Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUTSTHLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 6, OKTÓBER 1970
Blaðsíða dauðans
Mikið er hér hljótt. Er hér
einhver dáinn ?
Dáinn? Er ekki erindi
flestra hingað að leita á
fund hinna framliðnu?
Koma þeir ekki í þennan sal
— Lestrarsal Þjóðskjalasafns
ins — setjast við þessi
þungu, blökku borð, biðja
um bækur og skjöl og skil-
ríki til að hafa upp á fœð-
ingar- og fermingardögum,
mökum og afkomendum, bú-
ferlum og dánardögum löngu
liðinna manna?
1 þeim heimildum er margt
fýsilegt til fróðleiks og girni
legt til frekari rannsókn-
ar. Hver blaðsíða eftir aðra
blasir við með fæddum,
fermdum, saman gefnum í
hjónaband, innkomnum og
burtfluttum. Hér eru auðug-
ar námur margháttaðra upp-
lýsinga, sem hægt er að fá
um þetta framliðna fólk, lífs-
hlaup þess frá vöggu til graf
ar. En það er sama hversu
því er háttað og hvernig
þetta kemur lesandanum i
dag fyrir sjónir. Allra endir
er sá sami: —¦
Allrar veraldar vegur
víkur að sama punkt.
Síðustu blaðsíðurnar í
hverri bók — það eru siður
dauðans. Sumar þeirra ná yf-
ir fjölmörg ár, þar sem örfá-
ir, jafnvel enginn hefur horf
ið úr hópi sóknarfólksins ár
hvert.
Svo koma aðrar síður,
margar síður með löngum
dapurlegum dálkum dauðs
fallanna á þeim árum þegar
fólkið féll í farsóttum, að
ekki sé minnzt á fyrri tíð,
þegar afleiðingar harðind-
anna og eldgosanna urðu svo
mörgum að fjörtjóni. Hér er
birt mynd af einni slíkri blað
síðu. Hún er úr fyrstu mini-
sterialbókinni í Kirkjubæjar
klaustursprestakalli á Síðu.
Framan við hana hefur sr.
Jón Steingrímsson ritað syo-
fellda athugasemd:
„Vel-eðla  hr.  biskupinn
Hannes Finnsson hafði til-
sett  og  skipað 2.  januaríi
1784 að hér sem annarsstað
ar  í  Skálholtsstifti  skyldi
innréttast  reglulegar Mini-
sterialbækur það sama ár.
En vegna ókjara sem hér
á  gengu  það  ár  af  Jarð-
eldisins yfirgangi og yerk-
unum í ótölu margan máta,
örbirgð og öðru fleira gat
ég ei þessa bók istand sett
fyrr  en  hér  hinu  megin
skrifað ár .. ."
Það mun vissulega enginn
lá  sr.  Jóni  Steingrímssyni
það,  þótt hann reyndi  frek-
ar að bjarga þeim lifandi í
ógnum   Skaftárelda  heldur
en setjast við skriftir og skrá
setja þá dauðu.
Það er næsta fátt, sem sagt
verður um þetta blessaða
framliðna fólk, sem á nöfn
sin skráð á blaðsíður dauð-
ans í Ministerialbók Kirkju-
bæjarklaustursprestakalls ár
ið  1785.  Einu  upplýsingarn-
Spakmæli dagsins
Sumir tala um dauðar og
grafnar syndir sínar eins og
þeir væru að leggja blómsveig á
gröf. — H. Redwood.
Gangið úti
i góða
veðrinu

ir<n
T^^

ar um það er að finna í
„töflu yfir fólk það, sem hér
var i Kleifarþinglagi, þá jarð
eldurinn hér fram kom 8.
júní 1783, og svo hvað
margir af því dóu hér og
annarsstaðar af hans verkun
um, ásamt hungursneyð og
dýrtíð árin 1784 og 1785."
Tafla þessi er samin af sr.
Jóni Steingrímssyni.
Sigurður litli í Hæðargarði
var eitt af 4 börnum hjón-
anna þar, Þorgeirs Snjólfs-
sonar og Margrétar Þor-
steinsdóttur. Margrét dó
þetta sama ár og síðar Þor-
steinn sonur þeirra.
Anna Vigfúsdóttir frá
Bakka (Prestsbakka) er lík
lega ekkja Bjarna Ólafssonar
í Hátúnum. Þau hjón og
bæði börn þeirra, Ólafur og
Ragnhildur, dóu öll í Skaft-
áreldum.
Anna Valdadóttir er i
töfllu sr. Jóns talin niður-
setningur i Skál. Ef til vill
er hún systir Vigfúsar
Valdasonar í Mörk, sem dó
í Eldinum, varð úti á sandi
fyfir austan Eldvatnið (á
Brunasandi) og var dysjað-
ur þar uppi í hrauninu og
hlaðin varða yfir. Af öllum
þeim fjölda — 224 — sem
dóu þar eystra í Móðuharð-
indunum var Vigfús Valda-
son sá eini, er ekki hlaut leg
í vígðri mold.
Gísli Brynjólfsson.
Á blaðsiðunum stendur
þetta:
I  Kyrkjubæarklausturs  sókn
Dauðer 1785
3ja Martíi grafinn Sigurð-
ur Þorgeirsson barn frá
Hæðargarðe llu ára do
26tta Febr. úr megúrð.
24ða Martíi grafnar Christ-
in og Guðrun Tvýburar frá
Hraune ársgaml. dou 17 og
18da ejusdem úr megúrð.
24 Martíi grafinn Bjarni
Björnsson 2 ára frá Hraune
do 20. Martíi úr megúrð.
24 Martíi grafin Ingebjörg
Pálsdóttir 8 ára frá Klaustr-
inu do 19. Martíi úr vesöld.
8da Majií Jörðuð Anna
Wígfúsdóttir eckja 49 ára
frá Backa do 1. Mají úr ves
öld.
14. Júní Jarðsunginn Jón
Snorrason bóndi frá Hraun-
kote 67 ára do 11. Júníi úr
elliburðum og megúrð.
lOda Aug. grafinn Stephan
Benedictsson 24 ára frá
Fagrhlýð do 15da ejsd úr
Taki.
22.8bris grafinn Eyrekur
Benedictsson bróðir hans frá
sama bæ drucknaði 16. ejsd:
1 eldkvýslene hja Holme.
31.8.br. Jarðsungin Mar-
grét Þorsteinsdóttir, gift
kona frá Hæðargarðe 41 árs
do 24 ejsd úr vesöld.
1.9.br. grafinn Ólafur
Birnason umferðadrengr 12
ára do 27. 8 br. úr vesöld.
3. Martíi nbs Jarðsungin
Anna Waldadottir umferðr-
skiepna do 28. febr. úr ves-
öid.
Kallkyns 6.
Kvennkyns 6.
Summa 12.
Prestsbakka
d. 31. Desembr. 1785.
Teste.
Jón Steingrímsson.
HER
ÁÐUR
FYRRI
Happdrætti Krabbameinsfélagsins
IBÚÐ ÓSKAST
til teigu. Uppl, i síma 23486
og 23485.
SENDLAR ÓSKAST
Noklkfif sendlaf ósta'St htuta
úr degi fraim að jóiium. —
Þurfa að haifa hjól. Uppl. í
sífna 15941.
MATREIÐSLA — SÝNIKENNSLA     UNG KONA VILL TAKA
byrjair 12. okt. S>mwt b>r»uð,
kjöt- og fi®kréttir m. m. Ný
námsstoá. Inimnitium og nám>-
ari uppl. í síma 34101. —
Sya Tmorlaikissom.
FULLORÐINN TRÉSMIÐUR
óslkiaf eftif téttri atviimnu. Tit-
tooð menkt: „Fu#arðiin'n 4444"
sendist afgr. Mbil. fyrir mæstiu
helgii.
KEFLAVlK
Ungt barnlau'S't paf ósikaf eft
ir KtiWi 'rbúð. Uppl. í síma
1913 eftif kl. 5.
AUKAVINNA
Regl'usa'm'ur yngri maðuf ósik-
ar etftir vimniu ©ftir kl. 17,30 á
dagimn. Margt ik©mu>r til
gire'ima Ti'llb. semd'i'St Mbl f.
nik. hetgi m.: „Dugilieg'ur 8366"
ATVINNA ÓSKAST
Maðuir á miðjum afdri ósikar
eftif stainfi við n'æturvörzliu.
Ti'lto. sendist aifgf. Mbl. mefkt
„Nætufvönð'Uf 4252".
HÚSNÆÐI
á jarðhæð með ifi'nikeyrslu,
um 100 fm ósikast á teigu.
Jon Kristinsson, sírrni 32889.
1—2ja HERB. IBÚÐ ÓSKAST
frá um 15. okt til 1. júmí '71.
Fyrif góða fbúð ©r hægt að
greiða alla 'leig'una fyniffram.
Tilib. m.: „Vélsikóliinin 4595",
til afgr.  Mtol. f. fiimmtud.ikv.
BROTAMALMUR
Kaupi allan brotamálm lang-
hæsta verði, staðgreiðsia.
Nóatúni 27, sími 2-58-91.
HERBERGI ÓSKAST
tM teigu, hetzt á Högutiiuim
eða þtnr í kring. Tilto. menktuim
„Skólamemi 8079" sikal sikirta
á afgr. Mtol.
á teigu 2ja—^3ja herb. íbúð,
sem næst ötd'Utiinssikóla í
Haínaffirði. 6 mén. fyrinfnam-
gr. tomur til gneina. Vinsaml.
hmiingið í s. 50427 eftif <k'l. 19.
IÐNREKENDUR
Kl'æðsikeri, vaimuf að smíða og
„Gnaduering". Hefur ufimið ut-
antamds í mokikuf ár. Tilb.
send til Mbl. menkt: „4251".
MALBÖND
góðar teguind'if.
Heildv. Bjöm Kristjánsson,
Vesturgötu 3.
ATHUGIÐ
Dönsk regiusöm stúllka ósikaf
eftir atviinmu, helzt við mat-
argerð, ammað 'kemuir tM
greima. Uppl. í s. 34401 miHi
ik'l. 7—9 á miðvikudagskivöW
PlANÓ ÓSKAST
Er kaiupaind'i að góðu píamóí.
Hl'jóðfæri, sem þarfmast við-
gerðaf kemtnr til gneima. Sími
23889 kl. 12—13 og 19—20.
BYGGINGAVERKAMENN
vaimtaf í múrara haindla'ng.
Uppl. ! síma 35801 eða að
Leynitoaikka 8 og 10.
3JA—4RA HERB. IBÚÐ
ósikast til leigu. S*mi 25870.
Stúlka — Bœkur
Rösk stúlka  óskast i Miðborginni.  Góð  málakunnátta  nauð-
synleg.
Umsóknir  er  tilgreini  aldur,  menntun  og  fyrri  störf  ásamt
meðmælum  sendist  Mbl.  merkt:  „Áhugi  —  4253",
Frá Skipadeild SÍS
Athygli skal vakin á því, aö vörur sem geymdar eru á
afgreiðslum okkar eru ekki tryggðar af okkur fyrir eldsvoða,
náttúruhamförum eða tjóni af öðrum ástæðum.
Skipadeild SÍS
t dag liefst sala úr happdrættisbíl Krabbameinsfélagsins í Banka-
stræti. Vinningurinn er skattfrjáls. Myndin er af vinnuigsbílnum.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 3., 5. og 7. tölublaði Lögbirtingablaðsins
1969 á jörðinni Engihlíð í Hofshreppi, þinglýstu erfðaleigulandi
Guðbrands Bjamasonar, með húsum og öðru tilheyrandi, fer
fram eftir kröfu Búnaðarbanka Islands og Arnar Þór hrl. á
eigninni sjálfri mánudaginn 12. október n.k. kl. 11 f.h.
Sýslumaðurinn i Skagafjarðarsýslu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32