Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBiLAÐŒÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 11970
Hitnt nýi Víðistaðaskóli í byggingu.
Skólahúsnæði í
Hafnarfirði
tvöf aldað á
áratug
ÁKNI Grétar Finnsson,
hæstaréttarlögmaður, skipar
2. sæti á framboðslista Sjálf
stæðismanna í Hafnarfirði.
Hann hefur um langt skeið
verið einn helzti forystumað
ur hafnfirzkra Sjálfstæðis-
manna og jafnframt gegnt
trúnaðarstörfum í þágu
ungra Sjálfstæðismanna um
árabil. Á því kjörtímabili,
sem nú er að ljúka, hefur
Arni Grétar Finnsson verið
einn helzti talsmaður Sjálf-
stæðismanna í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar. Morgunblað-
ið hefur snúið sér til hans
og rætt við hann um stjórn-
málabaráttuna í Hafnar-
firði, hafnfirzk bæjarmál-
efni og framtíð þessa bæj-
arfélags, sem nú vex örar
en nokkurt annað bæjarfé-
lag á íslandi.
— Stjórnmálabaráttan í Hafn-
arfirði hefur þótt mjög óvæg-
in og hörð og komið spánskt
fyrir sjónir þeim sem utan við
standa. Hver er þín reynsla af
þátttöku í hafnfirzkum stjórn-
málum?
— Að vísu er stjórnmálabar-
áttan oft mjög hörð hér, segir
Árni Grétar Finnsson, en
kynni mín af henni eru þó
þannig, að þetta hafi breytzt
mjög til batnaðar. Yfirleitt eru
þeir menn, sem verið hafa í for-
ystu, t.d. í bæjarmálum, ágæt-
ir menn úr öllum flokkum. Hin
persónulegu átök eru ekki svip-
uð því og áður var og þjóna
takmörkuðum tilgangi. Enn-
fremur hefur orðið mikil hreyt
ing á hinu pólitíska andrúms-
lofti í bænum, gem stafar m.a.
af því, að íbúum bæjarins hef-
ur stórfjölgað. Hinn náni kunn
ingsskapur er ekki eins mikill
og hefur ekki jafn mikil áhrif
og áður var. Einnig eru mörg
þeirra mála, sem fjallað er um
stærri og veigameiri en áður
fyrr.
—  Þú starfrækir lögmanns-
skrifstofu í Hafnarfirði. Hvern
ig samræmist það starfi bæjar-
fulltrúa?
— Að sumu leyti falla þessi
störf vel saman. Starfandi lög-
maður kynnist mönnum og mál-
efnum e.t.v. náraar en kostur er
við ýmis önnur störf, en hvað
sem allri stjórnmálabaráttu líð-
ur er lögmannsstarfið á köfl-
um mjög erfitt, enda fjalla lög-
fræðingar oft um mjög við-
kvæm mál, sem snerta fólk ná-
ið persónulega.
—  Hvernig hefur þér fallið
að starfa í bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar?
— Það hefur að mörgu leyti
verið mjög lærdómsríkt og
vissulega gagnlegt að starfa
sem bæjarfulltrúi í bæjarfélagi,
sem er í jafn örum vexti og
Hafnarfjörður og þetta er mjög
lífræmt starf á köflum. Auð-
vitað eru verkefnin miklu meiri
en svo að fjárhagsgetan leyfi
að öllum þörfum sé fullnægt í
vaxandi bæ, og þá kemur upp
vandinn að velja, hvað sé nauð-
synlegast. Um það hefur ekki
verið teljandi ágreiningur í nú
verandi bæjarstjórn.
—  Hvaða ástæður liggja til
hinnar miklu grósiku í Hafnar-
firði um þessar mundir?
—  Síðustu tvö kjörtimabilin
hefur fólksflutningur til Hafn-
arfjarðar verið mjög mikill.
Ýmsar ástæður liggja til þess.
M.a. hefur verið breytt um
stefnu í sambandi við opinber
gjöld og þau samræmd gjöld-
Arni Grétar Finnsson
Hitaveita stærsta
verkefni nýrrar
bæjarstjórnar,
segir Árni Grétar
Finnsson
um í hliðstæðum bæjarfélögum
þannig að fólk situr nú við
sama borð og aðrir í þeim efn-
um. Byggingarframkvæmdir
hafa aldrei verið meiri og það
hafa skapazt möguleikar fyrir
fólk að setjast hér að og ungt
fólk, sem er að stofna heimili
hefur getað haldið áfram að
eiga hér heima af þeim ástæð-
um. Þá hefur atvinnurekstur í
bænum eflzt og er að sjálfsögðu
stærsti þátturinn í þeim efnum
tilkoma álbræðslunnar, sem hef-
ur skapað hér mikla atvinnu.
Ennfremur hefur ýmiss konar
þjónustu við bæjarbúa verið
sinnt betur. Um leið og hinn
mikli fólksflutningur hófst til
Hafnarfjarðar áttaði stöðugt
fleira fólk sig á fegurð bæjar-
stæðisins og ýmsum kostum sem
fylgja því að búa hér, og sýnir
hin hraða uppbygging nýrra
bæjarhverfa, að þróunin virð-
ist ætla að halda áfram.
— Þið gerið sem sagt ráð fyr-
ir því, að hinn öri vöxtur Hafn
arfjarðar haldi áfram enn um
skeið?
—   Við gerum ráð fyrir
áframhaldandi    uppbyggingu
Norðurbæjarins, segir Árni
Grétar Finnsson, sem byrjað
var að byggja upp í fyrrasum-
ar. í Norðurbænum eru nú
þegar 200 íbúðir í byggingu og
fyrstu íbúarnir þegar fluttir í
hverfið.
— Nú skapast að sjálfsögðu
margvísleg vandamál við svo
öra  uppbyggingu  bæj arfélags,
eins og dæmin sanna. Hvernig
hefur ykkur tekizt að svara
kröfum um aukna þjónustu við
vaxandi íbúafjölda?
—  Það er rétt að hin öra
uppbyggkig bæjarins kallar á
aukna þjónustu, en fjölgun
bæjarbúa skapar einnig fleiri
skattborgara og fleiri bök til
sameiginlegu þörfum.
— Þú hefur starfað sem for-
maður fræðsluráðs Hafnar-
fjarðar um 8 ára skeið. Hvern-
ig er ástandið í skólamálum
ykkar um þessar mundir?
—  Á árinu 1962 voru hér
26 kennslustofur og höfðu þá
verið byggðar 4 kennslustofur
á s.l. 14 árum. En á tímabilinu
1962—1966 voru byggðar 12
kennslustofur til viðbótar og
er í byggingu Víðistaðaskóli en
þar verða 12 almemnar kennslu
stofur og er ráðgert að taka
a.m.k. 6 þeirra í notkun næsta
haust og ljúka skólanum 1971.
Rís því skóli í Hafnarfirði í
fyrsta sinn samhliða nýju
íbúðarhverfi. Þá hefur skóla-
húsnæði í Hafmarfirði nær ver-
ið tvöfaldað á 9 árum. Þrátt
fyrir mikla fjölgun bæjarbúa,
hefur nemendum ekki fjölgað í
samræmi við þessa aukningu
skólahúsnæðis. Engu að síður
gerum við okkur grein fyrir
því, að verulegs átaks er þörf
í þessum málum og hafa því
verið gerðar áætlanir um skóla
byggingar fram í tímann. Næsta
skrefið í skólabyggingarmálum
gagnfræðaskóla, sem á að
standa í Flensborgarlóðinni við
Hringbraut. Stendur nú yfir
samkeppni um teikningu að
skólanum og á hennd að ljúka
25. ágúst n.k. Þessi nýji skóli
verður samtals 4600 fermetrar
að stærð og heildarkostnaður
við byggingu og búnað er um
85 millj. króna. Skólinn verð-
ur byggður í tveimur áföngum
og er kostnaður við fyrsta
áfanga um 50 millj. króna, og
er þess að vænta að honum
verði lokið á næstu 4 árum, en
hluti hans væntanlega tekin í
notkun haustið 1972. Þessi nýi
skóli á m.a. að verða fyrir vænt
anlega aukningu gagnfræða-
stigsins og fyrir það framhalds-
nám, sem tekur við að loknu
gagnfræðanámi. Hin nýja
skólabygging mundi gera okk-
ur kleift að hefja hér mennta-
skólakennslu en brýn nauðsyn
er nú á að stofna menntaskóla
í    Hafnarfirði.     Sérstakur
fræðslustj óri var ráðinn fyrir
2 árum. Er það Helgi Jónas-
son og hefur öll starfsaðstaða í
skólamálum mjög breytzt til
hins betra með ráðningu
fræðslustjóra fyrir Hafnar-
fjörð.
—   Að undanförnu hefur
nokkuð verið rætt um hita-
veituframkvæmdir í Hafnar-
firði. Hvað líður þeim málum?
— Það hefur lengi verið rætt
um það að koma upp hitaveitu
fyrir Hafnarfjörð frá Krísuvík,
og að frumkvæði hitaveitu-
nefndar, sem ég á sæti í, fór
fram á s.l. sumri jarðfræðileg
rannsókn á j arðhitasvæðunum
í Krísuvík og var Jón Jónsson,
j arðfræðingur, okkur mjög til
ráðuneytis en framkvæmda-
stjóri nefndarinnar er Björn
Árnason bæj arverkf ræðingur.
í framhaldi af rannsóknunum í
fyrrasumar hefur verið ákveð-
ið að hefja fullnaðarrannsókn-
ir á jarðhitasvæðinu í Krísu-
vík og Trölladyngju og eiga
þær rannsóknir að fara fram í
sumar og næsta sumar, en þá á
þeim að Ijúka. Þegar hefur
verulegu fjármagni verið var-
ið til þessara rannsókna, en
áætlaður kostnaður við þær er
19y2 millión króna. Aðal-
kostmaður liggur í borholum,
aem þarf að gera í sambandi
við þetta. Á s.l. hausti samdi
svo Hafnarfjarðarbær við
verkfræðifirmað Virkir h.f. um
gerð frumáætlunar fyrir varma
veitu fyrir Hafnarfjörð. Þeas-
ari áætlunargerð er nú lokið.
Hún er tvíþætt. Annars vegar
fjallar hún um að nýta jarð-
varma til hitaveitu en hins veg
ar fyrir raforku til upphitunar.
Þá er áætluninni skipt niður í
5 kafla, í fyrsta lagi hitaveita
fyrir Hafnarfjörð, í öðru lagi
hitaveita fyrir Kópavog og
Hafmarfjörð. í þriðja lagi hita-
veita fyrir Hafnarfjörð og
Straumsvík, miðað við orku-
sölu til stóriðnaðar. Og í fjórða
lagi hitaveitu fyrir Hafnar-
fjörð, Kópavog og Straumsvík.
Niðurstaða könnunarinmar var
mjög hagstæð, og hafa tölur
um það þegar birzt í blöðum.
—  Ertu bjartsýnn á fram-
gang hitaveitumálsins í Hafn-
arfirði?
—  Eg er bjartsýnn á fram-
gang þessa máls, þar sem hér
er ekki eingöngu að ræða stór-
mál fyrir Hafnarfjörð, heldur
skiptir hagnýting auðlinda
landsina alla þjóðina miklu og
er það ein frumforsenda þess,
að við getum búið hér við við-
unandi lífskjör. Það er skoðun
mín, að hitaveita fyrir Hafnar-
fjörð verði eitt stærsta verk-
efni bæjarstjórnar Hafnarfjarð
ar á næstu árum.
—  Hvað viltu segja um ár-
angurinn á hinu liðna kjörtíma-
bili?
— Ég held, að það kjörtíma-
bil, sen nú er að ljúka, hafi
verið mjög árangursríkt fyrir
Hafnarfjörð. Sjálfstæðismenn
hafa verið í meirihluta í sam-
vinnu við fulltrúa Félags óháðra
borgara um stjórn bæjarins. Ég
tel, að þetta samstarf hafi geng
ið mjög vel, og menn almennt
lagt sig fram um að leysa mál-
in af ábyrgðartilfinningu. Á
þessu kiörtímabili hefur fjár-
hagur bæjarins eflzt verulega.
Bæjarstjóri hefur verið Krist-
inn ó. Guðmundgson og hefur
hann reynzt mjög vel í starfi
sínu og nýtur vaxandi trausts
allra sem til þekkja. Rekstur
bæjarútgerðarinnar hefur mjög
breytzt til hins betra, og hef-
ur  forstjóri  þess  fyrirtækis,
Sæmiuodlur Auiðuinssionii reynzt
mjög dugmikill í því vanda-
sama starfi. Margvíslegar fram
kvæmdir hafa átt sér stað á
kjörtímabilinu. Á síðasta ári
voru t.d. lagðar 3 kílómetrar
af varanlegu slitlagi á götur
bæjarins. Unnið hefur verið að
uppbyggingu hafnarinnar. En
sérstakur hafnarstjóri er nú
hjá Hafnarfjarðarhöfn, Gunn-
ar Ágústsson verkfræðingur,
og hefur hann verið nýtur mað
ur í starfi. Þá hefur ýmiss kon
ar þjónusta við bæjarbúa ver-
ið stóraukin, byggður gæzlu-
völlur, komið á fót æskulýðs-
heimili og unnið að fegrun bæj-
arins og hefur vinna unglinga
sérstaklega verið hagnýtt í því
sambandi. Margt fleira mætti
nefna. Þessi upptalning skal lát
in nægja.
—  Hvað viltu segja að lok-
um?
—   Það er skoðun mín,
að Hafnarfjörður eigi fyrir sér
bjartari framtíð en nokkru
sinni fyrr. Bærinn er í örari
vexti en flest önnur byggðar-
lög landsins, lega bæjarins er
slík að uppbygging stóriðju og
atvinnufyrirtækj a verður mikil
á þessu svæði í framtíðinni.
Þessa möguleika þarf að sjálf-
sögðu að nýta sem bezt. Við
Sjálfstæðismenn teljum, að þær
miklu framfarir, sem hafa orð-
ið í Hafnarfirði á s.l. 8 árum,
eftir að Sj álfstæðisflokkurinn
varð forystuafl í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar, sé bezti mæli-
kvarðinn á hæfni Sjálfstæðis-
manna til að veita bæjarfélag-
inu forustu. Þess vegna vænt-
um við þegs og treystum því
að fólk veiti okkur brautar-
gengi i þessum kosningum og
sem sterkust áhrif til þess að
halda áfrarh þeirri upp-
byggingu sem þegar er hafin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32