Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1970
Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri:
Á að ganga á gefin loforð?
Verður stefnt að atvinnuleysi í vetur með
uppsögn bátakjarasamninga?
I sjónvarpsþættinum „Þingið
og þjóðarskútan" s.l. þriðjudags
kvöld var leitað álits nokkurra
borgara á þvi, hvaða verkefni
þeir teldu að myndu verða
helztu viðfangsefni næsta Al-
þingis.
Meðal þeirra, sem spurðir
voru var Jón Sigurðsson, form.
Sjómannasambands íslands.
1 svari sínu gat Jón þess, að
hann hefði boðað til sjómanna-
þings í okt. og skýrði jafnframt
frá þvi, hvaða samþykktir yrðu á
þvi þingi gerðar. Sagði Jón að
samþykkt yrði að segja upp
gildandi kjarasamningum við út
vegsmenn frá næstu áramótum
og við nýja samningagerð yrðu
útvegsmenn krafðir um þann
hluta fiskverðs, sem geng-
ur óskiptur til útgerðarinnar
vegna útgjaldaaukningar, sem
útgerðin varð fyrir við gengis-
breytingarnar 1967 og '68.
Það er athyglisvert, að Jón
Sigurðsson skuli geta skýrt fyr-
irfram frá samþykktum sjó-
mannaþings, sem ekki hefur ver-
ið haldið og enn athyglisverðara,
að það þing geti samþykkt að
segja upp samningum, sem ein-
stök sjómanha- og verkalýðsfé-
lög eru aðilar að, og hvert fé-
lag hefur rétt til uppsagnar á.
Með lögum nr. 79/1968 um
ráðstafanir i sjávarútvegi vegna
breytingar gengis íslenzkrar
krónu var ákveðið, að fiskkaup
endur greiddu til viðbótar því
fiskverði, sem Verðlagsráð sjáv
arútvegsins ákveður hverju
sinni, 17 af hundraði til þátt-
töku í útgerðarkostnaði vegna
kostnaðarauka, sem útgerð-
in varð fyrir vegna gengisbreyt
inganna 1967 og '68. Ennfremur
skyldu fiskkaupendur greiða í
Stofnfjársjóð fiskiskipa 10 af
hundraði fiskverðs og 20 af
hundraði síldar- og humarverðs.
Þegar skip seldu afla erlendis
skyldu 22 af hundraði brúttó-
söluverðs renna til Stofn-
fjársjóðs, en greiðslur til hans
eru notaðar til að greiða afborg
anir og vexti af lánum vegna
fiskiskipa og greiöist af hverju
skipi i samræmi við það, sem
greiðist af aflaverðmæti hvers
skips.
Með lögum þessum var ekkert
tekið af hlut sjómanna, heldur
var útgerðinni aðeins bætt bein
hækkun rekstrarútgjalda vegna
gengisbreytinganna með þeirri
hækkun i krónutölu, sem geng-
isbreytingarnar höfðu á sölu-
verð afurðanna. Fiskverð hækk-
aði frá 15. nóvember 1968 og
bætti hag útgerðar og sjómanna
frá því sem verið hafði.
Þar sem útvegsmönnum þótti
ástæða til að bæta enn frekar
aðstöðu sjómanna, vegna þeirra
mikilvægu starfa, samþykktu
þeir, að sjómenn fengju fæðis-
kostnað greiddan að mestum
hluta, og var tekna til þess aflað
með útflutningsgjaldi. Ennfrem
ur að sjómenn yrðu aðnjótandi
lífeyrisréttinda og taka þau
gildi í áfön.gum og koma til fram
kvasmda að fullu frá 1. janúar
1972.
S.l. haust sögðu sjómanna-
félögin almennt upp kjarasamn-
ingum við útvegsmenn og kröfð-
ust þess, að kostnaðarhlutdeild-
in, eða sá hundraðshluti, sem
útvegsrnenn fá til að mæta
kostnaðarhækkunum     vegna
Ný Helgafellsbók
kemur út í dag
„VONIN BLÍÐ" eftir höfuð-
akáld Færeyinga, William Heine-
sen kemur út í dag.
WilHam Heinesen
Um bókina segir bókmennta-
ráðunautur forlagsins:
Vonih blíð er nýjasta og mesfa
skáldsaga hims ágæta færeyska
skáldsagnahöfundar, Williams
HeiineaeTiis. Eins og jafnian í sög-
um Heinesens leikur töfraljómi
ævintýralegs stíls, kostulegrar
gamanisemi og ljóðrænmar mál-
snilldar yfir sögunnd. Færeyjar,
hið einmana undraland Heine-
sena ríis úr hafi í síbreytiilegum
litbrigðum veðurfara, sögu og
mannlífs. Frásögnin er breið og
raunsæileg með ógleymanlegum
gamansprettum. Manngerðir sög-
unnar eru ákaflega fjölbreyttar
og skýrt markaðar á ytaa borði í
athöfnum.   En  Heinesen  er  of
mikill sálfræðingur til að gera
persómur sínar einfaldar i snið-
um. Eins og oftast gerist í lífinu
sjalfu er engin hetja gallalaus og
enginn fantur án nokkurra máls-
bóta eða að minnsta koqti ein-
hverra skrautlegra eiginleika.
Vonin blíð er söguleg skáld-
Framhald á bls. 14
Kristján Ragnarsson
gengisbreytinganna, yrði endur-
skoðuð m.a. með tilliti til þess
að aflabrögð höfðu verið góð og
afkoma útgerðarinnar hefði
batnað.
Útvegsmenn féllust á að mæla
með þvi að kostnaðarhlutdeild-
in lækkaði úr 17 af hundraði í
11 af hundraði, ef það gæti orð-
ið til þess að ná endanlegu sam-
komulagi við sjómenn um þetta
umdeilda atriði. Varð þetta að
samkomulagi og tryggði það, að
útgerð gat hafizt með eðlilegum
hætti eftir áramót.
Það skal sérstaklega tekið
fram, að þvi var margoft lýst yf-
ir af útvegsmönnum, að þeir féll-
ust á umrædda breytingu i
trausti þess að fullar sættir
hefðu tekizt um þetta mál, enda
var við þá samningagerð fyrst
viðurkennt af sjómönnum, að
þessi greiðsla fiskkaupenda til
útvegsmanna væri eðlileg vegna
kostnaðarhækkana, sem útgerð-
in varð fyrir við gengisbreyt-
ingarnar.
Það er því ótvirætt brot á
fyrra samkomulagi, ef forustu-
menn sjómanna ætla sér enn að
hefja deilur við útvegsmenn um
fyrrgreind atriði. Ef svo fer
sem Jón Sigurðsson hefur boð-
að, að samningum við útvegs-
menn verði sagt upp miðað við
áramót, virðist eðlilegt að út-
vegsmenn óski eftir endurskoð-
un á kostnaðarhlutdeildinni til
hækkunar með tilliti til þess að
allur  útgerðarkostnaður  hefur
John J. Muccio
af tur gestur hér
HINN 9. okt. nk. mun íslenzk-
ameríska félagið liakla hátíðleg-
an dag Leifs Eiríkssonar með
árshátíð að Hótel Borg. Heiðurs-
gestur félagsins að þessu sinni
verður John J. Muccio, fyrrver-
andi sendiherra Bandarikjanna á
Islandi, sem kemur til landsins í
næstu viku ásamt komu sinni.
Muccio var sendiherra hér á
landi í nokkur ár á tímabilinu
frá 1954 til 1960. Hann hefur fyr-
ir nokkrum árum látið af störf-
um hjá bandarísku utanríkisþjón
ustunni fyrir aldurs sakir og býr
í Wasbington D.C.
Johm J. Muccio er fæddiur á
ítalíu, 19. mwrz árið 1900, en
fluttist uinigiuir til Bainidaríkjaineia
með foreldruim síiniuim og varð
bandiarísikiur rikisiborgari 1921,
siamiia ár ag haann hof störf hjé
utanríkiislþjómiistiuininii.     Fyrsta
stairf hains erlenddis var siem að-
stoðarræ'ðiisimiaouir í Hamborg. Ár
ið 1949 var haein skipaour fyrsitd
sendilherra Bamidiaríkjainnia í Sulð-
ur-Kóreiu, og var hamin þar til
1954,  er hamin kom til islainds.
Jdhn J. Muccio og kona haes
eiigtniuðiuist miariga vini hér á lamdi
og hafa verið miiklir íslamidsviinár
síðain þaiu dvöldiu hér. Tvö barna
þeirra eru fædd á íslandi. Eftir
að sendilherrainn fór héðam var
hanin m.a. siemdiiherra í Guate-
mala.
Á ársihátíð íslemzk-iamieríiska
félaigLsins mun Muccio flytja
ræðu, en auk þess verður margt
fleira til sikemmtuoar. Árstátíð-
im befst kl. 19.00 á Hótel Bong.
Aðgöngumiðiar verða seldir í
Bókaverzlum Siigfúisar Eymumds-
soniar frá 5. okt. til 9. okt.
Nixon Biamdar'íkjaforsieti hefur
fyrirsikipað þeniniam dag sem há-
tíðisdag í Bandiaríikjumum og
muinu fiáinar verða dregmir að
húmá á öllum opinberum bygig-
imigum. Bamdatrískia þjóðdn hefur
verið beðdm að beiiðTa miinmingiu
Leifs EiríkísisoMair með því að
halda samkomuir og athafmiir í
sikólum, kirkjum og öðrum við-
eigandd sitöðum.
(Frá ísl.-ajmerísfea félagimiu)
hækkað að mun vegna áhrifa
frá kjarasamningunum í sumar,
þar sem öllum hækkunum hefur
verið velt út í verðlagið af þeim
þjónustuiðnaði, sem útgerðin á
viðskipti við.
Útvegsmenn hafa talið eðlilegt
að þeir fengju sinn hag bættan
með heekkuðu fiskverði og hafa
taiið sig eiga þar samleið með
sjómönnum, enda sitja þeir hlið
við hlið í samningum við fisk-
kaupendur um fiskverðið. Ef
útvegsmenn eiga hins vegar yf-
ir höfði sér árlegar deilur við
sjómenn um skiptingu fiskverðs
sín í milli, er ekki sjáanlegt að
þeir geti lengur átt samleið með
sjómönnum við samninga um
fiskverð, þegar fyrir liggur að
formaður Sjómannasambands
íslands, sem á sæti í Verðlags-
ráði sjávarútvegsins fyrir
hönd sjómanna, leggur meira
upp úr því, hverju hann getur
náð af illa stæðri útgerð, en í
kjarabótum í formi hækkaðs
fiskverðs.
Það er trú mín, að útvegs-
menn muni standa vel saman til
að verjast þeim ásóknum, sem
þeir virðast eiga í vændum, enda
er það skylda þeirra við þjóð-
félagið, að þeir semji ekki um
önnur kjör en þau, sem þeir
geta greitt, án þess að fá til
þess aðstoð frá hinu opinbera.
1 fyrrgreindum sjónvarpsþætti
virtust flestir þeir, sem þar
komu fram, leggja á það mesta
áherzlu, að tryggja þyrfti næga
atvinnu og að það verði ekki
betur gert en með þvi að skapa
sjávarútveginum örugga rekstr-
arafkomu, enda grundvallast
allt atvinnulíf  í  hinum  ýmsu
sjávarþorpum á þvi, að útgerð'
in gangi með eðlilegum hætti.   i
Það væri mikið ábyrgðarleysi
af forustumönnum sjómanna, ef
þeir ætluðu að tefla útgerð i
hættu um næstu áramót með
verkfallshótun nú og verkfalli
eftir áramót, eftir þau löngu
verkföll, sem háð voru s.l. vor
og sumar. Útvegsmenn þurfa að
hafa langan undirbúning við út
vegun veiðarfæra, beitu og fleiri
útgerðarnauðsynja til vetrarver
tíðar, en það láta þeir eðlilega
ógert, ef þeir eiga rekstrarstöðv
un yfir höfði sér.
Við þær aðstæður, sem nú eru,
eiga útvesmenn og sjómenn að
snúa bökum saman og krefjast
hærra fiskverðs til leiðréttingar
á kjörum sinum miðað við aðra
landsmenn, og láta innbyrðis
átök ekki spilla fyrir árangri af
þeirri baráttu, sem þó má ekki
stofna atvinnuöryggi þúsunda
verkafólks í hættu á aðalbjarg-
ræðistíma þjóðarinnar.
Fáir virðast skilja hvað Jón
Sigurðsson átti við, þegar hann
var í fyrrgreindum þætti að ráð-
leggja forustumönnum verka-
lýðsfélaga að segja hið fyrsta
upp gildandi kjarasamningum
verkafólks, því samningarnir
gilda til 1. október á næsta ári.
Þvi síður skilja menn, að fyrr-
greindur boðberi hafta og fjötra
skuli nú telja heppilegast að
hafa enga kjarasamninga milli
vinnuveitenda og launþega,
heldur aðeins kauptaxta, sem
hvor aðili um sig geti auglýst
að vild. Augljóst er, að eitthvað
vantar á að samræmi sé í mál-
flutningi þessa aldna verkalýðs-
leiðtoga.
Mengað
hugarf ar ?
ÉG HEF alltaf lesið Reykjavík-
urbréf Morgunblaðsins mér til
gagns og ánægju, þ.e.a.s. með-
an hinn þróttmikli og gáJaði
þjóðarleiðtogi, Bjarni Benedikts-
son, skrifaði þau eða hafði um-
sjá þeirra. En nú, við hið sorg-
lega fráfall hans, hafa pistlar
þessir orðið æ svipminni, bæði
um stíl og efni. Þessi hnignun
Reykjavikurbréfanna er þó ekki
tilefni þess, að ég skrifa þessar
línur, heldur hugleiðimgar bréf-
ritarans í blaðinu 4. þ.m., um
hið nýafstaðna prófkjör innan
Sjálfstæðisflokksins.
Við hliðina á þessum hugleið-
ingum er stuttur pistill, sem ber
fyrirsögnina: Mengað hugarfar.
Er þar deilt á Þjóðviljann vegna
ótta hans við prófkjör. Mér þótti
þessi fyrirsögn pistilsins snjöll
og hitta prýðilega í mark, en
einhvern veginn gat ég ekki var
izt þeirri hugsun, að fyrirsögn-
in hefði getað sómt sér eins vel
yfir hugleiðingum bréfritarans
um prófkjör Sjálfstæðisflokks-
ins.
Bréfritarinn fagnar mjög sigri
þeirra Geirs Hallgrímssonar og
Jóhanns Hafsteins og get ég
vissulega tekið undir það, enda
eru þeir að mínu áliti báðir ágæt
ir menn og mikilhæfir. En bréf-
ritaranum gleymdist, þvi miður
eða hafði kannski ekki áhuga á,
að geta þess frambjóðandans,
sem tvímælalaust vann glæsileg
astan sigur við þetta prófkjör.
—¦ En það var dr. Gunnar Thor-
oddsen, sem enda þótt hann um
mörg ár hafi verið ofsóttur með
svo andstyggilegu níði og rógi,
að telja má þjóðarskömm, flaug
inn sem þriðji maður við próf-
kjörið, með svo miklum at-
kvæðafjölda, að ekki munaði
nema 302 atkvæðum á honum
og Jóhanni Hafstein, forsætis-
ráðherra, sem varð í öðru sæti.
Þetta var einmitt það merk-
asta, sem gerðist í þessum kosn
ingum. Rógurinn og níðið hafði
beðið ósigxir, kjósendum til
sóma. Þegar haft er í huga það,
sem á undan er gengið gagnvart
dr. Gunnari Thoroddsen, voru
það vissulega óafsakanleg mis-
tök (eða „gleymska"?) bréfrit-
arans að geta að engu þessa
mikla sigurs, og manni verður
jafnvel á að spyrja:
Béð hér mengað hugarfar?
Sigurður Grímsson.
ATHS.
Morgunblaðið vísar grein
þessari til föðurhúsanna og
jx-im dylgjum, sem í henni
felast. í Reykjavíkurbréfi var
fjallað um prófkjör og tvo af
helztu forystumönnum Sjálf-
stæðisflokksins, en ekki sigra
einstakra frambjóðenda, sem
eiga ekki sæti á Alþingi, s. s.
Gunnars Thoroddsens, Ragn-
hildar Helgadóttur og Ellerts
B. Schram, né þeirra, sem
sæti eiga á þingi, þeirra Auð-
ar Auðuns og Péturs Sigurðs-
sonar.
Orð Sigurðar Grímssonar
eru ekki til þess fallin að
auka þá samheldni eða skiln-
ing, sem nauðsynleg eru í
þeirri baráttu, sem Sjálfstæð-
ismenn eiga nú sameiginlega
fyrir höndum. Morgunblaðið
Ijær ofangreindri athuga-
semd rúm til að sýna að
menn túlka orð þess hver á
sinn hátt og meta þau að eig-
in geðþótta.
Ritstj.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32