Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 196«
Ágreiningur vegna ferðaformanns
Hlífar um Straumsvíkursvæðið
WiGAR Hermann Guðmundsson.
formaöur Verkamannaféagsins
lllífar í Hafnarfirði, var á leið
inn á athafnasvæðrð í Straums-
vík í gærmorgun tilkynnti hlið-
vörðurinn honum, að hann hefði
fengið fyrirskipun um að hleypa
Hermanni Guðmundssyni ekki
inn á svæðið. Nærstaddir verfca-
menn hindruðu vörðinn í því að
stöðva ferðir Hermanns og fór
hann sinna ferða. Karl Magnús-
son, hliðvörður, tjáði Morgun-
blaðinu í gær, að hann hefði
fengið munnlega fyrirskipun um
að hleyfia Hermanni ekki inn á
svæðið. Philip Miilier, viðskipta-
legur framkvæmdastjóri ÍSALS,
tjáði Morgunblaðinu, að hlið-
vörðurinn hefði fengið fyrir-
skipun um að tilkynna yfirmönn-
um um komu Hermanns, þar sem
þeir vildu, að hann færi ekki um
svæðið nema í fylgd með verk-
íræðingi. Halldór Jónsson, stjórn
arformaður ÍSALs, sagði Morg-
unblaðinu í gærkvöldi, að stjórn
'ÍSALSs hefði þá ekki tekið mál-
ið til meðferðar. Á fundi mið-
stjórnar ASÍ í gær voru sam-
þykktar vítur á erlenda fram-
kvæmdastjórann, sem að fyrir-
skipun þessari stóð, og var
Hannibal Valdimarssyni, forseta
ASÍ, »g Hermanni Guðmunds-
syni falið að ganga með sam-
þykkt þessa á fund dómsmála-
Táðherra.
Hermann Guðmundsson sagði
Morgunblaðinu svo frá: „Ég
'þurfti að ganga á fund yfir-
¦rr-anna sænsku verktakanna
SÍAB og kom að Straumsvíkur-
•hliðinu ásamt Hallgrími Péturs-
syni, starfsmanni Hlífar, um
klukkan hálf tíu. Þegar við kom-
i'»n í hliðið tilkynnti hliðvörður-
inn mér, að hann hefði um það
.•'ikveðin fyrirmæli að ekki mætti
'nleypa mér inn á svæðið. Ég vissi
vel, að maðurinn var aðeins að
gera skyldu sína, en sagði honum
að enginn myndi stöðva ferðir
mínar inn á svæðið. Tveír nær-
staddir verkamenn brugðu við og
hindru'ðu vörðinn í að stöðva
ferðir mínar. Ég gek'k síðan á
fund yfirmanna SÍAB og að
tfundinum loknum fór ég út af
svæðinu. Ég mun, hvenær sem
¦nauðsyn krefur, fara allra minna
íerða um Straumsvíkursvæðið"
sagði Hermann.
Karl Magnússon, hliðvörður,
sagði Morgunblaðinu, að hann
'hefði fengið ákveðna fyrirskip-
lun, munnlega, frá PhilLp Múller,
viðskiptalegum framkvæmda-
stjóra ÍSALs, um það, að ekki
væri óskað eftir því, að Her-
rnann Guðmundsson kæmi inn á
Straumsvíkursvæðið  og  kvaðst
Karl aðeins hafa verið að fram-
fylgja þeirri fyrirskipan.
Philip Muller sagði Morgun-
blaðinu, að hliðvörðurinn hefði
greinilega misskilið fyrirskipun
þá, sem hann fékk í sambandi
við komur Hermanns Guð-
mundssonar.
„Það er hrein vitleysa, að ég
hafi skipað hliðverðinum að
banna Hermanni að koma inn á
svæðið. Ég vildi aðeins fá að
Vita um komur hans svo ég gæti
sent verkfræðing á vettvang til
að  fyrirbyggja  það,  að  ferðir
Hermanns um svæðið skapi erf-
'iðleika eða jafnvel hættu á stór-
tjóni.
1 Þessi afstaða mín er til komin
vegna þess að fyrir fjórum dög-
um kom Hermann inn í kerja-
skálann og stöðvaði þar alla
vinnu án vitundar verkstjóra og
verkfræðinga.
Starfið, sem þar er unnið, er
þess eðlís, að slíkar skyndilegar
¦stöðvanir geta valdið erfiðleikum
,og skapað hættu á stórtjóni og
tii þess að fyrirbyggja slíkt gaf
ég   fyrrgreinda   fyrirskipun",
sagði Muller.
Morgunblaðið snéri sér til Jó-
hanns Hafstein, dómsmálaráð-
herra, vegna þessa máls og sagði
hann: „Að sjálfsögðu heyrir þetta
mál ekki undir mig sem dóms-
málaráðherra. Hins vegar frétti
ég í gaer af þvi, að árekstur hefði
orðið þarna suður frá og þar sem
ég sem iðnaðarmálaráðherra hef
haft mjög náin tengsl við þessar
framkvæmdir, spurðist ég fyrir
um málið.
Ég tel, að ég hafi þegar komið
áleiðis þeim leiðréttingum, sem
koma í veg fyrir frekari árekstra
í bili, og hef ég gert frekari ráð-
stafanir til þess að eiga eftir ára-
mót viðræður við viðskiptalegan
framkvæmdastjóra fSALs og einn
ig mun ég ræða málið nánar viS
formann Hlífar, Hermann Guð-
mundsson, sem ég hef þegar átt
nokkrar viðræður við".
Annir á Alþingi:
Tíu frumvörp
afgreidd sem lög
M.a. frumvarp um ráðstafanir vegna
sjávarútvegsins og trumvarp um
botnvörpuveiðar í landhelgi
LANGIR fundir voru í báðum
deildum Alþingis í gær, og voru
niargir fundir haldnir i báðum
deildum. Miklar umræður urðu
í neðri deild um stjórnarfrum-
varpið um ráðstafanir vegna
sjávarútvegsins, en í efri deild
urðu mestar umræður um frum-
varpið um togveiði innan land-
helgi.
Eftirtalin frumvörp voru tekin
tii umræðu og afgreiðslu:
Nálmslán og námstyrkir
Frumvarpið tekið til 2. og 3.
umræðu í efri deild. Auður Auð-
uns mælti fyrir nefndaráliti
menntamálanefndar sem mælti
einróma með samiþykki frum-
varpsins. Frumvarpið síðan af-
greitt sem lög frá Alþingi.
Skólakostnaður
Tekið til umræðu í efri deild.
Auður Auðuns mælti fyrir áliti
meiri hluta menntamálanefndar,
sem vildi samþykkja frumvarpið
óbreytt, en Páll Þorsteinsson
mælti fyrir minni hluta áliti.
Frumvarpið var afgreitt sem lög.
Ráðstafanir vegna landbúnaðar-
ins
Kom til umræðu í efri deiW.
Steinþór Gestsson mælti fyrir
áliti  meiri  hluta  landbúnaðar-
nefndar, en Ásgeir Bjarnason
fyrir minni hhita áliti. Auk
þeirra tóku þátt í •umræðum þeir
Jón Ármann Héðinsson og Jón
Þorsteinsson. Frumvarpið af-
greitt sem lög.
Bann gegn botnvörpuveiðum
1 Pétur Benediktsson mælti fyr-
ir nefndaráliti, en í uimræðumim
tóku þátt auk hans Ólafur Jó-
hannesson, Jón Árnason, Karl
Guðiónsson, og Einar Ágústsson.
Deildin samþykkti breytingartil-
lögur frá sjávarútvegsnefnd og
frá Jóni Árnasyni og varð því
að visa frumvarpinu aftur til
neðri deildar. >ar voru breyting-
artillögurnar einnig samiþykktar
samhljóða, og frumvarpið af-
greitt sem lög.
Stofnskrá Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins
Sveinn Guðmundsson mælti
fyrir áliti fjárhagsnefndar efri
deildar um málið, en hún var
sammála um að mæla með sam-
þykkt frumvarpsins. Var það síð-
an afgreitt sem lög.
Verðlagsmál
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
skipan verðlagsnefndar verði ó-
beytt næsta ár. Sveinn Guð-
mundsson mælti fyrir áliti fjár-
hagsnefndar.   Frumvarpið
greitt sem lög.
af-
Ferðamál
Frumvarp er fjallar um strang-
ari reglur fyrir leyfisveitingum
til ferðaskrifstofa. Afgreitt sem
lög.
Tollskrá
Kom til umræðu í neðri deild.
Matthías Á. Mathiesen mælti
Jyrir nefndaráliti fjárhagsnefnd-
ar sem var sammála um að mæla
með samþykkt frumvarpsins, er
fjallar um breytingar á toll-
Isrkránni. Afgreitt sem lög.
l'óknun fyrir innheimtu opin-
berra gjalda
Sigurður Ingimundarson og
Skúli Guðmundsson mæltu fyrir
meiri og tninni hluta álitum
íjárhagsnefndar. Meiri hluti
Inefndarinnar lagði til að frum-
Ivarpinu yrði vísað til ríkisstjórn-
,'arinnar og var sú tillaga sam-
Iþykkt.
Ráðstrtfanir vegna sjávarútvegs-
ins
Miklar umræður urðu ¦um mál-
ið í neðri deild. Sverrir Júlíus-
'son mæltí fyrir áliti meiri hluta
isjávarútvegsnefndar, en Björn
Pálsson fyrir minni hluta álitinu.
Einn þingmanna er stóð að meiri
ttiluta álitinu, Pétur Sigurðsson,
ritaði undir með fyrirvara og
gerði hann grein fyrir afstöðu
isinni. Aðrir sem tóku þátt í um-
iræðum um frumvarpið voru
Eggert G. Þorsteinsson, Magnús
Kjartansson, Lúðvík Jósefsson,
Eysteinn Jónsson og Þórarinn
Þórarinsson.
Frávísunartillaga minni hluta
sjávarútvegsnefndar var við at-
kvæðagreiðslu felld með 18 atkv
igegn 16, og frumvarpið var síðan
afgreitt sem lög.
IBjargráðasjóður
Frumvarp þetta gerir ráð fyrir
að framlög til Bjargráðasjóðsr
verði aukin til muna. Var það
tekið til 3. umræðu í efri deild
og til þriggja umræðna í neðri
deild, og afgreitt sem lög.
I?
NYJAR VORUR A
GÖMLU VERÐI í ÚRVALI.
m KARNABÆR
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI12330.
FORELDRAR!
„ERUÐ ÞIÐ f VANDRÆÐUM MEÐ GJAFIRNAR
FYRIR UNGA FÓLKIÐ Á HEIMILINU?"
VIÐ  BJÓÐUM  MJÖG  FJÖLBREYTT  ÚRVAL
FATNAÐAR Á UNGT FÓLK Á ÖLLUM ALDRI.
NYJAR VORUR
TEKNAR UP DAGLEGA.
Munið gjafakortin okkar
ÞAÐ ER OFT VANDI AÐ VELJA Á UNGA
FÓLKIÐ OG KOMA GJAFAKORTIN ÞÁ f GOÐAR
ÞARFIR. ÞAU ERU Á IIVAÐA UPPHÆÐ SEM
ÓSKAÐ ER EFTIR.
NÝKOMIÐ: KJÓLAR — HERRA-
SKYRTUR — PEYSUR.
STAKSTEINAR
Viðiæður um
atvinnumál
Fyrir nokkrum dögum hófust
viðræður milli fulltrúa rikis-
sljórnarinnar og Alþýðusam-
bands íslands um atvinnumál. "*"
Megintilgangur þessara viðræðna
er að finna leiðir til þess að auka
atvinnu í landinu og útrýma at-
vinnuleysi, sem þegar hefur gert
vart við sig. Með þátttöku í þess-
um viðræðum hefur Alþýðusam-
band íslands sinnt sjálfsagðri
skyldu, sem umboðsaðili rúmlega
35 þúsund launamanna víðsveg-
ar um landið og skapað sér að-
stöðu til að hafa veruleg áhrif a
aðgerðir ríkisvaldsins í þessu
efni. Hefði ASÍ neilað þátttöku í
þessum viðræðum cins og komm
únistar lögðu til hefði Alþýðu-
sambandið     vanrækt   helga
skyldu sína að leggja sitt af
mörkum til þess að útrýma at-
vinnuleysi, sem ekki er hægt að
þola á fslandi nútímans. Þess mis .
skilnings gætir hins vegar mjög
í forustugreeinum kommúnista-
blaðsins og Tímans í gær, að hér
sé um að ræða viðræður um
kjaramál. Því fer fjarri. Verka-
lýðsfélögin hafa sagt upp samn-
ingum og viðræður við atvinnu-
rekendur munu vafalaust hefj-
ast, þegar báðir aðilar eru reiðu-
búnir til þess en þær viðræður,
sem nú eru hafnar milli ASÍ og
ríkisstjórnarinnar snúast um ráð-
stafanir í atvinnumálum. Það er-
gjör óþarfi að láta misskilning
verða um þetta atriði.
Stuðlað að
atvinnuaukningu
í forustugrein kommúnista-
blaðsins í gær er því haldíð
fram, að rikisstjórin hafi ekki
staðið við fyrirheit, sem hún hafi
gefið sl. vetur um að stuðla að
aukinni atvinnu. Þetta er auð-
vitað fráleit ásökun. Ríkisstjórn- A
in hefur á þessu ári gert mjög
gagngerar ráðstafanir til þess
ag halda atvinnuvegunum gang-
andi. Þetta hefur hún gert með
þvi að, hlaupa undir bagga með
fiskveiðum og fiskverkun og þá
ekki sízt hraðfrystihúsunum og
fullvíst er, að ekkert hefði orðið
úr síldveiðum og hvalveiðum á
þessu ári, ef atbeini ríkisstjórn-
arinnar hefði ekki komið til. Rík-
isstjórnin aflaði einnig fram-
kvæmdaláns í Bretlandi, sem
nam hátt í þriðja hundrað
milljóna króna og leiddi til veru-
legrar og margháttaðrar atvinnu
aukningar. Loks er ástæða til að
minna á þá staðreynd, að þær
tvær framkvæmdir, sem veitt
hafa einna mesta atvinnu á þessu
ári, Búrfellsvirkjun og álbræðsl- *
an í Straumsvík hefðu ekki ver-
ið til staðar, ef fylgt hefði verið
ráðum stjórnarandstæðinga. Það
var einungis fyrir harðfylgi rikis
stjórnarinnar og stuðningsmanna
hennar, sem tókst að tryggja fram
gang þessara miklu framkvæmda.
Viðræður við verka-
lýðshreyíinguna
1 forustugrein Tímans í gær er
sú skoðun sett fram, að ríkis-
stjórnin hefði átt að hafa sam-
ráð við verkalýðshreyfinguna
um aðgerðir í efnahagsmálum. i
þessu sambandi er ástæða til að
vekja athygli á, að t.d. gengis- <"
lækkun, er ekki aðgerð, sem
heppilegt er að beri að á þann
hátt, að langvarandi samninga-
viðræður eigi sér stað á undan
henni. Hvernig halda menn, að
ástatt hefði verið í þessu þjóð-
félagi í haust, ef ráðherrarnir
hefðu setið á löngum samninga-
fundum við verkalýðshreyfing-
una um gengislækkun og hvað
hvað hún ætti að vera mikil?
Sú spurning svarar sér sjálf.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32