Morgunblaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1970 13 er í olíu, er miklu betra. Bn tegundir sjávarafurða í Japan eru óteljandi og hefði þurft lengri tíma en ég hafSi til að kunna skil á þeim. En hinn frægi japanski rétt- ur, sukiyaki, sem reyndar vaxð ekki til þar í landi fyrr en fyr- ir 100 árujm þar sem Japanir borðuðu aldrei kjöt, haren er hreinasta hnossgæti. Undirstað- an er nautakjöt. Og fínasta nautakjötið í Japan, Kobekjöt- ið, er vissulega eitthvað til að tala um. Sagt er að nautin fái sterkan bjór nokkUm tíma fyr- ir slátrun og jafnvel að nudd- arar gangi í skrokk á þeim, svo 'kjötið verði sem meyrast. Sukiyaki er bezta nautakjöt skorið í sneiðar fyrir framan mann og steikt á grilli eða heitri plötu í miðju borðinu ásamt grænmeti. Maður tínir svo bit- ana upp með prjónum og dífiæ í sósuna. Oftast eru kjötbitam- ir látnir malla nokkra stund í soju, sykri, krafti og kryddi og réttinum blandað út í hrís- grjónaskál hvers og eins. Eða maður brýtur egg í skál og þeytir það með prjómmum sín- um og fær kjötbitana þar í. Með er gjarnan horið heitt sakévín og skenkir þá hver hjá öðrum. FORNIR baðsíðir Eftir að ég hafði setið í gisti- herbergi mínu með fæturna í hlýjunini undir borði og tínt upp í mig með prjónum úr smá- skálum undarlegustu rétti, sem ég veit ekki enn hverjir em, var kominn baðtími. Þjónustan mín kom og byrjaði að hneigja sirg, og ég tók að brosa og hneigja mig á móti. En við skildum hvora aðra og ég fór með henni niður í baðherberg- ið. Baðker eru í Japan á öll- um heimilum og notað á hverju kvöldi af öllum áður en farið er að sofa. Oft er karið steypt gróp niður í baðherbergisgólf- ið eða aflangur stampur úr tunnustöfum. I þetta er látið renna sjóðheitt vatn. Ekki má þó stinga sér umsvifalaust of- an í og fara að sápa sig. Það þykir sóðalegt. Nei, mað- ur sápar sig vandlega úti á gólfi og skolar af sér, venju- lega með því að ausa yfir sig úr karinu með þar til gerðri tréausu, eða undir sturtu, sem sums staðar er til 3taðar. Það á að fara tandurhreirm í bað- karið. Ég hafði einhvers staðar lesið að bezt væri að skvetta heitu vatni á hálsinn, úlnliði og ökla og láta sig svo síga hratt ofan í vatnið og hreyfa sig síðan sem minnst. Þetta ráð kom að góðu haldi, því vatnið er satt að segja svo heitt, að maður sýpur hveljur í fyrstu. í þessu heita vatni er svo leg- ið notalega og látið líða úr sér. Oft fer fólk saman í baðið, sit- ur í vatninu og spjallar lengi. í japanska gistihúsinu sá ég, þegar ég hafði verið leidd til baðherbergis, að ég mætti bú- ast við fleirum og það jafnt körlum sem konum. í snyrtiher berginu við hliðina var lagt fram allt, sem nota þurfti, bæði fyrir konur og karla. Þar voru hreinir sloppar, handklæði, hvers konar smyrsl og ilmvötn, púður og fleira fyrir kvenfólk, rakvél og rakspíri fyrir karl- menn. Qg þarna voru líka nýir tannburstar handa gestum. Þá skildi ég hvers vegna maður sér ferðamenn 1 lestum með svo léttan farangur, oftast aðelins litla skjalatösku. Allt er lagt til á gististaðmim. Ég var auð- vitað logandi hrædd uon að eln- hver myndi nú koma, þóttist vita hvemlg mér mundi bregða vlð. Ern enginn kom. Sigurður Þórarineson jarðfræðingur hef- ur aftur á móti sagt mér, hvað hann hafi orðið kindarlegur, þegar hann mætti nakinni konu í baðherberginu aíniu, er hamn var á ferðalagi í Japan. Um þetta skrifaði Sigurður þeasa vísu á kort til aamkerenara elmna i Menntaskólanum í ljóða bréfi undir laginu „Drottinn «e#n veittir", Hótelki emþá halda foma siðu, hér baða menn og konur nakin saman, liggjandi í stóru keri í belg og biðu, bagi ei feimni, er þetta skrambi gaman. VIÐ TESEREMONIU Þó Japanir taki upp nútíma- siði og lifnaðarhætti annarra þjóða, hafa þeir í heiðri sínia gömlu formföstu siði. Nútíma- konur fara t.d. gjaman á nám- Skeið eða í Skóla, til að læra hina fomu blómasfcreytingu eða „teboðssiði“. Og þær hjóða gestum til svokallaðrar „tesere moníu“, sem fer fram með sömu nákvæmu og fínlegu siðunum, sem skapazt hafa fyrir mörgum öldum. Frú Okasaki, eiginkona íslenzka ræðismannisins í Osaka, var svo elskuleg að hjóða mér til slíkrar tedrykkjú sem útlendingar eiga sjaldan kost á að sjá. Frúin er falleg kona og fíngerð. Hún tek- ur á móti gestinum í dyrunum í bláum silkikímono með breið- um linda og stórri lykkju á baki, en mjór strengur bund- inn um mitti og léttum klút sttmgið niður með lindanum að ofan. Hún býður mér „upp“ í herbergið, sem sérstaklega er ætlað fyrir slíka athöfn og ég fer auðvitað úr inniskóinum áð- ur en ég stíg upp á mottum- ar. í fremra herbergi er vatns- krani í homi og geymsla fyrir teálhöld, og einnig lágur speg- ill, sem gesturinn krýpur fram- an við og lagar sig til, áður en gengið er inin um rennihurð- ir úr pappír í hitt herbergið. Það er prýtt á fagran, einfald- an hátt og má draga glugga til hliðar, svo opið sé út í jap- anskan garð með steinum, renn andi vatni og stílfögrum trjám. Við hneigjum okkur og ég dá- ist að mynd hennar á veggnum, eins og við á. Þetta er blár, breiður renningur með silki- prentuðu ljóði, skrautrituðu af frú Okasaki sjálfri. Á strámott- um gólfsins liggja tveir bláir púðar í nákvæmlega sama lit. Að öðru leyti er aðeíns hilla með einum vegg með fagurri biómaskreytingu í vasa. En í homi herbergisins er komið fyr ir teáhöldum — leirkeri með eldi í og þar yfir öðru leir- keri með sjóðandi vatni, en hjá tréausa, kantaður bolli, þeyt- ari, tréskeið í teið, iakkkrús og fínJegar postulínsskálar. Ég fæ góðan tíma til að virða þetta fyrir mér, sem ég sit þama á hælum mér á öðrum bláa púð- anium, meðan frúin fer fram. Að sjálfsögðu hafði ég haft vit á að vera 1 víðum plísemðum kjól, sérstaklega ætluðum fyrir japanska setuaiði. En við hlið mér situr annar gestur, sem kann betri skil á japönskum síðum og sem ég get skotrað augunum til, þegar með þarf. Nú ýtir frú Okasaki opinni rennihurðiiml Hún krýpur fyr ir utan, hneigir sig og leggur hendur á gólfið. Hún hefur rauðan klút í hendi, sem hún gerir ákveðnar hreyfingar með og notar síðar til að þurrfca áhöldin á sérstakan hátt, til að sýna að þau séu hrein. Allt er gert með stíl og í réttri röð. Hreyfingar eru glæsilegar og virðulegar. Tesiðir hafa þróazt á löngum tíma. Teplantan er upprunmin úr suðurhéruðum Kína og þar varð tedrykkja vinsæl snemma á öldum, en fluttist til Japan á Naratíman- um á 8. öld með sendi- manni keiisara í því landL En á 16. öld voru fyrir tilstilli Sen- no Rxkyu teknir upp sérstafcir tesiðir samlkvæmt stefnu jap- aniskrar menningar, sem lagði áherzlu á sambland einfald- leika og glæsibrags. Eftir það var teseremonian fastur siður í japönsku þjóðlífi. Frú Oka- saki krýpur við tetækio, eys grænum komum í skál, sem hef ur verið hituð, bætir, vatni á, þeytir með þar til gerðum þeyt ara og bætir enn á vatni. Nú bendir hún mér að koma. Ég krýp fyrir framan hana, tek við skálinni og hneigi mig, legg hendur á gölfið, sný til sætis míns með hana í hendinmi og sýp á. Næsti gestur leggur af stað, alveg eins. Allt er þetta ákaflega failegt og virðulegt og gert í þögn. í húsi Okasaki hjónanna, sem er efnað heimili, eru herbergi ýmist faúin vestrænum eða aust rænum húsgögnctm, sem þó er ekki hlandað samaa í setu- stofu og borðstofu eru vestræn húsgögn, þar sem frúin hefur saumað út krosssaumsáklæði á stóla og látið gera gólfmottur með sama mynistri. SjáH gengur hún ýmist í vestrænum fötum eða kímono. En maður gengur ætíð á sokkaleiistum í þvi húsi. Baðherhergi er japanskt og ég kaus að sofa um nóttina á mottu á japömsku strágólfi en ekki í svefnherbergi með rúmi, enda orðím vön því Búið var um mig í sama herþergi sem te- boðið hafði verið. t einu hom- inu sá ég inngreyptan lakk- skáp og sást gegnum útskornar lakkhurðir þegar ytri dyr voru opnaðar, að þetta var altari með ijósi framan við Búddastyttu. Altarið vax skreytt með blóm- um og öðru skrauti, sem fór vel við svart lakkið. Ekki færði ég þó Búdda eða forfeðrunum gjafir, enda allar smágjafir mínar frá Islandi löngu upp- urnar í þessu gjafalandi. Trúarbrögð í Japan eru — ja, hvað eru þau? LQdega blanda af Búddatrú, með um 6(1 trúarflokkum, og Shinto, sem er forfeðra- og náttúrudýrkun.. Yirðist þessi blanda fara ágæt- lega saman. Hof eru alls staðar- ýmist stóru glæsilegu hofin eins og Meiji hofið í Tokyo, eða Iítil altöru og faof við veginn og í heimahúsum. Jap'anskur Búddatrúarmaður hefur jafn- an lítið altari heima hja sér, og kemur þar fyrir mynd af liátnum pabba sín- um eða afa, svo að setja megi fórnargjöf fyrir framan hana. Shinto guðirmr mtma vera um 8 milljónir og í þeirra trú má tigna hvað sem er, stokka og steiina og anda manna eða einhverra hluta. Japanir taka þátt í helgisiðum og hátíð- um beggja trúarbragða og kon futseisisminn dafnar líka vel. Skírnarathafnir og giftingar eru gjaman í sambandi við Shintahof, en andlát nær Búddatrúarsiðum. Og hátíðir eru af hvoru tveggja. Trú á spá dóma er útbreidd og mesta há- tíðin í landinu er helguð fram- liðnum. Satt að segja skildi ég aldrei neitt í þeirra trú og kann ekki frá að segja arenað en að hofin eru fallegar, gaml-. ar trébyggingar, sem iðulega hafa brunnið og fallið í jarð- skjálftum, en þau stærstu verið reist ei'ns aftur. Japönsk heimili eru yfirleitt ákaflega látlaus að ytra bún- aði fbúðir eru smáar og fólkið býr þröngt. Flest heimili, sem ég kom á, eru með svipuðu sniði og hér var lýst. Strámott- ur á gólfi, hitun undir lágu borði, en iðulega er nú vest- rænn borðkrókur í eldhúsinu. Japanska baðið vantar aldrei. Á kvöldin er dregin fram dýna úr skáp og búið um á miðju gólfi. Það sparar húsrými og til hvers að láta rúm standa auð allan daginn og vera fyrir? En allir eiga sér útvarp, litasjón- varpstæki, isskáp og þeashátt- ar sem fellur ágætlega að heiTnilinu. Þannig mætti lengi segja frá þessu fjarlæga landi. í Jap- an nútímans blandast saman daufur bjarmi frá fornu stein- kerunum og skær blikkandi neonljósin, hljómur frá gömhi hofklukkunum og gnýr af nú- tíma verksmiðjum og á götun- um iðar hvað innan um annað, kimonoklæddar nettar konur, sem kunna listrna að halda há- tíðlega teseremoniu fyrir vini og ættingja, og einkaritarar í stuttpilsum, sem skrifa á ritvél og mata rafreikna. Þetta er allt Japan. En allt nýtt hvílir á 2000 ára göxnlum erfðavenjum. Hvarvetna verður maður var vlð þið a.5 grunnurinn er allt annar en við eigum að venjast og þaS kemur í Ijós í smáu sem stóru og öllum lífsrytma þjóð- armnar. — E. Pá. Borðaði með prjónum, svaf á mottu og sat á hælunum er um á g ólfinu á kvöld^.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.