Morgunblaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 14
I 14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBBR 1970 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Jóhann Hit” BÓKMENNTIR Frá Róm til Sumarhúsa Peter HaUberg': HÚS SKÁLDSINS. Um skáldverk Halldórs Laxness frá Sölku Völku til Gerplu. Fyrra bindl. Helgi J. Halldórsson íslenzkaði. Mál og menning, Reykjavík 1970. t sunnudagsblaði Morgunblaðs ins 11. okt. s.l. birtist grein um Innansveitarkroniku Halldórs Laxness. Greinin, sem er jafn- framt viðíal við skáldið, leiðir í Ijós á einkar skýran hátt vinnu srögð sagnaskáids. Hún er merkt framlag til umræðu um skáld- skap Halldórs og gagnleg þeim, sem vilja rannsaka verk hans á breiðum grundvelli. Mönnum kemur það að vonuim spánskt fyrir sjónir, að útlend- ingur skuli mest og best hafa lagt stund á könnun á verkum Halidórs Laxness. Svíinn Peter Hal'llberg hefur samið tvær bæk- ur um Laxness: Vefarann mikla, sem þýddur hefur verið á ís- lensku af Bimi Th. Björnssyni og gefinn út í ritsafni Hal’ldórs hjá Helgafelli, og Hús skáldsins, en fyrra bindi þess er nýlega komið út á vegum Máls og menn ingar í þýðingu Helga J. Hall- dórssonar. Hús skáldsins kom út á sænsku 1956, en auk þessara tveggja bóka hefur Peter Hatl- berg samið veigamiklar greinar um verk Haldórs, meðal þeirra er ritgerð um skáldskap hans á seinni árum, sem upphaflegá birt ist í norska timarit'inu Eddu árið 1967. Ritgerðin var birt i ís- lenskri þýðingu eftir Njörð P. Njarðvik í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 1968 og nefndist: „Haildór Laxness á krossgötum. Nokkrir drættir úr þróunarsögu hans eftir viðtöku nóbelsverðlauna 1955“. 1 formála að Húsi skáldsins greinir Peter Hallberg frá þvi, að hann hafi „að staðaldri notið ómetanlegs stuðnings frá Hall- dóri sjálifum" við samningu verksins. Óhætt er að fultyrða, að jafn nákvæm og yfirgrips- mikil verk og bækur Feters Hall SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hélt aðra tónleika sína á þessu hausti í Háskólabíói sl. fimmtudags- kvöld, og hóf lei’k sinn með Brandenburgarkonserti nr. 3 í G dúr eftir J. S. Bach, og virtist hljómsveitin engan veginn í ess- inu sínu. Þó var varlega að öilu farið (t.d. hraðavali), sem nægði ekki til að strengjunum tækist að ná þeirri nákvæmni og hrein- leika í samspili, sem þessi músík krefst. En eins og tónleikamir hófust slapplega, þá bætti næsta verk það upp og gott betur, en það var hornkonsert í Es-dúr eftir R. Strauss, þar sem Ib Lanzky-Otto fór með einleiks- hlutverkið af frábærri snilld. Hann ræður yfir næstum ótrú- legri tækni. Næmleiki hans í fraseringu, dynamik og túlkun öii eins og hvatti hljómsveitina til dáða, og árangurinn varð fá- gætlega vandaður flutningur á þessu rómantíska verki, en það var Páll P. Pálsson sem veifaði tónsprotanum að þessu sinni og stjórnaði mönnum sínum af myndugleik, enda létu áheyrend ur óspart hrifningu sína í ljós. i Síðari hluti tónleikana saman bergs eru, verða ekki samin án aðstoðar fjölda manna. Að sögn Hallbergs hefur Halldór gefið honum frjálsar hendur til að vinna úr ýmsum heimiidum, m.a. handritum og bréfum „mjög per sónulegs eðlis“. Þetta vitnar um óvenjulegt traust rithöfundar í garð fræðimanns, enda eru Vef- arinn mikli og Hús skáldsins grundvalarrit á sínu sviði. En gaman væri að einhvemtíma kæmi að þvl, að Islendingur setti saman bók um skáldskap Halldórs Laxness, og óneitanlega yrði fróðlegt að sjá það helsta saman komið í bók, sem um skáld ið hefur verið ritað hérlendis. Um fáa eða enga islenska rithöf,- unda hefur verið meira skrifað, og hann hefur átt því láni að fagna að fá þá nauðsynlegu ög- un, sem felst í skoðanaskiptum um verk rithöfundar; jafnvel and úðin getur verið gagnleg. Fyrra bindi Húss skáldsins hefst á kaflanum Heima á Islandi 1926—1927 og endar á kafla, sem nefnist Rauðir pennar, en í hon- um er fjallað um skáldskap og stjómmál. Vikið er að gildi árs- ritsins Rauðra penna fyrir ís- lenska rithöfunda og birt loka- orð greinarinnar Ný bókmennta- stefeia eftir ritstjóranm Rristin E. Andrésson: „1 sögu bókmennt anna hafa farið fram hlutverka- skipti. Skálld verkalýðshreyfing- arinnar hafa tekið þar við for- ystunni, og þau ein eiga framtíð- ina. Öll gróska hins vaxandi lífs, allur veruleiki þess, býr í skáld skap hinnar nýju stefnu. Mátt- ugra og glæsilegra tímabil, en nokkm sinni hefur áður þekkzt, er að risa í bókmenntasögu heimsins". í fyrsta árgangi Rauðra penna átti Halldór nokkrar greinar. „Tvær þær helztu fjalla um af- stöðu listarinnar til fólksins, al- þýðunnar“, segir Peter Hallberg, og á hann þá við greinamar Þeir útvöldu og fólkið og Borg- aralegar nútimabókmenntir. Halldór Laxness hafði skipað sér í sveit. stóð af verkum eftir Karl Ó. Runólfssop, en hann verður sjö- tugur á sunnudaginn kemur. ■— Verkin sem flutt voru, gefa nokk uð glögga mynd af hljómsveitar tónskáldskap Karls, en þau voru Forleikurinn að Fjalla-Eyvindi, Hvarf séra Odds frá Miklabæ, þar sem Róbert Amfinnsson var í hlutverki sögumanns og Á krossgötum op. 12. Óþarfi er að tíunda hér til afrek Karls á sviði tónlistar. Sem tónskáld, kennari stjórnandi og hljóðfæraleikari í hálfa öld hefur hann sett heiUa drjúgt mark sitt á íslenzkt tón- listarlíf, Hann getur með stolti litið yfir liðna áratugi og glaðzt yfir árangursríku starfi. Við sam gleðjumst honum og þökkum á þessurn merku tímamótum í ævi hans og vonumst eftir að mega njóta starfskrafta hans enn um langa framtíð. Flutningur verka han.s tókst með ágætum undir öruggri stjórn Páls P. Pálssonar og var tónskáldið ákaft hylltur að lok um með húrrahrópum og lang- vinnu lófaklappi. Egill R. Friðleifsson. Peter Hallberg l’eggur mikia áherslu á að lýsa l'eið skáldsins til fól'kisins, þjóðar sdnnar, hvernig það snýr baki við inn- hverfri kaþólsku og gerir orðið manneskja að lausnarorði. 1 löng um kafla er sagt frá Ameriku- dvölinni 1927—1929 þegar Hall- dór ætlaði að verða heimsfræg- ur i skyndi með aðstoð kvik- myndanna og jafnvel kom til mála að kvikmynda frumgerð Sölku Völku. Árangur Ameríku- ferðarinnar var Alþýðubókin, sósíaldsmi og aukinn áhugi á manneskjunni* sem leiddi skMd- ið ekki aðeins til stjórnmálabar- áttu, heldur varð þvi hvatning tdl að semja Sölku Völku og Sjálfstætt fólk. Um þessar tvær skáldsögur fjallar Peter Hall- berg ítarlega og dregur margt fram í dagsljósið, sem auðveldar skilning á þeim og sýnir tengsl þeirra við íslenskan veruleik. Bók Peters Hallbergs er í raun inni íslensk menningarsaga, þar sem Halldór Laxness er aðal- Guðniundur Guðni Guðmundsson: Saga Fjalla-Eyvindar. Prentsm. Leiftur Reykjavík. Á bernskuárum miðaldra ís- lendinga mun vart hafa verið finnanlegur sá maður á öllu land inu, talinn með fullu viti og kom inn yfir átta til tíu ára aldur, að hann hefði ekki heyrt getið Fjalla-Eyvindar og Höllu, en ef marka má af sumu svörum í spumingakeppnum í sjónvarpi og hljóðvarpi, kæmi mér ekki á óvart, þótt verulegur hundraðs- hluti ungra íslendinga þegði þunnu hljóði, ef spurt væri um þessi áður þjóðfrægu hjón. En einhver kynni ef til vill að spyrja: Höfðu þau ekki einhvern tíma sjoppu í Kópavogi? Fjalla-Eyvindur er sá maður, sem lengur en nokkur annar lifði útlægur og ofsóttur á öræfum íslands — eða hartnær fjóra ára tugi — og lengstum með konu og stundum bam eða böm. Og þetta gerðist á þeirri öld, sem sakir ills árferðis svarf harðar að þjóðinni en nokkur önnur i sögu hennar. Aftur og aftur tókst Eyvindi að sleppa úr hönd um islenzkra yfirvalda og sendi manna þeirra, öllum þorra manna stóð af honum uggur og ótti, og geta hans og gerðir til lífsbjargar ýttu mjög undir þá trú þjóðarinnar, að útilegu- mannabyggðir væru á ýmsum stöðum inni á hálendi fs- lands. En þó að menn óttuðust Eyvind, var hann ef til vill meira dáður en flestir aðrir sam- tíðarmenn hans, enda var hann í rauninni kunnur að því að beita ekki ofbeldi eða vinna spellvirki, þó að hann drægi vel í bú sitt, og menn höfðu vissu fyrir því, að hann var af- burðamaður að líkamlegu at- gervi, átti með afbrigðum haga hönd og var hverjum manni snar ráðari og ráðsnjallari. Það er því sízt að undra, þótt margar sagn- ir hafi verið um hann skráðar Halldór Laxness. persónan. Hún geymir mikinn fróðleik um íslenskar bókmennt- ir og ekkd síður stjórnmál. Til að mynda er sagt frá Ólafi Frið- rikssyni og Jónasi Jónssyni frá Hriflu, en skoðun Hallbergs er sú, að Haldór geri úr þeim eina persónu í Söltou Völku. Fróðlegt er að lesa um þau pólitisku á- tök, sem hafa orðið Halldóri Laxness uppspretta skáldskapar. Hinar fjölmörgu tilvitnanir eru nauðsyni'egar í þessu samhengi. Hús skáldsins veitir góða inn- sýn í hvernig skáldsaga verður til. Sýnt er fram á hvemig ófull- burða kvikmyndahandrit verður og ævi hans orðið íslenzkum skáldum viðfangsefni. En svo við kunn sem Fjalla-Eyvindur og Halla hafa verið, hefur sitthvað í sögu þeirra verið hulið móðu. Nú er komin út alistór bók um Fjalla-Eyvind, og hefur út- gefandi hennar auðsjáanlega lagt áherzlu á að gera hana girnilega að ytri búnaði. Hún er prentuð skýru letri á allgóðan pappír og í henni eru margar teikningar eftir Bjarna Jónsson listmálara. Ekki þarf heldur um það að ef- ast, að höfundurinn, Guðmundur Guðni Guðmundsson, hafi unnið verk sitt eftir beztu getu, þó að þar séu missmíði á. Guðmundur er mikill og ein- dreginn aðdáandi Fjalla-Eyvind ar, og honum er mikið áhugamál að sanna, að hann hafi alls ekki verið sannur að þjófnaði, þegar hann hvarf allt í einu á brott úr átthögum sínum, ekki hálfþrí tugur. Telur höfundur, að nokk- urt misferli í kvennamálum hafi verið orsök þess, að hann var sakaður um þjófnað og hafi ver ið ætlunin að knýja hann til að ganga að eiga þá stúlku, sem hann hafði gert bamshafandi. En þó að réttarfar væri — eins og Guðmundur sýnir fram á — ærið bágborið í þennan tíma, virðist hæpið að ætla, að Eyvind ur hafi þurft að búast við að fá sektardóm, hafi hann verið sak- laus. Hann var af góðu og vönd uðu fólki, var vinsæll og vel metinn að sögn höfundar og hef- ur áreiðanlega verið talinn lik- legur til að verða hinn mesti at- gervismaður. En brott fer hann og allt vestur i Aðalvik, og þar tekur hann saman við og gengur síðan að eiga ekkju, sem virðist hafa verið vænd um þjófnað og auk þess var ávallt sögð harð- lynd og frekar lítið álitleg. Og hvers vegna þurfa þau svo að leggjast út og lifa að nokkru á þjófnaði, ef hvorugt þeirra hefði af sér brotið ? Höfundur hefur auðsjáanlega freistað þess að hafa upp á sem Peter Haliberg. skáldsagan um Sölku Völku og uppkastið Heiðin frá Ameríku- árunurn breytist i Sjálfstætt fólk. Fræg eru ummæli Haldórs Laxness um Konurnar við brunn inn eftir Knut Hamsun, þar sem Halldór sakar Hamsun um að sjá alls staðar „lítilmensku og lúsar- hátt“. Þessi túl’kun Halldórs er ekki ólík þeirri, sem hann hefur sjálfur orðið að þola um eigin verk. Lengi var hamrað á því að bækur Halldórs væru vond land kynning, en þetta breyttist að sjálfsögðu eftir að hann fékk Framhald á bls. 23 allra flestu af því, sem til er um þau í rituðu og prentuðu máli, Eyvind og Höllu, og hann birtir í bókinni bréf og bókanir, sem ég veit ekki til, að áður hafi komið fyrir sjónir almennings. En sannarlega reynist honum erfitt að rekja til fulls feril hins fræga útlaga, og þó að honum verði þar nokkuð ágengt og hann virðist stundum geta alllík lega til, þegar hann fyllir í eyð- urnar, eru ýmsar af getgátum hans engu líklegri en þær, sem þær eiga að afsanna, og stund um veitist jafnvel góðfúsum les- anda erfitt að átta sig á þvi, hvað er hvað og hvar hann er staddur í tíma og rúmi með til- liti til ævi þeirra Eyvindar og Höllu. Hins vegar tekst Guð- mundi mætavel að sýna fram á, að hvort sem brestir í gerð og geði Eyvindar hafa valdið ógæfu hans eða rangar sakargiftir, þá hafi hann verið gæddur óvenju- legu atgervi, líkamlega og and- lega, og verið mjög heillandi per sónuleiki. Ennfremur verður svo ljóst af frásögnum höfundar sem orðið getur, að hvað sem kann að hafa á bjátað í hjónabandi þeirra Eyvindar og Höllu, þá hafi þau verið hvort öðru tröll- trygg. Þá verður og að teljast sannað, að þau hafi að ævilok- um búið á Hrafnseyri i Jökul- fjörðum, og hiklaust tek ég trú- anlegan þann vitnisburð Áma að Eyvindur hafi verið grafinn á Stað í Grunnavík, en ekki í óvígðri mold á Hrafnseyri, enda var Ámi sonur séra Helga, sem var sóknarprestur á Stað, þegar Eyvindur lézt. Eins og áður getur, er höfund ur sérlega hrifinn af Fjalla-Ey- vindi, og hrifni hans af honum veldur þvi, að aftur og aftur fer hann mörgum orðum um atgervi og afrek Eyvindar og það rang l'æti, sem hann hafi orðið að þola. Kveður svo mjög að þessu, að það er til stórlýta á eðlilegri framvindu frásagnarinnar. Þá Framhald á bls. 18 Snilldarleikur Ib Lansky - Otto Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR Útlægur afreksmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.