Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAf>ED, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1970
í dag verður opnuð í Boga-
sal merk sýning á málverkum
eftir Ásgrím Jónsson í tilefni
þess, að um þessar mundir eru
liðin 10 ár, síðan Ásgrímssafn
var opnað. Vegna þessa afníæl
is ákvað stjórnarnefnd safnsins
að ef na til þessarar sýningar á
þeim verkum listamannsins, sem
undanfarið hafa verið í viðgerð
og lvre.insim í Rikislistasafninu
danska. Mjög fá þessara verka
hafa áður komið fyrir almenn-
ingssjónir.
Það var um sama leyti og Ás-
grímssafn var stofnað, að hafizt
var handa um útgáiu listaverka
korta, en sala þeirra síðan hef-
ur staðið undir kostnaði af við-
gerðum á þessum málverkum. Á
biaðamannafundi i Bogasal nú
rétt fyrir skömmu hittum við
tvo úr safnstjórninni, þau Bjarn
veigu Bjarnadóttur safnvörð og
Hjörleif Sigurðsson listmálara,
en  hann  hefur  nú  tekið  sæti
Yfirlitsmynd af sýningunni í Bogasal, sem Ól. K. M. tók. Verið var að taka kvikmynd fyrir
sjónvarpið,  þegaf  þessi  mynd var tekin.
Af mælissýning
Ásgrímssafns í Bogasal
Jóns Jónssonar bróður lista
mannsins í stjórninni. Við báð-
um frú Bjarnveigu að segja
okkur frá tildrögum þessarar
sýningar. Henni sagðist svo frá:
„Eins og mörgum mun vera
kunnugt, fundust gömul olíumál
verk í lélegum kjallara í húsi
Ásgríms Jónssonar að honum
látnum. Myndir þessar skoðuðu
iistmálararnir Jón sálugi Þor-
leifsson, Gunnlaugur Scheving
og Jón, bróðir Ásgrims. Kom í
ljós, að á meðal þessara mynda
voru mörg öndvegisverk frá
fyrri árum, en sum þeirra mjög
illa farin. I kjallaranum var
saggi, sem komizt hafði í mynd
irnar. Nauðsynlegt var að senda
þær til útlanda i víðgerð, og
tók Ríkislistasafnið danska að
sér þetta verk, sem nú hefur
staðið yfir i rúman áratug.
Sala listaverkakortanna hef-
ur að öllu leyti staðið undir
þessum viðgerðum og það er
raunar mjög merkilegt mál. En
hinu er ekki að leyna, að safn
ið eignaðist strax mjög góða og
•fcrausta  viðgkiiptaviini,  sem ibafa
stutt að framgangi þessa máls
með kaupum sínum á kortunum.
„Hvað mörg málverk hafa
verið send út til viðgerðar
„Á þessum 10 árum mun
fjöldi þeirra vera um 100 tals-
ins. Þau hafa verið látin í lát-
lausa, en trausta ramma, einn-
ig blindramma. Árið 1966 var
haldin hér í Bogasalnum sýn-
ing sem þessi, en siðar við nán
ari athugun, var það ijóst, að
enn mátti reyna að bjarga enn
fleiri málverkum og nokkur
þeirra verka eru á þessari sýn
ingu."
„Hverjir annast þessar við-
gerðir í Kaupmannahöfn, frú
Bjarnveig?"
„Steen Bjarnhof tök að sér
þetta erfiða verk. Bjarnhof er
hámenntaður sérfræðingur i við
gerðum mynda, og er nýtekinn
við deildinni þar, sem um þetta
sér. Hins vegar hefur viðgerð
og hreinsun vatnslitamynda ver
ið í höndum Signe Rönne, en
hún kann allt i þá veru, og hef
ur starfað í áratugi hjá danska
safninu.
Nú þótti okkur í stjórn Ás-
grímssafns viðeigandi að gefa
almenningi kost á að sjá þess-
ar myndir og ekki hvað sízt
þeim, sem raunverulega hafa
greitt þennan viðgerðarkostnað,
með því að kaupa kortin. Þessi
sýning stendur yfir í vikutíma.
Þegar frá er skilinn laugardag-
urinn, þar sem einvörðungu
koma boðsgestir, náin skyld:
menni Ásgrims, vinir hans, lista
menn og nokkrir  aðrir  gestir,
þá verður sýningin opin frá og
með sunnudegi frá kl. 2—10 til
jafnlengdar næsta sunnudag, og
það skal tekið fram, að aðgang
ur er ókeypis, en hverjum er
í sjálfsvald sett, hvort hann
kaupir sýningarskrá, en með
sölu hennar vonumst við til að
hafa eitthvað upp í kostnað."
Við gengum nú um Bogasal-
inn, og þar gaf nú á að lita.
Málverkin, sem á veggjunum
hanga, eru stórkostleg, og má
varla á milli sjá, hvert er öðru
betra. Ásgrímur gaf þjóð sinni
málverk sín, og nú er það þjóð
arinnar að fjölmenna á sýningu
þessa, sem opin er alla daga
fram til næstu helgar, frá kl.
2—10, og vel að merkja: Að-
gangur er ókeypis. — Fr. S.
Skagfirzkar konur hef ja vetrarstarf
KVENNADEILD Skagfirðingafé
lagsins í Reykjavík byrjar vetr
arstarlserni sína með félagsfundi
í Lindarbæ miðvikudaigiinn 28.
þ.m. Þar mun meðal annars Elín
Pálm'adóttir verða með frásögn
og myndasýningu. Starfsemi fé-
lagsins hefur verið með ágætum
undanfarin ár, það hafa verið
haldin handavininunáimiskeið í
ýmsum greinum o.m.fl. gert til
fróðleiks  og  skemmtunar.
í haust afhenti félagið Sjúkra-
húsi Skagfirðiniga á Sauðárkroki
heyrnarprófunartæki að gjöf,
sem safnað var fyrir með basar
og kaffisölu 1. maí sl. í vetur er
ætlunin að hafa handavinnu-
kvöid þar sem féiagskonur geta
hittst, til þess að vinna fyrir
næsta basar, en starfsemin hefur
alltaf miðazt við að láta heima-
bygg&na njóta hennar.
(Frá Kvennadeild
Skagfirðingafélaigsins)
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
	majt	B
• f*		9
a,	'h	• *¦¦
*fi	$	c
í#.	Pi	
S wr\
i


B
3
a


OPIÐ TIL KL. 4 í DAG - LAUGARDAG
STMSTEIM
Vanþekking
Fyrir skömmu gerðist það í
bæjarstjórn Isafjarðar, að einn
af bæjarfulltrúum meirihlutans
greiddi atkvæði með bæjarfull-
triium minnihlutans. Mál þetta
hefur dregið þann dilk á eftir
sér, að samstarf bæjarfulltrúa
Framsóknarflokksins, Alþýðu-
flokksins og Alþýðubandalags-
ins um meirihluta í bæjar-
stjórninni hefur rofnað. Vegna
þessa atviks gerðu stjórn og full
trúaráð Framsóknarfélags fsfirð
inga svohljóðandi samþykkt:
„Stjórn og fulltrúaráð Fram-
sóknarfélags ísfirðinga harmar
mjög og átelur harðlega þá máls
meðferð Barða Ölafssonar, bæj-
arfulltrúa, að greiða atkvæði á
bæjarstjórnarfundi 14. okt. 1970
gegn yfirlýstum vilja og einróma
samþykkt stjórnar og fulltriía-
ráðs Framsóknarfélagsins, og lít
ur á þetta sem gróft brot á trún
aði hans við félagið, og brot á
samkomulagi við samstarfs-
flokka Framsóknarflokksins um
bæjarmál Isafjarðar. Auk þess
sem þessi málsmeðferð er ekki í
samræmi við lýðræðislegar venj-.
ur og reglur."
Morgunblaðið ætlar ekki að
blanda sér í deilur framsóknar-
manna á fsafirði, en niðurlag
þessarar samþykktar er með svo
einstæðum hætti, að ekki verður
komizt hjá því að gera það að
umtalsefni. Að vísu er það venja
að í bæjarstjórnum geri bæjar-
fulltrúar með sér málefnasamn
inga um myndun starfshæfs
meirihluta, en hitt er þó grund-
vallarregla, að lýðkjörnir full-
trúar geta komið fram svo sem
samvizka þeirra býður hverju
sinni. Enginn bæjarfulltrúi afsal
ar sér þessum réttl, þó að hann
geri málefnasamning við full-
trúa annarra flokka. Málsmeð-
ferð bæjarfulltrúans á fsafirði
brýtur því engan veginn í bag
við lýðræðislegar reglur eða
venjur, heldur er hún í fyllsta
samræmi við leikreglur lýðræðis.
Að sínu leyti er þessi sam-
þykkt st.jórnar og fiilltrúaráðs
Framsóknarfélags     fsfirðinga
meinlasii, en seinasta setning
hennar gefur þó til kynna, að
fyrir hendi er alvarlegur þekk
ingarskortur á þeim grundvall-
arhiigmyndum, sem liggja að
baki því Ivðræðislega stjórn-
kerfi, sem við biium við. Þegar
vanþekking af þessu tagi kemur
þannig fram, verður æ augljós-
ara, hversu brýnt það er að
hefja almenna kennslu í stjórn-
mála- og þjóðfélagsfræðum í skól
um landsins.
Aðdróttun
Fréttaritari Ríkisútvarpsins í
Noregi,    Tryggvi    Gíslason,
greindi fyrir skömmu í frétta
auka frá umsókn Norðmanna um
aðild að Efnahagsbandalagi Ev-
rópu og notaði tækifærið til að
fara með staðhæfiilausar aðdrótt
anir um afstöðu ónafngreindra
íslenzkra      stjórnmálamanna.
Tryggvi sagði m.a. þannig frá:
„Enda sagði Stray, utanríkisráð
herra, í ræðu sinni í Briissel á
dögumim, að Norðmenn væru
reiðiibúnir að afsala sér nokkr-
um hluta núverandi sjálfstæðis
síns fyrir aðild að Efnahags-
bandalagi Evrópu. Og við höf-
um, fslendingar, heyrt ummæli
þessu svipuð af vörum okkar eig
in stjórnmálamanna."
Ekki er til þess vitað, að nokk
ur islenzkur st.iórnmálamaður
hafi lýst þeim skoðunum, sem
Xryggvi Gíslason leggur ótil-
greindum hópi þeirra í munn.
Gera verður þær kröfur til
þessa og annarra fréttaritara út
varpsins, að getið sé heimilda og
Tryggvi nafngreini þá íslenzku
stjórnmálamenn, sem hann hefur
í huga, þegar ummæli þessi eru
sögð. Að öðrum kosti hljóta þau
að teljast ómerk og dylgjur ein-
ar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32