Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 10
i 34 MORGUiNlBLAÐIÐ, SUiNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1970 v * vatn. Og þá kemur vandamál- ið með heiðargæsina. Ónefndur foss í Höklá, á virkjunarsvæði Efri-Þjórsár. 245 m fall í einu lagi, heldur Gunnar áfram. Eða um 40% af heildarfalli Þjórsár frá upptök um. Virkjun þessi yrði álíka stór eða heldur stærri en Búr- fellsvirkjun eða Sigölduvirkj- un og Hrauneyjafossvirkjun samanlagðar. Um hagkvæmni þessarar virkjunar er enn of snemmt að dæma, en lauslegar áætlanir benda til þess, að þarna sé einhver ódýrasta virkjun, sem við eigum völ á hér á landi. Það ætti því að vera til hagsbóta fyrir alla ís- lendinga að nýta þennan fjár- sjóð, ef þess er nokkur kostur. Gerð miðlunarlóns við Norð- lingaöldu er ekki aðeins for- sesnda fyrir virkjun Efri-Þjórs- ár, heldur gerir hún einnig kleift að nýta miðlað rennsli neðar í Þjórsá og auka þannig orkuvinnslugetu Búrfellsvirkj- unar og annarra virkjana i kerfinu. Á þennan hátt er miðl unarlón við Norðlingaöldu for senda fyrir nýtingu 15—20% af allri orkuvinnslugetu íslenzkra fallvatna. — En við þetta fer a.m.k. eitt hvað af Þjórsárverum undir hagað, ef allt þetta 245 metra fall væri ekki virkjað í einu. — Þá gætu virkjanirnar orð ið 2—3. Það yrði virkjun við Hvannagiljafoss og virkjun við Dynk, sem mundi hugsanlega taka fallið bæði við Dynk og Gljúfurleitarfoss, eða þá að önnur virkjun væri þar. Þá yrði að gera stíflur á öllum stöðunum svo og þrýstivatns- göng og stöðvarhús. — Breytir það á einhvern hátt stærð lónsins? — Nei, það breytir engu um lónið. En þegar frumáætlanir liggja fyrir, verður að ákveða hvort virkja á i einu lagi eða gera margar minni virkjanir. — Ef gæsin setur þá ekki stólin fyrir dyrnar? -— Við verðum að gera okk- ur grein fyrir því hvaða áhrif það hafi á gæsina, ef við byggj um þetta lón og einnig hvaða áhrif það hefur á virkjun Þjórsár. Meðan við vitum þetta ekki, er ekki hægt að tala um þetta af neinni skynsemi, segir Gunnar. Það er rétt að skýra þetta mál örlítið nánar. For- saga þess er i höfuðdráttum sú, að í nóvember 1968 ritaði — Já, það er ekki óalgengt, eða í sjálfu sér óeðlilegt, að stórframkvæmdir valdi árekstr um milli ýmissa hagsmunahópa, og er Laxárvirkjunarmálið glöggt dæmi um það. En það er svo um virkjanir sem annað, að ekkert fæst endurgjalds- laust. Má þar t.d. nefna, að virkjun Efri-Þjórsár á það sam eiginlegt með flestum öðrum virkjunum, að hún mun þurrka út marga fallega fossa. Hún krefst háspennulínu, sem mörg um finnst spilla náttúrufegurð. Hún mundi skerða afréttar- lönd bænda. Og síðast en ekki sízt, þá mundu þessar fram- kvæmdir setja undir vatn stór an hluta Þjórsárvera, en þar eru aðalvarpstöðvar heiðargæs arinnar í heiminum. Þetta gæsa mál hefur valdið miklum blaða skrifum bæði hér heima og er- lendis og óhætt að segja að það sé eitt aðalvandamálið, sem við er að glíma í sambandi við þessa virkjun. — Áður en við höldum áfram að ræða það, langar mig til að spyrja, hvernig virkjun yrði ■ OA acL atlra L raumur venna bómullar- nærfatnaður forsenda 15-20% af orkuvinnslugetu Or skurðendanum yrði vatnið leitt um þrýstivatnsgöng að stöðvarhúsi, sem sprengt væri inn í bergið um 250 m undir yfirborði. Þaðan færi vatnið svo um frárennslisgöng aftur út í Þjórsá. — Yrði þessi skurður ekki mikið mannvirki? — Hann þyrfti að vera um 40 m breiður og 6 m djúpur. En þrýstivatnsgöngin yrðu þá ekki löng, eða um kílómetri, eftir þvi hvar stöðvarhúsið yrði. Þvi verður ekki endanlega val inn staður fyrr en við höfum út komuna úr borunum þarna í sumar. En þarna er nokkur jarðvegur. Þyrfti því ekki að sprengja mikið og auk þess má nota uppgröftinn í garða neð- an við skurðinn. — Á þennan hátt má virkja íslenzkra fallvatna Á undanförnum árum hafa farið fram virkjunarrannsókn- ir á Tungnaár- og Þjórsársvæð inu og hver virkjunin af ann- arri verður nú að veruleika. Næstu virkjanir eru, sem kunn ugt er, fyrirhugaðar við Sig- öldu og Hrauneyjafoss í Tungnaá. Sögðum við frá þeim eftir heimsókn þangað i haust. En ekki hefur verið látið stað- ar numið þar með rannsóknir á hagkvæmum virkjunarmögu- leikum á svæðinu. Fyrir tveimur árum hófst kortlagning á Efri-Þjórsársvæð inu til undirbúnings hugsan- legri virkjun þar, sem eins og er, er talin einhver sú hag- kvæmasta, sem hér er völ á. Er þá hugsað til stórs miðlunar- lóns við Norðlingaöldu, sem dr. Gunnar Sigurðsson, verkfræð- ingur, segir að sé forsenda fyr ir nýtingu 15—20% af allri orkuvinnslugetu íslenzkra fall vatna. En Gunnari var á sl. sumri falið að gera virkjunar áætlanir fyrir virkjun við Efri- Þjórsá. Hefur hann stjórnað rannsóknum á svæðinu i sum- ar og er kominn í fullan gang með verkefnið, sem á að Ijúka 1972. Mbl. leitaði til Gunnars og spurði hann nánar um þess- ar miklu virkjunaráætlanir i Efri-Þjórsá, og rannsóknirnar á svæðinu. Hann byrjaði á því útskýra aðstæður. — Um tíu km ofan við Búr- fellsvirkjun fellur Tungnaá í Þjórsá og meira en tvöfaldar rennsli hennar, hóf Gunnar út- skýringar sínar. Tungnaársvæð ið og Þjórsársvæðið ofan Búr- fells eru að mörgu leyti mjög ólík. Jarðfræðileg einkenni Tungnaársvæðisins eru ungar gosmyndanir, en Efri-Þjórsár- svæðið einkennist af ísaldar- myndunum, þessi munur á jarð fræði hefur mikil áhrif á allar aðstæður til virkjunar og val á bezta fyrirkomulagi. Þannig eru hinar ungu gosmyndanir Tungnaársvæðisins mjög lekar og þvi ýmsum vandkvæðum bundið að gera uppistöðulón á þeim svæðum. Móbergið er Ié- legt berg, ef berg skyldi kalla, og erfitt og dýrt að gera jarð- göng eða neðanjarðarhvelfing- ar í það. Virkjanir á þessu svæði eru því hentugastar með skurðum og stöðvarhúsum of- anjarðar. Jökulmyndanir eru hins vegar tiltölulega þéttar og bergið á Efri-Þjórsársvæðinu heillegt og vel fallið til gerð- ar neðanjarðarmannvirkja. Lekahætta í lónum er litil. Hins vegar valda hin þéttu Rann- sóknir á íslandi Gunnar Sigurðsson jarðlög þvi, að úrkoman renn- ur svo til beint út í árnar, en miðlast ekki í jarðvatni hrauna og móbergs. Rennsli Efri-Þjórs- ár er því snöggtum ójafnara en rennsli Tungnaár og þörf- in fyrir miðlunarlón meiri. — Þetta eru sem sagt þau jarðfræðilegu skilyrði, sem þið þurfið að byggja á við virkj- un á efsta hluta Þjórsár. En hvernig hugsið þið ykkur fyrir komulagið á þessari virkjun? — Virkjunarfyrirkomulag það, sem virðist vera álitlegast, er í höfuðdráttum þannig, að Þjórsá er stífluð við Norð- lingaöldu með tiltölulega lág- um jarðvegsstíflum, sem yrðu samtals um 7% km á lengd og hæsta stíflan líklega 45 m há. Við þetta myndaðist geysistór uppistaða, sem næði upp undir Hofsjökul. Frá þessu lóni yrði vatnið síðan leitt um 25 km leið eftir skurði, sem grafinn yrði í hjöllunum vestan við Þjórsá. Viðtal við dr. Gunnar Sigurðsson, verkfræðing VIRKJUN I EFRI-ÞJORSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.