Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 „Nauðsyn að efla vélskólana úti á landi með bættri aðstöðu og tækjakosti" — deild vélskólans i Eyjum heimsótti aðalskólann i Reykjavik 1 haust tók til starfa í Vest- mannaeyjum deild frá Vél- skóla íslands. Er í vetur kennt 1. stig í Vélskólanum í Eyjum, en áætlað er halda áfram með II. stig næsta vetur. Skóla- stjóri Vélskóla íslands er Gunnar Bjarnason, en skóla- stjóri Vélskólans í Eyjum er Jón Einarsson. Deild frá Vél- skóla Islands er einnig starf- andi á Akureyri. í skólanum í Eyjum eru 23 nemendur þetta fyrsta ár. Fyrir nokkru kom hluti nem- endanna frá Eyjum í heim- sókn í aðalskólann í Reykja- vík og skoðuðu skóJann í fylgd aðalkennara síns og > skólastjóra Vélskóla Islands. 1 Við fylgdumst með á skoðun- arferðinni og röbbuðum við skólastjóra og nemendur. Fara viðtölin hér á eftir: Við röbbuðum fyrst við skólastjóra Vélskólans, Gunn- ar Bjarnason: — Hvað eru margir nemend ur í Vélskóla Islands? — Það eru alls liðlega 200 nemendur. 140 eru í Reykja- vík, þar sem öll 3 stig skólans eru kennd, og um 60 eru í deildunum, sem eru á Akur- eyri og í Vestmannaeyjum. Á Akureyri eru kennd 2 stig, en í Vestmannaeyjum er deild í fyrsta sinn í vetur og þar er kennt I. stig. Á Akureyri er 2. stig kennt í fyrsta sinn í vetur. — Hvemig er aðstaða skól- ans? — í Reykjavík er a'ðstaða skólans stöðugt að þrengjast vegna yfirgripsmeiri efnismeð ferðar. Það eru mikil þrengsili í skólanum, eins og eðlilegt er miðað við að skólinn var tek- inn í notkun 1945 og síðan hefur orðið stórkostleg hreyt- ing á sviði véltækni og auð- vitað hefur það komið niður á aðstöðu skólans. Árið 1959 var tekinn í notkun nýr vélasal- ur í skólanum og bætti hann mikið um. — Hvernig er tækjabúnað- ur? — Tækjabúnaður er mjög sæmilegur eins og er. í haust bættust t.d. við tæki til Nemendur Vélskólans í Vestmannaeyjum skoða tækjabún- að og aðstöðu í smíðadeild Vélskóla islands. Vélarnar tvær til hægri á myndinni eru nýir rennibekkir, sem voru keyptir skólans í haust. — Ljósmynd Mbl. A. J. Þráinn Valdimarsson, nemandi Vélskólans í Eyjum. kennslu í undirstöðuatriðum sjálfvirkni og þetta tæki lofar ákaflega góðu. í fyrra bættist ný deild við skólann, sem nefnist smíða- deild. Sú deild má teljast sæmilega búin tækjum, en til þeirrar deildar voru keyptir tveir nýjir rennibekkir nú í haust í viðbót við önnur tæki, en bráðnau'ðsynlegt var að fá þessi tæki til bættrar aðstöðu og einnig vegna þess að fyrsti hópurinn frá smíðadeildinni útskrifast í vor. Það er óhætt að segja það fullum fetum, að þessi nýmæli í kennslunni með smíðamar hefur gefið miklu betri raun en vonast var til í upphafi. Allir lærðir iðnaðanmenn í þeseum grein- um telja þetta stórt spor í fraunfaraátt. — Hvernig er aðstaða skól- anna úti á landi? — Það er stefnt að því að deildimar úti á landi séu al- gjörlega hliðstæðar því sem samsvarandi deild í Reykja- vík getur látið af mörkum. Ég tel að deildirnar í Vest- mannaeyjum og á Akureyri getið bætt mikið úr í sam- bandi við stoort á vélstjómm á fiskiskipum úti á landi. Það er tvímælalaust mikill akkur í því að setja deildir með lægri stigum skólans út á land ið. í Vestmannaeyjum t.d. hefur aðstaðan gjörbreytzt hjá útgerðinni, því að menn .gáfu sér ekki tíma til þess að fara til Reykjavíkur í skólann. Bæjarfélögin á Akpreyri og í Vestmannaeyjum hafa lagt á það mikla áherzlu að fá skól ann þangað og þau hafa tekið á sig kostnað og undirbúníng við að koma þessu á fót. Ráð- gert er að halda markvisist áfram í uppbyggingu þessara skóla úti á landi. — Hvað um nýjungar í kennslumálum Vélskólans í framtíðinni? — Það er naúðsynlegt að fylgjast vel með öllum nýjung um sem kynnu að geta bætt menntunaraðstöðu í Vélskóla íslands og leggja á það mikla áherzlu að skólinn sé vel bú- inn tækjum. Þegar menn hugsa eða ræða um vélstjóra ber að gæta þess, að þar er ekki aðeins um að Jón Einarsson, forstöðumaður vélskóladeildarinnar í Vest- mannaeyjum. ræða storf til sjós, heldur er vélvæðingin stöðugt a'ð aukast 1 landstörfum og þá sérstak- lega í iðnaði og hliðstæðum greinum. Eftir því sem við getum veitt betri menntun í þessum efnum verða atvinnu- vegirnir sterkari. Við ræddum einnig við Jón Einarsson ífkólastjóra skólans í Eyjum: — Hvað eru margir nem- endur í skólanum í Eyjum, Jón? — Það eru 23 nemendur í skólanum, sem starfar nú á fyrsta ári með I. stigs kenmslu. Allir nemendurnÍT eru Eyja- menn utan 3. Við igerum okk- ur vonir um að næsta vetur ver'ði 2. stigs kennsla í Vél- skólanum í Eyjum eins og á Akmreyri. Það ætti að vera prýðisvel hægt. — Hvemig er aðstaðan i Eyjum? — Aðstaðan er að vísu á frumstigi, en þetta kemur. Við byrjuðum á því í haust að hreinsa út úr gömlu raf- stöðinni í Eyjum allt nema einn gamlan dieselmótor frá 1915, sem er hreinasti safn- gripur og á líklega vart sinn líka hérlendis. Þama kom- um við upp, með aðstoð nem- enda, aðstöðu fyrir kennslu, sem eins .og ég sagði áðan er á algjöru frumstigi, en hús- næðið er í sjálfu sér gott. Við fengum tvær kennsiuvélar frá skólanum í Reykjavík og höfum undanfairið unnið að því að koma þeim upp. Á þess um námskeiðum er þa)ð nýtt að kenna smíðar og við höfum nú þegar fengið sæmilega að- stöðu fyrir þær, svona tii að byrja með, en auðvitað þarf að bæta aðstöðuna til muna með auknum tælrjabúnaði og bættri vinnuaðstöðu. — Hvernig lízt þér á starfið í Eyjum? — Mér lízt vel á það að öllu leyti, nema einu, en það er að við höfum ekki fengið eyri frá því opinbera til skóla haldsins í Eyjum síðan í októ- ber og við höfurn ekki einu sinni getað greitt kennara- Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vélskóla Islands. launin fyrir nóvember og des- ember. Það virðist eiga a'ð reyna rækilega á þolrifin í okkur. Það er rétt að taka það fram, að bæjarfélag Vest- mannaeyja hefur greitt mjög götu þess að koma skólanum á fót og m.a. greitt aUan stofn kostnað, en Vélskólinn átti síðan að greiða reksturinn. Eyjamenn sjálfir eru búnir a)ð greiða um eina og hálfa milljón króna í skólann og á'hugi er mikill fyrir skólanum bæði hjá forráðamönmum bæjairins, íbúum almennt og sérstatolega útgerðarmönnum. Við ræddum að síðustu við Þráin Valdimarsson nemanda í Vélskólamum í Eyjum og fórust honum orð á þessa leið: „Okkur finnst mjög gott að vera búnir að fá skólann til Eyja og það var löngu orðið tímabært, en það þarf að gera miklu meira til þess að aðbúnaður verði góður. En þetta er spor í rétta átt og væntanlega verður skólinn langlífur í Vestmannaeyjum og kemst vonandi á meira skrið næsta vetur með kennslu 2. stigs. Ég tel brýna nauðsyn að leggja mikla á- herzlu á bætta aðstöðu og aukinm tækjakost. Við höfum góðan yfirmann, Jón Einars- son, sem vill allt fyrir okkur gera til þess að námið gangi sem bezt. Vélskólinn er nauð- synleg stofnun í Vestmanna- eyjum, því að það er æskileg- ast að Vestmannaeyjingar geti menntað sína vélstjóra sjálfir. Vonandi verður skólinn sjálf- stæð og vel búin stofn-un í Eyjum í framtíðinni." á.j. Gunnar Bjarnason, skólastjórí, (í miðið) útskýrir tæki í rannsóknarstofu fyrir Vestmannaey ingunum. Lengst til vinstri er Jón Einarsson. ÖTVDLJÐHÚSGÖGN varanleg eign»greidsluskilmalar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.