Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MORGUNBLAÐro, LAUGARDAGUR 24. OKTOBER 1970
Sigurður B. Sigurðsson
ræðismaður - Minning
1 dag er til moldar borinn
merkur maður og mætur mjög,
Sígurður B. Sigurðsson, stór-
kaupmaður og fyrrum aðalræð-
ismaður Breta, maður sem um
riær hálfrar aldar skeið setti
svip sinn á höfuðborgina, enda
átti hann með sínum marg-
víslegu störfum í þágu stétt-
ar sinnar og hins opinbera
óbeinan þátt í uppbyggingu og
mótun hinnar ört vaxandi borg-
ar.
Sigurður var fæddur á Flatey
á Breiðafirði þann 4. júní 1897.
Voru foreldrar hans Björn Sig-
urðsson, bankastjóri og fyrri
kona hans Guðrún Jónsdóttir,
síðar Parsberg.
Gekk Sigurður á Verzlunar-
skóla i Kaupmannahöfn, og lauk
þar prófi eftir að hafa lokið
gagnfræðaprófi við Menntaskól-
ann 1 Reykjavík. Ennfremur afl-
aði hann sér frekari menntunar
bæði i Bretlandi og Spáni, sem
kom honum í góðar þarfir, þeg-
ar hann kom aftur heim og
fékkst við umfangsmikla kaup-
sýslu um hálfrar aldar skeið,
auk margvíslegra trúnaðarstarfa
fyrir stétt sína og hið opinbera.
Að ioknu prófi frá Köb-
mandsskolen í Kaupmannahöfn
gerðist hann um skeið starfsmað-
ur hjá Hinum sameinuðu ísl.
verzlunum. Siðar vann hann á
skrifstofu föður síns í London.
En Björn faðir hans var á fyrri
heimsstyrjaldarárunum     við-
skiptafulltrúi íslands á Bret-
landi. Árið 1922 réðst Sigurður
til verzlunarinnar Edinborgar
og Heildverzl. Ásgeirs Sigurðs-
sonar. Eftir fjögurra ára starf
þar gerðist hann meðeigandi
þessara fyrirtækja og sýnir það
álit, sem hinn kunni kaupsýslu-
maður Ásgeir Sigurðsson, þáver
andi aðalræðismaður Breta hér
á landi hafði á hinum unga
starfsmanni sínum. Þegar heild-
verzlunin var gerð að hlutafé-
lagi gerðist hann stjórnarformað
ur þess fyrirtækis og aðalfor-
stjóri. Hann varð meiðeigandi
Veiðafærargerðar Islands 1934—
1960. Hann átti þátt i stofnun
Netagerðarinnar Höfðavík, og
var þar stjórnarf ormaður, þar til
það fyrirtæki var selt. Hann sat
og í stjórnum fyrirtækjanna
Fiskimjöl h.f., Gúmmí h.f.,
Electro-Motor h.f., B.P. á ís-
landi og útgerðarfél. Hrönn h.f.
1 stjórn Verzlunarráðs Islands
var hann árin 1952—56, og var
í samninganefnd um Finnlands-
a sunnu
um
Laugarásbakarí
Laugarásvegi I
Skrifstofan er Huft
að Crensásvegi 72
Sími 36940
Elgur hf.
Þurrt loft getur orsakað höfuðverk og
lamar mótstöðuafl líkamans gegn kvefi
og óþægindum í hálsi.
MIKRO
RAKACJAFANN
á að fylla með vatni og hengja síðan á ofn, og hann mun sjá
um velliðan yðar með því að halda loftinu i herberginu
mátulega röku.
MIKRO  hefur vatnsmæli.                    - ,
MIKRO  rúmar 1,25 lítra af vatni.
MIKRO  er 33 cm á hæð, 42 cm á breidd og
4,5 cm á dýpt.
MIKRO  er ódýr.
I. PÁLMASON H.F.,
Vesturgötu 3 — Sími 22245.
viðskipti árið 1953 og 1955. 1
stjórn vefnaðarvörukaupmanna
flest árin frá 1931—1947. 1
skuldaskilanefnd Fél. ísl. stór-
kaupmanna. Auk þess formaður
í nefnd Italiuviðskipta. Sæti
átti hann í stjórn „Ang-
lia" frá 1934—56. Vararæðismað
ur Brasiliu 1930—31. Settur ræð
ismaður Breta 1933 og skipaður
ræðismaður 1934. Settur aðalræð
ismaður Breta 1938, 1939, 1944—
47 og 1950. Fyrir störf sín í þágu
Bretaveldis var hann sæmdur
heiðursmerkjum árið 1943 OBE
(Officer of the Britisth Emp-ire).
Fyrir hin margvislegu störf í
þágu Islands var hann gerður
riddari af Fálkaorðunni.
Af þvi má nokkuð ráða, sem
að framan greinir að Sigurður
var enginn miðlungsmaður í
neinu tilliti, enda naut hann
rrausts stéttarbræðra sinna og
hins opinbera, þar sem honum
voru falin trúnaðarstörf, þeg
ar erfiðleikar steðjuðu að þjóð-
inni, hvað snerti verzlun og við-
skipti, einkum á heimsstyrjald-
arárunum síðari, enda kom þá í
góðar þarfir hin viðtæka verzl-
unarmenntun, sem hann hafði
aflað sér erlendis ungur að ár-
um, svo og miargra ára reynsl'a
hans bæði í innflutnings- og út-
flutningsverzlun. En fyrst eftir
að hann réðst til verzl. Edin-
borgar sá hann að mestu um
íiskútflutning fyrirtækisins, sem
var á þeim árum töluverður,
enda hafði hann kynnt sér fisk-
sölu á Spáni, áður en hann sett-
ist hér að 1922, eftir margra ára
dvöl erlendis.
Vegna viðskiptamenntunar
sinnar og starfsreynslu var því
ekki óeðlilegt, að hann veldist
til starfa í Viðskiptanefnd, en
þar var hann formaður frá 1947
—1950. Það starf var bæði erf-
itt og óvinsælt, eins og gefur að
skilja, þar sem flestir fengu
minni úrlausn en þeir óskuðu.
Þetta starf er mér kunnugt um,
að hann rækti með sérstakri sam
vizkusemi, og þrátf fyrir óvenju
góða aðstöðu til þess að skara
eld að sinni köku, þar sem hann
rak sjálfur umfangsmikil fyrir-
tæki, sem áttu undir þessa nefnd
að sækja, eigi síður en önnur
fyrirtæki, þá nutu þau engu
meiri fyrírgreiðslu en önnur fyr-
irtæki, nema að siður væri.
Hann komst því vel og vamm-
laust frá þessu óvinsæla starfi,
og ekki sízt fyrir þá sök, að
hann reyndi aldrei að hygla
sjálfum sér, né heldur þeim, sem
honum stóðu næstir.
Sigurður var maður grandvar
mjög og mátti i engu vamm sitt
vita. Hann var prúðmenni mikið
og með afbrigðum orðvar og um
talsfrómur. Þau 40 ár, sem ég
starfaði hjá honum heyrði ég
hann aldrei tala illa um nokk-
urn mann. Hins vegar tók hann
svari þeirra, sem hallmælt var,
jafnvel þeirra, sem virzt gat að
hann hefði ekki ástaeðu til að
hlífa, vegna neikvæðrar afstöðu
þeirra gagnvart honum sjálfum.
Siðustu ár ævi sinnar þurfti
hann að ganga í gegnum mikla
erfiðleika og bitra reynslu. Ár-
ið 1964 fékk hann hjarta-
áfall, sem vissulega lamaði
starfsþrek hans, sem hingað til
hafði verið með eindæmum.
Þrátt fyrir þetta áfall, lét hann
engan bilbug á sér finna, og virt
ist ganga sem heill til starfs, en
eflaust hefur það oft verið
meira af vilja en getu, og ber
það vott um hið mikla viljaþrek,
sem hann var gæddur. Ofan á
þetta áfall réðst hann í glæsi-
lega stórbyggingu við Laugaveg
inn eftir að hafa selt Lands-
banka íslands, ásamt meðeig-
anda sínum, Edinborgarhúsið
við Hafnarstræti. Þá voru vissu
lega bjartir tímar framundan í
efnahagslifi þjóðarinnar og allt
útlit fyrir, að með skjótri og vel
viljaðri aðstoð þeirra, sem af
honum keyptu hina verðmætu
eign í Hafnarstræti, tækist að
koma upp hinni glæsilegu ný-
byggingu, sem síðar gæti svo
staðið undir sér fjárhagslega.
En fallvalt er heimsins lán og
takmarkaður vilji, eða ef til vill
geta til aðstoðar. Því fór sem
fór. Þar að auki varð hann eins
og margir aðrir óþyrmilega fyr-
ir barðinu á þeirri fjárhags-
kreppu, sem skall hér á í kjöl-
far aflaleysisáranna 1967 og
1968. Sú kreppa reið jeim bygg
íngaframkvæmdum að fullu, og
einkum sökum þess, hve lánveit-
ingatregðan sagði fljótt til sin,
eftir að framkvæmdir hófust,
sem leiddi af sér óeðlilegan
kostnað.
Ástæðan fyrir því, að ég íer
svo ítarlega út í þetta, er sú, að
með því vil ég draga fram í dags
Ijósið mannkosti Sigurðar, sem
með æðruleysi og jafnaðargeði
mætti öllum erfiðleikum, án
beiskju að því er séð varð. í öll-
um þessum erfíðleikum sýndi
hann, hvern mann hann hafði að
geyma. Einhver hefði fyllzt
beiskju út í þá, sem ætla mætti
Skrifstofusfarf
Stórt iðnfyrirtaeki í Reykjavík óskar að ráða  karl eða  konu
til gjaldkera- og skrifstofustarfa nú þegar.
Verzlunarskóiamenntun eða starfsreynsla æskileg.
Væntanlegir umsækjendur leggi nötn sín ásamt upplýsingum
um menntun, aldur og  fyrri  störf  inn  á  afgreiðslu  blaflsins
merkt: „Áreiðanlegur — 4499".
Aðstoðarlœknissfaða
Staða aðstoðarlæknis við handlækningadeild Landspitalans
er laus til umsóknar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags
Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf
sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 26, fyrir
23 nóvember 1970.
Reykjavík,  22.  október  1970.
Skrifstofa ríkissp'rtalanna.
að hefðu haft það á valdi sínu
að fyrirbyggja það tjón, sem
hann varð fyrir, með þeim af-
leiðingum fyrir hann sjálfan, f jöl
skyldu hans og aðra, sem siðar
kom í ljós. En aldrei varð ég
var við, að hann hallmælti nein
um fyrir það, og fannst þó mörg
um hann hafa ríka ástæðu til
þess. Miklu frekar afsakaði
hann þá, er slíkt bar á góma.
Ég er því sannfærður um, að
hann hafi skilið við þennan
heim sáttur bæði við Guð og
menn.
En dauða hans bar að með
þeim hætti, að hann hné örend-
ur niður þar sem hann sat við
skrifborð sitt, mánudaginn 19.
október. Má segja að þetta sé
einkar táknrænt fyrir hinn
starfssama mann. Eins og fyrr
getur gekk hann siðustu ár ævi
sinnar ekki heill til skógar.
Þrátt fyrir það gekk hann dag
hvern ótrauður að daglegum
störfum sinum, og var starfsvett
vangur hans aðallega við skrif-
borðið. Þar voru ýms vandamál
viðskiptanna íhuguð og rædd.
Þar var ályktað og ákvarðan-
ir teknar. Þar stóð hann með
bréfaskriftum sinum í sambandi
við erlend fyrirtæki víðs vegar
um heim og átti þannig drjúg-
an þátt í uppbyggingu frjálsrar
verzlunar hér á landi. Þannig
greiddi hann fyrir innflutnings-
og útflutningsverzlun okkar Is-
Iendinga til heilla og hagsbóta
þjóðinni. En þetta er sá þáttur
í uppbyggingu sjálfstæðis Is-
lands, sem ekki er ávallt metinn
sem skyldi. Að starfsdegi lokn-
um átti hann svo griðastað á
fögru og hlýlegu heimili, sem
ástkær eftirlifandi eiginkona
hans hafði búið honum og son-
um þeirra af skilningi og
smekkvísi. ÍJngur að árum gekk
hann að eiga hina ágætu eigin-
konu sína frú Karitas. Foreldr-
ar hennar voru þau sæmdarhjón
Einar Þorsteinssón skipstjóri frá
Isafirði, síðar lengi búsettur i
Hafnarfirði, og eiginkona hans
frú Sigrún Baldvinsdóttir, syst-
ir Jóns Bandvinssonar banka-
stjóra og alþingismanns. Þau
hjón Sigurður og Karitas eign-
uðust 3 syni, Niels Parsberg,
Ásgeir og Björn, sem var þeirra
elztur og iézt fertugur að aldri
fyrir nokkrum árum eftir lang-
varandi heilsuleysi. Mér er það
í minni, hversu mikla ástúð og
umhyggju þau hjónin sýndu
|)essum sjúka syni sínum, bæði er
hann dvaldist hér heima og eft-
ir að hann langdvölum var í
sjúkrahúsi í Danmörku. En þar
bjó móðir Sigurðar, hin góða og
mæta kona frú Guðrún
Parsberg. Þar átti hann traust
athvarf, svo og öll fjölskylda
Sigurðar, þar til Guðrún lézt í
hárri elli fyrir örfáum árum.
Eftir því sem ég kynntist Sig-
urði betur, þeim roun betur sá
ég og mat mannkosti hans. Hann
var að vísu dulur maður og flik
aði lítt tilfinningum sínum.
Fannst þvi sumum hann vera
nokkuð þurr á manninn. En
þeir, sem kynntust honum nán-
ar höfðu aðra sögu að segja, með
al þeirra var ég. Gestrisni hans
og greáSvilkni var ósvikiin, og
gjafmildi þeirra hjóna náði langt
út fyrir vinahópinn, þvi að þau
máttu ekkert aumt sjá, án þess
að reyna að bæta það. Gestrisni
þeirra hjóna og rausn var þeim
báðum vissulega í blóð borin, og
nutu hinir fjölmörgu heimilisvin
ir þess i ríkum mæli og margir
fleiri.
Sigurður var sannur vinur
vina sinna, trygglyndur með af-
brigðum. Það fékk ég sjálfur að
reyna þau 40 ár, er ég starfaði
hjá honum, og eftir að ég óhjá-
kvæmilega varð að hætta þeim
störfum sökum breyttra kringum
stæðna, fékk ég ekki hvað sízt
að reyna tryggð hans við mig.
Ég hlýt því að sakna hans mjög.
En sárastur er þó harmur ást-
vina hans allra. Megi algóður
Guð veita þeim þá huggun, sem
hann einn getur veitt, og fólgin
er í trúnni á hann og þann, sem
hann sendi, hinn upprisna Frels-
ara og Drottin Jesúm Krist. Guð
blessi minningu hins mœta
manns.
Þorkell G. Sigurbjörnsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32