Skorað á Ota Sik oð snúa heim Prag, 16. desember, AP-NTB. • TÉKKÓSLÓVAKAR byggj- ast halda áfram sumum þeim endurbótum á efnahagskerfinu sem byrjað var á fyrir innrásdna. • Fréttamanni bandaríska dagblaðsins New York Times hefur verið vísað úr landi, og er þriðji fréttamaður þess blaðs, sem rekinn er frá Tékkósló- vakíu. • Tékkneskur fræðimaður hef- ur skorað á OtaSik að snúa aft- ur heim, og sagt að honum verði ekki refsað fyrir afstöðu sina til innrásarinnar. • Vaciav Pleskot, utanríkis- ráðherra Tékkóslóvakíu, var í Kreml um helgina og ræddi við Gromyko, utanríkisráðherra Rússa. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli. í fréttuim sem borizt hafa af tveggja daga fundi miðstjórnar kommúnistafloíkks Tékkóeló- vakíu, segir, að haldið verði áfram ýmsum endurbótum á efnaihagskerfinu, sem hafnar voru fyrir innrásina í ágúst. — M.a. var sagt, að nokkur fðniað- arfyrirtæki yrðu losuð við op- inber afskipti af rekstri þeirra, en ‘hins vegar var ekki minmzt á að örva ágóðasjónarmiðið, eða á frjálsit markaðsverð, sem byggð ist á framleiðslu og eftirspum, sem voru tvö aðaiatriðanna í hin um upphaflegu endurbótum. Sagt var að þessi mál yrðu rædd frekar á öðrum miðstjóm- arfundi á miðju næsta ári. Fréttamanni „The New York Times“ í Prag, hefur verið vísað úr landi og gefið að ®ök að hafa reynt að grafast fyrir um hern- aðarleyndarmál og misnotað tékkóslóvafciska borgara í því skyni. Hann hefði ekki sinnt ítrek- uðum aðvörunum og framkoma hans hefði ekki veríð í samræmi við siðareglur blaðamanna. Fréttamaðurinn hefur neitað þessum ásökunum og kveðst hafa algerlega hreina samvizku. Hann bað um að fá nénari skýringu á ákærunum, en því var neitað. Hann er þriðji fréttamaður þessa blaðs, sem vísað hefur ver ið frá Tékkóslóvakíu. Framhald á bls. 25 Pétur Ottesen Pétur Ottesen látinn Pétur Ottesen, fyrrverandi alþingiismaður, lézt á heimilli sínu Ytra Hólmi í Akranes- hreppi í gærmorgun áttræður að aldri. Varð hann bráð- kvaddur, er hann var við bú- störf, að vanda. Með Pétri Ottesen er genginin einhver litríkasti persóinuleiki á ís- landi, sem langa ævi vann góðum málum það hann mátti af ósérhlífni og heiðarleika. Pétur Ottesen var fæddur á Ytra Hólmi 2. ágúst 1868 og sjálfur bjó hann á föður- leifð sinni frá 1916. Alþingis- maður Borgfirðinga var hann frá 1916—1959, og mun hafa setið Alþingi fslend inga sem þjóðkjörinn þingmað ur lengst aflra manna. Allan þingtíma sinn var hann í hópi atkvæðamestu þingmanna, enda falin ótal trúnaðarstörf. Ekki er unnt að telja öll þau mál, sem Pétur lét til sín taka, en hann hafði forystu í helztu samtökum til styrktar land- búnaði og sjávarútvegi. Hann vair í stjórn Sláturfélags Suð urlands frá 1929 og formaður frá 1948, í Búnaðarfélagi ís- lands frá 1942,. í stjóm Fiski félags fsHands 1945—66 og í stjórn Sementsverksmiðju rík isins. í heimasveit sinni var Pétur ekki síður í forystu alla ævi. Hann var hreppsstjóri frá 1918 og í fasteignamats- nefnd og sýslunefndarmaður var hann í 51 ár. Pétur Otte- sen var Sjálfstæðismaður og ætíð áhrifamaður í sínum flokki. Pétur Ottesen var sl. 50 ár í fararbroddi alls staðar þar sem gott verk var unnið á Framhald á bls. 2 Lokaundirbúningur hafinn: Apollo 8 verður skotið á loft á laugardaginn Fiskafli heims yfir 60 Kennedyhöfða, 16. des. AP. APOLLO 8, leggur af stað í ferðina umliverfis tunglið næsta laugardag og þegar síðastliðinn sunnudag var talningin hafin. Straumur var settur á öll kerfi geimfarsins og sérfræðingar munu halda áfram að reyna þau allt þar til Saturn eldflaugarhreyfill ínn fer í gang.Geimfaramir þrír Frank Bormann, James Lowell og William Anders, g-engust und ir stranga læknisskoðun í dag og að henni lokinni voru þeir lýstir eins hraustir og þeir nokkru sinnum geta orðið. Þessi síðasta vika verður ama söm hjá öllum þeim er að tungl- skotinu vinnia, ekki sízt geim- förunum sjálfum. Þeir verða við æfingar frá morgni til kvölds og fá ekki eina einustu frístund. Líklega er ekki fylgst eins vel með heilsu nokkurra manna. Þeir gangast undir læknisskoðun á hverjum degi og þá er lögS sérstök áherzla á að taka af þeim hjartalínurit og fylgjasit með önduinarstarfsemi, en þau gögn verða notuð till samanburðar með an á ferðinni stendur. Þess er líka gætt eins og kost ur er, að þeir fái ekki neina kvillia, t.d. er búið að bólusetja þá og allla sem nálægt þeim koma við Hong Kong inflúensunni. Ef svo færi að einhver þeirra veikt iist, þó hann fengi ekki nema kvef, væri hann að sjálfsögðu úr sögunni. Það ætti ekki að koma að sök þvi varaáhöfn er til reiðu og nýtur sömu umhyggju og þjálfunar og félagamir þrír, en þó er sagt að það gæti orðið til þess að ferðinni yrði frestað. Síðar í vikunni verður byrjað að setja eldsneyti á eldflaugina og margflókin kerfi hennar einin ig vand'lega yfirfarin. illj. tonn í fyrra — Perú enn mesta fiskveiðilandið Fiskafli heims varð meiri á árinu 1967 en nokkru sínni fyrr, eon þá varð hann í fyrsta skipti yfir 60 millj. tonn. Ekki færri en 13 af mestu fiskveiðilöndum heims öfluðu þá meira en nokkru sinni áður á einu árf hvert fyr- ir sig, en alls varð fiskafli heims á sl. ári 60,5 millj. tonn, sem var yfir 3 millj. tonn meira en árið áður, en þá var samanlagð- ur fiskafli heims 57.3 millj. tonn. Peru varð enn einu sinni mesta fiskveiðiland heims, en þar veiddist metafli eða 10.110.200 tonn og var langt fyrir ofan Japan, en þar var ársaflinn 7.814.000 tonn, sem var einnig meiri afli en nokkru sinni fyrr. Samkv. ársskýrslum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein uðu þjóðanna, FAO er Rauða- Kína talið koma í þriðja sæti og er þar byggt á áætluðum aflatölum frá því fyrir nokkrum árum og aflinn áætlaður 5.808.000 tonn. Sovétríkin eru í fjórða sæti og er ársafli þeirra, sem var meitafli alls 5.777.200 tonn. Nor- egur, sem einnig náði metafla, aða 3.214.300, fór fram úr Banda 'ríkjamönnum, en þar minnkaði aflinn niður í 2.384.100 tonn og urðu Bandaríkin í fimmta sæti, hvað árs afla snerti. Afli Suður-Afríku varð meiri en nokkru siinni fyrr eða 1.644.400 tonn og urðu þessi lönd sam- eiginlega í sjöunda sæti í fyrra í stað ellefta 1966. í áttunda, niunda og tíunda sæti voru Spánn (1.430.600 tonn) Indland (1.400.400 tonn) og Kan ada (1.289.800 tonn) og náðu þau öll metafla. Indónesía gaf ekki upp neinar tölur um fiskafla fyrir árið 1967, en kann vel að hafa farið fram úr afla ársins 1966, sem var 1.201.600 tonn. Danmörk, sem var í 12. sæti, fékk metafla, sem nam 1.070.400 tonnum. >á varð Chile Framhald á bls. 31 Skrímslið fundið í Loch Ness? EKKERT GENG- UR í PARÍS - EKKERT miðar enn í samkomu- lagsátt í París. Ky, varaforseti SuðurVietnam gagnrýndi Clif- ford, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, harðlega í dag, fyrir að kenna Suður-Vietnam um að friðarviðræðurnar skuli ekki enn vera hafnar. Clifford hefur gefið í skyn að búast megi við mjög auknum hernaðaraðgerðum kommúnista fyrir áramót. Birmingham, Englandi, 16. desember (AJP). Lengi hefur sú saga gengið að í Loch Ness vatni í Skot- landi búi skrimsli eitt mikið, sem margir hafa þótzt sjá. Margvíslegar rannsóknir hafa verið gerðar á vatninu, en þær engan árangur borið. í sumar sem leið vann leið- angur frá háskólanum í Birm- ingham að rannsóknum við Loch Ness undir stjórn Davids Gordons Tuckers prófessors, ©g telur prófessorinn sig hafa heyrt grunsamleg hljóð niðri í vatninu. Leiðangur Tuckers prófess- ors hafði meðferðis ,,sonar“ hlustunartæki, svipuð þeim sem notuð eru til að hlusta eftir kafbátum neðansjáva-. Segir hann að með tækjum þessum hafi hann orðið var við undarlegar hreyfingar niðri í vatninu, og ætlar hann að halda rannsóknum áfram. „Ég ihef aldrei séð neitt líkt mælingunum, sem við feng- um neðan úr vatninu," sagði Tucker prófessor í viðtali í Birmingham í dag. Tucker prófessor og leið- angur hans dvöldust um tveggja vikna skeið við Loch Ness við rannsóknir sínar, og annar leiðangur vann þar að rannsóknum í sumar frá 17. maí til 4. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.