Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1969.
Gamfir bslar
wieð vir&ti*
fe&utn svip
MEðAL þess sem eyðilagð
ist í brunanum að Korpúlfs-
stöðum um helgina, var aam-
all bíll — Kanada, Buick, ár-
gerð 1926: „sportmódel" —,
með skemmtilega sögu
að baki. Úr eigu enskra greifa
hjóna kom bíll þessi til fs-
lands: hér spunnust málaferli
út af honum en svo hafnaði
hann sem safngTipur í Árbæj
arsafni og í eigu safnsins var
hann, þegar eldurinn batt
enda á feril hans. En hvað
verður nú um greifahjónin,
sem  sögð  voru  hafa  fylgt
Valgeir við bílinn, þegar þeir báðir voru upp á sitt bezta. Valgeir er í skinnstakknum
finnska,  sem  á  er  minnzt  i samtalinu.
Ferli eina safnbíls landsins lauk í brun-
anum að Korpúlfsstöðum —
bílnum til íslands? Kannske
hefur eldurinn einnig bundið
endanlegan endi á þeirra fer-
il. Hver veit? En sá, sem
mest veit um sögu þessa góða
bíls, er Valgeir Magnússon,
véla- og viðgerðarmaður hjá
Landspítalanum.
„Blessaður vertu — ég hef
stundað ýmis'legt um dagaa",
segir Valgeir, þegar ég kveð
dyra á heimili hans: þangað
kominn til að skrá nokkra
punkta úr löngum ferli gam-
als bíls, sem alla tíð hélt sín-
um virðulega svip, þar til eld
urinn batt sviplegan endi þar
á." Ég hef verið útgerðar-
maður, skipstjóri, stýrimaður,
mótoristi og kokkur, bílstjóri
og braskari."
„Það fyrsta sem ég veit um
þennan bíl", heldur Valgeir
áfram, „er, að Stefán Þorláks
son, þá bóndi í Reykjah'líð í
Mosfellssveit, keypti hann úti
í Englandi og flutti hingað
heim. — Líklega hefur það
verið árið 1935. — Úti í Eng-
landi, skal ég segja þér, átti
að setja bílinn í bílakirkju-
garð. Hann hafði verið í eigu
enskra greifahjóna: ekki man
ég nú lengur hvað þau hétu
þau tignu hjón, en svo hrukku
þau upp af og krakkarnir,
sem við öllu tóku, vildu ekk-
ert með bílinn hiafa — þeim
þótti hann úreltur orðinn —.
Vildu krakkarnir losna við
bílinn fyrir 8 pund í kirkju-
garðinn, þá kom Stefán til
sögunnar og keypti bílinn. Á
átta þund, eins og kirkju-
garðsdvölin átti að kosta.
Nú. Svo átti Stefán bílinn
hér uppi, notaði hann eitt-
hvað sjálfur en seldi hann
svo I KJarli Pálssyni, bílstjóra.
Af Karli keypti ég svo bíl-
inn — það hefur verið 1937—
38.  En út af þeim  kaupum
spunnust málaferli.
— Nú?
— Já, lagsmaður! Mála-
ferli! Þau byggðust á því, að
Stefán hafði selt Karli bíl-
inn með eignarréttarsamningi
— svona eins og húsgögn eru
seld nú til dags. Þegar ég svo
kaupi af Karli verð ég mér
úiti um veðbókarvottorð, sem
segir, að bíllinn sé skuldlaus
með öllu og í þeirri góðu trú
lifði ég, því að ég vissi auð-
vitað ekkert um samning Stef
áns og Karls.
Bíddu nú við. Svo getur
Karl ekki staðið í skilum við
Stefán og málaferlin urðu
milli Karls og mín. Það var
sko spurningin um það, hvort
veðbókarvottorðið héldi eða
ekki héldi. Það komst hölvít-
is harka í þetta en svo fór,
að Stefán gafst upp og sendi
mér bréf þess efnis, að hann
væri hættur við að reyna að
ná bflnum aftur og mætti ég
því líta á hann sem mínaeign
— Og þá áttu loks bílinn?
— Það held ég nú! Nú á
ég bílinn og hann reynist mér
svona skínandi vel. Þegar
fram liðu stundir varð bíllinn
þekktur og margir undruðust
hvað hann dugði og hversu
litlu ég þurfti að kosta til. —
Ojá. Þeir voru margir sem öf
unduðu mig af farkostinum.
Hvar sem ég lagði, dreif að
fjölda manna sem gengu í
kring um bílinn eins og jóla-
tré-
— Ferðaðist þú mikið um
landið?
— Blessaður vertu. Ég fór
um allar trissur. Sjáðu. Hér
er eitt dagblaðið: 20. septem-
ber 1951. Og mynd af mér við
bílinn á baksíðu. Ekki ber á
öðru. Og í blaðinu segir:
Skákmótið í Beverwijk:
Friörik vann Ostojic í 6. umierð
— Tapaði fyrir Geiler og Doda
ÚRSLIT 6. umferðar á skákmót-
inu í Beverwijk, Hollandi, fóru
þannig að Friðrik Ólafsson vann
Ostojic, Júgóslavíu, Botvinnik,
Sovétríkjunum vann Lombardy,
Bandaríkjunum, Ciric, Júgóslav-
íu vann Langeweg, Hollandi,
Geller, Sovétríkjunum vann Ree
Hollandl og Keres, Sovétrikjun-
um vann Doda, Póllandi. Benkö,
Bandaríkjunum og Donner, Hol-
landi gerðu jafntefli, en skákir
Portisch, Ungverjalandi og van
Shceltinga, Hollandi og Kaval-
eks, Tékkóslóvakíu og Medina,
Spáni fóru í bið.
Friðrik Ólafsson tapaði biðská
sinni gegn Geller úr 4. umferð.
Úrslit í 5. umferð urðu þessi:
Doda vann Friðrik, Portisch
vann Donner, Botvinnik vann
Medina,  van  Scheltinga  vann
Nýkomin úr Norðurlands-
ferð.
„Bifreið þessi er með sömu
vél ófræstri og engir stærri
hlutar hennar hafa verið end
urnýjaðir. Fyrir nokkrum dög
um er eigandinn nýkominn á
henni úr ferð til Norðurlands
allt norður í Vaglaskóg og
duigði hún hið bezita. Hann seg
ist ætla á henni austur á
Fljótsdalshérað næsta sumar,
og hann er ekkert smeykur
um, að hún muni ekki duga
vel nokkur ár enn".
— Já, já, segir Valgeir. Ég
fór um allar trissur á bflnum
og aldrei bilaði neitt.
En nú kemur að því, að mig
fer að langa í nýjan bíl. Ég
kaupi svo bíl, árgerð 1957, en
tek hann ekki út fyrr en árið
eftir.
— Seldirðu þá hinn?
— ónei. Ég vissi hreint
ekki, hvort sá nýi myndi duga
mér betur, svo ég taldi viss-
ara að eiga þann gamla í
bakhöndinni. En þeir voru
margir sem vildu kaupa. Það
vantaði ekki, enda bíllinn all
ur í skínandi góðu lagi. En
ég hélt mig sem sé sem höfð-
ingjarnir — með tvo til reið-
ar.
En þar kom, að ég gat
hvergi komið þeim gamla í
hús yfir veturinn. Ég hafði
daðrað dá'lítið við þá hug-
mynd að Mta bílinn lifa og
sá þá bara eina leið að gera
hann að safngrip. Þetta var
eini bíllinn sinnar tegundar á
landinu og merkur fyrir
margra hluta sakir, m.a. fyrir
það, að ég hafði enigar breyt-
ingar á honum gert.
Ég kom að máli við Lárus
Sigurbjörnsson, sem tók vel í
málið, og endirinn varð sá,
að ég gaf Árbæjarsafni bíl-
Kavalek, Lombardy vann Lange-
weg og Benkö vann Ree.
Jafntefli gerðu þeir Ciric og Ker-
es og þá gerðu Ostcjic og Geller
jafntefli.
Staðan eftir sex  umferðir er
inn með öllum fylgiskjólum.
Þá var hann á öllum dekkj-
um nýjum ásamt öl'lu öðru í
prýðilegu standi. Felgustærð-
in var 21x600: tréfelgur með
píiárum, sem aldrei gjöktu.
Heyrðist aldrei tíst. Og með
fulla skoðun var hann, Þetta
var 1963, að mig minnir.
Mér var sagt, að bíllinn
vekti mikla athygli á safninu,
en því miður komu upp erfið-
leikar í sambandi við pláss
fyrir hann og var þá brugð-
ið á það ráð að flytja hann
til geymslu að Korpúlfsstöð-
um. Og þar dó hann svo
drottni sínum um helgina.
Þannig endaði það nú.
— Mig minnir, að ég hafi
heyrt talað um reimleika í
sambandi við þennan bíl?
— Ójá. Er það svo. — Og
Valgeir glottir. Já. Það orð
lék á, að greifahjónin sálugu
fylgdu bílnum og sæjust stund
um í aftursætinu. Hann reykti
þá stórsígara og frúin á pels
náttúrlega.  Ég  hafði  hálft  í
hvoru bara gaman að þessum
sögusögnum og ýtti undir þær
þegar vel lá á mér.
Og nú hlær Valgeir dátt.
— Síðan dregur hann fram
myndaalbúm og sýnir mér.
— Sjáðu. Hér er ég við bíl
inn, þegar hann var upp á
sitt bezta. Og ég í finnskum
skinnstakk. Þetta er frægur
stakkur. Þú getur séð hann i
Þióðleikhúsinu núna, því sá
finnski vinnukart Matti er sko
einmitt í þessum stakk á svið
inu.
Það var kunningi minn, serq
ég hafði einu sinni gert stór-
an greiða. Hann var í sigl-
ingum og ég bað hann að
kaupa fyrir mig skinnstakk.
Þá voru allir bílstjórar i
skinnstökkum, þeir voru
spissilaga niður og með stór-
um útafleggjurum að framan
og skornir upp að aftan.
Þetta var tízkan, lagsmaður.
Svo kemur náunginn með
stakkinn. Þennan stakk! Og ég
varð fyrir stórum vonbrigð-
um. Þetta var þá hátt í háls-
inn, með stórum kraga upp á
hnakka og jafnsíður allan
hringinn! En ég hafði ekki
orð á vonbrigðunum en fór
heim með stakkinn og hét því
að fara aldrei í hann. Svo
var það eitt sinn, að við
hjónin brugðum okkur inn að
Hveravöllum. Þegar ég er að
fara út úr húsinu verður
stakkurinn fyrir mér og ég
hugsa þá sem svo: Bezt að
taka helvítið með. Og ég
fleygði honum fyrirlitlega í
aftursæitið.
Inn á Hveravöllum var þá
norðan nepja og kuldi, þegar
.til kom. Ég þurfti að ganga
nokkurn spöl að sæluhúsinu,
var heitur úr bílnum svo ég
tók stakkómyndina, hneppti
upp í háls og arkaði af stað.
Og þar tók ég stakkinn í
fulia sátt, lagsmaður."
Þannig lýkur samtali okk-
ar Valgeirs að þessu sinni.
„Ég varð dálítið sár, þegar
ég sá brunnar leifar bílsins
að Korpúlfsstöðum um helg-
ina", segir Valgeir. „En þetta
er víst leiðin okkar al'lra —
líka gamalla bíla með virðu-
legan svip."
„Þetta er leiðin okkar allra
virðulegan svip."
11.   Lombardy
12.   Ostojic
13-15 Kavalek
—  lika  gamalla  bíla  með
þessi:	
1.   Botvinnik	5% vinn
2-4.  Geller	4%   —
2-4.  Ciric	4%   —
2-4.  Keres	%   —
5.    Benkó	4   —
6.    Friðrik	3»/2   —
7.    Portisch	3 + 1 b
8-10. Langeweg	3  vinn
8-10. Donner	3   —
8-10. Donner	3   —
8-10. Dodo	3   —
2%   —	13-15 Medkia	1+1 b
m  —	15-15 von Scheltings	1 + 1 b
L+l b	16.   Ree	Vt
Nýr skemmtisloður ungu folksins
í BYRJUN febrúar verður opn-
aður á vegum Æskulýðsráðs
Reykjavíkur nýr skemmtistaður
fyrir ungt fólk. Verður hann til
húsa að SkaftaMíð 24, þar sem
áður var veitingahúsið Lidó.
Unnið er að nokkrum endurbót-
un og breytingum á staðnum og
¦er gert ráð fyrir að koma þar
upp fullkomnu „diskoteki", og
að þar verði haldnir dansleikir
og ýmsar skemmtanir fyrir ungt
íólk. Efnt hefur verið til sam-
'keppni um nafn á staðnum og
eru ungir sem gamlir hvafctir tfl
þátttöku í samkeppninni, en
•verðlaun fyrir bezta nafnið verða
5000 kr.
Tillögum skal sikila til Æsku-
lýðsráðs merktum „Hvað á húsið
að lieita".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28