Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968
Með bðrnum í jölaskapi
og jólasveinum með galdrastafi
á skólaskemmtunum
Heimsókn á jólagledi
í Mela- og Hhðaskólanum
VIB FÓRUM í heimsókn á
jólaskemmtanir í vtkunni hjá
tveim skólum í borginni, eða
á litlu jólin eins og skemmt-
anirnar eru oftast kallaðar í
skólanum. 1 Hlíðaskólanum
var skemmtun hjá 9 ára börn-
um þegar okkur bar að garS
og í Melaskólanum var
skemmtun hjá 11 ára börn-
um.
Það er mikið um að vera í
skólunum, þegar jólin nálg-
ast. Það er byrjað fyrst í des-
ember að undirbúa jóla-
skemmtanir með því að æfa
leikrit, söng ©g sitthvað fleira,
kennslustofur eru skreyttar
og börnunum er oft kennt að
búa til jólaskraut. Yngstu
börnin setja skóna sína í
gluggana heima og kannski
kemur jólasveinninn við hjá
þeim á nóttinni og eftir þvi
sem naer dregur jólum verður
tilhlökkunin meiri og meiri
hjá börnunum. Siðasta
kennsludag barnanna í skól-
anum er ekki venjuleg
kennsla, heldur jólaskemmtun
með jólatré og- öllu tilheyr-
andi. Börnin koma þá geisl-
andi af gleði í spariskónum
og sparifötunum, fínni og fal-
legri í heild, en venjulega, en
með sama bros í augum og
alltaf þegar þau hlakka til.
Börnin sem við fylgdumst
með í Hlíðaskólanum voru
ákaflega prúð og falleg og það
var skemmtilegt að fylgjast
með þeim á litlu jólunum hjá
iþeim. — Jólaskemmtunin í
Hlíðaskóla var í nokkrum at-
riðum eins og venja er og
krakkarnir byrjuðu á því að
ganga í kring um jólatré. Það
var gengið í kring um jóla-
tré í einni stofunni og sungnir
sálmar  og  jólalög.  Börnin
vönduðu sig við sönginn, en
það var leikið undir á píanó
og kennarar barnanna sungu
með. Þannig var haldið áfram
um stund á hátíðlegri stund
við jólatréð.
Þegar hætt var að ganga í
kring um jólatréð var farið í
inu var dregið frá og ævin-
lýrið um Rauðhettu, sem allir
þekkja var leikið.
I þriðju stofunnj fengu
krakkarnir epli og eldri skóla
systkin þeirra sungu fyrix
þau jólalög og þar sem krakk
arnir voru að keppast við að
iborða eplin sín birtust allt í
einu tveir eldfjörugir jóla-
sveinar. Þeir sögðust nú koma
heldur seint, en þeir gáfu þá
skýringu að jólasveinalyftan
í fjallinu Esju, þar sem þeir
ættu heima hefði bilað á 53.
hæð og 'þeir hefðu verið svo
lengi á leiðinni niður stigana
af því að þar var enginn snjór
Þau eru broshýr 9 ára börnin á jólagleðinni í Hlíðaskóla.
aðra stofu þar sem sýnt var í
brúðuleikhúsi leikritið um
Rauðhettu.
Áður en leikritið byrjaðí
kom jólasveinninn fram á svið
ið í brúðuleikhúsinu og bað
krakkana að syngja með sér
eitt eða tvö lög sem þau gerðu
um hæl og gáfu ekkert eftir.
Þegar söngnum lauk með
jólasveininum í brúðuleikhús-
„orðhgrum við í kringrum einiberjarunn", sungu börnin i Mela-
skóla.
og þess vegna gátu þeir ekki
rennt s'ér á rassinum.
Jólasveinarnir sungu mikið
fyrir krakkana og auðvitað
sungu þau með fullum hálsi.
Allt í einu þegar annar jóla-
sveinninn var að hoppa og
skoppa datt hann í gólfið og
æmti og skræmti. „Hvað geng
ur að þér", spurði bróðir
hans? ,,Það er sprungið á
mér", sagði þá sá sem datt.
„Sprungið"? „Já, sprungið á
löppinni á mér pg komdu með
galdralurkinn strax og gerðu
við".
Og bróðir hans tók göngu-
stafinn sinn og galdraði fótinn
í lag, eins og allir vita eru
göngustafir jólasveina bæði
gaídrastafir og sjónaukar þar
sem þeir geta séð um víðan
völl.
Einn kennarinn spurði
minni jólasveinninn hvort
hann kynni að lesa, en sá
stærri varð fyrir svörum og
sagði að hann gæti alls ekki
lært að lesa.
Krakkarnir fögnuðu jóla-
sveinunum mjög og báðu að
heilsa Grýlu, en jólasveinarn-
ir sögðu að hún hefði nú orð-
ið að . hafa hægt um sig að
undanförnu, þar sem hún
væri svo slæm af gigt. Þó
sögðu þeir hana flandra um
með pokann sinn að leita að
óþægum krökkum, en það
væri víst erfitt að fihna þau
á fslandi.'  -'
Þegar jólasveinarnir voru
farnir fór hver bekkur í sína
stofu og þar áttu nemendurn-
ir hátíðlega stund saman við
kertaljós og jólasögu,
í Melaskólanum fór jóla-
skemmtun barnanna fram á
tveimur stöðum, í anddyri
skólahússins, sem er rúmgóð-
ttr salur og í samkomusal skól
ans, sem er á efstu hæð skóla-
hússins. Einstaklega skemmti-
legur og rúmgóður samkomu-
salur með sérstöku leiksviði
og skreytingum á veggjum
eftir Barböru Árnason lista-
konu.
í anddyrinu gengu börnin í
kring um jólatré og sungu
jólalög og jólasálma. Þegar
við komum í Melaskólann
voru, 11 ára börn á jóla-
skemmtuninni og það var
áberandi hvað öli börnin
sungu, og sungu vel. Það var
W&tMhWi§$mi
. •'¦ ¦¦¦¦.
Ur helgileik í Melaskola.
aðist jólin kom Grýla gamla,
mamma þeirra og vakti þessar
svefnpurkur,  eins  og  hún
Grýla og Leppalúði með 4 af
líka áberandi hvað þau
kunnu vel sálmana og jóla-
lögin, sem voru leikin. Á stiga
palli í anddyrissalnum stjórn-
aði einn kennari söngnum lip
urt og söngkennarinn lék und
ir á píanó.
Eftir að börnin voru búin
að syngja öll helztu jólalögin
var farið upp í samkomusal
þar sem sérstök undirbúin
dagskrá fór fram.
Eiginlega voru fluttir tveir
söngleikir á skemmtuninni
með kór, hljómsveit og leikur-
um.
lithi jólasveinunum sínum.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
sagði. Þegar jólasveinarnir
voru vaknaðir af værum
blundi fór Grýla gamla að
sjóða hafragraut handa þeim
og þeir aðstoðuðu við að
hræra í pottinum. Þegar þeir
voru svo búnir að borða hnaus
þykkan hafragraut fóru þeir
að búa sig undir að fara til
mannabyggða með pokann
sinn.
Svo sást þar sem einn jóla-
sveinninn stóð á hleri við her-
bergi tveggja stúlkna og hlust
aði eftir því hvað þær vildu í
jólagjöf.  Þegar jólasveinninn
„Heims um ból, helg eru jól".
Fyrst lék hljómsveit og kór
söng og siðan komu jólasvein-
ar með Grýlu og Leppalúða
inn í leikinn og þannig var
fluttur söngleikur, sem sagði
sögu af jólasveinunum, lifn-
aðarháttum þeirra og ferða-
lögum. í söngleiknum sáust
jólasveinarnir fyrst inni í
helli sínum þar sem þeir sváfu
ium sumartímann. Þegar nálg-
var búin að skrifa niður lang-
an lista í bókina sína af gjöf-
um sem stúlkurnar voru að
segja hver annarri að þær
langaði að eiga, þá hélt jóla-
sveinninn á brott og hitti
bræður sína, sem voru ann-
ars staðar í sömu erindum. —
Þegar þeir voru allir komnir
saman aftur, héldu þeir til
fjalla aftur til þess að smíða,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32