Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1970
Björn Jónsson
- Minningarorð
Fæddur 14. okt. 1908
Dáinn 26. apríl 1970
26. APRÍL andaðist hér í Reykja-
vík Björn Jónsson frá Mann-
skaðahóli eftir stutta legu, 61 árs
að aldri. Með Birni er fallinn í
valinn traustur og góður maður,
sem öllum var vel við, sem hon-
um kynntust.
Björn var fæddur 14. okt. 1908,
sonur hjónanna Sigríðar Hall-
dórsdóttur og Jóns Jónssonar er
lengst bjuggu á Mannskaðahóli í
Skagafirði og ólst þar upp í stór
um systkinahópi. Hann var
snemma bráðger og þroskaður,
og fór því snemma að hjálpa til
við eitt og annað sem að heimil-
inu laut. Ég kynntist Birni fyrst
er hann var 5 ára og vorum við
nágrannar næstu 4 árin. ÞaT sem
skepnurnar gengu mikið saman
kynntist ég krökkunum á Hóli
töluvert og það vcru margir snún
ingarnir, sem þau fóru ekki eldri
en þau voru. Jón faðir Björns
var annálaður kraftamaður og
duglegur að sama skapi. Það var
tekið til þess hve hoijum var létt
um að vinna, t.d* við slátt, þótt
hann væri að slá túnhólana í
brakandi þurrki, söng hann oft
hástöfum.
Það er fallegt á Manngkaða-
hóli. Bærinn stendur undir
brattri fjallshlíð þar sem Gauks-
hnjúkur gnæfir hæst beint upp
af bænum, Höfðavatnið skammt
fyrir neðan túnfótinn, Þórðar-
höfðinn norðan við það og hækk
ar frá landi í sjó fram í gríðar-
hátt standberg. Málmey er norð-
an við hann og Drangey og Kerl-
ing vestur af höfðanum. Beint á
móti hinum megin fjarðax hið
tignarlega fjall Tindastóll með
Reykjastrandarfjöllunuim inn af.
Og augað eygir miklu meira
bæði af vesturfjöllunum og inn
til dala og nærliggjandi sveitum,
að ógleymdu sólarlaginu, sem er
mjög fagurt þegar síðustu kvöld
geislarnir dansa á haffletinum í
margbreytilegu litaslkrúði. Af
slíku umhverfi verður enginn
ósnortinn enda kom það fram í
Birni, hann unni bernskuheimili
sínu hugástum og dvaldist þar
oft bæði í huga og veruleika, og
ég hygg að hann hafi átt sinn
góða þátt í því að gera það að
því höfuðbóli, sem það nú er.
Björn fór í Laugaslkóla og fékk
þar staðgóða menntun, en mögu-
leikar  til  framhaldsnáms  voru
ekki miklir á þeim tímum. Eftir
að hann lauk námi stundaði hann
ýmsa vinnu í Skagaf irði og víðar.
Eftir að Björn fluttist til
Reykjavíkur vann hainn öll störf
er til féllu, þar til hann fékk sér
fólksbíl, sem hann ók í nokkur
ár. Verkstjóri hann hjá bygging-
arfélagi hér í borg, en síðustu ár-
in var hann húsvörður í Miðbæj-
arskólanum, sem siðar var breytt
í menntaskóla. Það starf rækti
hann af sérstakri alúð og sarn-
vizkusemi og kom sér mjög vel,
bæði við kennara og nemendur,
og það vitnaði bezt um vinsæld-
ir hans, að fjöldi kennara og nem
enda fylgdi honum síðasta spöl-
inn. Eftir að við höfðum báðir
flutzt til Reykjavíkur, tókst kunn
ingsskapurinn á ný, bæði í nánu
samstarfi og á gleðifundum, og
bar þar aldrei skugga á. Þó Björn
væri frekar fáskiptinn, var hann
mikill gleðimaður í góðra vina
hópi. Aldrei heyrði ég hann
leggja illt til nokkurs manns en
var ætíð boðinn og búinn að gera
öðrum greiða. Hann var gestris-
inn og höfðingi heim að sækja,
enda komu þar margir. Var þá
veitt af rausn og hjartahlýju.
Ættir Björns liggja víða um
Skagafjörð, föðuirafi Björns var
Jón, síðast bóndi í Skinnþúfu (nú
Vallanesi) Stefánsson bónda í
Garðshorni Jónssonar bónda á
Þrastastöðum Jónssonar en kona
Stefáns var Guðríður Sveinsdótt
ir. Föðuramma hains var Ragn-
heiöur Þorfinnsdóttir bónda á
Hryggjum Jónssonar hreppstjóra
síðast á Kimbastöðum. Móðir
Ragnheiðar var Ingibjörg Bjarna
dóttir bónda á Sjávarborg Jóns-
sonar og konu hans Guðrúnar
Þorsteinsdóttur hreppstjóra á
Reykjavöllum Pálssonar.
Móðurafi Björns var Halldór,
síðast bóndi á Syðstugrund, Ein-
Framhald á bls. 18
Ásta
Júlíus-
dóttir
F. 16. april 1900. — D. 14. maí 1970.
Hvíl þú rótt kæra frænika senn birtir af nótt.
Ljósgeisli leiki um leiðið þitt.
Ljúft hvísli blærinin kveðíuljóð mitt.
Hvíl þú rótt.
Hvíl þú rótt, kæra systir avo endair oft fljótt,
ævidagur, þín ást lifiir Skær,
því innst í hjarta ég finn þig mér nær.
Hvfl þú rótt.
Góða nótt, elsku mamma nú allt er svo hljótt.
Brá mín titrar er bpennheit tár
blinda auigun, samt þeirra akal brár.
Góða nótt.
Sofðu rótt, signi þig amma mín bænarorð hljótt,
þú veittir rnér gleði og gafst mér þanm yl,
sem gleymi ég eigi, en þakka nú vil.
Sofðu rótt.
Sofðu rótt, sigrað nú hefur þinn sterka lífaþrótt,
ljósgjafiran mikli hefur leið þinni breytt,
til lífsins eilífa heim til sin leitt.
Sofðu rótt.
Votta ég ykkur öllum mína dýpstu samúð.
Ykkar fræmka og fjölskylda.
Karólína Rut Valdimars
frá Skjaldartröð.
Sumarnámskei
Kerlingafjöllum
SKIMSKOUMI
HENJmmiöim
Almenn námskeið
—  gjald 6400 kr.
30. júní —  6. jiilí
6. júlí — 12. jiilí
12. júlí — 18. júlí
18. júlí — 24. júlí
24. júlí — 30. júlí
30. júlí —  5. ágúst
(Síðasta almenna námskeiðið er
einkum ætlað fólki með börn).
Unglinganámskeið (15-18 ára)
—  gjald 4500 kr.
5. ágúst — 10. ágúst
10. ágúst — 15. ágúst
Unglinganámskeið (14 ára og yngri)
—  gjald 3800 kr.
15. ágfrás* — 20. ágúst
20. ágúst — 25. ágúst
25. ágúst — 30. ágúst
Upplýsingar og miðasala hjá
Hermsmni Jónssyni, ursmiö
Lœkjargötu 2 Sími 19056
Innifalið í gjaldi
— ferðir frá og til
Reykjavíkur
— fæði, nesti á
báðum leiðum
— dvöi í þægilegum
skíðaskálum
— skíðakennsla fyrir
byrjendur og
lengra komna
— skíðalyfta
— leiðsögn
í gbnguferðum
— kvöldvökur með
leikjum, söng
og dansi.
Skíði, stafir
og skíðaskór
eru til leigu gegn
vægu gjaldi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28