Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
fflmt&ttfflribfo
"Úifcgefiandi
Fnarnkvæmdiaisitj óri
•Rifcstjóraf
EitstjdniarfuJlteúi
iFréttaisitjóri
Auglýsingaistj'óri
Bitstjórn ©g afgreiðsla
Auglýsingao?
Askxiftargj'ald kr. 1150.00
í lausasiöliu
H.£ Arvakui', R'eykjavák.
HaraOidur Sveinsaon.
Sigurður Bjaraasioitt írá Vigur.
Mattnías Jofaanniesstea.
EyjóMur Konráð Jónesan.
Þorbjörn Guðnrundsson.
Björn Jónannssoit
Arni' Garðas Kristinsson.
Aðalsfcræti 6. Sími 10-100.
AðaMrEGti 6. Síml 22-4-80.
á mánuði innarilands,
kr. 10.00 eintakið.
TIMAMOTAFERD
NIXONS LOKIÐ
TVTixon, forseti Bandaríkj-
¦*•' anna, er kominn aftur til
Washington eftir ferðalag sitt
um Asíulönd, til Rúmeníu og
Bretlands. Var þetta önnur
langferð forsetans á rúmlega
hálfs árs embættisferli hans.
Álit Bandaríkjanna erlendis
hefur hnignað síðustu ár.
Hörmuleg styrjöld í Víet-
nam hefur spillt málstað
þeirra á öðrum vettvangi.
Með ferðalögum sínum leitast
Nixon við að breyta almenn-
ingsálitinu. En megin tilgang-
ur þeirra er þó stjórnmála-
legur.
Yfirlýsingar Nixons í Asíu
um málefni álfunnar og ein-
stakra landa hennar eru
nokkurs annars eðlis en yfir-
lýsingar Johnsons voru, þeg-
ar hann sat í forsetastóli.
Nixon leggur á það megin-
áherzlu, að þjóðir Asíu verði
fyrst og fremst að treysta á
eigin mátt og megin einkum
í öryggismálum. Bandaríkin
stefni fremur að því að draga
úr herafla sínum í Asíu en
auka hann. Þessar skoðanir
forsetans hafa vakið óvissu
og ugg í mörgum Asíulönd-
um, sem óttast að fram-
kvæmd þeirra veiki öryggi
þeirra. En einmitt þetta sýnir
þá miklu erfiðleika, sem
Bandaríkin eiga við að glíma
við mótun utanríkisstefnu
sinnar.
Annars vegar eru þau harð-
lega gagnrýnd fyrir afskipta-
semi og jafnvel íhlutun í inn
anríkismál þjóða, hins vegar
er þess farið á leit við þau, að
draga ekki saman seglin. 1
Bandaríkjunum eru margir
orðnir þreyttir á því, að á þau
er litið sem „lögreglu heims-
ins", og margar yfirlýsingar
Nixons í Asíu endurspegla þá
þreytu. Ekki verður þó af
þeim ráðið, að bandaríska
stjórnin ætli að falla frá
þeim skuldbindingum, sem
hún hefur bundizt í Asíu inn-
an      öryggisbandalaganna
SEATO og CENTO. Hins veg-
ar er ljóst, að skuldbinding-
arnar verða ekki auknar né
stofnað til nýrra. Nixon seg-
ist munu hjálpa Asíulöndum
vilji þau hjálpa sér sjálf, en
hann ætlar ekki að hafa vit
fyrir þeim í öryggismálum, ef
þau sjálf sitja auðum hönd-
um.
Heimsókn Nixons til Rúm-
eníu markar að ýmsu leyti
tímamót. í fyrsta lagi er hún
fyrsta ferð forseta Bandaríkj-
anna til lands, sem býr við
kommúnístiskt þjóðskipulag.
I öðru lagi sýnir hún, að öll
Evrópulönd, — einnig löndin
í Austur-Evrópu — verða
megin viðfangsefni banda-
rískrar utanríkisstefnu, þegar
þau draga úr áhrifum sínum
í Asíu. í þriðja lagi hefur af
henni leitt víðtækasta kynn-
ing á vestrænu þjóðfélagi í
landi kommúnista.
Viðtökur þær, er Nixon
hlaut í Rúmeníu voru ein-
staklega góðar, og hrifning
almennings gífurleg. í við-
ræðum hans við rúmenska
leiðtoga voru öryggismál
Evrópu, aukin samskipti
Rúmena og Bandaríkjanna
og samskipti Kína og Banda-
ríkjanna á dagskrá. Ekki er
við því að búast, að stutt
heimsókn sem þessi leysi
nokkur stórmál, en hún er
skref í rétta átt. Hún sýnir,
að nýr þáttur er að hefjast í
samskiptum austurs og vest-
urs.
Undirtektir annarra landa í
Austur-Evrópu vegna ferðar
Nixons eru dæmigerðar fyr-
ir þröngsýnina, sem þar ríkir.
Þar sannast enn afturhald
austur-þýzkra leiðtoga, en
blöð þeirra minntust ekki
einu orði á heimsókn Nixons
til Rúmeníu.
TVENNIR TÍMAR
F%rðalög og skemmtanir
* Verzlunarmannahelgar-
innar fóru almennt vel fram
og stórslysalaust. Mikill við-
búnaður löggæzlumanna og
þeirra, sem undirbjuggu
hina ýmsu þætti þessarar
miklu ferðahelgar, reyndist.
traustur. Umferðinni var vel
stjórnað og gekk víðast greið-
lega, skemmtunum var ekki
spillt, af ölæði og ekki hefur
fréttzt um stórfelld náttúru-
spjöll.
Mikill fjöldi fólks fluttist
landshluta á milli og stór-
bæir risu, þar sem áður var
friðsæl sveit. Borgarfjörðinn
heimsóttu, að því er talið er,
meira en 20 þúsund manns.
Slíkar fjöldasamkomur eru
einstakar hér á landi, einkum
þegar haft er í huga, að þær
eru sóttar einungis sér til
skemmtunar. Talið er, að 20
til 30 þúsund manns hafi kom
ið saman á Þingvöllum árið
1944, þegar lýðveldið var
stofnað. Þangað komu menn
til að minnast eins merkasta
atburðar í sögu þjóðarinnar.
Ríkisvaldið skipulagði ferðir
þangað og lagðir voru nýir
vegir til að til Þingvalla
mætti komast. Um Verzlun-
armannahelgina       ferðast

UTAN UR HEIMI
ÞEGAR ÁSTRALÍA VAR
SAKAMANNAHÆLI
FYRIR 100 ARUM VAR HÆTT
AÐ SENDA ÞANGAÐ CLÆPAMENN
Árið 1790 komu fjögurskip
með glæpamenn til Ástra-
líu, flesta hálfdauða. Á leið
inni höfðu 261 dáið en 200
komust í land í aumu á-
standi, með hlóðkreppu,
skyrbjúg og önnur veik-
indi. Vistin um borð var
hrakleg. Um borð í einu
skipinu „Neptun", gaus svo
mikil nálykt upp úr lest-
inni, að skipsmenn fóru að
athuga málið. Kom þá á dag
inn að margir fangarnir
voru dauðir en félagar
þeirra reyndu að leyna því
til þess að geta skipt á milli
sín matarskammti þeirra
dánu.
Ekkert var hirt um heil-
brigði fanganna. „Því fyrr
sem þeir drepast, því betra,
var viðkvæðið" — segir í
gamalli frásögn um fanga-
flutningana. — Nú eru 100
ár síðan þeim var hætt.
ÁSTRALÍA er sú álfan sem
Evrópumenn    fundu    og
byggðu síðast. Landkönnuð-
urinn Torres frá Portúgal
mun hafa séð meginland þess
arar álfu fyrstur Evrópu-
manna árið 1605, en hún
týndist aftur, líkt og Aroer-
íka eftir fund Bjarna
Herjólfssonar og Leifs heppna.
Það var James Cook sem átti
beztan þáttinn í kömiun 5.
heimsálfunnar er hann athug
aði austurströnd Ástralíu ár
ið 1770. Hann fór í land á
hverri höfn og helgaði landið
Englandskonungi.
Þá höfðu Englendingar ár-
um saman sent glæpamenn
sína vestur um haf til Norð-
ur-Ameríku. En eftir að
Bandaríkjafylkin höfðu sagt
sig úr lögum við Englendinga
urðu þeir að finna annan
stað handa bófunum sínum.
Frásögn Cooks af austur-
strönd Ástralíu kom innan-
ríkisráðherranum fyrir sjón-
ir, en dómsmálin voru í hans
höndum. Ráðherranum fannst
að þetta land mundi geta orð
ið einkair hentugt glæpa-
mannabæli.    Refsifangarnir
gætu rutt og ræktað landið
og þarna gætu Englendingar
eignast feita nýlendu.
Nokkur bið varð á því að
tillögur ráðherrans næðu sam
þykki, en 13. maí 1787 hélt
loks leiðangur af stað frá
Portsmouth. Þetta voru tvær
freigátur, þrjú vistaskip og
sex flutningaskip önnur. Art
hur Phillip kapteinn stjórn-
aði ferðinni.
í þessum fyrsta hóp voru
757 afbrotaimenn, þar af 192
konur. En 28 konum og 14
börnum  var  leyft  að  fljóta
með mönnum sínum og feðr-
um til þessa ókunna lands
ihinum megin á hnettinium. —
Til þeas að gæta þessa hóps,
sem alls ekki var hætfculaus,
voru sendir 180 dátar og 16
liðlsforingjar.
Eftir mikla þjáningaferð
sem tók átta mánuði kom
leiðangurinn í landsýn 19.
jan. 1788 og sigldi inn fló-
ann sem Cook hafði skírt fal
legu nafni: Botany Bay.
Viku síðar hófst fyrsta
landnámið  við  Port Jackson
þeim sáu oft í gegnum fing-
ur með þeim lötustu. Skógar-
höggið og bygging bjálka-
kofanna gekk grunsamlega
seint. Að ryðja land undir
akur var heldur ekki vinsælt
starf. Þeir einu sem unnu
starf sitt sæmilega ánægðir
voru fangarnir sem voru látn
ir skjóta dýr og veiða fisk í
soðið. — En heilbrigðis-
ástandið var fyrir neðan all-
ar hellur hjá föngunum og
oft var erfitt að sjá sjúkra-
hælinu fyrir keti og fiski.
Fangar sem unnu í skóg-
unum reyndu oft að flýja, en
þeir innfæddu drápu þá með
eiturörvum sínum en villi-
hundar  átu  líkin.  Að  öðru
Frá Melbourne í Astralíu.
undir forustu Phillip skip-
stjóra og hann var skipað-
ur fyrsti landshöfðingi í ný-
lendunni.
í þessum fyrsta refsifanga-
hópi sem steig fæti á land í
Ástralíu voru allar tegundir
glæpamanna: ofbeldismenn,
morðingjar, þjófar, ráns-
menn, skækjur og annar sori
þjóðfélagsins — auk nokk-
urra sem höfðu syndgað smá
vegis gegn hegningarlögun-
um og áttu aðeins eftir að af
plána 2—3 ár af 7—8 ára
refsingu.
Enska réttarfarið var misk
unnarlaust í þá daga, og föng
unum var sett það skilyrði að
þeir yrðu í Ástralíu ævilangt,
en ferngjiu land til afnota er
þeir hefðu lokið refsingunni.
ENGIN athugun var gerð á
því fyrirfram hvort þessir
fangar myndu geta orðið dug
andi bændur og landnemar.
Það kom Drátt á daginn að
fjöldi af þeim hvorki vildi
né kunni að vinna þau störf,
sem horft gætu nýlendunni
til hagsbóta. Föngunum var
skipt í vinnuflokkia, og dát-
arnir sem áttu að  líta eftir
menn á eigin spýtur og lítið
annað en ferðagleðin hvetur
þá af stað. Að vísu hefur
landsmönnum fjölgað frá því
1944, en úrslitum ræður um
mikil ferðlög nú, að framfarir
hafa orðið gífurlegar síðan
þá. Nú geta meira en 20 þús-
und manns komið saiman, án
þess að lagðir séu nýir vegir
sérstaklega til að gera það
kleift. Nú ferðast allur þorri
manna á eigin farartækjum
og unnt er að skreppa í aðra
landshluta, án þess að ríkis-
valdið leggi til farkostinn.
leyti varð nýlendan ekki fyr
ir óþægindum frá frumbyggj
um landsins. Þeir héldu sig í
fjarlægð.
Eftir tvö ár höfðu engar
vistir komið frá Englandi og
nú var hungursneyð yfirvof
andi. En loks komu vistirn
ar — og f leiri f angar um leið.
En jarðræktin gekk hægt.
Og á ný þurru vistirnar en
hungurvofa í hverjum kima.
Nú var skip sent með 200
fan^a, sem stofna skyldu ný
lendu á Norfolk-eyjum. Skip
ið strandaði við eyjarnar en
mannbjörg varð. Annað skip
var sent til Batavia eftir vist
um.
Þegar neyðin var stærst
kom það á daginn að á hæð
einni við sjóinn var mikið
fuglager. Þarna var eggver
og nú fengu allir egg eins og
þeir gátu torgað. Þegar bál
var kveikt á hæðinni að
nóttu til hópuðust sjófuglar
að, og gátu fangarnir veitt
2000—3000 á hverri nóttu.
Drepsótt kom upp í ný-
lendunni og dóu 500 fangar.
I annað skipti stálu fimm
fangar báti og ætluðu að kom
Framhald á bls. 21
Nú á tímum eru slík ferða-
lög talin sjálfsagður hlutur.
Áður fyrri voru þau munað-
ur. Aukin ferðalög síðustu
ára eru aðeins eitt dæmið um
þá almennu velmegun, sem
rí'kir í landinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28