Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.1970, Blaðsíða 10
MOROUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 25. StBPT. 1970 «r Trúbrot og unglinga- landsliðið í Tónabæ 1 KVÖLD, föstudagskvöld, verður haldinn í Tónabæ fjáröfl unardansleikur til styrktar ungl ingalandsliðinu í knattspyrnu, en það fer í nóvembermánuði til Bretlands til að leika tvo lands- leiki. Á þessum dansleik skemmt ir hljómsveitin Trúbrot, en einn ig verður diskótek og skemmti- atriði. Hljómsveitin Trúbrot er, sem kunnugt er, skipuð miklum knattspymumönnum. Rúnar Júl íusson var eitt sinn vaiinn í ís- lenzka landsliðið, en gat ekki leikið með, þar sem hann var á ferð um landið með Hljómum til að leika á dansleikjum. Gunnar Þórðarson hefur sýnt ótviræða hæfileika í íþróttinni, skoraði eitt sinn mark með höfðinu i leik gegn úrvalsliði Lúðrasveitar Reykjavíkur í Laugardalshöll- inni. Magnús og Ólafur eru báð- ir léttir á sér og leiknir með knöttinn, og þess vegna er hljóm sveitin Trúbrot sjálfkjörin til að leika á styrktardansleik ungl- ingalandsliðsins. Stofnþel Hljómsveitin Stofnþel var stofnuð í ágústmánuði s.l. Nafn- ið er greinilega rammíslenzkt og að sögn höfundar útleggst það eitthvað á þessa leið: „Þel“ er íslenzk merking enska orðsins „feeling", en „stofn“ má hvort sem er tákna upphaf eða undir- stöðu. Það er nú það. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru, talið frá vinstri: Gunnar Hermannsson, bassaleikari, Magnús Halldórsson, orgelleik- ari, Herbert Guðmundsson, söngv ari, Kristmundur Jónasson, trommuleikari, og Sævar Árna- son, gítarleikari — allt í allt, hljómsveitin „Byrjunartilfinn- ing“. Tónlistin, sem hljómsveitin flytur af hvað mestri innlifun, er ættuð frá hljómsveitunum Ten Years After og Free, hljómsveit um, sem eiga miklu fylgi að fagna í Bretlandi og víðar, og telja þeir félagar i Stofnþeli þessa tónlist eiga góðan hljóm- grunn meðal íslenzkra unglinga. Plantan áður. Já, fólkið á böllunum hlust ar orðið meira á hljómsveitirnar en áður.“ Páll var áður Trommuleikari í Sextett Ólafs Gauks. Eru þetta ekki mikil viðbrigði að vera far inn að spila í „bítlahljómsveit" á ný? „Jú, að sjálfsögðu. Þegar mað- ur spilar i hinsegin hljómsveit, hlýtur maður að dragast aftur úr. En ég vonast til að ná því upp aftur fljótt. Þetta eru ágæt- ir strákar í hljómsveitinni og samstaðan er alger. Við höfum æft í tæpan mánuð, dag eftir dag, og við stefnum áð því að gera sem bezta hljómsveit úr okkur. Við verðum að standast kröfur fólksins". Hljómsveitin Plantan er nú að hefja leik sinn á ný eftir nokkurt hlé. Hefur henni bætzt nýr liðs- maður, Kristján Erlendsson, sem leikur á saxófón og klarinett, og með tilkomu hans hefur hijóm- sveitin í æ ríkari mæli snúið sér að ílutningi tónlistar í jass-rokk stíl, tónlistar hljómsveitanna Blood, Sweat & Tears og Chi- cago. Einnig flytur hljómsveitin önnur góð og vinsæl dægurlög og leggur þá áherzlu á góðar raddanir, en fjórir liðsmanna hennar geta sungið og syngja mikið. Það, sem helzt háir hljóm- sveitinni, er tímaskortur til æf- inga, en liðsmenn hennar eru annað hvort í vinnu eða skóla- námi frá morgni til kvölds. En áhuginn er ódrepandi — allt fyrir tónlistina. Liðsmenn Plöntunnar eru: Kristján Erlendsson, saxófónn og klarinett, Guðni Sigurðsson, org el og trompett, Viðar Jónsson, gítar, Þórður Þórðarson, tromm- ur og Guðmundur Sigurðsson, bassi. LOGAR 1 mörg ár hefur verið starf- andi í Vestmannaeyjum hljóm- sveitin Logar, en að sjálfsögðu hafa alltaf annað slagið orðið einhverjar breytingar á áhöfn- inni. Nú er hljómsveitin að fara af stað aftur eftir stutt hlé og er þannig skipuð: Frá vinstri: Ólafur Bachmann, trommuieik- ari, Ingi Hermannsson, söngvari, Henrý Erlendsson, bassaleikari, Helgi Hermannsson, gitarieikari og Guðlaugur Sigurðsson, orgel- leikari. Ólafur trommari var áð- ur í Mánum frá Selfossi, en er nú fluttur til Eyja. Helgi Her- mannsson var „Logi“ fyrir nokkr um árum og er nú byrjaður aftur. Hljómsveitin er að æfa upp ný lög og gömul af fullum krafti, en þar sem hljómsveitin er sú eina í Vestmannaeyjum, verður hún að geta leikið allfjölbreytta tónlist — frá gömlu dönsunum allt til villtustu framúrstefnu- tónlistar. Eyjamenn eru hrifnir af sínum mönnum og fjölmenna þess vegna alltaf í „Höllina" a laugardagskvöldum, þegar Log- ar leika þar. Nú er í undirbúningi útgáfa tveggja laga plötu með ieik Loga, og er það Svavar Gests, sem hefur gert samning þess efn is við Loga. Lögin verða líkleg- ast bæði af erlendum uppruna, en ekki hafa þau þó verið valin ennþá. Þegar Logar koma svo yfir til „meginlandsins" tii að hljóðrita þessi lög, hyggjast þeir leika á dansleikjum fyrir inn- fædda. Vonandi verður þess ekki langt að bíða. Fí-fí + Fó-fó — furðulegt nafn. Fí-fí og Fó-fó eru tvær litlar mýs — gervimýs — og þær eru eins konar vörumerki hljóm sveitarinnar. Liðsmenn hennar eru, frá vinstri: Hlynur Höskuldsson, orgel, Páll Val- geirsson, trommur, Kári Jónsson, gitar, Gunnar Jónsson, söngur, og Ólafur „Muður“ Sigurðsson, bassi. „Muður?" Já, þekkið þið ekki gamla stefið „Ólafur muð- ur, ætlarðu suður?“ úr þjóðsög- unni? Ekki? Jæja, en þetta við- umefni hefur hann tekið upp sjálfur og stendur við það. Hljómsveitin er undir miklum áhrifum frá ensku hljómsveit- inni Blodwyn Pig og kemur til með að leika nokkuð af lögum þeirrar hljómsveitar, en hins veg ar þeim mun minna af lögum af vinsældarlistunum, þessar svo- kölluðu „commercial" tónlist. Hvers vegna? Trommuleikarinn, Páll Valgeirsson, verður fyrir svörum: „Okkur leiðist að spila svoleið is músik. Og það sakna hennar vafalaust færri en ætla mætti. Þróaða tónlistin, eins og sú, sem Blodwyn Pig flytur, er stöðugt að sækja á og fólkið hlustar orð ið meira á svoleiðis tónlist en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.