Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER Ii9ö9
Egill Benediktsson
fyrrv. veitingamaður
Er ég frétti lát Egils frænda
míns þ. 25. ág. setti mig hljóðan.
Hann hafði með framkomu sinni
allri markað svo djúp spor í hugi
frændfólks síns og vina að þau
verða eigi afmáð á stuttum tíma.
Egill var að vísu orðinn 75 ára
gamall, er hann lézt, en því
gleymdum við alltaf í návist
hans. Hann var ætíð svo ungur
í anda og glaður, léttur í spori
og fullur áhuga. Mikill vexti og
gjörvilegur, sannkallaður höfð-
ingi í sjón og raun.
Hann hafði lengst af átt við
góða heilsu að búa. Sem karl-
menni sæmdi, kvartaði hann held
ur ekki þótt á stundum einkum
hin síðari ár á móti blési. Þetta
endurspeglaði alla framkomu
hans og lunderni. Hann vildi
ekki láta neinn líða eða hafa á-
hyggjur sín vegna. Glímdi við
kerlingu Elli með harðfylgi og
festu þar til yfir lauk.
Egill fæddist að Ketilsstöðum
í Hörðudal Dalasýslu þ. 18. okt.
1893. Foreldrar hans voru þau
hjónin Benedikt Bjarni Kristjáns
son dbr. manns Tómassonar og
Margrét Steinunm Guðmiumds-
dóttir, bónda að Snóksdal.
Bjuggu þau fyrst að Ketilsstöð-
um, síðan að Hóli í sömu sveit og
loks að Þorbergsstöðum í Laxár-
dal í Dölum. Þar tóku þau við
stórbúi Kristjáns föður Bene-
dikts og Ásu konu hans árið
1907.
Systkinahópurinn var þá orð-
inn stór. Bræðurnir fjórir, Ágúst,
Egill, Jakob og Kristján, systurn
ar þrjár, Ása, Hólmfríður og
Lilja. Hálfsystkin tvö, Hjörtur
og Ása og auk þess ólu þau upp
tvö barnabörn sín, Kristján og
Margréti.
Margt var því jafnan um mánn
inn á Þorbergsstöðum. Slíkt kom
Eiginimaður  minin  og  faðir
okkar
Friðrik  Elvar  Sigurðsson
Gíslabæ,
andaðist 3. september.
Eiginkona og börn.
Björn Samúelsson
frá Tjarnarkoti,  Sandgerði,
lézt að Vífilsstöðum miðviku-
dagiran 3. þ.m.
Börn hins látna.
Elskuieguir soniur okkar og
bróðir
Ingólfur Kristmann
Ingason
Austurgötu 23,  Keflavík,
andaðist í sjúkrahúsinu í
Keflavík miðVikudaginm 3.
sept.
Kristrún Pétursdótttr
Ingi Hjörleifsson
Hjörleifur Ingason
Sóley Ingadóttir
Guðný Ingadóttir.
þó eigi að sök. Kristján, afi Egils,
var forsjáll og búhöldur mikill.
Hafði byggt um aldamótin eitt
stærsta íbúðarhús í sveit á fs-
Iandi og flutt allan við til húsa-
gerðarinnar með eigin leiguskipi
frá Noregi. Egill ólst þannig upp
á stóru heimili, er lá í þjóðbraut,
gestrisnu og myndarlegu.
„Morgunstund gefur gull í
mund" voru einkunnarorð heim-
ilisins.
Húsbændur, Margrét og Bene
dikt, gengu á undan og gáfu
gott fordæmi. Systkinin létu
eigi sitt eftir liggja. Dagur tek-
inn snemma og starfað með
gleðd og þrótti. Að lokniu góðu
og löngu dagsverki var líka oft
brugðið á Ieik. Egill var hér
alltaf framarlega í flokki. Var
einn af stofnendum ungmenna-
félagsins Ólafs Pá í Dölum er
starfaði af f jöri á þeim árum.
Glímumaður var Egill ágætur
og glímukóngur um skeið í Döl-
um. Raddmaður mikill og lék
t.d. Skugga-Svein eitt sinn með
tilþrifum, enda mikill vexti og
sterkur. Margt fleira gerði æsk-
an í Dölum sér til gamans á ár-
unum fyrir fyrra stríð.
Egill gekk í Hólaskóla og út-
skrifaðist sem búfræðingur árið
1921 og átti þaðan góðar endur-
minningar. Ávöxtur uppeldis
þeirna sysitkina varð margir nýt
ir og góðir þjóðfélagsborgarar,
hver á sínu sviði.
Vorið 1923 kom að Þorbergs-
stöðuim gjafvaxta prestsdóttir, —
fríð og fönguleg, Margrét, dóttir
sira Árna Þorsteinssonar prests
að Kálfatjörn á Vatnsleysu-
strönd hér syðra.
Hér varð ást við fyrstu sýn og
voru Egill og Margrét gefin sam
an í hjónaband 1923 þann 3. okt.
Bjuggu þau fyrst á föðurleifð
Egils á hluta jarðarinnar, en
ftattust síðar að Vatnsholti í
Laugardal og sátu þar bú allt
til ársins 1929. Vegnaði þeim vel,
en þá varð veila í baki hjá Agli
þess valdandi, að þau urðu að
bregða búi og f.ytjaist til Reykja-
víkur.
Koman mín
Sigurbjörg  Gunnarsdóttir
frá Kirkjulæk,
verður jarðsumigim frá Breiða-
bóLsstaðarkirkju í Fljótshlíð,
inm 6. sept. kl. 2.
Steinn Þórðarson.
Þökkum af alhuig auðsýnda
samúð við fráfall og jarðarför
dóttur okkar
* Vigdísar Fjólu.
Sérstaklega þökkum við
Kvenfélagi Stokkseyrar og
öllum Stakkseyrinigum.
Kolbrún Oddbergsdóttir
Sveinn Sigurðsson
Hátúni, Stokkseyri.
Þökkurn mniLega auftsýnda
samúð og vinarhug við frá-
faH
Ólafar G. Guðmundsdóttur
Gunnarssundi 4,  Hafnarfirði.
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
Reyndi nú á dugnað og ósér-
hlífni Margrétar. Hún hafði ung
að árum numið matreiðslu og
hússtjórn hér í borg. Kom sú
kunnátta nú að góðum notum. er
þau hjón tóku að sér rekstur
KR hússins við Tjörnina árið
1930. Reyndust brátt hinir vin-
sælustu gestgjafar, Margrét fór
einnig á þeim árum utan til frek
ari náms í veitingahússrekstri
og skyldum s törf um. Athaf na-
þrá og starfsgleði rak þau áfram
til meiri átaka .Egill greip því
tækifærið, er veitingamann vant
aði að Oddfellow húsinu og
tóku þau hjón að sér samtímis
rekstur þess árið 1935.
Horfur voru eigi bjartar í
þann tíð, hagur flestra bágur,
og mörguim þótti í mikið ráðizt
af þeim hjónum.
Nú reyndi á kjark og dug
beggja. Egill gæddur eðliskost-
um góðs veitingamanns Lipur,
greiðvikinn og geðgóður eins og
sönnum þjóni ber að vera, en
samtímis stjórnsamur eljumaður
sem forstjóra hvers fyrirtækis
sæmir.
Hér naut hann óskiptrar
hjálpar Margrétar konu sinnar,
sem lagði nótt við dag til þess
að öll matreiðsla og þjónusta við
gesti gæti orðið sem bezt.
Þeim hjónum óx fiskur um
hrygg. Starfsernin blómgaðist og
enn juku þau rekstur sinn.
Þau tóku á leigu nokkur sum-
uir Stúdentaigarðinin gaimiLa og
starfræktu þar gistihús og mat-
sölu við góðan orðstír.
Nú má segja að velgengni
þeirra hafi náð hámarki. Ávöxt-
ur þrotlauss starfs og vinou
beggja komin.n í ljós. Þá brá
bliku á loft. Stríðið skall á. ís-
land hernumið. KR húsið og
Stúdentagarðurinn tekinn her-
skildi.
Egill lét þó ekki hugfallast.
Hélt áfram af auknu afli veit-
ingarekstri í Oddfellowhúsinu,
allt til ársins 1960. Eftir aldar-
fjórðungsstarf á sama stað, þótti
þeim hjónum tími til kominn að
njóta elliáranna saman í friði
og ró. Lauk þar með þrjátíu ára
starfsferli þeirra ágætu hjómi
að veitinigamálum höfuðstaðar
ins. Hér nutust eiginleikaT
þeirra  beggja  í  ríkum  mæli
Þökkum iminifliega ölum þeim,
sem auðsýndu okkur samúð
og vinsemd við andlát og
jairðarför
Egils Benediktssonar.
Margrét Árnadóttir
Arni Egilsson
Valur Egilsson
Örnólfur Arnason.
Nutu þess að gleðja aðra og
veita vel gestum sínum, enda vin
sæl og velmetin í starfi.
f einkalífi sínu var Egill gæfu
maður. Hann kvæntist duglegri
atorkukonu, lífsglaðri og lund-
léttri. Hún var ætið hans hægri
hönd, bæði í atvinnurekstri
þeirra og í einkalífi. Hún skóp
horaim fagurt og hlýlegt heimili.
Synir þeirra tveir urðu dug-
legir og myndarlegir menn. Árni
loftskeytamaður, nú fulltrúi við
Gufunesradíóið, kvæntur Finn
borgu Örnólfsdóttur leikkonu og
Ingi Valur búsettur í Deerfield
Illinois í Bandaríkjunum, þekkt-
ur tannlæknir þar í borg, kvænt
ur Ólöfu Jónsdóttur, sem einnig
nam tannlækningar í Bandaríkj-
unum og starfar á stofu manns
síns.
Hjá afa sínum og ömmu bjó
löngum á námsárum sínum í
meninta- ag hásikóla. Öriniólfuir
sonur Árna og Finnborgar. Hann
varð þeim jafraan gleðivaki, því
bæði voru þau sérlega barngóð.
Vildu veg barna sinna og barna-
barma ætíð sem beztan og studdu
þau með dug og dáð til mennta.
Egill og Margrét bjuggu lengst
af að Tjarnargötu 26 hér í borg.
Hér í gamla biskupshúsinu undu
þau vel hag sínum. Heimili þeirra
var einistaklega vel búið og mynd
arlegt. Garðurinn stór, gamall
og gróinn. Hér naut Egill sín vel
á hvíldarstundum.
í meina en aldarfjórðung starf
aði Egill og bjó í návist Tjarn-
arinnar og fagurs umhverfis
hennar, og á betra var vart kos-
ið þeim, er unni náttúrunni,
gróðri og fuglalífi. í húsinu sínu
þar áttu þau hjón marga glaða
stund með ættingjum og vinum.
Bæði voru gestrisin og rausnar-
leg. Þar var gott að koma og
vera.
Fullorðin hjón, full af lífs-
þrótti og lífsorku, árrisul, sístarf
andi, létt í lund og lífsglöð
verka sem hvati á þá sem í ná-
vist þeirra eru. Slíkir haminigju-
urðum við Inger' aðnjótandi, er
við bjugguim í húsi þeirra uim
þriggja ána skeið. Við hjónin gát
uim aldrei fullþakkað þá ágætu
siambúð.
Lærdómsríkt var það einnig,
ungum hjónum, að sjá nær á
hverjum sunnudagsmorgni Egil
og Margréti ganga saman til
kirkju sinnar, Dómkirkjunnar, og
njóta hvíldar, andlegrar og lík-
amlegrar í friði og ró á kyrrlát-
um stað.
Góðvild og gjafmildi Egils var
alkumm. Mörgum manninium er
við bág kjör bjó eða hafði á sker
siglt í lífsins ólgusjó, réttu þau
hjón hjálparhönd og komu á rétt
an kjöl á ný.
Þegar Egill hætti rekstri Odd-
fellowhússins fóru þau hjón fyrst
til Ameríku og bjuggu í góðu
yfirlæti hjá synd símum þar og
tengdadóttur. Síðar er heim kom
festu þau kaup á snoturri íbúð
og bjuggu þar inoan um fagra
muni og nutu hvíldar og góðra
endurminninga langrar starfs-
¦hví.
Umhyggja Árna og Finnborgar
vo og Örnólfs og, konu hans
Telgu var þeim hjónum mikils
Hrði þessi síðari ár æviskeiðsins.
"^ill fékk hægt andlát að heim-
U síniu að kvöldi þess 25. þessa
nánaðar.
Við hjónin vottum frú
Targréti, sonum hennar og öðr-
m ástvinium inmilegustu saimúð
^iorginini. Vonum að glóð minm-
'ganna um tryggan lífsförunaut
^egi orna þér vel á kvöldi ævi-
keiðs þíns, Margrét mín.
Innilegustu þakkir semdum
viið ölliuim fjær og nær, sem
auðsýndu okkur samúö og vin
arhug við andliát og jarðarför
Guðlaugar  Guðnadóttur
frá Sólvangi.
Guð blessi ykkur 511.
Fyrir hönd vandiamainina.
Helgi Ólafsson.
Ölkiim þeim, sem auðBýndu
mér virðimgu, hlýhug og glieði
á 70 ára afmæli'sdegi minium
2. sept. seodi ég iwnilegar
þakkirr. Guð bliessá ykkuir 511
og launi.
Margrét Konráðsdóttir,
Borg, Skagaströnd.
Egill hefur ýtt fleyi síniu úr
vör. Fjölmenni kvaddi góðan
dreng í Dómkirkjunni þ. 30. ág.
sl. Þar minntist sr. Jón Auðuns
margra góðra stunda með þeim
hjónum í þessu húsi guðs. Land-
taka Egils á strönd morgunroð-
ans verður auðveld, því þai' sem
góðir menn fara eru guðs vegir
og gatan greið.
Blessuð sé minnnig hans.
Benedikt B. Signrðsson.
Sennilegt þykir mér, að flest-
um mönnum sé svo farið, að þeg
ar samferðamenm um lífsvegkun
hverfa til annarrar tilveru, þá
líti menn til baka og rifji upp
fyrir sér það skeið, sem viðkom-
andi var samferða á lífsleiðinni.
Við fráfall Egils Benediktsson
ar, veitingamanns, koma upp í
huga mér margar og mismun-
andi myndir um samveru okkar
og samstarf. Fyrstu kynni mín
af Agli hófust, þegar hann var
húsbómdi í OddfeMowhúisiniu, en
þá fór ég margar ferðir á fund
hans til að semja um afnot
af salarkyninium fyrir alls kon-
ar fundi og mannfagnað, sem
F.U.S., Heimdallur, gekkst fyrir.
Seinna lágu leiðir okkar saman
í samtökum veitinga- og gisti-
húsaeigenda. Þannig átti ég sam
leið með Agli Benediktssyni um
þriggja áratuga skeið. Aldurs-
munur á okkur Agli varð bess
valdandi, að ekki varð á milli
okkar vinátta í þessa orðs
fyllstu merkingu, enda við mót-
aðir með ólíkum hætti. Egll mót
aðist við þjóðfélagshætti, sem
voru nærri jafngamlir byggð í
landinu, — ég hins vegar við að-
stæður, sem fóru í kjölfar þess
frelsis, sem gerði íslendingum
fært að rétta úr kútnum.
Þó að Egill Benediktsson væri
lengst ævi sinnar veitingamaður
og væri þar sómi stéttar sinnar,
var hann í eðli sínu fyrst og
fremst sveitabóndi. Við náin
kynni leyndu sér ékki beztu
kostir ræktunarmannsins, trúin
á vor og gróanda. Egill var bón-
góður og greiðvikinn .Hann var
fastur fyrir, en sáttfús og erfði
ekki lengi misklíðarefni. Egill
var um flesta hluti gæfumaður,
þó held ég, að kvonfang hans
hafi oxðið honum stærsta gæfa
lífe hans. Margrét Ánnadótt-
ir prests á Kálfatjörn er mikil-
hæf  kona.  Meðan  hún  var  á
Þakka vinseimd og kveðiur
þeirra ,sem glöddiu mig þamm
29. ágúst sl.
Sveinn Þórarinsson.
IninúDlega þakkia ég ölium þeim
sem glöddu mig á áttræðisaf-
mælinu 26. ágúst sl. með
heimsákoum, gjöfum og
skeytum. Lifið heil.
Jón Jóhannsson
Skarði.
Inmiiiegar þakkir fæiri ég börn-
um, tenigdabörnaim og ba:rnia-
börmim míniumi, frænidfólki,
vimum og kummimgjum, sem
heiðiruiðu mig á 85 ána aÉmæl-
inu 28. ágúst sl. með heim-
sókmum, stóngjöfum, blómnum;
skeytuim og margs komiar
hlýiuim kveðjum í bundmiu og
óbumidmu máii og gexðu mér
daginm ógleymianOjegan. Guð
biessi ytokuir öll.
Guðjón Magnússon,
skósmiður,
Ölduslóð 8, Hafnarfirði.
m

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28