Morgunblaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 12
' 12 MORG-UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1»6» Leikfélag Kópavogs: Höll í Svíþjóð — eftir Francoise Sagan Þýðandi: Unnur Eiríksdóttir Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Leikmyndir: Baltasar Ljósameistari: Halldór Þórhallsson og Gísli Ágústsson FRANCOISE SAGAN hefur feng ig verðs-kuldað lof fyrir skáld- sögur sínar, en fáir munu álíta að leikrit hennar komist í sam- jöfnuð við þær. Leikritin njóta að sjálfsögðu vinsælda skáldkon- unnar, vekja forvitni vegna þess að þau eru eftir Sagan. Ef til vill "hefur slíkt mat ráðið þVÍ að Leikfélag Kópavogs tekur nú Höll í Svíþjóð til sýningar. Þeir, sem vilja sjá leikrit, sem fyrst og fremst byggir á fyndn- um tilsvörum og fjallar ekki um neitt, munu skemmta sér bærilega á þessari sýningu. En geri þeir sér vonir um að hitta þá Sagan, sem skrifáði Sumarást eða Dáið þér Brahms, eins og skáldsögur hennar heita á ís- lensku, verða þeir ábyggilega fyrir vonbrigðum. Einnig þeir, sem vænta þess að sjá athyglis- vert fránskt leikrit eiga ekki erindi í sænsku höllina. Ég verð að játa, að ég hafði búist við að metnaður Leikfélags Kópavogs væri meiri. Starfsemi Leikfélags- ins er mjög virðingarverð og ólíkt heppilegra að reyna að ýta undir íslenska leikritagerð þótt ekki sé hún rishá en eltast við sviplítil erlend leikrit. Ég er viss um að skáldin í Kópavogi hefðu ekki verið lengi að setja saman "íorvitnilegra leikrit en Höll í Svíþjóð. Eða leikendurnir sjálfir, hefðu þeir farið að dæmi Leik- smiðjunnar. Höll í Svíþjóð er þess konar leikrit, sem er einhvers staðar utan við þann tíma, sem við lif- um. í því er d.aðráð við sérvisku Mfsþreytts fólks á mörkum geð- bilunar og úr þessu daðri verður ekkert eftimiinnilegt, enda má það ekki gerast. Þá gæti leikritið farið að fjalla um eitthvað. Frú Sagan virðist forðast að láta það um sig spyrjast að hún meini eitthvað með verki sínu. Tilraun hennar til áð minna á nafn sitt í leikhúsum álfunnar nær aðeins þeim eina tilgangi að fólk segir hvort við annað: Nú er Francoise Sagan farin að semja leikrit. Síðan er það gleymt. Að minnsta kosti er henni sjálfri mestur greiði gerður með slíkri afstöðu. Ef til vill hefur einhvers stað- ar tekist að gera Höll í Svíþjóð skemmtilega sýningu. Til þess að svo veröi þarf mikla kunnáttu- menn, meiri en Leikfélag Kópa- vogs hefur yfir að ráða. Aftur á móti þykir mér gegna furðu hve vel hinum áhugasama leik- stjóra og leikendum tekst að gæða jafn daufan samsetning lífi. Sýningin er þokkaleg. Brynja Benediktsdóttir er ekki öfundsverð af því að setja Höll í Svíþjóð á svið. Hún nýtur þess að hafa lið, sem leggur líf og sál í leikinn. Það er alltaf einhver heillandi blær yfir áhugamanna- leikhúsi og mættu stóru leikhús- in taka sér til fyrirmyndar þann fögnuð, sem löngum ríkir hjá fólki, sem sjaldan fær tækifæri til að koma á svið. Ætli sá fögn- uður eigi ekki skylt vi’ð frásagn argleði þeirra, sem penni og pappír hafa ekki gert að þrælum sínum? Arnhildur Jónsdóttir og Theódór Halldórsson leika syst- kinin Agötu og Húgó. Leikur Arnhildar er heillegur og alveg laus við þartn viðvaningsbrag, ína Gissurardóttir (Ófelía) og Erlendur Svavarsson (Fredrik). - • ''t/Á Sigurður Karlsson (Sebastian), Erlendur Svavarsson (Fredrik), Tbeódór Halldórsson (Hugó) og Sigrún Bjömsdóttir (Elenóra). sem er á leik Theódórs. Hlut- verk Theódórs er erfitt, en hon- um tekst á köflum vel að lýsa því hjákátlega í fari Húgós. Sigurður Karlsson leikur Seba- stien af miklu fjöri. Sebastien er best gerða persónan í leikritinu. Hann er sannkölluð skopfígúra, en ekki allur þar sem hann er séður. Leikfélagi Kópavogs er að því ávinningur að fá þennan efnilega leikara til liðs við sig. Sigrún Björnsdóttir leikur Elenóru þokkalega og sama er að segja um ínu Gissurardóttur í hlutverki Ófelíu. Aftur á móti virðist Erlendur Svavarsson í vandræ'ðum með Fredrik þrátt fyrir góða spretti. Björn Einars- son fer laglega með hlutverk Gunters og ekki má gleyma Guðrúnu Þór í hlutverki móður- innar gömlu. Leikararnir áttu stundum í töluverðum erfiðléikum með text ann, sem ef til vill stafar af æfingaleysi. Fleiri gallar komu fram í sýningunni. Ljósameistar arnir voru til dæmis miður sín og spillti það nokkuð svip sýn- ingarinnar. Þýðing Unnar Eiríksdóttur lét vel í munni. Skrautleg leikmynd Baltasars minnti á suðrænan upp runa leikritsins. Höll í Svíþjóð var fagnað af áhorfendum. En bágt á ég með að trúa því, að einhver hafi „staðið á öndinni af hrifningu eða hneykslun" svo gripið sé til orðalags úr leikskránni. Jóhann Hjálmarsson. Haukur Ingibergsson skrifar um: HLJÓMPLÖTUR ÖNNUR PLATA FRÁ ERLU Flestir hafa einhverntíma heyrt minnst á Póló og Erlu, Póló og Bjarka eða Póló, Erlu og Bjarka og almennt er það vitað, að þetta er akureyrzk hljómsveit og söngvarar, enda hafa þau heyrzt mikið í óskalagaþáttum útvarpsins sl. eitt og hálft ár, og hafa á þeim tíma komið tvær plötur með Póló og Bjarka og ein með Póló og Erlu. Kom hún út síðla árs 1967. Nú er komin á markað önnur plata þeir Póló-menn þó neitt við- riðnir þessa nýju plötu, því að þar sér um undirleik heill tug- ur manna, og eru þar á meðal Gunnar Jökull og Karl Sighvats son úr Flowers, úrvals hljóð- færa’leikarar, svo og Garðar bassaleikari í örnum og Krist- inn, sá sem spilar á gítarinn í Pónik. Auk þess koma nokkrir fiðlarar við sögu. Útsetninguna sá Sigurður Rúnar T. Jónsson um, en hann sá einnig um að út- setja handa svipuðu liði, sem lék undir á plötu Kristínar Ól- afsdóttur, og hefur honum ekki tekizt síður upp í þetta skiptið, en útsetningar hans einkenn- ast af öflugum rythma hjá bassa og trommum, en fiðlur sjá um skrautverkið, svo og er píanóið dregið meira fram í dagsljósið á þessari plötu Erlu. Þegar hin nýja plata er sett á fóninn, kemur manni í hug orðið værðarlag, og leggst þar allt á eitt. Þrjú af fjórum lög- um láta mjög mjúklega í eyrum, útsetning og upptaka er góð, pressunin fyrirtak og síðast en ekki sízt söngurinn, en hann er tekinn þannig upp, að hann virk ar m jög þykkur og breiður. „Við arineld“ heitir fyrsta lag ið. Er það eftir Magnús Eiríks- son, en hann er einn okkar mikil virkasti höfundur og í stöðugri framför, því að þetta fremur rólega lag er hiklaust meðal hans beztu verka. Textinn er eftir Kristján frá Djúpalæk,og er hann mjög í sama einmana- leika-anda og lagið sjálft. Þetta lag syngur Erla vel, og er tvítöku á hluta söngsins beitt á hinn snyrtilegasta hátt. „Óskalag“ nefnist næsta við- fang’sefni, og er þvílíkt heiti ekki mjög heppilegt í óskalaga- þáttum útvarpsins. Þetta lag er nokkuð þekkt hér frá því í haust, er Cilla Black söng það undir nafninu I only live to love you. Útsendingin er mikið snið- in eftir þeirri ensku, enda er annað vart mögulegt, en Erla túlkar lagið á mildari hátt en Cilla, þannig að ekki er hægt að tála um stælingu í þvi sam- bandi. Textinn er eftir Birgi Marinósson. ,,Æskuást“ nefnist lag eftir Grétar Ingvarsson fyrrum gítar- leikara hjá Ingimar Eydal nú með Löxum á Akureyri, en text- inn er eftir Rafn Sveinsson (trommara í sömu hljómsveit. Þetta er fyrsta lag Grétars, sem kem- ur út opínberlega og er gletti- lega gott, því að þrátt fyrir einfaldleikann er lagið ekki til- takanlega væmið, en sú hætta vorfir alltaf yfir lögum í þess- um dúr. Þarna kemur líka til greina prýðis söngur, með ann- arri smekklegri tvítöku. Geturðu nokkuð gert að því“ (erl. lag) er seinasta á dagskrá og fellur alls ekki að áður kominni heildarmynd. Er þar að verki bæði takturinn, útsetningin (gítarinn) svo og annar hljómur í söngnum. Við sem Birgir Marinósson er höf- undur að, á sennilega að vera sniðugur, en gegnir því hlut- verki ekki betur en svo, að úr verður hreinn afkáraskapur. Hins vegar er þessi hrein- ræktaða dægurlagaplata góð á heildina litið, og er varla hægt að taka eitt fram yfir annað. Þó vil ég geta um tvennt. Það er hinn góði söngur Erlu Ste- fánsdóttur, sem hefði þó ekki orðið það, sem hann hér er, nema vegna góðarar tæknilegr- ar aðstoðar Péturs Steingríms- sonar upptökumanns. Er fram- för Erlu greinileg frá fyrri plötu Einnig skal athygli vakin á tveim góðum ísl. lögum, sem bætzt hafa í flota þeirra, sem fyrir eru. Loks skal getið um vel út- lítandi plötuhulstur, þó að mynd in á framhliðinni minni um sumt á mynd þá, sem skreytti plötu- hulstur Sigrúnar Harðardóttiur forðum daga. Haukur Ingibergsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.