Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JUO 1970
Veðréttur Wathne
i Þingmúlakirkju
Eflaust vita það margir —
a.m.k. Austfirðingar, að Múla-
þing er kennt við Múla — Þing-
múla — í Skriðdal, fjallið sem
atendur fyrir miðju dalsins,
klýfur hann í tvennt og horfir
norður jrfir byggðina og börn-
in hennar í dag eins og fyrir
þúsund árum. Þetta er ósköp
viðkunnanlegt fjall, engin hengi
flug, engar hvassar, hörkulegar
brúnir, engar skuggalegar berg-
þiljur, enginn líklegur bústað-
ur þursa og jötna.
Þingmúlinn minnir fremur á
gætinn og góðlegan forföður,
þar sem hann stendur ávalur og
alvörugefinn augliti til auglitis
við breytingar tímanna öld eftir
öld. Sitt hvorum megin við hamn
ganga dalirnir upp af Skriðdaln
um — að austan Suðurdalur. Eft
fix honum liggur þjóðvegurinn
suður yfir Breiðdalsheiði. Um
hann rennur Múlaá. Að vestan
Norðurdalur. Úr honum kemur
Geitdalsá. Svo sameinast þær í
Grímsá, sem með vatnsleysi sínu
hefur valdið Austfirðingum
meira tjóni heldur en aðrar ár
í stærstu flóðum og vatnsvöxt-
um gera í sínu byggðarlagi.
Á rananum milli ánna stend-
ur bærinn — prestssetur fram-
undir 3Íðustu aldamót — kirkju
staður Skriðdæla frá aldaöðli —
Þingmúli.
Vegurinn liggur fyrir Múl-
ann og það er bratt niður að
bænum þar sem hann stendur
fram við ána neðst í hólóttu, hall
andi túni. Þetta er gamalræktað
tún og orðið vel grænt þótt nú
sé byrjun júní. Ærnar, flestar
bornar, dreifa sér um lautir og
bala. Maður veit varla hvort
þær meta meir, að passa sín
ungu lömb eða næra sig'á gróðr-
imum til að geta framleitt handa
þeirn móðurmjóLkina. En þeim
tekst hvort tveggja vel eins og
vænta má af blessaðri sauð-
skepnunni.
Ég geng með Alfreð kirkju-
bónda út á Beljanda, sem er stór,
aflangur hóll yzt í túninu.
(Hvernig skýrir Þórhallur það
nafn?). En bóndinn vill fá mig
rmeð sér suður að fjárhúsunum.
Þar standa fortíð og framtíð hlið
við hlið: Annars vegar gömul
torfhús, lág, þröng og dimm —
hins vegar — járngrár, axla-
bneiður braggi, réttar sagt boga-
skemma, á háum steinsteyptum
grunnveggjum, heyhlaða í öðr-
um enda, grindafjárhús í hinum
þar sem fæðkigadeildin er að
ljúka störfum þetta vor. Þetta
er mikil og gagnsöm framtíðar-
bygging,  hefur  kostað  ærið  fé
CONTRACT
Jeg undertegnede tilstaar
herved at jeg har indgaaet en
contract med Hr. Pastor Páll
Pálsson paa Thingmula paa
fölgende Vilkaar:
Jeg paatager mig at skaffe
Hr. Pastor Páll Pálsson i
kommende Sommer forsvar-
ligt Bygningsmateriale og
andet Tilbehör ifölge Brev
af 21. marts d.A. til hr Con-
torist Ólafur Runólfsson og
som vedlægges denne Con-
tract
Materialerne bringes fritt
Land og tildækkes men maa
Hr Pastor Pálsson have en
Mand til at modtage og tælle
de forskjellige stykker, samt
qvittere for samme; naar alt
er kommen paa Land og til-
dækket með Sidebord anses
det for avleveret og ligger
da for Kjöberens Regning og
Risico.
Kjöbesummen er som i
Brevet  anfört  1600  kr.,  sex-
— erfiðar skuldir, en á vonandi
eftir að borga sig. Síðan er geng
ið í bæinn, og boðið upp á góð-
gerðir.
—oOo—
Þá er bezt að snúa sér að er-
indinu. Það er það sama og ég
hef átt hingað fyrr — að ganga
að gröf skaftfellsku prestshjón-
anna, sem hvíla hér í kirkju-
garðinum, maddömu Steinunnar
Eiríksdóttur frá Hlíð og síra
Páls Pálssonar frá Hörgsdal og
skoða kirkjuna, sem hann reisti
á þessum stað fyrir hátt í heilli
öld. —
Það er eins og þetta yfirlætis-
lausa Drottins hús eigi eitthvert
aðdráttarafl. Líklega er það
vegna þessarar setningar, sem
ég las fyrir löngu í Nýju Kirkju
blaði Þórhalls biskups:
„Síra Páll heitinn í Þingmúla
veðsetti Wathne kirkjuna þar
hérna á árunum, og Pétur
biskup komst í standandi vand-
ræði yfir tiltækinu."
.......
uð að gisna, gólfið lítið eitt sigið
og að utanverðu beri talsvert á
rifum í borðum, bæði í þaki, hlið
arveggjum og stöfnum. Þá er tal
ið að kirkjan þurfi nauðsynlega
að bikast hið allra fyrsta.
Hún stóð inni í kirkjugarðin-
um, lítið hús án turns og alls
yfirlætis. Hún var öll úr timbri
eins og raunar allar kirkjur
Suður-Múlaprófastsdæmis voru
á þessum tíma. Þá var bárujárn-
ið ekki farið að flytjast hingað
og þess vegna var mikils um vert
að húsin væru bikuð reglulega
svo að regn og vindar næðu ekki
að feyskja hinn gljúpa við.
Ekki verður það nú rakið frá
ári til árs hvernig kirkjan gisn-
ar og rifur hennar víkka, en á-
ið 1885 er hún eina kirkjan af
14 í Suður-Múlaprófastsdæmi,
sem fær einkunnina „lakleg" í
prófastsskýrslu. Og við hana
eina er gerð þessi athugasemd:
„Þarf að endurbyggjast." — En
það sem verra var, má segja að
verið hafi það, að fjárhag-
ur hennar var ærið bágborinn.
Hún átti einungis 760 kr. og 5
aura í sjóði þar sem t.d. kirkj-
urnar á Hólmum og Dvergasteini
áttu þrisvar sinnum meira fé og
voru í ágætu ástandi.
Á þessum tíma voru flestar
kirkjur í umsjón og ábyrgð
prestanna. Þeir áttu að inn-
heimta tekjurnar og síðan að sjá
Otto Wathne.
Ef til vill mundu sumir halda
að af þessu „tiltæki" væri for-
vitinileg saga. En eiginilega er
hún ekkert spennandi, þegar
hún er rakin eftir þeim skjöl-
um og skilríkjum, sem fyrir
liggja.
Þingmúlakirkja var, þegar
síra Páll kom þangað, nokkuð
farin að láta á sjá enda þótt
hún v'æri ekki nema 15 ára göm
ul, byggð 1865. Það var timbur-
kirkja á hlöðnum grunni. Segir
í vísitazíugerð prófasts árið eft
ir að síra Páll fluttist í Skrið-
dalinn, að kirkjan sé farin nokk
ten Hundrede Kroner — for
levering i Seydisfjord og kr.
1800 — atten Hundrede
Kroner — for levering i
Rödefjord, Kr. 1000 — eet
Tusinde Kroner Contant ved
avlevering og Resten inden
Octobers Maaneds Udgang
d.A.
Saalænge hele Kjöbesumm-
en ikke er erlagt, giver Hr.
Pastor Páll Pálsson mig
förste Prioritets Panteret i
Kirken, Materialerne eller
anden solid Garanti.
Seydisf jord den
13. april 1886.
O. Wathne
Jeg vedtager ovenstaaende
Contract med fölgende Brev
i alle Maader
Þingmúla
16. April 1886.
Páll Pálsson
Sognepræst.
Þingmúlakirkja í Skriðdal.
Sr. Páll Pálsson.
um viðhald og endurnýjun
kirkjuhússins. Svo var í Þing-
múla. Árið 1886 ákvað síra Páll
að hefjast handa um kirkju-
bygginguna með því að tryggja
sér efni og smiði. Enda þótt
kirkjan ætti reka á Ólafssandi
við Héraðsflóa virðist ekki hafa
verið tiltækt efni í kirkjugrind
ina. Allt efni pantaði því síra
Páll hjá kaupmanni á Seyðis-
firði, Otto Wathne. Gerði hann
um þessi efniskaup sérstakan
samning, sem prentaður er með
þessari grein. Kaupmaður stóð
við samninginn að fullu og öllu
og betur þó, því að flutningur
efnisins frá Seyðisfirði á Hrút-
eyri við Reyðarfjörð kostaði ekki
nema 100 krónur eða helmingi
minna en í samningnum segir.
Þegar fregnir bárust suður
um veðsetningu á helgidómi
Skriðdæla gerði biskup strax
ráðstafanir til að fá öll gögn í
hendur málinu viðvíkjandi.
Skrifar hann prófasti, sr. Bergi
í Vallanesi 1. marz 1886 og bið-
ur hann gefa sér nákvæma
skýrslu. Prófastur svarar aftur
5. maí þar sem hann gerir stutt-
lega grein fyrir málinu og send-
ir með bréfi sínu afrit af samn-
ingnum og vottfesta yfirlýsingu
sr. Páls um það, að hann veð-
setji Þingmúlakirkju lífsábyrgð
sína upp á 4.000. kr. til trygg-
ingar þeim 1800.00, sem kirkjan
nú á með landsjóðsláninu.
Um ábyrgðina fer prófastur
þeim orðum, að hann felli sig
alls ekki við það, að Wathne
áskilji sér fyrsta veðrétt í
kirkjunni. Þó kunni þetta að
vera hættulaust með bakábyrgð
sr. Páls, enda má með sanni
segja, að margur hefur látið lé-
legra veð fyrir lánum sínum
heldur en sr. Páll, sem tryggði
þau með sínu eigin lífi.
Sem yfirsmið kirkjunnar réð
síra Páll Níels Jónsson á Sauð-
haga á Völlum, sem vann við
smíðina í 49 daga, en aðalmaður-
inn var mikill vinur og nágranni
síra Páls, Arnfinnur Jónsson á
Arnhólsstöðum. Hann vann við
kirkjusmíðina í 63 daga. Hann
hafði auk fæðis 2.75 kr. á dag.
Aftur á móti hafði yfirsmiður-
inn þriggja krónu dagkaup
Þriðji smiðurinn var Jón í Sand
felli, sem vann fyrir 2 krónum
um daginn. Auk þess lét síra
Páll vinnumenn sína hjálpa til
við bygginguna með flutninga og
fleira en ekki tók hann fyrir
það nema 40 krónur. Alls var
kostnaður við kirkjubygginguna
2257.75 kr. Enda þótt smiðinni
væri ekki að fullu lokið var
kirkjan vígð 1. sunnudag i að-
ventu. Vígsluna framkvæmdi séra
Páll sjálfur, því að prófastur-
inn síra Jónas Hallgrímsson á
Hóknuim var lasinn og segist ekki
hafa verið „maður til að fara
ganigandi yfir fj'öll," eins og
hann kemst að orði í bréfi til
biskups 3. janúar 1887.
Til      kirkjubyggingarinnar
fékk síra Páll eitt þúsund króna
lán úr landsjóði. Um lán þetta
urðu nokkrar bréfaskriftir milli
biskups annars vegar og síra
Páls og prófasts hins vegar,
eins og nú skal greina:
Sumarið 1866 losnaði Ása-
prestakall í Skaftártungu, þeg-
ar síra Bramdur Tómasson fekk
veitingu fyrir Þykkvabæjar-
klaustri í Álftaveri, þótt ekki
yrði af því að hann færi þang-
að. Sótti nú síra Páll um Ása-
brauðið. En áður en biskup vill
leggja það til við stiptyfirvöld,
að síra Páll fái veitingu, skrifar
hann prófasti og biður hann til-
kynna síra Páli, að „umsókn
hans um brauð verði ekki tek-
in til greina fyrr en hann hafi
greinilega sannað, að þeim 1000
kr., er Þingmúlakirkju væru l'án
aðar úr landsjóði haf i verið varið
henmi til byggingar."
Ekki er nú ljóst hvaða ástæðu
biskup hefur haft til að setja
slíkt skilyrði nema þetta hafi
verið almenn varúðarráðstöfun.
Bréf hans er skrifað 1. nóvem-
ber og hefur honum ekki verið
kunnugt um hve kirkjubygg-
ingin var langt komin. Hún var
hins vegar þegar vígð og tekin
í notkun, er bréf biskups um
hendur prófasts berst síra Páli
og hann er fljótur til að gera
skilmerkilega grein fyrir bygg-
ingunni með skýrslu smiðanna,
sem ber það með sér að nú vant-
ar ekki annað en „lítinn kafla í
hvelfinguna vegna þess að borð
in til hennar urðu ekki flutt yf-
ir Þórdalsheiði fyrix gnjóum i
haust, en þau eru komin inn
undir heiðina og verða flutt hve
nær sem færi gefst, svo og er
kirkjan ómáluð ennþá og álitu
smiðirniir það eigi gjCrlegt fyrr
en með vorinu; en málefnið er
allt heimflutt."
í annan stað flegir síra Páll,
að þó að hinum háu yfirvöldum
þyki þessar upplýsingar ekki
nægilegar þá þurfi það ekki „að
standa í vegi fyrir veitingu Ása
brauðs, sem ég býst við að af-
biðja sökum veikleika móður
minnar, sem engan veginn er
fær um að flytjast svo langa
leið, sem þangað er, en hana skil
ég eigi við mig meðan við lifum
bæði, sízt hér hjá vandalausum."
Þessar upplýsingar síra Páls
virðist biskup hafa látið sér
nægja viðvíkjandi landsjóðslán-
inu og ráðstöfun síra Páls á því.
Næsta sumar, þ. 27. júlí vísi-
teraði prófastur kirkjuna og lýs
ir henni allnáikvæimlega:
Hún er 13 álnir á lengd en 8
á breidd, vegghæð er 5 álnir, en
upp í mæni er 13 y2 alin. Þakið
er spónlagt með tilheyrandi
mæniborðum og vindskeiðum. Að
utan eru veggir klæddir þuml-
ungsþykikuim strikuðuim, piægð-
um borðum, en að innan er
standþil úr sams konar borðum,
lítið eitt þynnri. í allri kirkj-
unni er hvelfing. Uppi í henni
eru klukkur innan við úti-
dyr. — Grundvöllur er vandað-
ungsþykkum strikuðum, pkegð-
um borðum. Úr gömlu kirkj-
unni var ekkert notað nema riml
ar undir spónum á annarri þekj
unni. „Kirkjan er yfirhöfuð
snotur og vandlega gjörð að
öllu að því er séð verður," segir
prófastur loks í lýsingu sinni.
—oOo—
I bréfi sínu til biskups í árs-
byrjun 1887 fer prófastur þeim
orðum um samning síra Páls við
Wathne og veðsetningarákvæði
hans, að hann viti ekki hvaða
lagalega þýðingu hann geti haft.
„Eg get ei skilið að nokkur
prestur megi veðsetja kirkju,
frekar en hvern annan þann
hlut, sem hann ei á. Af
samningnum verður ei séð, eða
skjölum síra Páls, að hve miklu
leyti hann er uppfylltur hvað
borgunina snertir. Komi það fyr
ir að borgun sé ei að fullu lok-
ið og Wathne vilji ganga að pant
inum, vildi eg biðja álits yðar
um hvað við skal gjöra. En þar
til ég fæ það, mun ég ei sleppa
tökum á kirkjunni."
Enda þótt greiðsla hafi nokk
uð dreg'zt er ekki að sjá, að til
neins stímabraks hafi komið út
af þessari veðsetningu eða sú
hætta hafi vofað yfir að Skrið-
dælir misstu kirkju sína upp í
verzlunarskuldir síra Páls. —
Og svo mikið er vist að tveim
árum síðar eða 13. júlí 1888 mót-
tekur Wathne 150 króna ávísun
á amtmann Hafstein frá síra Páli
og kvittar þá um leið að fullu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28