Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						n>
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA
SÍMI  10*100
**$mibUútíb
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968
Arleg heiöurslaun til Tómasar
Tillaga þess efnis lagð fram í borgarstjórn í gœr
A FUNDI borgarstjórnar í gær
ilajfðj Geir Hallgrímsson, borg-
arstjóri, fram tillögu frá öllum
borgarfulltrúum, sem sæti eiga
á borgarráðsfundum, og í sam-
¦ráði við ýmsa aðra borgarfull-
Borgarstjóri sagði: „Tómas
Guðmundsson hefur með kvæð-
.um sínum lyft Reykjavík í æðra
¦veldi, bæði í vitund Reykvíkinga
sjálfra og annarra landsmanna.
'Hann hefur þannig opnað augu
Reykvíkinga fyrir umhverfinu og
•skapað  með  þeim  heilbrigðan
metnað og samkennd með borg-
inni og lífinu, sem þar er lifað.
/Fyrir þetta erum við Reykvík-
ingar þakklátir og viljum sýna
það í verki á þann hátt, sem
tillagan greinir frá".
Tómas Guðmundsson
trúa þess efnis, að Tómasi Guð-
mundssyni, skáldi, verði veitt
heiðurslaun að upphæð krónur
100 þúsund og er ætlast til, að
.hér sé um árlega heiðursviður-
ikenningu til hans að ræða.
Geir Hallgrímsson sagði, að nú
væru 35 ár liðin síðan ljóðabók
Tómasar Guðmundssonar, „Fagra
iveröld", kom fyrst út, en með
Jtvæðum þar og síðar hafi Tómas
«érstaklega áunnið sér hefðar
nafnið borgarskáld auk þjóð
skáldstitils.
Hlaut mikil
meiðsl
SJÖTÍU og tveggja ára kona rif-
brotnaði, brotnaði á báðum öxl-
um og hlaut höfuðmeiðsl, þegar
hún varð fyrir bíl í gær. Hún var
flutt í Slysavarðstofuna og þaðan
í Landakotsspítala. f gærkvöldi
var líðan konunnar eftir atvik-
um sæmileg.
Konan var á leið vestur yfir
Snorrabraut, þegar óhappið varð.
Gekk hún eftir gangbraut skammt
frá mótum Egilsgötu, þegar að
bar Volkswagenbíl á leið suður
Snorrabraut. Skipti það engum
togum að konan varð fyrir vinstra
frambretti bílsins og lenti hún á
framrúðunni, sem brotnaði við
höggið, en síðan féll konan í göt-
una.
Ökumaður bílsins segist ekki
hafa séð konuna fyrr en um sein
an.
Dettifoss ffór að
bryggju ¦ Hrísey
— Ár liðið frá því síðasti Fossinn kom
EFTIR rúmlega eins árs hlé á
siglingum Fossanna til Hríseyj-
ar, vegna skemmda sem þar urðu
í fyrrahaust á hafnargarðinum,
hefur Dettifoss „rofið" þetta hálf
gerða „hafnbanns-ástand" og var
því almennt fagnað þar er Detti-
tfoss lagðist upp að bryggjunni
17. þessa mánaðar. Var þá rúmt
ár síðan þangað hafði komið
„Foss". Lestaði Dettifoss alls um
130 tonn af frystum fiski til
Bandarikjanna úr fryetilhúsiKEiA
Hriseyingar fögnuðu þessu sem
fyrr segir og þótti þeim skip-
stjórinn Þórarinn Ingi  Sigurðs-
son sýna mikla lagni við að
koma skipinu upp að, því að-
stæður voru ekki sem ákjósan-
legastar vegna veðurs. En allt
gekk vel undir hans öruggu
skipstjórn og einnig gekk skip-
inu vel að komast frá aftur.
Vona eyjarskeggjar að þar með
sé ástæða til að ætla að Hrísey
sé aftur komin inn í þjónustu
Eimskips. Viðgerðinni á hafnar-
garðinum eftir skemmdirnar
imiklu á síðasta hausti er ekki
nærri lokið og mun ekki fylli-
lega ljóst hverjir greiða skulu
tjónið.
Um þessar mundir koma íslenzku síldveiðiskipin í heimahöfn
hvert af öðru eftir langt úthald í Norðursjó. Myndina tók Árni
Johnsen í gærmorgun þegar Örfirisey kom klakasýld inn í
Reykjavíkurhöfn úr norðangarra á hafinu og lagðist utan á
síldveiðiskipið Bretting, sem lika er nýkominn heim. Rár, stög
og reiðar á Bretting voru einnig í klakaböndum. Sjá viðtöl við
sjómenn af Norðursjó á bls. 10.
Frá borgarstjórn í gœr:
Minnihlutaflokkarnir vilja
stðrauka álögur á atvinnu-
fyrirtækin í borginni
— Vilja hœkka aðstöðugjöld um allt að 80 milljónum
A FUNDI borgarstjórnar í gær
var fjárhagsáætlun Reykjavíkur
fyrir næsta ár til annarrar um-
ræðu.
Minnihlutaflokkarnir, komm-
únistar, Framsóknarmenn og Al-
þýðuflokksmenn lögðu fram til-
lögur um stórauknar álögur á
atvinnufyrirtæki borgarinnar.
Skv. þeim tillögum mundu að-
Deildafundum Alþingis
lokið fyrir þinghlé  —
Síðustu deildafundum Alþingis
íyrir þingfrestun lauk í gær-
'kvöld.
i Að lokinni afgreiðslu mála í
efri deild þakkaði þingforseti,
Jónas G. Rafnar, þingmönnum
samstarfið og árnaði þeim og
íjölskyldum   þeirra   gleðilegra
jóla og farsæls árs. Ólafur Jó-
hannesson þakkaði óskir þing-
forseta og færði honum og fjöl-
skyldu hans jóla- og nýársós-kir,
sem þingmenn tóku undir með
því að rísa úr sætum.
I neðri deild flutti forseti
deildarinnar, Sigurður Bjarna-
son, þingmönnum óskir um gleði
leg jól og farsælt nýár. Lúðvík
Jósefsson þakkaði forseta og
færði honum og fjölskyldu hans
ijóla- og nýársóskir, sem þing-
menn tóku undir með því að
xísa úr sætum.
stöðugjöld hækka um 30 til 80
milljónir króna.
Afstaða borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins var hins vegar
sú, að eins og atvinnuastandið í
borginni er, og töluverður skort
ur á atvinnu, kæmi ekki til
mála að auka álögur á atvinnu-
fyrirtækin, enda leiddi það til
þess eins, að atvinnuástand í
borginni versnaði enn frá því
sem nú er.
Umræðum og afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar var ekki lokið er
Mbl. fór í prentun, en hér fer á
eftir frásögn af umræðunum í
gærkveldi.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
fylgdi breytingartillögum bong-
arráðs stuttlega úr hlaði. Ræddi
hann m.a. um þá ákvörðun borg-
arrá'ðs, að veita Tómasi Guð-
mundssyni skáldi 100 þús. kr.
heiðurslaun, en þess er getið
annars staðar í blaðinu.
Þá ræddi hann uni hækkuð
framlög til ýmissa stofnana. Er
í tillögum borgarráðs gert ráð
fyrir að framlög til leikvaEa
hækki úr 3 millj. í 5 miJlj. og
að framlag til Sjúkrasamlagsins
hækkaði úr 90 milljónum í 100
milljónir.
Borgarsitjóri gaignrýndi mjög
tillöguiflutninig  minnijilutaflokk-
anna, er þeir legðu til að hækka
aðstöðuigjöld um tugi milljóna.
(Minnsit hjá Framsókn 30 millj.,
mest hjá krötum 80 milljónir).
Hér væri verið a>ð gera tiJlögur
um stórauknar álögur, á atvinnu-
fyrirtækin, og ef þær yrðu sam-
þykktar hlyti það að koma fram
í minnkuðu greiðsluþoli atvimniU
fyrirtækjainna. Eins og nú væri
komið máluim, væri það óverj-
andi að auka álögur á atvinnu-
fyrirtækin.
Borgarstjóri minntist einnig á
andstöðu Framsóknar við það að
nota til fulis heimild við álagn-
ingu húsaigjalda. Beniti hann á,
að Framsóknarmenn væru mót-
fallnir þessum hækkunum, en
gerou hins vegar náð fyrir þeim,
Framliald á bls. 31.
Þrír sækja um
proíessors
embælti
UMSOKNARFRESTUR um laust
prófessorsembætti í guðfræði-
deild háskólans rann út 18. þ.m.
Umsækjendur eru dr. Björn
Björnsson, sr. Jón Hnefiil Aðal-
steinsson fil. lic. og sr. Jónas
Gíslason.
(Frá Menntamálaráðuneytinu).
Hörður Einarsson
Hörður Einarsson for-
maður Fulltrúaráðsins
iÁ FUNDI stjórnar Sjáfstæðisfé-
laganna í Reykjavík, sem 'hald-
inn var í gærmorgun, var Hörður
Einarsson, hdl., kjörinn formað-
ur Fulltrúaráðsins í stað Bald-
vins Tryggvasonar, sem ekki gaf
kost á sér til endurkjörs í aðal-
stjórn.
Á sama fundi var Ólafur B.
Thors, deildarstjóri, kjörinn vaira
formaður og Steinar Berg
Björnsson kjörinn ritari.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32