Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						*    2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968
Sjötíu og sex meiddust
í umferðaróhöppum
— vikurnar 27.okt.-23. nóv. s/.
UMFERÐARÓHÖPP, þar sem
ífólk varð fyrir meiðslum, urðu
Í50 talsins vikurnar 27. október
%il 23. nóvember 1968 og er sú
tala fyrir ofan efri vikmörk, sem
foyggð eru á reynslu frá 1966 og
1967, að því er segir í frétta-
tilkynningu frá Framkvæmda-
iiefnd haegri umferðar, en henni
ihafa borizt tilkynningar úr lög-
sagnarumdæmum landsins um
limferðaróhöpp, sem lögreglu-
menn hafa gert skýrslur um
fyrrgreint fjögurra vikna tíma-
hil.
Á þessu tímabili urðu 326 um-
ferðarslys á vegum í þéttbýli en
'40 á vegum í dreifbýli eða alls
B66 umferðarslys á landinu öllu.
5>ar af urðu 210 í Reykjavík.
Samkvæmt reynslu frá 1966 og
1967 eru 90% líkur á því, að
Slysatala í þéttbýli sé milli 298
ög 472, en í dreifbýli milli 28 og
53, ef ástand umferðarmála helzt
óbreytt. Slík mörk eru kölluð
vikmörk, eða nánar tiltekið 90%
vikmörk, ef mörkin eru miðuð
vjð 90% líkur. Slysatölur voru
því milli vikmarka bæði í þétt-
býli og dreifbýli. Af fyrrgreind-
um umferðarslysum urðu 137 á
vegamótum í þéttbýli við það,
að ökutæki rákust á. Vikmörk
fyrir þess háttar slys eru 98 og
149. Á vegum í dreifbýli urðu
13 umferðarslys við það, að bif-
reiðar ætluðu að mætast. Vik-
mörk fyrir þá tegund slysa eru
9 og 26. Alls urðu í vikunum 50
umferðarslys, þar sem menn
urðu fyrir meiðslum. Vikmörk
fyrir tölu slíkra slysa eru 21 og
49. Er því tala slíkra slysa fyrir
ofan efri vikmörk. Af þeim sem
meiddust voru 17 ökumenn, 5
hjólreiðamenn og 16 gangandi
menn  eða alls 76 menn.
Ný gjaldskrá gatna-
gerðargjalda
—  Verða  tengd  byggingarvísitölu
Á FUNDI borgarstjórnar í gær
var til umræðu tillaga um nýja
gjaldskrá fyrir gatnagerðar-
gjöld, sem samþykkt var í borg-
arráði af fulltrúum allra flokka.
Metframleiosla
á áli í Noregi
Osló, 19. desember (NTB)
ÁLFRAMLEIÖSLAN í Noregi
hefur slegið öll fyrri met á þessu
ári. Hún verður um 470.000 lest-
ir og nemur framleiðsluaukning-
in 110.000 lestum eða 30% mið-
að við síðasta ár, segir Jean
Michelet, aðalforstjóri A/S Ar-
dal og Sunndal Verk, í árs-
skýrslu. Yfirlitið sýnir, að heild-
arframleiðslugetan er nú meira
en hálf milljón lesta á ári. Nor-
egur er þar með mesta álfram-
leiðsluland Vestur-Evrópu og
fjórða mesta álframleiðsluland
heims á eftir Bandaríkjunum,
Sovétríkjunum og Kanada.
Útflutningur á áli hefur aldrei
verið meiri en á þessu ári. Hann
mun nema rúmlega 440.000 lest-
um, sem er um 125.000 lestum
meira en í fyrra eða um 40%
aukning. Verðmæti álútflutnings
ins mun líklega nerna 1.5 millj-
arði norskra króna.
Aukning útflutningsins á
fyrstu tíu mánuðum þessa árs
nam 46.5% aif heildar vöruút-
Qutningi Norðmanna. Áliðnaður-
inn hefur því sfcuðlað mjög að
bættum greiðslujöfnuði við út-
lönd.
Fáar iðngreinar hafa verið í
jafnörum vexti í Noregi á und-
Washington, 19. des. (AP)
ETHEL Kennedy sagði blaða-
mönnum frá þvi í dag, að ellefta
barn hennar, stúlka sem fæddist
fyrir fáeinum dögum, hefði hlot-
ið við skírn nöfnin Rory Eliza-
beth Ca.the.rinc. Frúin fór heim
af fæðingardeildinni í dag og í
fylgd með henni voru mágur
hennar, Edward Kennedy og
kona hans.
anförnum árum og álðnaðurnn
og hefur framleiðsluaukningin
að jafnaði verið um 16%. Ástæða
er til að ætla, að þessi þróun
haldi áfram á næstu árum. Mörg
fyrirtæki hafa ákveðið að færa
út kvíarnar og mun heildarfram-
leiðslugetan verða rúmlega
700.000 tonn 1971—72, að sögn
Michelets.
Álneyzla hefur meira en tvö-
faldazt á Vesturlöndum á und-
anförnum átta árum, úr um 3,2
milljónum lesta árið 1960 í um
6.7 milljónir lesta á þessu ári. Á
þessu ári hefur framleiðslugeta
áliðnaðarins á Vesturlöndum
aukizt um rúmlega 600.000 lest-
ir. Engar nýjar álverksimiðjur
tóku til starfa og aukningin staf-
ar af stækkun verksmiðja. í árs-
lok mun framleiðslugeta áliðn-
aðar hins vestræna heims nema
rúmlega 7.2 milljónum lesta á
ári. Michelet forstjóri segir, að
gott jafnvægi hafi ríkt milli
framleiðslu og neyzlu sé litið á
Vesturlönd sem heild.
Hann segir, að hinn öri vöxfcur
og viðgangur er nú eigi sér stað
í norskum áliðnaði gefi ástæðu
til töluverðrar bjartsýni. En hann
bendir á, að nokkur ríki hafi tek-
ið upp styrki við álframleiðslu
og veki sú stefna ugg. Bretar
muni reisa þrjár álverksmiðjur
er fyrst um sinn geti framleitt
um 260.000 lestir samanlagt og
í ráði sé að reisa fcvær og ef til
vill þrjár álverksmiðjur í Vest-
ur-í>ýzkalandi með opinberri
fj árhagsaðstoð.
Michelet segir í skýrslu sinni,
að slík fjárhagsaðstoð geti leitt
til glundroða á raunverulegri
samkeppniaðstöðu og muni það
valda norskum áliðnaði töluverð
um skakkaföllum. Að þessu leyti
séu horfurnar ekki uppörvandi í
svipinn.
Aðgöngumiðar
sundstaða hækka
Á FUNDI horgarstjórnar í gær
var til umræðu tillaga um
nokkra hækkun á gjaldskrá
Sundstaða, sem samþykkt var
Samhljóða j borgarráði.
Samkvæmt henni hækka að-
göngumiðar barna úr 4 kr. í 5
kr., aðgöngumiðar fullorðinna í
skiptiklefa eða skápa úr 11 kr. í
15 kr. og fyrir fullorðna í sér-
klefa úr 14 kr. í 18 kr,
Gerir tillagan ráð fyrir 15—24%
hækkun á gatnagerðargjöldum.
Jafnframt er gert ráð fyrir að
gatnagerðargjald fylgi framveg-
is byggingarvísitölu.
Verði tillaga þessi samþykkt
verður gjaldskrá gatnagerðar-
gjalda, sem hér segir fram til 1.
nóv. 1969 og er verðið miðað við
hvern rúmmetra:
Einbýlisihús allt að 550 rúimm.
kr.  186.00.
Einbýliáhús rými umfram 550
rúmm. kr. 310.00.
Raðhús 124.00.
Tvíbýlishús 124.00
Fjölbýlishús 4 hæðir og lægri
46.00.
Fjölbýlishús yfir 4 hæðir
37.00.
Verzhmar- og iðnaðairhús og
annað atvinnuhúsnæði skv. nán-
ari ákvörðun borgarráðs frá kr.
50.00 til 310.00.
Aðalsteinn Guðjohnsen
Ráðinn nýr
rafmagnsstjóri
Á FUNDI borgarstjórnar í gær
var samþykkt með öllum greidd-
um atkvæðum að ráða Aðal-
stein Guðjohnsen, deildarverk-
fræðing, rafmagnsstjóra Reykja-
víkur frá 1. janúar nk. að telja.
Aðalsteinn Guðjohnsen fædd-
ist 23. desember 1931 á Húsavík.
Hann varð stúdent 11961 og lauk
BS-prófi í raforkuverkfræði frá
University of Pennsylvania 1954
og MS-prófi frá Stanford Uni-
versity í Kaliforníu 1955.
1955—57 starfaði Aðalsteinn
sem verkfræðingur hjá Raf-
¦magnsveitu Reykjavíkur, varð
deildarverkfræðingur áætlana-
deildar sömu stofnunar 1957 og
hefur gegnt störfum deildar-
verkfræðings veitukerfisdeildar
¦frá 1963. Hann hefur haft um-
sjón með áætlunum og skipu-
lagningu veitukerfis Rafmagns-
veitu Reykjavíkur frá 1957 og
einnig framkvæmd og rekstri
þéss frá 1963.
Loch Ness stöðuvatnið i Skotlandi. Nú hallast ýmsir þekktir
vísindamenn að því að skrimslið sé í raun og veru til og
hafi aukið kyn sitt á þeim tæpum 40 árum sem liðin eru síð-
an sögurnar um tilvist þess komust á kreik.
- MARKETAKIS
is hefði hitt Andreas Papan^
dreou, gríska útlagaleiðtogann,
að máli í Strassborg í síSasta
miánuði og hefði Marketakis þá
lýst yfir því af fúsurn vilja, að
hann hefði sætt pyntinguim í
Grikklandi. Marketakis er nú
staddur í París, en þangað var
hann fluttur af fulltrúuni grísku
stjórnariinnar frá Stokkhólmi
um LfOndon og mun hann siíðan
halda áfram til Griíkklands. Fyrr
í vikunni leitaði hann til gríska
sendiráðsins í Stokkihólmi.
Blaðamannafundur Marketakis
í París í dag var mjög stonma-
samur og gat ekki hafizt fyrr en
Grikki nokkur, sem hann kvað
frænda Papandreous, og hafa
tekið þátt í ráninu á sér, fór út.
Hann kvaðst fús að vitna fyrir
mannréttindanefndinni.
Norman Thomas
látiiui
Huntington, 19. des. (NTB)
NORMAN Thomas, sem var
frambjóðandi sósíalista i sex for-
setakosningum ,lézt í dag í Hunt
ington í New York-ríki, 84 ára
gamall.
Thomas var fæddur í Marion
í Ohio og útskrifaðist firá Prince-
ton háskóla 1905. Hann var vígð-
ur presbytaraprestur 119*11. Hann
var frambjóðandi sósíalista í öll-
um forsetakosningum frá 1928 tii
1948 og bauð sig oft fram til
ríkisstjóra í New York-ríki og
til  borgarstjóra  í  New  York-
borg.
----------» ? >
„QUEEN  ELIZABETH  II",  hið
nýja farþegaskip Breta, kom í
dag úr reynslusiglingu fyrir fullu
vélarafli. Tilraunin gekk að ósk-
um og skipið náði 32.46 hnúta
hraða (59.34 km á klst).
- LOCH NESS
Framhald af bl«. 1
Ness vatninu komst fyrst í há-
mæli í kringum 1930 og síðan
hafa ferðamenn streymt á stað
inn og margir telja sig hafa
orðið vara við skrímslið. Svo
hefur viljað til, að skrímslið
hefur hvað mest látið að sér
kveða meðan aðalferðamanna
tími hefur verið í Skotlandi og
vantrú manna manna á fyrir-
bærinu hefur verið talsverð.
Því meiri athygli hafa nú vak
ið rannsóknir vísindamanna,
sem allir eru þekktir menn og
í miklu áliti, og sú yfirlýsing
þeirra að frekari athuganir
kunni að leiða í ljós, að á
botni Loch Ness hafizt við eitt
eða jafnvel mörg skrímsli.
Ætluðu að
liggja úti
TVEIR Bretar gerðu sér lítið fyr-
ir í norðaustanbálinu og kuldan-
um í gærkvöldi og skriðu til
svefns ofan í svefnpoka sína und-
ir vegg Umferðarmiðstöðvarinn-
ar. Lögreglan hafði spurnir af
þessu og sendi Axel Kvaran, varð
stjóri, menn til Bretanna að
kanna, hvernig í málinu lægi.
Reyndust þarna var tveir brezk
ir fjallamenn. Sögðuat þeir alvan
ir því að liggja úti, og kváðust
ekki smeykir við frostið. Lög-
reglumennirnir buðust til að
benda þeim á tjaldstað en það
vildu Bretarnir ekki heyra nefnt.
Bauð Axel þeim þá húsaskjól
og þegar þeir höfðu skilið að ekki
var um handtöku að ræða þáðu
þeir með þökkum að gerast gisti-
vinir lögreglunnar. Kváðust Bret-
arnir ætla að halda austur fyrir
fjall og eyða jólunum einhvers
staðar á hálendinu.
Stdrt borgursvæði rufanugnsluust
STÓRT svæði í Reykjavík varð
rafmagnslaust í gærkvöldi, þeg-
ar strengur frá aðveitustöð í
Háaleitishverfi bilaði. Olli bilun
í strengnum því að ein aðveitu-
stöð við Elliðaár leysti út og
urðu öll hús, sem fá rafmagn frá
þessum aðveitustöðvum raf-
magnslaus .Rafmagnið fór um
klukkan  20:45 og  um  klukkan
21r40 fengu síðuistu húsin aftur
rafmagn, en skipt var yfir á vara
strenginn frá aðveitustöðinni í
Háaleitishverfi.
Öll hús við Háaleitisbraut,
Álftamýri, Skálagerði, Stóra-
gerði, Fellsmúla, Skeifuna og
Hvassaleiti urðu rafmgahslaus
vegna þessarar biluriar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32