Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 11970
Markús Jónsson frá
Giljum — Minning
AÐ morgni hvítasunnudags, 17.
þ.ni., lézt í Landspítalanuim móð-
urbróðir minn, Markús Jónsson
frá Giljum í Mýrdal, sem mig
langar að leiðarlokuim alð minn-
ast örfáum orðutm og þakka
órofa tryggð utm nær 50 ár.
Marfcús var fæddur 20. októ-
ber 1892 á Giljum. Voru for-
eldraT hans hjónin Sigríður Jak-
obsdóttir og Jón Jónsson, setm
þar höfðu þá búið um tíu ár —
eða frá 1882. Stóðu að Markúsi
mýrdælskar- og eyfellskar ættir
sem óþarft er að rekja hér nán-
ar. Einungis má segja það með
sanni, að margt af því var hið
dugmesta fólk. Meðal annarra
voru ömmubræður hams þeir Jón
Mýrdal, sagnasfcáld, og Runólfur
Jónsson í Vík, sem var þekktur
fræðimaður á sinni tíð.
Þau Sigríður og Jón á Giljum
höfðu verið vinnuhjú í Hjörleifs-
höfða hjá hinum kunna bónda
og fræðimanni, Markúsi Lofts-
syni, og var mikil vinátta alla tíð
milli heimilanna á Giljum og í
Hjörleifshöfða. Má m.a. marka
það af því, að þau Gilnahjón létu
þann son sinn, sem nú er kvadd-
ur, heita í höfuðið á óðalsbónd-
anum í Höfðanum, og áður höfðu
þau látið annan son sinn heita
Hjörleif.
Markús ólst upp í fjölmennuim
systkinahópi, en þau voru sjö,
sem komust upp. Af þeim lifa
enn þrjú, tveir bræður, Hjörleif-
ur og Lárus, og ein systir, Sig-
ríður.
Marfcús vann heimili foreldra
sinna allt það gagn, er hann
mátti, þegar hann óx úr grasi,
eins og önnur systkmi hams, enda
var Gilnaheimilið alla tíð mjög
samhent.
Árið 1920 lézt Jón á Giljuim,
og tók Marfcús þá við búi ásarnt
móður sinni og bræðrum, Hjör-
leifi og Lárusi. Þegar Lárus
hvarf að heiman 1928, bjuggu
þeir áfram, Markús og Hjörleif-
ur, og taldist Markús fyrir bú-
inu. Eins og áður getur, var móð-
ir þeirra fyrir framan hjá þeim
í fyrstu, en þegar heilsu hennar
tók að hraka eftir 1930, bjuggu
þeir með ráðsfconum, því að þeir
kvæntust ekki.
Móðir þeirra lézt í hárri elli
árið 1941 og hafði þá verið rúm-
liggjandi árum saman. Þeir
bræður hlynntu að henni ásamt
systkinum srnium, eins og bezt
varð á kosið. Var háttur þeirra
systkina, sem búsett voru í
Beykjavík, að leita til átthag-
anna að sumri til og dveljast á
Giljum við heyvinnu og önnur
störf, er máttu gagna heimilinu.
Var það ekki sízt, eftir að Ragn-
hildur, systir þeirra, dó árið
1926, aðeins fertug að aldri.
Þá má geta þess, að á Giljuan
ólust upp frá frumbernsku tvær
systkinadætur og voru þar í
skjóli afa og ömmu til fullorðins-
ára.  Þær  eru  Hulda  Jónisdóttir
og Jónína Magnúsdóttir, báðar
nú búsettar í Reykjavfk.
Var eindrægni systkinahópsins
á Giljum og glaðværð rómuð
meðal allra, sem til þekktu, og
munu margir eldri Mýrdælingar
og Eyfellingar minnast Gilna-
heimilisins og þeirrar gestrisni,
sem þeir nutu þar. Ekki dró það
úr ánægju heimsófcnanna, að
Lárus léfk á orgel, og var oft glatt
á hjaMLa þar við söng og hljóð-
færaslátt.
Á heimilinu dvaldist alla tíð
frá 1882 Sigríður Þorsteinsdótt-
ir, einstök gæðakona og frábært
vinnulhjú. Hún lézt 1942. Má
segja, að þá væru þeir bræður,
Markús ag Hjörleifur, orðnir
einir eftir á hirnu gamla heimili,
sam staðið haifði um 60 ár. Um
þetta leyti hafði Mairkús þjáðst
af heymæði nokkur ár og þoldi
þess vegna sveitastörfin ekki
sem skyldi.
Árið 1943 brá hann þvi búi og
seldi jörðina. Fluttust þeir bræð
ur þá suður til Rvíkur og hafa
æ síðam verið búsettir hér eða í
næsta nágrenni borgarinnar. Var
einkar kært með þeiim bræðrum
og raunar ölluim systfcinunum og
uppeldissystrum. Munu þau 611
geyma í þafcklátum huga minn-
ingu um kæran bróður og trygg-
an vin.
Fyrstu árin vann Markús ým-
is störf, en árið 1949 varð hann
húsvörður Alþingis og gegndi
því starfi, þar til hann lét af
því fyrir aldurs sakir haustið
1963. Naut hann mifkilla vinsælda
allra þeirra, sem með honum
unniu, fyrir einstaka geðprýði og
reglusenú í starfi. Sást það m.a.
á því, að hann var ráðinn þing-
vörður eftir þennan tíma, þegar
þing sat, og var það til haustsins
1968, en þá var heilsu hains mjög
tekið að hraka.
Engínn veifiskati var Markús
og lítið gefið um allt það los,
sem virðist nú gaeta of víða.
Sem dæmi uim það má nefna, aið
hann bjó allt frá 1948 í Tjarnar-
götu 10 A og hugði aldrei á
flutning þaðan, meðan heilsu
nyti. Bar hann hlýjan hug til
húsbænda sinna þar og vék oft
að því við mig, hversu vel sér
liði í því húsi. Þá má segja, að
Alþingishúsið hafi lengstum ver-
ið annað heimili hans, enda naut
hann lengi aðhlynningar Mar-
grétar Valdknarsdóttur, sem
annast þar veitingair uim þing-
tímanin.
Þá hafði Markús einnig mjög
gaman af að fylgjast með þing-
málum, enda voru margir al-
þingismenn góðir vinir hans alla
tí«;
Á síðastliðnum vetri ágerðist
mjög sjúkdómur sá, sem Markús
hafði barizt við um nokfcur ár
og reynzt hefur mörgum skæð-
ur. Vissi hann mjög vel, að
hverju stefndi, enda þótt hann
talaði lítt um. Þó lét hann það
uppi við mig síðustu vikurnar,
sem hann átti ólifaðar, að sér
væri eklkert að vanbúnaði að
leggja upp í hinztu förina, enda
var hainn sáttur við allt og alla.
Siðustu árin átti Markús á
hverju sumri athvarf í skjóli
Jónínu frænfcu sinnair og manns
hennar, Jóns Pálssonar frá Heiði,
í suimarbústað þeirra á bletti
þeim úr Gilmalandi, sem Markús
hélt eftir, þegar hann seldi óðaíl
sitt. Er enginn efi á, að þangað
austur í átthagama sótti hann
þann lífsþrótt, sem fleytti hon-
um áfram þrátt fyrir hinn mikla
vágest, sem a® honum sótti. Var
Markús þeim hjónum mjög
þakfklátur fyrir vinsemd þeirra
og margháttaða aðistoð siíðustu
árin. Hafði hann jafnvel á orði
við mig, þegar ég heimsótti hann
á sjúkrahúsið í síðasta sinn, að
hann ætti e. t. v. eftir að dveljast
enn um sinn í bústaðnum við
Deildará. Ekki fór samt svo.
Tryggð Markúsar við Mýrdal-
inn sinn fagra sýndi hann bezt
með þvi, að hann hafði fyrir
löngu gert ráðstafanir til þess að
verða lagður til hinztu hvíldar í
Reyniskirkj'Ugarði, þar sem for-
eldrar hans og mörg systkini
hvíla. Þanga'ð austur flytur hann
nú, um leið og farfuglarnir koma
í dalinn 'hans unaðsríka, þangað,
sem hugurinn leitaði jafnan, enda
þótt hann ætti búsetu hér á möl-
inni rúman aldarfjórðung. Veit
ég, að honum verður síðasta för-
in kær og honum fylgja á leiðar-
enda hugir samferðamanna
hains, því að engan óvildarmann
átti hann, enda var hann grand-
var maður til orðs og æðis og
mátti í enigu vaimm sitt vita.
Þetta veit ég, að allir þeir, sem
honum kynrutust, geta vottað með
mér.
Að endingu, kæri frændi, vil
ég þakka alla vinsemd þína við
mig og fjölskyldu mina, og
vissulega væri unnt að segja
margt frá umglingsárum minum
á Giljuim í skjóli ömmu minnar
og móðurbræðra, en slíkar minn-
ingar er gott að geyma í þakk-
látu hjarta og óþarft að flíka
þeim hér. Allt slíkt geymist, en
gl-eymist ekki.
J. A. J.
FYRIR níutíu árum ganga í
hjónaband ung stúlka, Sigríður
Jafcobsdóttir, ættuð undan Eyja-
fjöllum,  og  tæplega  þrítugur
maður, Jón Jónsson frá Brekk-
um í Mýrdal. Þau hefja búsfcap
á Rofum í Mýrdal, litlu koti, sem
nú er löngu komið í eyði. Þar
búa þau í tvö ár, en flytjast sið-
an að Giljum í sömu sveit.
Ekfci var um stórbúsfcap að
ræða á Giljum, því að þar var
þá tvíbýli. En er sambýlismaður
þeirra flyzt af jörðinni, ráðast
þaiu í að kaiupa alla jörðina.
Fjórtán börn eignuoust þau Sig-
ríður og Jón, og eru nú aðeins
þrjú ofar moldu.
f minniogargrem, sem Ólafur
Halldórsson í Suöur-Vlk skrifaði
í Óðin að Jóni á Giljum látnura,
segir m.a. svo:
„Árið 1882 fluttust þau hjón
að Giljum í Mýrdal, og fór þá
fyrir alvöru að koma í ljos, hve
mikidii búsýslumaður Jón sál.
var. Hann fann, að hey bóndans
eru ódrjúg í garði, og því byggði
hatnn stóra og vandaða hlöðu,
sem tók aEan heyfenig jarðarinn-
ar, byggði timburhús í stað torf-
bæjar, reisti búpeningshús alð
nýju, stæfckaði og ræktaði tún
sitt, svo töðufall tvöfaldaðist,
breytti engi sínu í áveituengi,
girti búf járhaga, og í stuttu máli
gerði hann ábýlisjörð sína að
ásjálegu og arðvænlegu höfð-
ingisset:i. Heimili umræ'ddxa
hjóna var hið virðulegasta í alla
staði; risna þeirra var aíllkunn
og rómuö af þeim, sem til
þekktu. Þá var heimilislifið hið
ánægjulegasta, enda voru hjón-
in einkar saimhent í öllu, og saim-
tafca um allt, er varðaði heill og
heiður heimilisins."
Nú á tímum getum við nauim-
ast gert okikar í hugarlund, hví-
llíkt feikna átak það var að koma
því í verk, sem aið fraiman er
talið; ihvílíkri elju, áræði og
bjartsýni þau Gilnahjón hafa
verið búin.
Úr þessum jarðvegi var Mark-
ús Jónsson sprottinn, enda voru
isterikustu þættirnir í fari hans
mjög fast mótaðir: sparsemi,
natni og ástundun í starfi, en þó
síglatt viSmót og bjartsýni. Hann
fylgdist mjög vel með gangi
mála og hafði ákveðnar skoðan-
ir á málefnium líðandi stundar.
Vinfastur var hamn og hjálpsam-
ur þekn, er honum kynntust.
Ekki er tilganigur þeasara lína
að refcja æviferil Markúsar. Hitt
er mér meira í mun að þakka
honum  fyrir  meira  en  hálfrar
aldar niáin kynni. Það er svo
margs að minnast, alð mér verður
orða vant.
Ég hygg, afð öllum þeim
mörgu, er kynntust Markúsi í
starfi og tómstundum, verði mér
saimmála um það, að græsfculaus
glaðværð hans og samvizkusemi
í öllum störfum var frábær. Þar
var á ferðinni engin tilbúin
sýndarmennsfca, heldur rótgróin
arfleifð úr föðurgarði, eins og
áður var að vikið.
Hin síðari ár kenndi Markús
þess meins, sem dró hamm til
dauða að morgni hvítasunnudags.
f þeirri raun kom fram sá styrk-
ur í skaphöfn hans, sem kom
mörgum á óvart. Sjálfum var
honum áreiðanlega ljóst, að
hverju fór, en gleði sinni og séflj-
arró hélt hann svo fulilkomlega,
að vinir hans og venzlafólk
greiradu ekki neinn imun þar á.
Er við hjónin kvöddum hann á
Landspítafenum þremur dögum
fyrir amdlát hans, var hann hress
og glaður. Hann vissi, að við
vorum á leið aiustur að Giljuim,
og bað ofcfcur að sfcila kveðjum
til vina sinna þar og sveitarinnar
kæru.
Það er mjög bjart yfir saim-
verustundum okfcar Markúsar
öliuim, en efcki sízt síðuistu árin.
Hann átti þess kost, er hann
seldi Giljurnar, að hallda í sinni
eigu ismábletti, er hann hafði til
ráðstöfunar. Með aðstoð bræðr-
anna Markúsar og Hjörleifs auðn-
aðist okkur h.iónum að koma upp
kofa á þessum bletti. Mér er
ekki grunlaust um, að Marfcús
hafi með þessu fundizt seim
tengsl sín við Giljur, moldima,
grasið og sveitina, væru óslitin.
Þar vaæ hains sterfcasta rót.
Þaðan dró líf hans þann safa, er
nægði til að halda horuum síunig-
um til seinasta dags. Við munum
aldrei gleyma björtu vorkvöld-
unum né sumarlöngum dögum í
önn eða gleði.
Ávallt var Markiis hrófcur
fagnaðarins í litla sumarbústaðin-
um, þótt elztur væri að árum og
vanheill, einfeum hin síðari ár.
Við eigum hvorki eftir að bjástra
oftar saman í hvamminum skjól-
sæla við Deildará né heldur
dorga á Heiðarvatni.
Nú hefur þú, kæri vinur, lagt
á hafið mikla, ótrauður og glað-
ur á guðs þíns fund. Hafðu þökk
fyrir allt.
J.  P.
Óeining innan EBE
í fiskveiðimálum
Briisisel, 20. miaí — NTB
AÐ öllum líkindum mun ekki
nást samkomulag innan ráðherra
nefndar Efnahagsbandalagsins
um sameiginlega stefnu í fi.sk-
veiðimálum í ár. Var þessi frétt
höfð eftir áreiðanlegnm heim-
ildum í Briissel í dag og byggð
á þeim árangurslausu viðræðum,
sem þar hafa átt isér stað um
þetta efni að undanförnu.
Ekfci  hefur  tekizt  að  sam-
ræma að neinu miarki hin ólíku
sjóiniarmiið og endia þótt þetta
mál verði tekið til umræðna á
ráðherrafundinum í Luxembourg
á mánuidaig cg þriðjudag, virð-
ast likurnar á áranigri erugar.
Ein af ástæðunum fyrir þessu er
talin vera sú. að sum af löndium
Efniahagsbainidalaigisiins vilji bfða
með að gainga frá samnin'gtum
um fiskveiðimálin, unz lönd eins
og Danmörk og Noretgiur hafa
gemgið í EfnjaihagBibanidalagið, ef
úr slíku verður.
— Varnir gegn
Framhald af bls. 5
úr garði, en reyndin var í eldri hverf-
unum. Stefna verður að því, að fram-
kvæmdir fari fram jafnihliða uppbygg-
ingu og fólksflutningum. Nú eru uppi
allt önnur viðhorf en fyrir 10 til 15 ár-
ibb, þegar megin verkefnið var að út-
rýma heilsuspillandi húsnæði.
Þessi breytireg hlýtur að gefa ofckur
tæfcifæri til þess að verja fjármagni
okkar til annarra hluta, sem af efna-
legum ástæðum hafa orðið að sitja á
hakainum til þessa.
Við verðum að huga betur að mennt-
un; gera skólana færari um að veita
börnuim okkar þá beztu menntun og
uppeldi, sem völ er á. Við verðum að
huga að fegrun borgarlandsins. Við
verðum að koma við vörnum gegn fé-
lagslegum vandamálum, sem ævinlega
koma  upp  í  fjölmenni;  ýmis  konax
spillingu í mannlífinu, afbrotum,
drykfcjusfcap og eiturlyfjaneyzlu. Við
verðum að viðhalda hinum óspilltu
náttúrugæðum, sem við ráðuim yfir, en
aðrar þjóðir hafa tapað. Við höfum enn
tært drykkjarvatn og ómengað and-
rúmsloft; þetta verðum við að varð-
veita.
— Þú minntist á mengunarvandann.
— Augljóst er, að nú þegar verður að
koma í veg fyrir stórhættulega þróun
í þessum efnuim. Framkvæma þarf ítar-
lega rantrisókn á mengunarhætturaii við
Reykjavík og til allra hugsanlegra var-
úðarráðstafana þarf að grípa. Gildi
þeirra verður ekki metið til fjár. Við
vitum af örlögum iðnaðarþjóðanna í
þessum efnum; við höfum enn tæki-
færi til að koma í veg fyrir slíka vá
hér.
Hina vegar verðum við að nýta orku
landsins til frekari iðnaðarstarfsemi, í
þeiwi tilgangi að styrkja efnahagslífið.
En við verðum að vera á verði gegn
óæskilegum fylgifisikum slíkrar upp-
byggingar. Þar verður að koma til náin
samvinna  við  nágranna  sveitarfélögin.
— Þú talar þarna um samstarf.
— Ofckar ráðstafainir yrðu haldlitlar
ef graranarnir gripu ekki til sömu ráða.
Auk þess verðuir að efla þetta sam-
starf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu á mörgum öðrum sviðum. Kanna
verður, hvort ástæða sé til að koma
satmgöngum milli þessara svæða í nú-
tímalegra horf. Nágranötiar o^kkar, marg-
ir hverjir, eru ekki um of hrifnir af
flugvailargerð á Áiftanesi. Vinina verð-
ur að því að marfca ákveðna stefnu í
flugvallanmálum, svo unnt sé að haga
öðrum framfcvæmdum í samræmi við
það. íbúar á höfuðborgarsvæðinu verða
hiklaust að huga strax að því, hvernig
þeir ætla að tryggja sér góðar samgöng-
ur í lofti við aðra etaði innanlands og
erlendis.
— Hvað hefur þú að segja um félags-
lega aðstoð við ungt fólk?
— Á ákveðnu aldurstímabili er ógern-
ingur að binda eða hefta unigt fólik, það
fer sánu fraim. Þá gerast oft á tíðum at-
burðir, sem óæskilegir teljast. Ef spyrna
á við fæti, verðum við að vekja áhuga
uniga fóifcsins fyrr. Æskulýðsráð verð-
ur að taka unglingana fyrr inn í sína
starfsetmi. Þannig má beina hugðarefn-
um þeirra inn á þær brautir, er þeir
helzt kjósa. Með þessu xná veita þeim
vegainesti, sem kannski reynist afdrifa-
ríkt meðal, þegar þeir komast á óróa-
aldurinn.
— Hvað um hugsjónir unga manns-
ins, Mnrkiis?
—  Hugsjónir unga mannsins eru í
sjálfu sér en,gu merkilegri en vonir og
framtíðardraumar þeirra, sem nú eru á
gamals aMri og reistu þessa falleigu
borg, sem ofckur þykir vaent um.
Anmarfl er ég aknennt á xnóti því, að
framtakissemin sé látin fuðra upp á
hugsj ónabáliwu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32