Morgunblaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1969 Soffía Þórðardóttir Kaupkona - Minning í DAG fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík útför Soffíu Þórðardóttur, kaupkonu, sem andaðist sl. sunnudag í Land- spítalanum. Soffía var fædd að Helli í Rangárvallasýslu þann 4. marz 1912 og voru foreldrar hennar Þórður Gíglason bóndi þar og kona hans Katrín Guðlaugsdótt- ir. Þau eru bæði löngu látin, hún úr spönsiku veikinni 1918, en hann andaðist hér í Reykjavík 1928, en hingað höfðu þau flutzt árið 1915. Soffía hóf á unga aldri verzl unarstörf og kjólasaum, og vann m.a. mörg ár hjá verzluninni ,,Gullfossi“, sem þá var rekin af Helgu Sigurðsson. Árið 1939 stofnaði hún ásamt starfssystur sinni Kristínu Bogadóttur, sauma t Frú Irma Weile-Jónsson lézt að Vífilsstöðum aðfara- nótt 18. september. F.h. fjarstaddra ættingja. Þórir Kr. Þórðarson. t Hjartkær faðir okkar, tengda- fáðir og afi Þórhallur Jónasson hreppstjóri, Breiðavaði, Eyðaþinghá, lézt miðvikudaginn 17. þ. m. á sjúkrahúsimu, Egilsstöðum. Guðlaug Þórhallsdóttir Jóhann Magnússon Borgþór Þórhallsson Sveinbjörg Eyþórsdóttir og börn. t Útför föðux okkar og tengda- föður Guðmundar Erlendssonar fyrrv. hreppstjóra og bónda á Núpi í Fljótshlíð, fer fram laugardagimn 20. þ.m. og hefst með húskveðju frá heimild hans Núpi kl. 1. Jarðsétt veröur á Breiðabóls- stað kl. 2. Bílferð verður frá BSÍ kl. 10 árdegis. Pétur Guðmundsson Anná Guðjónsdóttir Fríður Guðmundsdóttir Leifur Guðmundsson. stofu í Veltusundi, er þær nefndu „Kjóllinn", en eftir að Soffía hlaut meistararéttindi i kjólasaumi 1943, Stofnuðu þær stöllur verzlunina „Kjólinn“ í Þingholtsstræti 3, og er hún þar enn til húsa. Ég átti því láni að fagna að kynnast Soffíu á unga aldri og hefur jafnan síðan verið með okkur náin vinátta. Soffía var góður og skermmtilegur félagi og trölltrygg vinum sínum. Hún var ákveðin í skoðunum og hreinskil in og hafði ýmigust á allri hálf- velgju og tvöfeldni. Öll störf sín rækti hún af myndarsikap og sam vizkusemi, enda var hún mjög hæf í sinni grein og aflaði sér trausts og vinsælda hjá viðskipta vínum sínum. Þótt hún ætti við ýmsa erfiðleika að stríða, eink- um síðustu árin vegna heilsu- leysis, tók hún því með mann- dómi og þreki og lét aldrei bug ast þótt móti blési. Soffía giftist ekki, en eignaðist einn son, Þórð Theodórsson, sem nú stundar nám við Iseknadeild Háskólans. Urðu þá mikil þátta Skil í ævi hennar. Upp frá því snerist allt hennar lif um dreng inn hennar, og helgaði hún hon um alla sína ást og umönnun. Hún fékk það líka ríkulega end urgoldið. Betri son og ástrík- ari er varla hægt að hugsa sér. Það var ekki til sá hlutur sem hanm ekiki vildi gera fyrir móður sína, og samheldni þeirra mæðg ina var slík, að þar bar aldrei skugga á. Um þetta leyti í fyrra voru miklir ánægjudagar fyrir Soffíu. Þórður sonur hennar kvæntist þá konuefni sínu Vigdísi Ágústsdótt ur Fjeldsted, og stofnaði sitt eig t Útför móðuir okkar, Sigríður Jónsdóttur, húsfreyju, Eyvindartunngu, verður gerð laiugardaginn 20. september og hefst með hús- kveðju kl. 1. Athöfn í Miðdals kirkju hefst kl. 2. Jarðsett verður a'ð Laugarvatni. Börnin. t Eiginmaður minn, faðir, som- Uir og bróðir okkar Páll Birgisson Eyrargötu 22, Siglufirði, verður jarðsettur laugardag- inn 20. sept. frá Sigliufjarðar- kirkju kl. 14. Kristín Gunnlaugsdóttir Gunnar Hilmar Pálsson Birgir Runólfsson Margrét Pálsdóttir og systkin hins látna. t Alúðarþakkir til allra, sem á ógleymartlegan hátt sýndu samúð og vináttu vegna andláts manpsins míns, föður og bróður VIGGÓS EYJÓLFSSONAR, bifreiðaeftirlitsmanns. Selvogsgrunni 29. Sérstakar bakkir færum við samstarfsmönnum hans í Bif- reiðaeftirliti ríkisins, ökukennarafélaginu og félögum hans í Oddfellov/reglunni fyrir sérstaka virðingu auðsýnda við útför hins látna. Olga Hjartardóttir, böm, systur og aðrir ættingjar. ið heimili. Gleðin var að visu blandin trega, sem eðlilegt er, sonurinn yfirgefur þeirra sameig inlega hei-milli, eftir svo ástríka sambúð um 23 ára skeið. En Soffía hafði fullan slkilning á því að það er gangur lí.fsins, að börn in hverfi úr foreldrahúsum, þeg ar þau hafa náð aldri og þrosika til þess að stofna sitt eigið hekn- ili. Þetta sýndi Soffía í verki og studdi ungu hjónin af allri sinni orku til þess að framtíð þeirra mætti verða sem björtust. Þegar ungu hjónunum fæddist sonur sl. vetur var það sannkallaður ham ingjudagur fyrir Soffíu. Hún sá ekíki sólina fyrir litla drengnum og var hjá honum öllum stund- um sem hún gat við komið. Áð- ur en hún fór á spítalann hinzta sinn, dvaldi hún um vi'ku tírna á heimili Þórðar og Vigdísar. Hændist þá litli drengurinn mjög að ömmu sinni og voru það sannkallaðir dýrðardagar fyrir Soffíu, þrátt fyrir það að húm væri þá orðin mjög lasin. Það kom bæði mér og öðrum mjög á óvart að andlát Sof’fíu bar að með svo skjótum hætti. Ég lá þá sjálf á spítalanum á sömu deild og Soffía, og kvöldið áður sátum við saman hressar og kátar yfir kaffibolla. Ek/ki hvarfl aði þá að mér að hún ætti ekki eftir að lifa lengur. Við sem þekktum Soffíu Þórð ardóttur þölokum henni nú að leiðarlokum góða og ánægjulega samfylgd. Við eigum einungis bjartar minningar um góða, þrek mikla og trygglynda konu. H. Fj. Fædd 4. marz 1912. Dáin 14. september 1969. Það var kl. 9.30 sunnudags morgun þ. 14 að síminn hringdi. — Döpur en róleg rödd sagði: Sæl Kristín mín. Hún Soffa er dáin. Það var unga elskulega tengdadóttirin sem tilkynnti mér hvað orðið var. Mér varð mjög hverft. Ég hafði ekki getað hugs að mér að kallið kæmi svona fljótt. Okkur, sem til þekktum, var að vísu ljóst, hve alvarlegur sjúk dómurinn var, og að oft áður t Þökkum mnilega auðsýnda samúð og viniáttu við andlát og jarðarför Ágústar Jónssonar húsgagnabólstrara, Mjóstræti 10, Hákonarbæ. Börn, tengdabörn og barnaböm. t Innilegustu þakkir til allra er sýndu samúð og vináttu vi'ð andlát og jarðarför Ólafar Eyjólínu Eyjólfsdóttur Gjöveraa. Guð blessi ykkur 331. Vandamenn. hafði litlu munað. — Er ég, 3 dög um áður , heimsótti hana á sjúkra húsið ,var hún svo óvenju hress og vongóð, — enda ákveðin í að slaka á erlinum og freista þess að ná fullum bata. Við mennirnir áformum, en hinn ailvaldi tekur í taumana þegar honum þykir henta. Þrátt fyrir sjúkdóm og erfið- leika hin síðustu ár, var henni mikil hamingja að eiga einkason inn góða og prúða, — nú verð- andi lækni, yndislega tengda- dóttur, tryggan bróður og mág- konu, en umfram allt, litla son.ar soninn, augasteininn. Hér skal engin ævisaga sögð, né harmar raktir. Einungis fátæk legur þakklætisvottur sýndur. Soffía mín, ég var svo lánsöm að kynnast þér náið og eignast fölskvalausa vináttu þína þau hartnær 16 ár, er við áttum heimia hvor á sinni hæðinni. Margar glaðar stundir áttum við saman, stundum tvær einar, eða í hópi góðra vina. Slíkar stundir geymast í þakklátri minningu okkar, sem enn dvelj- umst hér. Sambýlisfólk okkar í 10 ár, og sameiginlegir góðvinir, frú Ingi- björg og Eggert Karlsson senda þér hjartans þakkir fyrir sambúð ina og vináttu, og ekki sízt ást- úðina er þú ávallt sýndir drengj unum þeirra. Að síðustu. Ég trúi þvi að þú öðlist nú þá lífsfyllingu og þann frið, er þú og við öll þráum svo mjög. í því trausti fel ég þig blessun Guðs og handleiðslu í þínum nýju heimkynnum. Ástvinum og öllum aðstand- endum votta ég dýpstu samúð. Kristín Óladóttir. „EN HVAÐ mér finmast undar- legar svona hiljóðar stundir", sagði tíu ára gamall sonur minn, gkömimu eftir að okkur bairist and látsfregn okkar góðu vinkonu Soffíu Þórðardóttur. Ég vildi miðla honum af reynslu minni á sem einifaldastan hátt, og sagði að þar sem dauðinn kæimi við væri alltaf hljótt. En hann svar- aði kyrrlátt og sannfærandi: — „En svona er það bara fyrstu dagana". Ég fann að í þessari barnslegu athugasemd fólist hin hversdags- lega speki, sem við verðum að byggja llf okkar á. Það þarf ekki háan aldur eða langa lífsreynslu til að finna og vita að lífið held- ur áfram, þótt einn þráður þess bresti. En þó að þessi þráður nái ekki lengra heldur hann samt á fram að vera uppistaða í vefnaði mannlífsins og verður því aldrei afmáður. Þannig hugsa ég um líf þessarar horfnu virnkonu Páll Birgisson frá Siglufirði — Kveðja Fæddur 4. marz 1948. Dáinn 12. sept. 1969. Drottinn minn, góður guð gefðu nú styrk og þrek þeim, sem hið þunga böl þjakar við dánarbeð. Ský hylja sumarsól. . Sorgar er bitur hjör. Almættið enn sem fyrr ákvarðar hinzta dag. Lífið, seim lifum vér, ligguir um þymibraiut. Kemur þar skúr og skin en skilningur naumur er. Virðist margt vera svo viðsjálit og ekki rétt. En ætlunin er oss sögð á því að læra meir. Horfinn er héðan burt hann, sem var mörgum kær. Afans hlaut ágætt nafn og það með sóma bar. Kveðja nú kona og barn. Kvöl þeirra nistir sál. Ástvinir allir hans angursins fella tár. Sorgin oss sælcir heim sviplega margan dag. Lamar oft lífsins þrótt. Lokast þá virðast sund. En dagur úr dökkva rís. Djúpt læknast hjartasár. Því ofar stund og stað stjarna guðs alltaf skín. Ungs miamnis er endað skeið. Enginn fær sköpum breytt. Örstutt var ævin hér. Eilífðin tekur við. Ljósbirtu líf hans gaf. Ljúft er að minnast þess. Þökk fyrir allt og allt ástvinir færa þér. Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg. Útför Páls fer fram frá Sigliu- fjarðarkirkju á morguin. Imnilegiar þakka ég öllum þeim sem glöddu mig á 85 ára afmælinu 10. sept. siL með heimsóknium gjöfum og skeyt- um og geiðu mér dagimn ógleymamlieigan. Sigurður Sigurþórsson, járnsmiður. Þakka hjartanlega öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd og vinarhug á áttatíu ára afmæli mínu 9. september s.l. Magnús Magnússon, Lykkju, Kjalarnesi. Innilegar þakkir ailra, er glöddu mig með skeytum, blóma- sendingum og annarri vinsemd á áttræðisafmæli mínu. Heill og hamingja fylgi ykkur öllum, Jón Sumarliðason frá Breiðabólsstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.