Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1099
h---------------------------------------------*
tvöfaldaðist  þrælahópurinn.  Og
útflutningur stórjókst.
Þegar nítjánda öldin hófst,
voru þrjú hundruð blómlegir bú
garðar í Berbice einni saman,
en fjögur hundruð í Demerara
og Essequibo. Auk margra ann-
arra, sem varu vel á uppleið.
Bretar stofnuðu pósthús og
fréttablað, „Konunglega Esiseq-
uibo og Demerara Póstinn" og
hvert tölublað af blaðinu var
sent Wilfred frá Hubertusi.
—  Ég gat ekki látið heimild-
ir þínar verða of götóttar, Wil-
fred minn góður, skrifaði Hu-
bertus frændi um leið og hann
sendi fyrsta blaðið, — svo að þú
getur verið viss um, að ég skal
senda þér allt, sem út kemur í
framtíðinni.
—  Blessaður Hubert, andvarp
aði Wilfred með tárin í augun-
um. — Alltaf svo örlátur
og hugsunarsamur við aðra.
Hvers vegna þurfa tími og vega-
lengdir að skilja okkur svona að:
— Þá man ég það, sagði
Storm, er þau sátu úti í forskál-
anum síðdegis — Edward og
Luise ætla að heimsækja okkur.
Hann veik eitthvað að því í síð-
ustu bréfunum sínum, sagði ég
þér það ekki?
Wilfred hrökk við. — Ha,
hvað varstu að segja? Það var
eins og hann vaknaði af draumi.
Hver, sagðirðu? Hvað varstu að
segja, drengur minn?
Storm brosti og sagði: — Ég
gerði það viljandi, að segja þér
ekki frá því fyrr, af því að ég
vildi ekki gera þér neinar tál-
vonir. Edward gaf það bara í
skyn, að hann vildi gjarna koma
með Luise og vera eina eða tvær
Sendill
Röskur piltur óskast til sendiferða  strax.
Upplýsingar á  skrifstofunni,  Hafnarstræti 5.
OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F.
GIRÐINGAREFNI
gatt úrval ágóðu vetíi
FINNSKIR TRESTAURAR
REKAVIÐARSTAURAR
GALV. JÁRNSTAURAR
TÚNGIRÐINGANET
LÓÐAGIRÐINGANET
GADDAVÍR
ýóður
grasfra
girðingarefni
M
MJOLKURFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Símar: 11125 11130
vikur hjá okkur. Hann hafði í
hyggju að mála nokkrar myndir
— aðra fjölskyldumynd í viðbót
og kannski landslagsmynd. En
hann hefur nú enn ekki nema
gefið það í skyn. Hann hefur
ekki sagfr neitt ákveðið enn.
Edward og Luise komu til Ný-
merkur í júlímánuði þetta sama
ár, 1798. Þetta var regnsamur
mánuður, enda þótt daginn sem
þau komu þangað væri afskap-
lega heitt.
Willfred sfcalf og tinaði og
kipptist til, af eintómri ánægju.
Tárin runnu úr augum hans og
það lá við, að skrölti í beinun-
um þegar hann hristist af hlátxi.
Hann faðmaði þau bæði að sér
og spennti síðan greipar.
Luise táraðist líka, er hún
horfði á hann ljósgrænum aug-
unum. Hálffimmtug leit hún út
fyrir að vera þrítug, næstum
unglegri en Edward, hálffert-
ugur, en viðkvæmt andlitið
á •honuim gerði hann eldri, er
hann hleypti brúnum. Það minnti
mjög á Storm. Brosið á Edward
var máttleysislegt, er hann rétti
fram báðar hendur til þess  að
9
grípa um handleggina á tengda-
manni sínum, en það mátti sjá,
að tilfinningar hans ristu djúpt,
því að hann var allt eins hrærð-
ur og Wilfred, fannst Storim.
Skr'tinn náungi. Ég hef aldrei
getað botnað í honum. Ekki get
ég hugsað mér hann sem tví-
burabróður minn.
—  Og lítið þið bara á Elísa-
betu! Primrose, elskan! Hún hef
ur ekki elzt nokkra vitund!
Sami fullkomni hörundsliturinn!
Sama fallega stúlkan, sem ég
þekki í Good Heart! Wilfred
sneri sér undan, til að þerra sig
um augun, en Luise hló og sagði
við Elísabetu: — Hann hefur
heldur ekkert breytzt. Sami fjör
ugi Wilfred frændi ó, ég er svo
fegin að vera komin hingað,
Elísabet! Góði frændi, seztu nið-
ur. Þú ert farinn að skjálfa.
Hún gekk til hans og strauk úr
augum  hans  með  fingrunum.
— Svona nú! Þú verður að stilla
þig, annars verð ég að fara aft-
ur. Og hvernig þætti þér það?
Wilfred skalf, skríkti og tin-
aði og leyfði henni að þrýsta sér
niður í  stól,  en  Edward  sagði:
— Þú mátt ekki vera að skamma
Wilfred frænda, góða mín. Þú
ert alveg eins tilfinninganæm
sjálf.
—   Er hún það, Edward?
spurði Wilfred og renndi til
hans votum augunum.
—  Einungis í einrúmi, sagði
Edward,  skuggalegur  á  svipinn
—og það ber að þakka.
Lusie sneri sér við, seildist til
Edwards og kleip hann í hand-
legginn. Edward kveinkaði sér,
og svaraði samstundis í sömu
mynt og Luise sagði Ú-úh !Hún
sneri sér að frænda sínum og
ii:  —  Veiztu,  að  hann  var
„ .12-»
1=30280-3262
LITAVER
Verðlækkun
Oröscnding til allra sem eru að byggja
Vilja bæta. þurfa að breyta.
í tilefni af 5 ára afmæli Litavers höfum við
ákveðið að lækka verð á öllum vörum okkar
í 5 daga, frá 4. september til 9. september.
Ath.: Lækkað verð frá hinu venjulega
lága verði.
Lágt verb lækkar i LITAVERI
— Hættu þessu, — nú gildir það að fara ekki á taugunum.
vanur að klípa mig þegar hann
var strákur? I seinni tíð er ég
farin að klípa hann, því að ég
hef svarið að borga fyrir allt,
seim ég hef orðið að þola firá
hans hendi.
—  Já, sterk kona tvítug að
manga til við veiklaðan tíu ára
drenig. Þú átt elkiki betira slkilið,
kelli mín.
— En það var nú indæl þján-
ing, engu að síður, skal ég játa,
sagði Luise og hló, en Storm
hugsaði: Ekki hefur hún þrosk-
azt andlega. Hún er alltaf sama
girndarfulla Luise.
Klukkan fimm, þegar þau
sátu við miðdegismatinn, rigndi
stöðugt og ákaft úti, úr dimm-
gráum himni, en veðrið dró ekk-
ert úr kæti þeirra.
—  Segðu mér . . . segðu mér
allt um Hubert, sagði Wilfred
hvað eftir annað, jafnvel eftir
að þau Edward og Luise
hötfðu     sagt honuim tals-
vert af honum. — Ég verð
að vita allt, sem á daga hans
hefur drifið, síðan hann fór frá
Demerara. Er hann alltaf jafn-
hugsi? Hallar hann enn undir
flatt og vandræðast yfir „ættar-
blóðinu"?
—  Því hættir hann nú aldrei,
sagði Luise og brosti, og horfði
á hann skærum, vingjarnlegum
augunum. Hann vandræðast og
kvelur  sjálfan  sig  út  aif  þessu
blóði,  þangað  til  hann  liggur
dauður.
—   Hann er samvizkusam-
ur maður, sagði Edward alvar-
lega, og gretti sig alveg eins og
í gamla daga, rétt eins og hann
gæti ekki tekið neins konar
gamni — en það var algjör mis-
skilningur, því að hann hafði
skopskyn í bezta lagi og gat ver
ið meinhæðinn. — Hann hugsar
hvart mál vandlega, og hver sem
það gerir — eins og ég er alltaf
að segja Luise — hlýtui
óhjákvæmilega að sýnast þung-
lyndur. Er kannski nokkur heim
spekingur til, sem ekki virðist
vera þunglyndur?
—  Þarna sérðu! greip Luise
fram í. — Ég var búin að segja
þér það, Wilfred frændi, að eng-
inn má dirfast að tala illa um
pabba, svo að Edward heyri.
—  Það er ekkert furðulegt,
Luise mín góð, sagði Storm.
— Við hérna verðum líka að
fara varlega, ef við segjum eitt-
hvað H'Uibenbusi fræmda til
hnjóðs. Hann sendi tengdaföður
sínum þýðingarmikið augnatillit.
—  Hubert er vinur minn, Lu-
ise, sagði Wilfred. — Ég ber
mikið traust til hans. Ég verð
að vera á sama máli og Edward.
Hubert hefur verið mikið mis-
skilinn.
Luiise þaut upp: — Það ©r emtg-
in hætta! Ég skil hann til fulln-
Stjömuspá
Jeane Dixoit
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Gerðu þér Uóst hvað þú vilt í raun og veru og framkvæmdu svo.
Með því móti verður þér vel ágengt í dag.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Breyttu ekkert út af venjulegum lifnaðarháttum í dag. Lyftu þér
upp, þegar betur stendur á.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Að gleymdum nokkrum smávægilegum fjölskylduvandamarum, verð
ur dagurinn ánægjulegur. Leyfðu öðrum að hafa sínar skoðanir i íriði.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Forvitnin er ails ráðandi í dag. Kærkomin tilbreyting verður á hög-
um þínum. Njóttu hennar.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þú hefur úr mörgu að velja, en timinn er naumur. Félagi þinn stend
ur i stórræðum.
Meyjan, 23. ágúst«^- 22. september.
Þú mátt eiga von á að komast i nýtt umhverfi, þar sem þú eignast
vini með svipuð áhugamál og þín eigin. Gerðu áform.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þetta er dagur andstæðna. Ljúktu öllum viðskiptum fyrir hádegi.
Ættingjar þinir koma þér á óvart.
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember.
Morguninn er hentugur til viðskipta. Farðu varlega seinni partinn.
Bogmaðuririn, 22. nóvember — 21. desemb*r.
Leitaðu félagsskapar við framtakssamt fóllk. Þú þarfnast hvatning-
ar, og þá verður Þér vel ágengt.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Ef þú blandar þínum nánustu ekki inn í þín mál, munu þau þróast
á skemmtilegan hátt. Vertu þolinmóður.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þú færð áreiðanlega eitthvað nýtt til þess að hugsa um í dag. Not-
aðu kvöldið til heilbrigðrar skemmtunar.
Fiskarnir, 19. febrúar —'¦ 20. marz.
Leitaðu félagsskapar við framtakssamt fólk. Þú þarfnast hvatnlng-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28