Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 249. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						1. nóvember 1970
tttmtufagðftlðfr. »
Dag-
draumar
á Sléttu
Jón Trausti segir í ljóði um
sólhvarfanæturnar á Sléttu,
að hann yfirgefi hana ekki.
Þar leit hann veröldina fyrst.
Og auðvitað lenti hann á sveit-
inni sinni, eins og sagt var, en
siðar beit hann á jaxlinn og
reyndi að flæma sig áfram. Og
nú er orðstír Sléttunnar ekki
sizt verk Jóns Trausta. Hann
hefur borgað fyrir sig.
Eins og Jón Trausti var sjálf
ur allur í söguefni sínu, en ekki
forminu einu, þannig fylgdi
Sléttan honum alla tíð, gaf lífi
hans ekki aðeins form heldur
innihald.
Fátæktin skyggði ekki á
æskuslóðirnar:   Sléttan  innti
þrátt fyrir allt af hendi al'lt,
sem hún gat. Skáldið lítur á
hana sömu augum og Fjallkon-
una í þekktasta ljóði sínu, Is-
landsvísum: hann er sonur
hennar. Hún er móðir hans.
Hún veit ekki hversu indæl
hún er. 1 fangi hennar vakir
hvert mannsbam. Bjargfuglarn
ir hreiðra sig. Lundann dreym-
ir á bárunum, og smalinn bæl-
ir féð. En lóurnar hallast að
hraunmosanum, meðan hauk-
arnir móka á klettum.
Barnslúinn er gleymdur.
Og undir lok kvæðisins
þakkar Jón Trausti fyrir geisl-
ana, sem Sléttan lét skina „við
lirlu vögguna mína."
September, i haust — Mel-
rakkaslétta opnaðist eins og
lauftolað. Fjöllin drukku í sig
skuggana, dimmblá. Við ókum
inn í víðsýnið.
Haustið var lygnt og ástriðu-
laust, en brimið gekk berserks-
gang og steinamir ultu í fjör-
unni eins og vængbrotnir smá-
fuglar. Hér lágu spor skálds-
ins. Nú eru þau horfin. En þó
að aldan hafi afmáð sporin hér
í fjörunni, skildi hún eftir
Heiðarbýlið og önnur óafmáan-
leg merki þess, að eitt sinn var
hér á ferð lítill drengur, sem
hét Guðmundur Magnússon.
Gaman hefði verið að horfa
með honum út á hafið.
Honum hef ði áreiðanlega þótt
vænt um að sjá fjöllin sín á svo
glöðum haustdegi. Þau vöktu
þrá hans eftir víðsýni, að sjá
meira og meira. Hvergi er víð-
sýnna en hér á Sléttunni. Að
þvi bjó skáldið alla tið. Víð-
áttan kallar á margar persón-
ur og fjölbreytt mannlíf, eins
og rússnesku sléttumar.
Við Rauðanúp er Núpskatla.
Austar Rif, sem áður var
nyrzti  bær  landsins.  Þar  er
Jón Trausti.
nú eyðibýli. Þar fæddist skáld-
ið. Afi hans hét Magnús og var
kailaður Magnús déskoti, af
því að hann var mætur maður.
x  x
1 Leirhöfn er stórbýli. Við
fórum heim á bæ og heilsuðum
upp á feðgana, Helga Krist-
jánsson, og Jóhann, sem á vist
stærsta fjárhús á landinu. Það
getur tekið 600 fjár. 1 Leirhöfn
er því ekki í kot vísað, hvorki
mönnum né skepnum. Heimili
Helga minnir á gamalt klaust-
ur, þar sem munkar sátu að
menningarstörfum. ÖU efri hæð
in sett undir bókasafn og
handavinnu húsbóndans. Hann
hefur löngum verið mikill bóka
béus og ástriðufullur safnari.
Nú hefur hann gefið Héraðs-
bökasafni Norður-Þingeyinga
safn sitt. Fer vel á þvi, að svo
ágætt bókasafn skuli vera svo
nálægt æskustöðvum Jóns
Trausta. Kannski hefði hann
aldrei unnið ærlegt handtak, ef
safnið hefði verið komið upp,
þegar hann var að slita barns-
skónum.
Hjónin í Leirhöfn gáfu bóka
safnið 1957, en 1961 var það
flutt í húsið Leirhöfn 2, þar
sem hillulengd bókaskápanna
er nú 207 metrar.
Helgi í Leirhöfn fékk bóka-
ástríðuna með móðurmjólkinni.
Hann hefur ávallt lagt áherzlu
á timaritasöfnun og eru þau
býsna drjúgur þáttur í bóka-
safninu. Helgi stundaði vetur-
inn 1913—14 nám i kvöldskóla
Ásgrims Magnússonar að Berg-
staðastræti 3 i Reykjavik. Sá
skóli var hin merkasta stofn-
un og byggði á hugsjón lýð-
skólahreyfingarinnar. Helgi
keypti af skólanum nokkur rit,
sem Ásgrímur hafði átt, t.a.m.
rit  Lærdómslistafélagsins  og
honum úr greipum. Hann sat
búnaðarþing í Reykjavik 1939.
Þá var haldinn fyrsti stóri
bókamarkaðurinn og var hann
auglýstur á þremur síðum i
Morgunblaðinu, þar sem upp
•voru taldir titlarnir á hverri
einustu bók. „Ég merkti við
það sem mig langaði að kaupa.
En svo asnaðist ég til að leggja
þetta saman og þá blasti við
mér upphæðin, 3.000,00 krónur.
Það var meira en ég fékk
fyrir búnaðarþingssetuna", þótt
ferðakostnaður væri með tal-
inn. Samvizka mín leyfði ekki
að ég gældi við þessar freist-
ingar, svo að ég stakk blöð-
unum niður í tösku. Nokkrum
árum síðar rakst ég á blaðið.
Þá sá ég, að ég hafði merkt
við talsvert af bókum, sem
erfitt var að ná í, og sumar
þeirra hefur mér aldrei tekizt
að eignast."
Helgi hefur ekki keypt dýr-
ar bækur í safn sitt, en þó lát-
ið eftir sér að kaupa á „nú-
tímaverði" Fornmanna sðgur
Bókmenntafélagsins, sem hann
hefur alltaf langað að eignast.
Hann hefur einnig látið eftir
sér að kaupa dálitinn slatta af
rímum. ,,Ég hef alltaf haft
ósköp gaman af rimum. Ég fór
að prika við rímur 1943," segir
hann. Nú á hann 160 útgáfur'
af 19. og 20. aldar rimum, en
vantar enn 20 sérrimur, sem út
hafa verið gefnar. Rímumar
hefur Helgi ekki gefið Héraðs-
bókasafni Norður-Þingeyinga.
Hann ætlar að hafa þær „hjá
sér" dálítið lengur. Hann hef-
ur haft mikið fyrir þeim. Þær
standa hjarta hans nær en aðr-
ar bækur.
Helgi segir að það hafi bara
munað örlögunum, að hann réð
sig ekki i kaupavinnu austur í
niður feðgarnir, Helgi og
Jóhann, og reikna út hvað
skáldalaun Þorsteins voru mið-
að við okkar tíma; hann hefði
fengið 100 hagalömb fyrir þess-
ar 600 krónur. Það samsvarar
nú um 120 þúsund krónum. <
Sýnir það að heiðurslaun lista-
manna hafa nánast ekkert
hækkað á þessum tíma, en
verkamannalaun a.m.k. tvðfald
azt. Ef Helgi i Leirhöfn hefði
ekki látið undan freistingum
sinum og keypt bækurnar af
kvöldskóla Ásgríms, hefði
hann getað fengið fyrir þessar
200 krónur 35 til 40 lömb. Eitt
er vist: Ekki hefur pilturinn
Guðmundur Magnússon haft
spurnir af svo miklum pening-
um, þegar hann bældi féð hér
á Sléttunni.
x x
Ritsafn Jóns Trausta skipar
heiðurssess í bókasafninu í
Leirhöfn. Og auðvitað er ekki
hægt að slíta talinu svo, að
hann sé ekki nefndur. Hann er <
Melrakkasléttu það sama og
Jónas Hallgrimsson öxnadaln-
um.
Helgi segir, að enn sé ekki
metið sem skyldi, „hvað hann
var alhliða listrænn. Mér
skilst, að hann hafi bæði leik-
ið á orgel og teiknað, svo að
ekki sé talað um ritleikni hans
og mannlýsingar." Hann teikn-
aði sjálfur myndir við Ijóð sín
eins og Jónás Svaf ár og Dagur
Sigurðarson.
í eldi þessarar sveitar skirð-
ist manndómur Jóns Trausta.
Það var vorið 1882: „Ég var
ekki nema 9 ára, en mér líða
sízt úr minni bágindin, sem þá
voru á Melrakkasléttunni.
Skaginn var umflotinn af ís,
sem hvergi sá út yfir. Gaddur
var yfir alla jörðina. Það, sem
sólin bræddi á daginn — þegar
hennar naut —, hljóp i svell á
nóttunni. En sólarinnar naut
illa . . . Æðarfuglinn var þá
byrjaður að setjast upp i hólm- *
ana — þessa yndislegu hólma,
sem eru höfuðprýði Sléttunnar.
Kollumar hreiðruðu sig á
klakanum, settust á eggin sín
og létu skefla yfir sig. Þar sátu
þær í snjóhúsi, sem skapaðist
af ylnum upp af þeim sjálfum;
það bjargaði sumum þeirra.
Hinar fundust dauðar á hreiðr-
unum, frosnar í hel. Mestur
hluti eggjanna varð að fúleggj-
um."
Nú var veðurlagið annað á
Sléttunni, engin þoka full af
beittum ísnálum, sem brenndu
hörundið.
„Fátæklingamir flosnuðu
upp hópum saman. Heilar fjöl-
~lf(ium ot'é*iw Sagt
Helgi og kona hans, ásamt Jóhanni, syni þeirra. Hús Jóhanns
í Leirhöfn í baksýn.
Ný félagsrit, sem metin voru
á 200 krónur, ásamt nokkrum
blöðum öðrum. „Ég keypti
þetta án þess að vita, hvernig
ég átti að borga það," segir
Helgi, þegar við erum setztir
inn í bókasafnið hans og farn-
ir að spjalla saman. „Svo kom
kreppan og ég fór af fjárhags-
ástæðum í bókabindindi í
fimmtán ár. Það er eins með
bókabindindi og bindindi á vín
eða tóbak: annað hvort er að
hætta alveg eða ekki. Það
gengur erfiðlega að takmarka
sig." En auðvitað gat Helgi
ekki haldið "bindindið og við
síðustu árslok voru komin í
safnið 13.641 bindi.
Helgi sér eftir að hafa geng-
ið í bindindi. Hann segir að á
kreppuárunum hafi mörg góð
tækifæri gefizt til að eignast fá
gætar  bækur,  en  þau gengu
Flóa. Þá var hæsta kaup 18
krónur. „Og þú færð auðvitað
aldrei hæsta kaup," var bætt
við. 1 þessu sambandi hefur
Helgi í Leirhöfn gaman af að
rifja upp, þegar Þorsteinn
Erlingsson fékk 600 kr. i
skáldalaun. Þá orti hann al-
kunnugt ijóð og biður Jónas
blessaðan að koma aftur, því
að
sexhundruð krónum svo
leikandi list
mun landssjóður tæplega neita.
Verðgildi peninga breyttist
lítið frá aldamótum og fram að
heimsstyrjöldinni fyrri. Helgi
segir að 1911 hafi vegavinnu-
kaupið verið 20 aurar á tímann,
svo að þeir sem lðgðu á sig
10 tíma vinnu á dag, fengu 2
krónur.  Og  nú  setjast  þeir
skyldur fóru á sveitina eða ver
ganginn . . . Ég man eftir, þeg-
ar þessir aumingjar voru að
dragast bæ frá bæ, bláir i fram-
an af megurð og máttleysi, með
skyrbjúginn í tannholdinu og
sinakreppuna í hnésbótunum —
þar til þeir lögðust fyrir á ein-
hverjum bænum, komust ekki
lengra. Þar urðu þeir að deyja
eða hjarna við. Flestir hjörn-
uðu við og — voru sendir til
Ameríku um sumarið.
Engin björg fékkst, nema fá-
einir gamlir, ólseigir landselir,
sem skriðu upp á ísinn og voru
rotaðir þar. Kjötið af þeim var
svart eins og tjara og gat
aldrei soðnað . . ."
Allir voru orðnir veikir af
harðréttinu. Enginn kornmatur
til, ekkert kaffi, enginn sykur.
En þá allt i einu fór gleðin
eða bjartsýnin um Sléttuna eins'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
36-37
36-37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48